Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 48

Morgunblaðið - 15.05.1999, Page 48
48 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Jafnari og jafnari „Hœgrimönnum er látið eftir að skaffa, vinstrimanna er bara að keimta og dudda sér við að hrósa sjálfum sér fyrir að hafa miklu betra hjartalag en íhaldið. “ SAMFYLKINGIN, framtíðarvon þeirra vinstrimanna sem geta vel hugsað sér að óhreinka sig á stjóm- arstörfum, slapp fyrir hom. Pað mátti búast við að upp úr ösku Alþýðubandalagsins sprytti líka flokkur til ofurvinstri sem legði höfuðáherslu á ýmis brýn vanda- mál ársins 1899 og bætti síðan við miskunnarlausri kröfuhörku í umhverfismálum í trausti þess að þurfa nú aldrei að standa við stóra orðin. Og lendi menn þrátt fyrir allt í ríkisstjóm er alltaf hægt að láta þau niður í skúffu ásamt gömlum ritlingum her- námsandstæð- VIÐHORF inga. ----- Þetta var Eftir Krisiján ekkert óvænt. Jónsson Hins vegar kom á óvart að Samfylkingin skyldi í fæðingar- hríðunum og kosningabaráttunni mæna dáleidd á þennan fjandvin sinn eins og lítil mús á slöngu sem ætlar að gleypa hana. Vont var að sjá þennan vænt- anlega helsta keppinaut Sjálf- stæðisflokksins gera sig sekan um nákvæmlega jafn loðinn mál- flutning og hann í mikilvægum málum. En verst er að sjá að uppgjörið við hefðbundnar vinstriáherslur í efnahagsmál- um, sem er í fullum gangi ann- ars staðar á Vesturlöndum, skuli ekki vera hafið hérlendis hjá þeim sem málið varðar. Það er einfaldlega ekki nóg að segja að Samfylkingin vilji jöfn- uð og réttlæti. Þetta vora bar- áttumál framherjanna fyrir hundrað áram, baráttumál sem kratar notuðu til að ná völdum í lýðræðislegum kosningum víða um lönd en kommúnistar af- skræmdu og komu jafnvel óorði á. Markmiðið var að allir gætu lifað mannsæmandi lífi. Sem er annað en að reyna að tryggja með ofsköttun og ofstýringu að engum líði einhvern tíma á æv- inni illa. Nú hættir einhver að lesa og segir við sjálfan sig að næst verði vitnað í rit frjálshyggju- postula um vonsku ríkisvaldsins og gæsku einstaklingsins. Það stendur ekki til. Miklu athyglis- verðara er að kynna sér það sem evrópskir vinstrimenn, aðrir en íslenskir, segja og gera þegar velferðarmálin eru á dagskrá. Við tölum um að velferðar- kerfið sé öryggisnet sem bregða þurfi undir samfélagið til að hindra slys. Við viljum líka allrahelst að hvergi sé hægt að finna augljós dæmi um neyð eða óréttlæti sem hægt er að bæta. En hvernig sem fólk reynir að leika sér með tölur er auðvitað öllum innst inni ljóst að þótt enn megi finna slæma hnökra er meiri jöfnuður og betri fé- lagsleg þjónusta hér en í nær öllum öðram ríkjum heims. Og viljum við koma á lögregluríki til að útrýma síðustu leifum óréttlætisins, fjarlægja síðustu blettina í hreingemingunni? Imyndar einhver sér að hægt verði að gera svo vel að öllum líki? Kjell-Olof Feldt var áram saman fjármálaráðherra Sví- þjóðar á níunda áratugnum, góð- ur og gegn jafnaðarmaður. Hann reyndi að fá Svía til að staldra við áður en hugsjónin um jöfnuð og réttlæti kæfði allt frumkvæði í landinu. Hefur hann lýst því hve sár reynsla það hafi verið fyrir sig að sættast við sjálf helgispjöllin, þau að auka yrði launamun í Svíþjóð til að treysta efnahaginn. Feldt og fleiri bentu á að menn hefðu einfaldlega gengið of langt í að efla jöfnuð með skattprósentu sem var orðin hin hæsta í heimi, yfir 60% á ein- staklinga. Fyrirtækin myndu flýja landið, stöðnun taka við, einnig myndi hæfileikaríkt fólk, sem eftirsótt væri í atvinnulíf- inu, freistast til að setjast að er- lendis. Nú skyldu margir ætla að Alþýðusambandið sænska hefði verið alveg ósammála Feldt og öðram „hægrisinnum“ en svo var ekki. í forystu sambandsins voru margir sem vöruðu við því að afleiðingamar gætu orðið slæmar og bentu á að leitin að alls kyns skattasmugum væri orðin þjóðaríþrótt. Svíar hafa gripið til ýmissa ráða til að stöðva kerfisofvöxtinn en hægt gengur. Stór hluti þjóð- arinnar er löngu orðinn svo háð- ur spenanum að þröngir einka- hagsmunirnir reynast oft sterk- ari en skynsemin. Jafnaðarmenn í Danmörku hafa einnig sett spumingamerki við óhefta, hömlulausa velferð. Kerfi sem snýst orðið að miklu leyti um að halda sjálfu sér á floti en hefur löngu gleymt markmiðinu göf- uga: að aðstoða þá sem era þurf- andi. Blair í Bretlandi hefur gengið hart fram í að reyna að vinda ofan af velferðarsukkinu, gera aðstoð markvissari og koma í veg fyrir misnotkun. Hvarvetna er verið að ræða þessi mál á vinstrikantinum í Evrópu af hreinskilni og fersk- leika þeirra sem era reiðubúnir að viðurkenna að sumar fullyrð- ingar andstæðinganna eigi við rök að styðjast. Nema hér á landi, hér ríkir vinstri-íhaldssemin og jafnaðar- mönnunum okkar fmnst þessi upphlaup í útlöndum óskiljanleg. Hægrimönnum er látið eftir að skaffa, vinstrimanna er bara að heimta og dudda sér við að hrósa sjálfum sér fyrir að hafa miklu betra hjartalag en íhaldið. Hvemig ætla þeir að bregðast við sem í einu orðinu segjast vilja frjáls viðskipti í heiminum og hinu orðinu að auka þurfi enn launajöfnuð þegar ungt, vel menntað fólk ákveður að þiggja frekar góð laun erlendis en skattpíningu hér í nafni velferð- arkerfisins? Eigum við að hlíta leiðsögn Svía sem era þegar búnir að missa stórfyrirtæki úr landi og famir að sjá á eftir vax- andi fjölda hæfileikafólks? Vonin um betri heim er eitt af því sem rekur okkur til að gera betur og hún er eilíf. En við vit- um líka að góð meining er ekki nóg. Einhvers staðar era oftast mörk sem við getum ekki farið yfir án þess að kalla yfir okkur allt aðra niðurstöðu en til var ætlast. Við fáum jöfnuð eymdar- innar. Rithömlun Nemendum með ríthömlun hefur fjölgað í framhalds- skólum. Ragnheiður Briem kennslufræðingur gerði könnun á námsárangri í réttritun og kynnti sér lestrarmiðstöðvar í Banda- ríkjunum. Síðari grein hennar mun birtast næsta laugardag. Morgunblaðið/Golli Reynslusaga réttritunar kennaraI • Nemandi í þjálfun fækkaði stafsetn- ingarvillum úr 100 í 44 á lokaprófí • Dyslexíunemendur geta tekið jafn- hröðum framförum í réttritun og aðrir A sríðstýmum er nýugini oft hætuleg (les: Á stríðstímum er nýjungagirni oft hættuleg) Þegar við íslenskukennarar sjáum stafsetningu í þessum dúr þurfum við ekki að velkjast í vafa. Þarna er kominn nemandi með rithömlun á háu stigi. Hann sleppir úr stöfum, styttir jafnvel löng orð um helming, lætur sér nægja að skrifa einfaldan samhljóða í stað tvöfalds og hefur ekki sjónminni sem segir honum hvernig rita á algeng orð eins og tími. Síðastliðinn áratug hefur rithöml- uðum nemendum í MR fjölgað ískyggilega og sama gildir væntan- lega um aðra framhaldsskóla. í fyrstu vissu kennarar ekki almenni- lega hvemig taka ætti á þessum ein- kennilega vanda. Prýðilegir nemend- ur virtust alls ekki geta beitt ritregl- um þótt þeir væru allir af vilja gerð- ir. Guðni, þáverandi rektor, hafði samband við menntamálaráðuneyti og frétti að verið væri að setja á laggimar Lestrarmiðstöð KHI. Hún fyndi þá nemendur sem þyrftu á hjálp að halda og að því loknu gæt- um við veitt nauðsynlega aðstoð. Þetta hljómaði vel og Rannveig Lund birtist eins og engill af himn- um sendur. Við vísuðum til hennar heilmörgum nemendum sem hún at- hugaði eftir kúnstarinnar reglum, valdi úr þá sem verst vora haldnir, og við fóram að skipuleggja nám- skeið handa þeim. Hefðbundnar aðferðir duga engan veginn Það kom í minn hlut að semja efni til að nota á námskeiðunum og kenna þeim sem áttu í mestum erfiðleikum. Strax í byrjun varð ljóst að nauðsyn- legt væri að setja efnið fram á mis- munandi hátt eftir því á hvaða stigi rithömlunin væri. Eg nefni hér eitt dæmi um kennsluaðferð sem gafst vel. Fyrst athugaði ég þær villur sem algengastar vora, þ.e. að nemendur skrifuðu t.d. raki þar sem átti að standa rakki og öfugt. Ég lét nem- endur hlusta á orðatvenndir eins og tapi - tappi, rota - rotta, græti - grætti. Allir nemendurnir heyrðu muninn greinilega. Þeir gátu sömu- leiðis endurtekið orðin með kórrétt- um framburði. En þegar kom að því að skrifa þessi orð á blað fór mállð að vandast. Einhvers staðar á leiðinni frá huga til handar varð skammhlaup - stund- um. Tilviljun virtist ráða hvaða stafir rötuðu á pappírinn. Brýnt var að finna nýtilega aðferð handa þeim nemendum sem gætu greint fram- burð og endurtekið hann en alls ekki skrifað orðin rétt af neinu öryggi. Aðferð sem gaf góða raun Ég ráðlagði nemendum að leggja lófann yfir vitin, láta löngutöng nema við nefbroddinn og segja svo orðin, sem þeir hefðu heyrt, helst með dálítið ýktum framburði. Ef þeir fyndu greinilega sterkan blástur í lófanum ættu þeir að skrifa tvöfald- an samhljóða annars einfaldan. A einni kennslustund fækkaði villum um fjórðung. Við prófuðum fleiri ráð og ég þrælaðist gegnum Vasasöngbókina til að finna góða söngtexta sem nem- endur gætu æft sig á í einrúmi heima fyrir. Ég man t.d. að Bí, bí og blaka hentaði mjög vel til að greina sundur langa og stutta sérhljóða. Allir nem- endumir fundu að ekki gat gengið að syngja Bí, bí og blakka! Geta allir lært réttritun? VETURINN 1994 til 1995 gerði dr. Ragn- heiður Briem kennslu- fræðingur könnun á námsárangri í réttrit- un hjá fyrsta árs nem- um í Menntaskólanum í Reykjavík. Fjöldi nemenda, sem tóku þátt í allri könnun- inni, var um 280. í Lestrarmiðstöð KHI höfðu 17 þeirra um haustið greinst með mismunandi alvarleg einkenni dyslexíu, þ.e. sértæka námserfið- leika í lestri og staf- setningu. Ragnheiður reiknaði út hversu mikið stafsetn- ingarvillum nemenda hefði fækkað frá hausti til vors en á þeim tíma hafði farið fram stíf réttritunarkennsla í öllum bekkjardeildum á fyrsta ári. Dyslexíu- nemendur áttu kost á sérkennslu fyrir og eftir áramót og auk þess var öllum nem- endum með falleink- unn á jólaprófi boðið námskeið á vorönn. Niðurstöður reynd- ust þær að villum hjá þessum 280 nemend- um hafði fækkað um 54% en í dyslexíuhópn- um um 58%. Af þeim nemendum náði að- eins einn tilskilinni lágmarkseinkunn (3,5) þótt þess- um hópi hefði farið heldur meira fram en öðrum. Sem dæmi má nefna að einn nemandinn fækkaði stafsetningarvillum úr 100 í fyrstu könnun í 44 á lokaprófi en var samt sem áður langt undir núlli enda u.þ.b. sjötta hvert orð skakkt ritað á vorprófi. Þessar miklu framfarir dyslexíu- hópsins komu á óvart og taldi Ragnheiður að draga mætti af því eftirfarandi ályktun: Þótt réttritun verði e.t.v. aldrei eins fyrirhafnar- laus fyrir rithamlaða og hún er fyrir hina geta dyslexíunemendur engu að síður tekið jafnhröðum framförum í réttritun og aðrir nemendur með svipaða námshæfi- leika. Er þetta í fúllkomnu sam- ræmi við svokallaða hlítarnáms- kenningu (mastery learning), þ.e. að „allir geti lært allt“, eina breyti- lega stærðin sé tíminn sem það tekur. Ragnheiður Briem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.