Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 C 1% VIÐSKIPTI Viðskiptablað Morgunblaðsins Fólk Aðstoöar- maður for- stjóra FBA • HULDA Dóra Styrm- isdóttir markaðsstjóri FBA hefur verið ráðinn aðstoðarmaður for- stjóra FBA. Hún mun jafnframt gegna áfram starfi markaðsstjóra. Hulda hóf störf hjá FBA 1. mars 1998. Hún útskrifaðist með BA-próf í hagfræði frá Brandeis University, í Massachu- setts í Bandarlkjunum 1988 og með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi 1992. Áður en Hulda hóf störf hjá FBA hafði hún starfaö sem ráðgjafi hjá VÍB 1988-1989, sem fréttamaður og frétta- ritari á Stöð 2 og Bylgjunni 1990-1991 og 1992-1993, sem starfsmannastjóri Hótel Sögu 1994-1995 og sem mark- aðsráögjafi hjá Hugtökum ehf. 1996- 1998. Maki hennar er Haraldur Ásgeir Hjalta- son sviðsstjóri rekstrarráðgjafarsviös VSÓ Ráðgjafar og eiga þau tvo syni. Manna- breytingar hjá FÍ • PÁLL Þór Ármann hefur verið ráðinn til starfa hjá Feröaskrifstofu íslands hf. og mun gegna stöðu markaðsstjóra hjá Úrval Útsýn. Páll Þór Ármann er við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands og með framhalds- menntun frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn. Páll hefur verið fram- kvæmdastjóri Fríkorts ehf. undanfarin þrjú ár. Páll Þór er giftur Huldu Björns- dóttur kennara og eiga þau tvær dætur. • GUÐRÚN Sigur- geirsdóttir hefur ver- ið ráðinn framleiðslu- stjóri hjá Úrval Útsýn hf. Guðrún lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1972 og starfaöi á Auglýsinga- stofu Kristínar frá 1972 til 1975. Frá 1975 hefur Guðrún starfaö að feröa- málum, hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu, Atlantik, Úrval og Úrvali-Útsýn frá 1. nóvember 1987 til dagsins I dag. Guðrún er gift Eggerti Lárussyni, starfsmanni Orkuveitu Reykjavíkur, og eiga þau tvö börn. • ELÍN HlífHelga- dóttir hefur veriö ráð- in starfsmannastjóri hjá Feröaskrifstofu fs- lands hf. Elín lauk B.Ed. prófi frá Kenn- araháskóla íslands vorið 1994 og námi í markaðs- og útflutn- ingsfræöum frá Háskóla íslands í febrúar 1999. Elín hefur starfað að ferðamálum frá árinu 1991, fyrst hjá innanlandsdeild Samvinnuferða-Land- sýnar fram til janúar 1996 og þá hjá Úrvali-Útsýn frá janúar 1996 fram til dagsins í dag. Elín er gift Henriki Ósk- ari Þóröarsyni lyfjafræðingi. • Hlíðasmári 12 • 200 Kópavogur • sími: 540 3000 • fax 540 3001 • www.hugur.is Nýr rekstrarstjóri hjá Félagsstofnun stúdenta I—---------- • EYRÚN María ÆjSs Rúnarsdóttir hefur ■pT \ hafið störf hjá Fé- ■ A lagsstofnun stúd- enta sem rekstrar- MK, stjóri Atvinnumið- ^ stöðvarinnar. Eyrún lauk B. A. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla íslands 1996 og hóf nám til meistaragráöu í sama fagi 1998. Hún starfaöi sem stundakennari vorið 1996 og var framkvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna starfs- árið 1996. Haustiö 1996 starfaði hún við rannsóknarstörf sem að- stoðarmaöur prófessors við Háskóla Islands en réði sig til Pricewaterhou- seCoopers í starf ráðningarfulltrúa í mars 1997. Atvinnumiöstööin sem miðlar störfum og verkefnum til náms- manna var stofnuö í apríl 1998 en auk hennar rekur Félagsstofnun stúdenta Bóksölu stúdenta, Ferða- skrifstofu stúdenta, Stúdentagarða, Kaffistofur stúdenta og Leikskóla FS. Sambýlismaður Eyrúnar er Krist- ján Eldjárn, tónlistarmaður og eiga þau eina dóttur. Vinnandi menn á Egilsstöðum Morgunblaðið, Egilsstaðir AUGLÝSINGASTOFAN Vinnandi menn ehf, hélt kynningu á starf- semi sinni á Hótel Héraði á Egils- stöðum. Fyrirtækið er byggt á grunni þriggja annarra fyrirtækja, en þau eru: Níutíuogsjö ehf, Vinnandi menn sf, og Spyrnir ehf sem sam- eina nú rekstur sinn undir þessu nýja nafni. Stofan hefur starfsemi á Egilsstöðum og Akureyri. Starf- semi fyrirtækisins er grafísk hönn- un, auglýsingagerð, en Vinnandi menn taka að sér að veita faglega ráðgjöf og hafa heildarumsjón með auglýsingamálum fyrir fyrirtæki, hönnun á vefsíðum fyrir einstak- linga og fyrirtæki og almanna- tengsl en stofan leggur línurnar um hvernig gera megi fyrirtæki sýni- legri á markaði og hvernig vinna má allt frá almennu auglýsingaefni og merkingum til auglýsinga og vefsíða. Stjórn Auglýsingastofunn- ar Vinnandi menn ehf. skipa G. Omar Pétursson, Hilmar Gunn- laugsson og Jóhannes Pálsson. Að- alskrifstofa fyrirtækisins er á Egilsstöðum og er framkvæmda- stjóri Steinunn Ásmundsdóttir. Til hamingjuí I ';;í ..T*£. m -• ^ Olíufélagið hf. - ESS0 fékk viðurkenningu Umhverfisráðuneytisins 1998 a> .c < Verkfræðistofan Hönnun hf. óskar Olíufélaginu hf. - ESSO til hamingju með umhverfisviðurkenninguna. Hönnun hf. er stolt af því að hafa átt þátt í mótun umhverfisstjórnunarkerfis Olíufélagsins hf. hönnunhf VERKFRÆÐISTOFA Siðumúla 1 • 108 Reykjavik • Sími 510 4000 • Fax 510 4001 • Netfang honnun@honnun.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.