Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 C 11 VIÐSKIPTI I f ÞegarV/H hlutföll á íslandi og í Bandaríkjun- um eru borin saman eru oft borin saman epli og appelsínur k upp á 20-30 í Bandaríkjunum eru yfirleitt hátæknifyrirtæki. Þar koma þá inn í myndina væntingar um mikinn vöxt fyrirtækjanna í framtíðinni út af aukinni markaðs- hlutdeild eða nýrri tækni. Þessi háu V/H hlutföll geta verið viðeigandi fyrir íslensk fyrirtæki sem sækja fram t.d. á Bandaríkjamarkaði. Það gætu verið fyrirtæki eins og íslensk erfðagreining. í bankageiranum í Bandaríkjunum, sem telst frekar stóðugur og ekki mikilla breytinga að vænta, eru V/H hlutföll oft 12- 13," segir Gísli P. Pálsson, en til samanburðar er vegið meðal V/H hlutfall viðskiptabankanna þriggja og FBA 18,5. Lítill markaður Hlutabréfamarkaður er lítill á ís- landi, og hefur það áhrif á hreyfing- ar á markaðnum. Helgi Tómasson segir að nokkuð sé um óvænt tilvik þar sem verð í einstökum hlutafélögum brgytist mjög mikið og skyndilega. „Ofga- kenndustu gildin eru \A. 20-30% hækkanir og enn stærri lækkanir, en stærstu stökkin niðurávið sem ég hef séð er 80% verðlækkun," segir Helgi Tómasson, og segir að íslenskur hlutabréfamarkaður ein- kennist af strjálum viðskiptum og við þær aðstæður sé hætt við að slíkar verðbreytingar, e.t.v. vegna smáupphæða í einstökum viðskipt- um, gefi ýkta mynd af þróuninni ef hefðbundnar aðferðir eru notaðar. Áhrif skattaafsláttar Skattaafsláttur vegna hlutabréfa- kaupa veitir kaupendum skjótan arð sem tengist ekki viðgangi fyrir- tækisins sem fjárfest var í. Hver skyldu vera áhrif þessa afsláttar? „Það er ekki spurning að skatta- afsláttur vegna hlutabréfakaupa hafi áhrif á verðlag hlutabrefa. Eg var alltaf á móti þessum afslætti vegna þess að hann gerir fólk að miklu leyti ónæmt fyrir arðsemi fyrirtækja. Gulrótin liggur ekki í arðseminni heldur í því sem endur- greitt var um haustið," segir Pétur H. Blöndal, alþingismaður, stærð- fræðingur og fyrrum forstjóri Kaupþings. Pétur segir að þetta hafi þó minnkað, enda sé fjárfestingin ekki lengur að fullu frádráttarbær þannig að fólk sjái að það dugi ekki að fjárfesta í hverju sem er. „En í byrjun var þetta þannig að fólk kom niður í Kaupþing og bað bara um skammtinn sinn, sama í hvaða fyrirtæki," segir Pétur. „Þessi aðferð er því ekki gallalaus. Hinsvegar hefur hún keyrt upp markaðinn og hefur valdið mikilli hækkun á bréfum í fyrirtækjum sem fólk almennt þekkir og fjárfest- ir gjarnan í, en minna í fyrirtækjum sem fólk þekkti ekki." Framtíð hlutabréfa- markaðarins Pétur H. Blöndal telur að fé sem kemur nýtt inn á fjármálamarkað á vegum lífeyrissjóðanna, margir milljarðatugir á ári, muni hafa þau áhrif að þrýsta niður vöxtum sem muni líklega hafa áhrif á hækkun hlutafjár á næstu árum, að öðru óbreyttu. „Nú eru einnig að koma í ljós kröfur um breytta stjórnun, sem er afleiðing af kröfum hlutabréfamark- aðarins um arð. Nokkuð, sem er nýtt hér á landi. Það þýðir að nú er farið að segja forstjórum upp blygð- unarlaust ef þeir ekki standa sig í stykkinu við stjórnun. Aukin arð- semi fyrirtækja vegna betri stjórn- unar getur svo hugsanlega leitt til hækkandi verðlags á hlutabréfum þrátt fyrir hækkandi launakostnað og aukna samkeppni," segir Pétur. Pétur bætir því við að það sé spurning hvort hlutabréf séu hugs- anlega ofmetin í dag. Það geti verið að markaðurinn sé þegar búinn að taka inn í dæmið þessi tvö hækkun- artilfelli, sem nefnd voru hér að of- an. Hlutabréfamarkaður í Bandaríkj- unum hefur verið í mikilli upp- sveiflu undanfarið, þar sem Dow Jo- nes vísitalan fór yfir 11.000 stig á mánudaginn var. Ólafur Jóhann Ólafsson segir þrjár megin ástæður vera fyrir því. „Ástæðurnar fyrir uppsveiflunni eru afar sterkur efnahagur, hag- ræðing í fyrirtækjum vegna Nets- ins, sem hefur opnað leiðir til kostn- aðarlækkana og svo aukning á fjár- festingum einstaklinga," segir Ólaf- ur Jóhann og bætir við að margir þessara einstaklinga séu fjár- festendur með litla reynslu. Því sé hann smeykur um að hluti þessa fólks geti komist í uppnám ef verð fari aftur niður á við. Hvað framtíðarþróun íslensks hlutabréfamarkaðar varðar telur Ólafur Jóhann að sama þróun gæti gerst á íslandi eins og í Bandaríkj- unum, allavega hvað varðar seinní tvo áhrifaþættina, en það fari hins- vegar eftir því hvort brött niður- sveifla hafi gerst þá eða ekki. Einnig telur hann að þróunin í framtíðinni fari mjög eftir þróun efnahagslífsins. „Ef efnahagurinn er sterkur mun hlutabréfamarkaður þróast hraðar, en ef samdráttur verðurrnun það gerast mjög hægt," segir Ólafur Jóhann. „Hlutabréfa- markaðurinn er kominn á þann rek- spöl sýnist manni, en ef markaðirnir fá kvef, þá gæti tiltrú fólks horfið og það orðið hrætt við fjáifestingar í hlutabréfum," segir Olafur Jóhann Ólafsson. „Hlutabréfamarkaðurinn hefur náttúrlega þroskast gífurlega mikið á seinustu árum," segir Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár- Almennra. „Ég sé það fyrir mér að hann muni halda áfram að gera það, og ég er sannfærður um að þátttaka á hlutabréfamarkaði mun aukast, bæði þeirra sem sækja inn á mark- aðinn og þeirra sem versla á honum. Ég held við séum nú komin með hlutabréfamarkað sem er alvöru markaður og kemur til með að vera áfram." SHARP AL-840 1 Tengjanleg vio tölvu Tvær tölvur í einu (tvö tölvutengi innifalin í verSi) Fast frumritaborS Stækkun - minnkun 50%-200% 250 blaoa pappírsbakki Kostunarsimtol i boði í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. • HVERS vegna ekki að láta auglýsingar borga símann sinn? Ðanska farsímafyrirtækið Sonofon hrinti hugmyndinni ný- lega í framkvæmd og bauð upp á kostunarsíma, sem væri ein- stæður í heiminum. í fyrstu leit út fyrir að neytendaumboðs- maðurinn dæmdi kostunarsím- ann ólöglegan, en nú hefur fyr- irtækið komið til móts við at- hugasemdir hans og þar með gefst Dönum kostur á ókeypis síma að hluta gegn því að hlusta á auglýsingar. Með því að fá farsímaáskrift eða -kort hjá Sonofon er hægt að fá aðgang að kostunarsíman- um. Honum fylgir fimmtán mín- útna ókeypis simatimi daglega, en aðeins frá kl. 17-8. Aður en símtalið fer í gegn heyrir not- andinn tíu sekúndna auglýs- ingu. Eftir fimmtíu sekúndna samtal kemur önnur tíu sek- úndna auglýsing og síðan fylgja jafnlangar auglýsingar 110. hverja sekúndu. Utan þessa tima eða þegar tal- tíminn er uppurinn gjaldfærast samtölin á venju- legan hátt. Umboðsmaðurinn taldi það ganga á rétt manna að viðtak- endur símtalanna fengju yfir sig auglýsingar án þess að geta hafnað þeim. Sonofon hefur því verið skyldað til að sá sem hringt er í fái að vita að hringt sé í hann úr kostunarsíma og símtalinu fylgi því auglýsingar. Viðtakandi á síðan kost á að hafna samtalinu og um leið verður sími viðtakanda fram- vegis lokaður fyrir upphring- ingu úr kostunarsímanum. Eins og annars staðar eru farsímar orðnir vinsælir meðal danskra barna og unglinga og á þann markhóp miðar Sonof- on. Kostunarsíminn átti að standa til boða fyrir krakka frá tíu ára aldri, en því hafnar neytenda- umboðsmaðurinn og krefst þess að aldurslág- markið sé þrettán ár. Börnin geta aðeins fengið símann með samþykki foreldra. Þar sem kostunarsími hefur aðeins verið á boðstólunum í rúman mánuð á enn eftir að koma í ljós hvort Danir og þá einkum ungmenni eru ginnkeypt fyrir þessu nýja fyrirbæri. Þeir sem vilja kynna sér danska tilboðið nánar geta farið inn á www.sponsor- fonen.dk. Nýi tölvu- og viðskipta- skólinn í Hafnarfírði Opnar útibú í Kópavogi • NÝI tölvu- og viðskiptaskólinn í Hafnarfirði hefur fest kaup á nýju húsnæði að Hlíðasmára 9 í Kópavogi og opnar þar útibú hinn 1. september næstkomandi. i fréttatilkynningu frá skólanum kemur fram að nám- skeiðum skólans muni fjölga í kjölfar stækkunar hans auk þess sem boðið verður upp á ýmsar nýjungar. Til dæmis fá nemendur, sem staðist hafa sjö próf tengd Microsoft Office-lausnum, alþjóðlega viðurkenningu, svokallaö Tölvu- ökuskírteini. Eigendur NTV, þeir Jón Vignir Karlsson og Sigurður Karls- son, hafa gengið til samstarfs við Sigurð S. Pálsson og mun hann stýra rekstri útibúsins. Sigurður lauk kennara- og stúdentsprófi frá Kennara- skóla íslands 1972 og starfaði hjá IBM á Islandi í 12 ár, m.a. sem kerfisfræðingur og við margs konar sölu- og kynningarstörf. Hann var framkvæmdastjóri hjá Skrifstofu- vélum hf. og síðar Örtölvutækni - Tölvukaupum hf. til loka Jón Vignir Karlsson og Sigurður Karlsson, eigendur NTV, og Sigurður S. Pálsson sem mun stýra Kópavogsútibúi skólans. 1990. Sigurður var forstjóri Tulip Computers í Danmörku í tæp 8 ár og starfaði eftir heimkomuna til íslands hjá Ný- herja hf. áður en hann hóf störf við skólann. ^^ ¦tW^Si SDN simstoðvar 8SDN símstöðvar iDN símsíöðvar £fJ Tækni nýrrar aídar Stael Stðumúla 37-108 Reykjavík S. 588-2800 - Fax 588-2801 www.istel.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.