Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 C 13 Framkvæmdastjóri Heidelberg býst við áframhaldandi vexti í prentiðnaði á nýrri öld Morgunblaðið/Kristinn Christoph Riess, framkværadastjóri Heidelberg-samsteypunnar í Evrópu, og Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri ACO hf.: Prentiðnaðurinn á blóm- lega framtíð fyrir höndum. Rafræn miðlun og prentverk vaxa hlið við hlið MIKILL vöxtur rafrænnar miðlunar mun ekki leiða til samdráttar í prentiðnaði á næstu árum að mati Christophs Riess, framkvæmda- stjóra Heidelberg-samsteypunnar í Evrópu, sem nýlega var staddur hér- lendis. Or tækniþróun í margmiðlun gerir hins vegar miklar kröfur til prentara og framleiðenda prentvéla um að þeir fylgist vel með tækninni og endumýi vélakost sinn með skömmu millibili. Heidelberg, sem er stærsti fram- leiðandi prentvéla í heiminum, hefur lengi verið í fremstu röð og átt mik- illi velgengni að fagna víða um heim. Á síðustu árum hefur Heidelberg fikrað sig frá því hlutverki að vera einungis framleiðandi prentvéla og haslað sér völl sem allsherjar þjón- ustufyrirtæki fyrir prentiðnað. Auk prentvéla framleiðir fyrh-tækið nú hönnunarbúnað, filmur, plötur, skurðartæki og bindivélar svo eitt- hvað sé nefnt. Rúmlega 20 þúsund starfsmenn vinna nú hjá fyrirtækinu um allan heim. Framleiðsla þess fer að mestu fram í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Hollandi en auk þess rekur það 240 söluski-if- stofur í 160 löndum. Velta Heidel- berg-samsteypunnar hefur tvöfald- ast á síðustu þremur árum og var um 6,8 milljarðar marka (274 millj- arðar króna) á síðasta ári. 80% rekstrartekna falla til utan Þýska- lands. Aco hf. tók við umboði fyrh’ Heidelberg-prentvélar um síðustu áramót hérlendis og var sú breyting liður í víðtækri endurskipulagningu á sölumálum samsteypunnar. Um- boðsaðilum hefur verið fækkað og áhersla er lögð á að hafa einn aðila á hverju sölusvæði en um leið eru gerðar mun ríkari kröfur en áður til þjónustu hans. Byltingarkennd tækni Riess segir að hin mikla áhersla sem Heidelberg hafi lagt á vöruþró- un hafi átt ríkan þátt í velgengni fyr- h’tækisins og geri það einnig að verkum að það standi nú vel að vígi þegar miklar tæknibreytingar eigi sér stað í prentiðnaði. „Prentverk verður sífellt tæknivæddara og byggir æ meir á stafrænum lausn- um. Eg tek eftir því að þær prentvél- ar sem við erum nú að selja til ís- lands, t.d. M600-vélin sem prent- smiðjan Oddi fékk nýlega aíhenta, vekja mikla athygli og þykja bylting- arkenndai’. En þær prentvélar sem hönnuðir okkar hafa nú þegar á teikniborðinu eru enn fullkomnari og ég fullyrði að þær munu ekki síður boða byltingu í prentiðnaðinum. Svona er nú þróunin hröð í þessari grein, enda gera neytendur sífellt meiri kröfur.“ Riess er mjög ánægður með sterka markaðshlutdeild Heidelberg á Islandi og segir íslenskan prent- iðnað standa framarlega miðað við mörg önnur lönd. „Islenskir prentar- ar eru almennt mjög tæknisinnaðir og vandvirkir miðað við það sem ég hef séð. Oddi er t.d. mjög sérstakt fyrirtæki með mikinn metnað og mjög vel búið tækjum. Aðstæður hér eru mjög líkar því sem ég hef séð í Finnlandi, sem einnig stendur fram- arlega." Atvinnugrein smáfyrirtækjanna íslendingar hafa alla burði til að láta meira að sér kveða í prentverki að sögn Riess, ekki síst þar sem smáfyrirtæki séu ráðandi í þessari grein á alþjóðamarkaði. „Talið er að um 430 þúsund prentsmiðjur séu starfræktar í heiminum. 315 þúsund prentsmiðjur eru litlar og hafa færri en tuttugu starfsmenn, 65 þúsund prentsmiðjur eru í flokki meðal- stórra með 20-49 starfsmenn en að- eins um 50 þúsund prentsmiðjur hafa fimmtíu starfsmenn eða fleh’i. íslenski prentiðnaðurinn er því ekki eins frábrugðinn öðrum vegna smæðai’ fyrirtækjanna í greininni al- mennt. Mér sýnist það líka vera styrkur Islendinga að þessu leyti að landið er lítið og íbúarnir gera sér því far um að fylgjast vel með um- heiminum, ekki síst tækninýjung- um.“ Útrýmir tæknin prentverkínu? En munu hinar miklu tæknibreyt- ingar ekki útrýma prentverki smám saman og leiða til hnignunai- og jafn- vel endaloka prentiðnaðarins? Nú stendur t.d. yfir þróun á tölvu í bók- arbroti sem ætlað er að koma í stað bóka, dagblaða og tímarita úr papp- ír. Því hefur verið spáð að í framtíð- inni muni fólk að morgni dags tengj- ast gagnabanka og hlaða bókina af fréttum, tímaritsgreinum og öðru því efni sem það hyggst lesa yfir daginn. Riess brosir þegar hann heyrir þessar vangaveltur. „Það er rétt að rafræn miðlun á mikla framtíð fyrir höndum en við teljum að hún muni samt ekki útrýma prentverkinu. Ra- fræn miðlun vex nú mjög hratt en hefur ekki og mun ekki leiða til sam- dráttar í prentiðnaði að okkar mati. Vöxturinn í rafrænni miðlun er tal- inn nema 8-10% árlega en 2-4% í prentiðnaði. Við reiknum með að ár- ið 2010 verði rafræn miðlun farin að velta meiri fjármunum en hefðbund- in prentun en þó án þess að sam- dráttur hafi orðið í greininni sem slíkri. Þessi þróun gerir hins vegar miklar kröfur til prentara um að þeir fylgist vel með tækninni og endumýi vélakostinn með skömmu millibili. Framleiðsla prentvéla verður því áfram blómleg atvinnugrein fyrir þá framleiðendur sem bera gæfu til að hagnýta sér tæknina til hins ýtrasta," segir Riess að lokum. SINDRI -Þegar byggja skal með málmum Borgartúni 31 • 105 Rvik • sími 575 OOOO ■ fax 575 0010 ■ www.sindri.is ♦ Alhliða lausnlr ♦ Einfalt \ uppsetningu ♦ Uppfyllir ströngustu gæðakröfur Yfir 40 ára reynsla á Islandi Impex hilfukerfí * l pwsjspSi iMfe j ffjg ; |SS ipp 'ö-l ■“ í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.