Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkisráðherra kynnir áherzlumál formennsku íslands í Evrópuráðinu Aðildarríkin lýsa stuðn- ingi við stefnumið Islands Ljósmynd/Evrópuráðið HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra í formannssæti ráðherra- nefndar Evrópuráðsins í Strassborg í gær, þar sem hann kynnti áherzlur formennskutíðar Islands næsta hálfa árið. PAU málefni sem ísland leggur áherzlu á í dagskrá formennskutíðar sinnar í ráðherranefnd Evrópuráðs- ins hlutu góðan hljómgrunn á fundi fastafulltrúa allra aðildarríkja ráðs- ins í Strassborg í gær, þar sem Hall- dór Asgrímsson utanríkisráðherra kynnti áherzluatriði íslenzku for- mennskudagskrárinnar. For- mennskutímabil Islands hófst 7. maí og varir í sex mánuði. í upphafi ræðu sinnar fjallaði Halldór um hlutverk Evrópuráðsins í sambandi við hið alvarlega ástand í Júgóslavíu. Evrópuráðið hefði, að hans áliti, mikilvægu hlutverki að gegna við uppbyggingu mannrétt- inda og lýðræðislegra stjómarhátta í kjölfar átakanna á Balkanskaga vegna einstakrar reynslu þess af sambærilegu uppbyggingarstarfí í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu eftir lok kalda striðsins og hrun kommún- ismans. Hann lýsti jafnframt yfír stuðningi Islands við stöðugleikaá- ætlun Evrópuráðsins við uppbygg- ingarstarf þess í Suðaustur-Evrópu. I samtali við Morgunblaðið sagði Halldór þeim áherzlum, sem hann hefði kynnt varðandi Kosovo og und- irbúning þess að Evrópuráðið gæti tekið á þeim vandamálum sem þar hafa skapazt, hafa verið vel tekið. „Það verður fyrst og fremst þegar friður er kominn á [sem til kasta Evrópuráðsins kemur] og ég mun leggja áherzlu á undirbúning þess máls,“ sagði Halldór. Almennt sagðist Halldór afar ánægður með þau viðbrögð sem ís- lenzka formennskuáætlunin hlaut á fundinum í gær. „Mér er sagt að það sé óvenjulegt að jafn mikil umræða skapist þegar nýtt formennskuríki kynnir sína áætlun. Fulltrúar um fjórtán ríkja tóku til máls og lýstu yfir vilja til að leysa þann fjárhags- vanda sem ráðið á við að etja og ég tel að standi stofnuninni fyrir þrif- um,“ sagði Halldór. Þá féll það, að sögn Halldórs, í góðan jarðveg að íslendingar skyldu lýsa yfir vilja til að flýta fyrir því að Bosnía-Herzegovína gæti gerzt aðili að Evrópuráðinu. „Fulltrúar nokk- urra ríkja sem þekkja mjög vel til þar, eins og Bretlands, Þýzkalands, Italíu, Slóveníu og Rússlands, lögðu á það mikla áherzlu að íslenzka for- mennskan sinnti þessu,“ sagði Hall- dór. Myndi hann reyna að fara til Bosníu, í hlutverki sínu sem formað- ur ráðherranefndarinnar, fyrir næsta fund þingmannasamkomu Evrópuráðsins í júní. Þá áréttaði Halldór í ræðu sinni stuðning Islands við frekari stækkun Evrópuráðsins; fyrirliggjandi um- sóknir Armeníu, Aserbajdsjan og Mónakó yrðu teknar fyrir af opnum huga og metnar með tilliti til aðildar- skilyrða ráðsins. Samhæfíng starfs Evrópuráðs- ins, ESB og ÖSE mikilvæg í ávarpinu í gær sagði utanríkis- ráðherra Island telja mikilvægt að efla samvinnu og samráð Evrópu- ráðsins við aðrar alþjóðastofnanir, sérstaklega Evrópusambandið (ESB) og Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÓSE). Ákjósanlegt tækifæri byðist til slíks á þessu ári, þar sem Noregur gegndi nú for- mennsku í ÖSE og Finnland færi fyrir ráðherraráði Evrópusam- bandsins síðari helming ársins. Mik- ilvægt væri að samhæfa starf þess- ara stofnana, auka skilvirkni þeirra og koma í veg fyrir tvíverknað. Tryggja yrði að sérþekking Evrópu- ráðsins nýttist með sem beztum hætti í slíkri samvinnu. Halldór tjáði Morgunblaðinu að undirbúningur þessarar samhæfíngar væri þegar farinn að skila árangri. Eitt fyrsta verkefnið þessu tengt væri sameig- inleg ráðstefna Evrópuráðsins og ÖSE að frumkvæði formennskuríkj- anna um menningu og lausn deilu- mála, sem á að hefjast í Björgvin í Noregi í dag, með þátttöku utanrík- isráðherra beggja formennskuríkj- anna. „Við erum mjög glaðir yfir því hve okkur er vel tekið og aðildarþjóðim- ar lýsa yfír miklum vilja til að vinna með okkur,“ sagði Halldór. Kaupæði Islend- inga í Kanada Eyða um 220 þúsund- um á mann í FRÉTTUM á kanadísku sjón- varpsstöðinni CBC var nýlega íjallað um kaupæði fslendinga sem sagðir eru hópast til borg- arinnar Halifax með fúlgur Qár. Meðaleyðslan er sögð vera um þrjú þúsund dollarar á mann, eða um 220 þúsund krón- ur. Fram kemur að Efnahagsþró- unar- og ferðamálastofnun Nýfundnalands eyði árlega að- eins tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til kynningar á Islandi en tekjur af ferða- mannastrauminum séu um hundrað sinnum meiri. „Ég var dálítið hissa í fyrstu, en þegar maður kynnist Islend- ingum betur áttar maður sig á að þeir elska að versla,“ er haft eftir einum starfsmanni stofn- unarinnar, Rick Young. í fréttinni er rætt við tvær ís- Ienskar konur í verslunarferð og haft er eftir Hans Indriða- syni, sölustjóra Flugleiða í Kanada, að íslendingar komi þangað í leit að alls kyns vörnm, því ekki sé gott að versla á ís- landi. Loks er í fréttinni minnst á ferð nokkurra aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna sem flugu til Halifax til að vera við frumsýningu nýjustu myndar- innar fremur en að bíða þess að hún yrði frumsýnd á íslandi. Dómur vegna eftirlits í verslun á Keflavíkurflugvelli Leyndar myndavélar ólög- mætar án dómsúrskurðar HERAÐSDOMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til þess að greiða starfsmanni í verslun Navy Exchange á Keflavíkurflug- velli 200.000 krónur í skaðabætur ásamt dráttarvöxtum vegna ólög- mætrar myndatöku á vinnusvæði hans. Jóhannes K. Sveinsson, lög- maður starfsmannsins, segir dóm- inn sæta nokkrum tíðindum þar sem verið sé að teygja friðhelgi einkalífsins lengra en áður hafí ver- ið talið. Með dómnum sé ljost að starfsmenn njóti í ákveðnum tilvik- um friðhelgi einkalífs, ekki ein- göngu á heimili sínu heldur einnig á vinnustað. Málsatvik voru þau að stofnun innan flotans, Naval Criminal In- vestigating Service, annaðist rann- sókn á umræddum vinnustað vegna birgðarýmunar í versluninni og gruns um að um refsiverða háttsemi væri að ræða. Við rannsóknina voru notaðar leyndar myndavélar sem staðsettar voru á fjórum mismun- andi stöðum í vörugeymslu verslun- arinnar og í herbergi sem starfs- menn höfðu aðgang að. Myndavélunum var komið upp 14. nóvember 1996 en íslenskur starfs- maður fann þær í janúar 1997. Birgðastjóri verslunarinnar stefndi heimilisbankinn íslenska ríkinu og krafðist miskabóta vegna eftirlitsins, en íslenska ríldð ber ábyrgð á öllum skaðaverkum vamarliðsins og vamarliðsmanna samkvæmt viðbæti við vamarsamn- inginn sem er í gildi þeirra á milli. tírskurður dómara nauðsynlegur I niðurstöðu dómsins segir að heimilt sé í þágu rannsókna að taka myndir en samkvæmt 1. mgr. 87. gr. þurfi úrskurð dómara til þess að taka Ijósmyndir eða kvikmyndir án þess að þeir sem myndaðir eru viti af því, samkvæmt ákvæði laga um meðferð opinberra mála. í þessu til- viki hafí slíkur úrskurður ekki legið fyrir áður en rannsókn hófst og hafi samþykki umráðamanns húsnæðis- ins fyrir uppsetningu leyndra myndavéla ekki verið nægjanlegt. Notkun myndavélanna í rannsókn- arskyni á vinnusvæðinu hafí af þeim sökum verið ólögmæt. Þá segir að hið leynda myndavélaeftirlit varði fríðhelgi einkalífs sem nýtur vemd- ar samkvæmt 71. gr. stjómarskrár- innar og 8. gr. mannréttindasátt- mála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Stefndi var dæmdur til að greiða stefnanda allan málskostnað, 130.000 krónur, auk 200.000 króna ásamt dráttarvöxtum frá 28. maí 1998 til greiðsludags. „Mér vitanlega þá hefur ekki gengið dómur áður þar sem reynir á það hvort friðhelgi einkalífs nái út fyrir heimilið og til vinnustaðar. Þessi dómur byggir á því að menn eigi þessi réttindi á vinnustað og ef brotið er gegn þessari friðhelgi með því að fylgjast með þeim með ólög- mætum hætti geti þeir átt rétt til bóta,“ segir Jóhannes K. Sveinsson lögmaður stefnanda. Vekur spurningar um reglur í einkafyrirtækjum Jóhannes segir að dómurinn, sem byggist á því að notkun myndavél- anna hafi verið úrræði í rannsókn á opinberu máli, veki spumingar um lögmæti þess að einkaaðilar fylgist með starfsmönnum úr launsátri. Ekki sé Ijóst á þessu stigi hvort svo sé. Að sögn Jóhannesar hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort dómnum verði áfrýjað af hálfu ríkis- ins. Verði honum áfrýjað sé það háð sérstöku áfrýjunarleyfi þar sem upphæð skaðabóta sem stefnda ber að greiða sé undir áfrýjunarlág- marki, en það sé í kringum 350.000 krónur. a rettri ókeypis aðgangur til ársins 2000 © @BÚNAÐARBANKINN S k í m a Traustur banki Morgunblaðið/Golli ÁRNI Johnsen alþingismaður gekk brosandi af fundi með Davíð Odds- syni í gær. Til umræðu voru ráðherramál Sjálfstæðisflokksins. Ræðir við þingmenn um ráðherrasæti DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf í gær að ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hverjir kæmu til greina sem ráðherraeíhi flokksins í ríkisstjóm með Fram- sóknarflokknum. Davíð kallar hvern og einn til sín og er ekki búist við að fundunum Ijúki fyrr en eftir helgi. í gær héldu flokkamir áfram við- ræðum um endurnýjun stjórnarsam- starfsins, en sú vinna er undir for- ystu Finns Ingólfssonar, varafor- manns Framsóknarflokksins, og Geirs H. Haarde, varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því að sú vinna verði langt komin á morgun þegar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kemur heim frá útlöndum. Reiknað er með að for- menn flokkanna ræði um helgina mál sem þá hafa ekki veríð útkljáð milli flokkanna. Ef ekkert óvænt kemur upp á er búist við að þing- flokkar stjómarinnar verði boðaðir til fundar í næstu viku til að fjalla um stjórnarsáttmálann. Tafir vegna álags á mbl.is VEGNA mikils álags á net- þjóni Morgunblaðsins hefur Morgunblaðið á Netinu verið þungt í vöfum síðustu daga og gengur lesendum því erfiðlega að tengjast vefjum blaðsins. Verið er að endurnýja og uppfæra vélbúnað svo hægt sé að mæta þessu álagi en búast má við að tafir verði næstu tvo daga. Em lesendur beðnir vel- virðingar á þessu. mánaða intemettenging fylgir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.