Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. David Scheffer, farandsendiherra Bandaríkjanna í Hernaðaríhlutu] verndar mannrétti OFBELDISMENNIN G CLINTON Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gert áhrif of- beldis í kvikmyndum að umræðuefni. í vikulegu útvarps- ávarpi síðastliðinn laugardag hvatti hann til þess að dregið yrði úr ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpi. Forsetinn sagði að draga yrði verulega úr ofbeldinu og kvað sérfræðinga hafa áætlað að „venjulegir Bandaríkjamenn sjái 40.000 leikin morð“ í kvikmyndum og sjónvarpi áður en þeir ná átján ára aldri. „Það eru enn of mörg berskjölduð börn sem eru gagn- tekin af ofbeldismenningunni, verða æ ónæmari fyrir ofbeld- inu og afleiðingum þess, þannig að hundruð þeirra verða lík- legri til að fremja ofbeldisglæpi sjálf, eins og rannsóknir hafa leitt í ljós,“ sagði forsetinn. Vissulega eru til rannsóknir sem sýna fram á að samhengi sé á milli ofbeldis í kvikmyndum og ofbeldis í samfélaginu en einnig eru til rannsóknir sem sýna fram á að þarna á milli sé lítið eða ekkert samhengi. Að minnsta kosti hafa fræðimenn talið afar erfitt að skilja á milli áhrifa úr þessari átt og ann- arra ástæðna ofbeldis. En þrátt fyrir að fræðimenn séu ekki sammála er full ástæða til þess að taka viðvaranir Clintons til rækilegrar skoðunar. Forsetinn vitnaði í hina hræðilegu atburði í bænum Littleton þar sem tveir unglingar myrtu tólf nemendur og einn kennara í skotárás í grunnskóla bæj- arins áður en þeir sviptu sig lífi. I ljós hefur komið að drengirnir voru tíðir notendur tölvuleikja sem ganga út á morð og ofbeldi. Ekki er óeðlilegt að menn sjái samhengi þarna á milli. Það er virðingarvert að Bandaríkjaforseti skuli vekja at- hygli á þessu máli með þessum hætti. Hvort sem eitthvert samhengi er á milli ofbeldismynda og -leikja og ofbeldis í samfélaginu eða ekki þá má Ijóst vera að ítrekaðar aðvaranir forsetans eiga eftir að vekja aukna umræðu um þetta mál og hvetja til aukinna rannsókna eins og áróður hans gegn reyk- ingum gerði fyrir fáum árum. Eins og þá á forsetinn væntan- lega einnig eftir að hafa einhver áhrif á menningariðnaðinn nú þegar. I báðum tilfellum hlýtur það að vera af hinu góða, enda er rétt að hafa allan varann á. FORMENNSKA í EVRÓPURÁÐINU ISLAND tók fyrir skömmu við formennsku ráðherranefnd- ar Evrópuráðsins og kynnti Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra áherslur íslands á meðan á formennskunni stend- ur á fundi með fastafulltrúum Evrópuráðsins í Strassborg í gær. I ræðu er Halldór ílutti af því tilefni lagði hann áherslu á mikilvægi eftirlitshlutverks Evrópuráðsins í mannréttinda- málum og að fylgst væri með því að aðildarríkin virtu þær skuldbindingar, sem þau hefðu undirgengist. Alls á 41 ríki nú aðild að ráðinu og bíða nokkur til viðbótar eftir að um- sóknir þeirra verði teknar fyrir. Mun sú vinna að hluta verða unnin í formennskutíð Islands. Þá hyggjast íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að leita leiða til að efla Mannréttindadómstól Evrópu, m.a. með því að treysta fjárhagsgrundvöll hans. Evrópuráðið er ein af fáum stofnunum er nær til nær allra ríkja Evrópu og er því að mörgu leyti mikilvægur samráðs- vettvangur Evrópuríkja. Eftir því sem fleiri nýfrjáls ríki í austurhluta Evrópu bætast í hóp aðildarríkja þeim mun meir eykst þörfin á að gengið verði eftir því, að skuldbindingar séu virtar. Þessi ríki hafa verið að byggja upp réttarkerfi sín frá grunni á síðustu árum og oft hafa hinar formlegu laga- breytingar gengið hraðar en breytingar á viðhorfum og rót- gróinni pólitískri menningu er mótaðist á tímum kalda stríðsins. Á þessu sviði getur Evrópuráðið lagt mikilvæg lóð á vogarskálarnar. Þótt íslendingar hafi áður átt þess kost að taka við for- mennsku í ráðinu er þetta í fyrsta skipti sem af því verður. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í utanríkisþjónustunni á síðustu árum og er það mat manna að hún hafi nú bolmagn til að ráða við jafnviðamikið verkefni og formennskan í Evr- ópuráðinu er. Þessu ber að fagna. Formennska í ráherra- nefnd ráðsins er kjörið tækifæri til að koma áherslum Is- lands á framfæri auk þess sem hún verður til að þroska og efla hina íslensku utanríkisþjónustu enn frekar. Samskipti Islands við önnur ríki verða stöðugt nánari og tæknilegri, ekki síst vegna aukins samstarfs við önnur Evrópuríki í tengslum við EES-samninginn. Það er því mikið hagsmuna- mál að sá hluti stjórnkerfisins, sem sér um þau tengsl, sé í stakk búinn til að takast á við öll þau verkefni er upp kunna að koma og snerta hagsmuni Islands. Þannig er tryggt að við fylgjumst ekki einungis með hinni evrópsku þróun heldur er- um virkir þátttakendur sem axla ábyrgð. David Scheffer, farandsendiherra Banda- ríkjanna í málum tengdum stríðsglæpum, var staddur hér á landi í vikunni. Hann ræddi við Steingrím Sigurgeirsson og Hrund Gunnsteinsdóttur um afstöðu Bandaríkjastjórnar til Alþjóðlega glæpa- dómstólsins og Kosovo-deilunnar. DAVID Scheffer, farand- sendiherra Bandaríkjanna í málum tengdum stríðs- glæpum, átti viðkomu hér á landi sl. mánudag á ferð sinni um Evrópu. Megintilgangur heimsóknar hans var að ræða við íslensk stjóm- völd um rannsóknir á stríðsglæpum, sérstaklega í Kosovo. Einnig var rætt um málefni Alþjóðlega glæpadóm- stólsins (ICC) en að sögn Scheffers er Island mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í Atlantshafsbanda- laginu (NATO) og þar sem það fer með formennsku í Evrópuráðinu og í Norðurlandaráðinu næstu sex mán- uði, hefur það sérstaklega mikilvægu hlutverki að gegna varðandi fram- vindu þessara mála í Evrópu á næstu mánuðum. Nú hefur bandaríska ríkisstjórnin neitað að undirrita ICC-sáttmálann vegna 12. greinar hans á þeim for- sendum að hún veiti dómstólnum „vafasama lögsöguFlest önnur vestræn ríki hafa ekki hreyft mót- mælum við þessu ákvæði sáttmálans. Hvers vegna hefur Bandaríkjastjóm neitað að undirrita hann og hverju þarf að breyta til að af undirrituninni verði? „Ástæður Bandaríkjastjómar fyrir því að vilja ekki undirrita sáttmálann í núverandi gerð em einfaldar. 12. grein kveður á um að lögsaga dóm- stólsins nái til þegna þeirra ríkja sem ekld hafa undirritað sáttmálann. I okkar augum er það einfaldlega ótrúverðug stefna að lögsaga þessar- ar nýju alþjóðlegu stofnunar nái til herstöðva Bandaríkjanna um heim allan, þrátt fyrir að Bandaríkin séu ekki aðilar að sáttmálanum. Þetta er nýstárlegt hugtak sem við getum ekki samþykkt í ljósi alþjóða- laga,“ sagði Scheffer. Scheffer kvað Bandaríkjastjórn hafa talið rétt að sáttmálinn yrði byggður þannig upp að hann hefði einungis lögsögu yfir þegnum ríkja sem ekki væra aðilar að sáttmálan- um, að því tilskildu að Öryggisráð Sa- meinuðu þjóðanna (SÞ) styddist við kafla 7 í stofnskrá SÞ í umræddu máli. Þá hefði dómstóllinn einnig rétt til að dæma þegn sem grun- aður væri um stríðsglæpi ef ríkisvaldið í heimalandi hans hefði samþykkt lög- sögu dómstólsins í því tilfelli. ,Að sjálfsögðu á þetta einungis við um þau ríki sem ekki eru aðilar að sáttmálanum, aðildan'íki hefðu ekki val um að lúta dómstólnum," sagði Scheffer. Oldungadeildin myndi líklega ekki samþykkja „vafasömu löggjöfina" Scheffer sagði Bandaríkjastjórn telja með öllu ótækt að dómstóllinn ætti að hafa lögsögu yfir Bandaríkj- unum, þrátt fyrir að Bandaríkja- stjórn hefði ekki samþykkt sáttmál- ann. „Af þessum ástæðum undirrituðu Bandaríkin ekki sáttmálann á ráð- stefnunni í Róm. Einnig drögum við í efa að öll ríkin hafí gert sér grein fyrir því hvað þau væra að samþykkja. Því raunveruleg áhrif sáttmálans eins og hann er nú yrðu þau, að um leið og 60 ríki hafa DAVID Scheffer, farandsendi- herra Bandaríkjanna í málum tengdum stríðsglæpum, segir ákvörðun NATO um að beita hernaðaríhlutun í Júgóslavíu ekki síst hafa verið tekna út frá sjónarhorni mannréttinda. staðfest hann, skiptir engu máli hvort önnur ríki bætast í þann hóp. Akvæði sáttmálans eru þá í gildi og ná til allra, allstaðar í heiminum, óháð því hvort þau hafa staðfest sáttmálann," sagði Scheffer. Ennfremur sagði Scheffer að bandaríska þingið myndi að öllum lík- indum ekki samþykkja sáttmálann yrði 12. grein óbreytt. Scheffer kvaðst hins vegar fullviss um að vandamál þetta væri vel hægt að leysa og sagði Bandaríkjastjóm alla af vilja gerða til að vinna að þeirri lausn í samvinnu við önnur ríki. Scheffer segir að frá þeim tíma sem Bandaríkjastjóm myndi undir- rita sáttmálann og þar tii öldunga- deildin staðfesti hann, sem getur tek- ið nokkur ár, vilja Bandaríkin fá tryggingu fyrir að lögsagan nái ekki til Bandaríkjanna. Hættuna við að láta lög- sögu dómstólsins ná yfir Bandaríkin frá því að hann er undirritaður þar til öld- ungadeildin staðfestir hann, sagði Scheffer vera þá, að öldungadeildin mjmdi að öllum líkindum ekki staðfesta hann yrði sú raunin. „Við erum hins vegar að mörgu leyti bjartsýn á að aðrar ríkisstjórnir geri sér grein fyrir að kostir þess að Bandaríkjastjórn staðfesti sáttmál- ann vegi þyngra en kostir þess að við- halda þessari „vafasömu lögsögu““ Þetta er samt sem áður ekki eini sáttmálinn sem Bandaríkjastjórn hef- ur ekki samþykkt og mætti í því sam- bandi nefna jarðsprengju- og barna- sáttmála SÞ. Einnig hefur Banda- ríkjastjórn verið treg til að láta a 1- þjóðlcga sáttmála ná til bandarískra embættismanna. Geturðu skýrt út hvers vegna Bandaríkjastjórn virðist svo oft vera á skjön við aðrar vest- rænar ríkisstjórnir hvað viðkemur undirritun alþjóðiegra samninga? „Þrátt fyrir tengsl okkar við svo margar Evrópuþjóðir og Kanada, er staðreyndin sú að bandaríski herafl- „Föllumst ekki á hina vafasömu lögsögu" SÉRFRÆÐINGAR grafa upp líkan verið á túnum Bosníu-stríðsins. Davi ríkjanna í málum tengdum stríðs^ glæpum sem framdir hafa verið í K inn er sá stærsti og dreifðasti í heim- inum í dag. Yfir 200.000 hermenn era staðsettir annarsstaðar en í Banda- ríkjunum og það sama á við um gífur- legt magn hergagna. Bandaríkin era í auknum mæli beðin um að taka að sér umdeilanleg verkefni erlendis. Ef litið er til átak- anna í Kosovo í þessu sambandi, í ijósi ailra þeirra ásakana sem ganga á víxl, gerir maður sér fljótt grein fyrir að er við sendum þangað her til varnar mannréttindum, - sem þó kann að hljóma kaldhæðnislega -, vekjum við upp ákveðnar gagnrýnis- raddir og ásakanir." Scheffer sagði Bandaríkin verða að fara gífurlega gætilega, eigi að vera hægt að treysta á herafla þeirra hvort sem það yrði í bandalagi við aðra eða ekki. „Við verðum að gæta þess að leggja ekki á herðar herafla okkar óréttmæta lagalega ábyrgð,“ sagði Scheffer. „Bandaríkin reyna allt hvað þau geta til að lúta stríðslögum, hvort sem um er að ræða ákvarðanir okkar um hvaða skotmörk eigi að hæfa í Kosovo-deilunni eða við þjálfun her- manna okkar fyrir þátttöku í átökum erlendis. Eg hef mikla trú á heiðar- leika og réttmæti hernaðaraðgerða Bandaríkjamanna. En það er vera- lega mikilvægt að við forðumst að koma upp alþjóðlegum dómstól sem dregur mikið úr vilja ríkja til að taka áhættu, sérstaklega hvað viðkemur verndun mannréttinda erlendis. Þar af leiðandi er það svo, að vegna einstakrar stöðu þurfa Bandaríkin oft að grípa til hernaðaraðgerða, sem aðrar þjóðir, jafnvel í bandalagi þjóða, era ekki reiðubúnar að sam- þykkja. Því verðum við að fara afar gætilega er við samþykkjum að láta af hendi upplýsingar um starfsfólk hers okkar. Að þessu sögðu verð ég að leggja ríka áherslu á að frá árinu 1993 hefur ríkisstjórn Clintons verið einn af helstu þátttakendum í ICC- samn- ingaviðræðunum og stutt stofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.