Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 42
452 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ RANNÍS Staða forstöðumanns tæknisviðs RANNÍS Rannsóknarráð íslands óskar að ráða í stöðu forstöðumanns tæknisviðs RANNÍS. Starfssvið Starfið felur í sér yfirumsjón með málefnum á tæknisviði RANNÍS undir yfir- stjórn framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs, þ.m.t. afgreiðslu á umsóknum til Tæknisjóðs, aðstoð við fagráð og úthlutunarnefnd sem tengist sjóðnum; eftirlit með verkefnabókhaldi, framvindu verkefna og fjármálum sjóðsins. Það felur ein- nig í sér umsjón með tilteknum alþjóðlegum samskiptum við erlendar stofnanir á tæknisviðinu samkvæmt ákvörðunum Rannsóknarráðs í samráði við fram- kvæmdastjóra og starfsmenn á alþjóðasviði RANNÍS. Hæfniskröfur Krafist er tæknilegrar sérmenntunar (lágmark M.Sc eða jafngildi þess) á sviði verkfræði eða raunvísinda og reynslu af rannsóknastörfum eða þróunarvinnu í atvinnulífi. Áhersla er lögð á skapandi hæfileika, ríkt frumkvæði, góða samskipt- ahæfni og metnað til að beita vönduðum vinnubrögðum. Góð kunnátta í íslensku og færni í ensku og einu Norðurlandamáli er skilyrði. Reynsla í notkun algengra tölvukerfa er æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum við viðkomandi stéttarfélag. Þess er vænst að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en í byrjun ágúst nk. Fyrirspurnum um starfið svarar Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rann- sóknarráðs íslands í síma 562 1320. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs íslands, Laugaveg 13,101 Reykjavík, eigi síðar en 11. júní nk. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Laus eru til umsóknar kennslustörf við skólann næsta vetur í eftirtöldum greinum: Eðlisfræði 67% starf. Efnafræði 100% starf. Enska 50% starf. Sálfræði 50% starf. Umsóknarfrestur er til 28. maí nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skólanum á Fríkirkjuvegi 9. Ekki þarf sér- stakt umsóknareyðublað. Launakjör eru skv. samningum kennarafélaga og ríkisins. Ráðningartími er frá 1. ágúst. Skólameistari og aðstoðarskólameistari veita nánari upplýsingar í síma 562 8077. Skólameistari. Blaðbera vantar í miðbæ Reykjavíkur ► I Nánari upplýsingar I ísíma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Aðstoðarmann vantar í eldhús MENNTASKÓLINN JiC VIÐ SUND^A Framhaldsskóla- kennarar Lausar eru til umsóknar u.þ.b. tværtæplega hálfar stöður í íþróttakennslu. Jafnframt er laus u.þ.b. hálf staða í latínu næsta skólaár. Auk þess er laus stundakennsla í fatasaumi (8 kennslust.), lögfræði (4 kennslust.) og kvik- myndagerð (4 kennslust.). Umsóknarfrestur er til 3. júní. Minnt er á áður auglýst kennslustörf næsta skólaár: Stærðfræði 1 —2 stöður, eðlisfræði 1 —2 stöður, tölvufræði 1—11/2 staða, íslenska 1 staða, efnafræði 1 staða, félagsfræði 1/2 staða, jarðfræði (u.þ.b. 1/2 staða). Umsóknarfrestur er til 27. maí 1999. í umsókn skal greina frá menntun og fyrri störfum. í^áðið er í heilarstöðurfrá 1. ágúst næstkom- andi en í stundakennslu frá 1. september. Starfskjör eru skv. kjarasamningum ríkisins við stéttarfélög kennara. Ekki þarf að nota sérstök eyðublöð. Afrit af vottorðum um nám fylgi. Umsóknir sendist í Menntaskólann við Sund, Gnoðarvogi 49, 104 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veita rektorog konrektor í síma 553 7300. Seyðisfjörður Leikskólinn Sólvellir Leikskólakennara vantar á leikskólann Sólvelli frá 1. september 1999. Leikskólinn Sólvellir er tveggja deilda skóli, byggður 1974. Börnin, sem dvelja hjá okkur, eru á aldrinum eins til sex ára. Boðið er upp á sveigjanlegan vistunartíma frá 4—9 klst. Við skólann starfa þrír leikskólakennarar og úrvals starfsfólk. Við óskum eftir leikskólakennara sem gæti hafið störf 1. september nk. Ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur í boði. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1999. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Ágústa Berg í síma 472 1350. Pizza 67 Tryggvagötu Ert þú jákvæður, líflegur og skemmtilegur persónuleiki? Okkur vantar fólk í veitingasal, kvöld- og helg- arvinna, og matreiðslumann eða vanan grill- mann í fullt starf, ekki yngri en 18 ára. Mikil vinna í boði fyrir rétta aðila. Upplýsingar veitir María á staðnum fimmtudag og föstudag frá 14.00 til 16.00. t Traustur fjársterkur aðili óskast Trésmiðir Óskum eftir trésmiðum til starfa sem fyrst. Framtíðarvinna. Upplýsingar í símum 511 1522 og 892 5606. Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ vantar aðstoð- armann í eldhús. Aðstoðarmaðurinn þarf að geta eldað í forföilum matráðsmanns. Dagleg- ur vinnutími erfrá kl. 9—14 hvern virkan dag, auk þess annan hvern helgan dag. Launakjör eru samkvæmt samningum SFR og ríkisins. Upplýsingar í síma 530 6606 á vinnutíma. Viltu hagnast um 170 þús. á þremur vikum? Nýjar vörur, gamalt og traust fyrirtæki. Ferðalög í boði fyrir rétta aðila. Viðtalspantanir í síma 562 7065. Matreiðslumaður Veitingahúsið Ráin í Keflavík Okkur vantar matreiðslumann, sem einnig mun vinna að markaðsmálum. Góð laun í boði. Upplýsingar síma 421 4601. 170.000 kr. á 3 vikum Viðkomandi þarf að geta sýnt sjálfstæði og hafa frumkvæði og metnað í starfi. Þarf að byrja í maí. Áhugasamir hafi samband í síma 699 0900 strax. Ryðfrí smíði Vélvirki eða vanur maður óskast á verkstæði í Reykjavík. Nýsmíði — viðhald. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merktar: „R — 8062". 170.000 kr. á 3 vikum! sem meðeigandi og samstarfsaðili við opnun verslunar með heimsþekkt gæðamerki. iWmsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 28. maí merktar: „2909". Fullum trúnaði heitið. Eykt ehf Byggingaverktakar Viðkomandi þarf að geta sýnt sjálfstæði og hafa frumkvæði og metnað í starfi. Þarf að geta byrjað strax. Áhugasamir hafi samband í síma 898 4346.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.