Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 35 LISTIR Tré Sigurð- ar Arna til Feneyja SIGURÐUR Árni Sigurðsson mynd- listarmaður sem tekur þátt í Fen- eyja Biennale sýningunni fyrir Is- lands hönd hefur lagt lokahönd á verk sín fyrir sýninguna. Þegar Morgunblaðið talaði við Sigurð Árna sagði hann verkin vera nýfar- in frá sér. „Þeir voru einmitt að fara út með málverkin,“ sagði hann. En fyrirtseki sem sérhæfir sig í flutningi á listaverkum mun flytja þau sjóleiðis til Feneyja. Sigurður Árni sagði að sýningin legðist bara vel í sig. Hann væri „ánægður með að vera búinn að losa sig við verkin“, þar sem alltaf væri ákveðin tilhneiging til að halda áfram að vinna við myndim- ar á meðan þær væru ennþá í vinnustofunni og hann hefði lialdið áfram að vinna við verk sín fram á síðustu stundu. „Málverkin em því í raun á mörkum þess að vera nógu þurr til að ferðast,“ sagði Sigurður og hló. Sigurður Ámi er eini íslending- urinn sem mun sýna á Feneyja Biennalnum sem verður opnaður 9. júní nk., en sýningin er einn rót- grónasti myndlistarvettvangur Evr- ópu. Verkin sem Sigurður Ámi sendir eru fimm málverk og þrír skúlptúrar. Að sögn Sigurðar em skúlptúrarnir eins konar tré úr áli og er hver þeirra um þrír metrar á hæð. Hann sagði skúlptúrana þó Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Árni Sigurðsson mynd- listarmaður tekur þátt í Feneyja Biennale sýningunni fyrir Is- lands hönd og hefur lagt loka- hönd á verk sín fyrir sýninguna. vera auðvelda í flutningum þar sem hægt væri að taka þá . í sundur. Um trén sagði Sigurður Árni að þau væm „kannski einhvers konar lönd líka, þ.e. einhvers konar hæðir“. Verkum Sigurðar Árna verður komið fyrir í einum af sýningar- skálum Biennalsins, utan eins skúlptúrsins sem verður fyrir utan sýningarskálann. I för með Sigurði Ama til Feneyja verða þau Auður Ólafsdóttir listfræðingur og Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Islands. Islenskir kórar í Royal Albert Hall Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÍSAFOLDARKÓRINN á æfingu fyrir Englandsferð. KÓR Vídalínskirkju í Garðabæ og Álftaneskórinn munu taka þátt í Proms-vortónleikaröðinni í Royal Al- bert Hall nú í júníbyrjun. Kórarnir tveir, sem munu koma fram saman undir nafninu ísafoldarkórinn, syngja með Lundúnakórnum við undirleik Konunglegu fílharmóní- unnar. Morgunblaðið ræddi við Jóhann Baldvinsson, stjórnanda kóranna tveggja, og sagði hann það í raun til- viljun að kórarnir tækju þátt í tón- leikunum. ,ÁJftaneskórinn var að fara til London að syngja sjómanna- dagsmessu í Grimsby,“ sagði Jó- hann, en þegar farið var að athuga með flugfar og ferðir lá fyrir beiðni hjá Jóni Karli Einarssyni hjá Urvali- Utsýn frá breskri ferðaskrifstofu sem var að leita að íslenskum kór til að taka þátt í Proms-vortónleikun- um. En að sögn Jóhanns eru Proms- tónleikarnir að jafnaði nokkuð stór viðburður í bresku tónlistarlífi. Jóhann sagði að þátttaka Álfta- neskórsins hefði þar með þróast upp í samvinnuverkefni kóranna tveggja, en um 42 kórfélagar fara til Eng- lands. Akveðið var hins vegar að nota Isafoldarnafnið vegna þess hve óþjált væri að nota nöfn beggja kóranna. Proms-vortónleikarnir eru í ár til- einkaðir Nelson Mandela og segir Jóhann að tónleikaröðin muni því einkennast svolítið af afrísku ívafi. Verkin sem Isafoldarkórinn mun flytja ásamt Lundúnakórnum eru þó hefbundin tónverk, en á verkefna- skrá eru m.a. Halelújakór Hándels, Rule Brittania og breski þjóðsöngur- inn. Að sögn Jóhanns, er Julian Lloyd Webber meðal þeirra tónlist- armanna sem leika á Proms vortón- leikunum, en tónverkið Pia Jesus eftir bróður hans, Andrew Lloyd Webber, er einmitt eitt þeirra verka sem flutt verður. Jóhann segir kórfélaga hafa verið á fullu undanfarið við fjársöfnun, en gengir hefur verið gengið milli fyrir- tækja og stofnana, auk þess sem kórarnir fengu styrkveitingu frá sóknum og bæjarfélögum Garðabæj- ar og Bessastaða. Kóramir tveh- munu einnig koma fram á sjómannadagsmessu í Grims- by og á hátíðartónleikum í Great St Mary’s kirkjunni í Cambridge og verða einungis íslensk verk á dag- skrá á hátíðartónleikunum. Isafold- arkórinn syngur í Royal Albert Hall hinn 3. júní nk. Tekur 5 kg. M vl 60 mín. tímast. ’ 2 hitastillingar : fl Snýr í báöar áttir : o.fl. Barki fylgir i Ótrúlegt verð! Aðeins kr. á íslandi Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja i Evrópu Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Bver« nú Kr. 29.900 Þú sparar kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.