Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÁLL ÁRNASON + Páll Ámason fæddist í Keflavík 31. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum 4. maí síðastliðinn og fór útför hans fram f kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi, þú ert farinn frá okkur. Við vorum oft búin að halda að stutt væri eftir en alltaf komstu að ein- hverju leyti út úr öllum bamingnum sem stóð yfír síðustu fjögur árin en sá síðasti hafði bet- ur þó að seiglan væri mikil hjá þér og ekki var hægt að segja að þú værir að gefast upp. Þú jafnvel hughreystir okkur síðustu stund- irnar með því að segja að allt væri í lagi og þér liði vel og svo brostirðu til okkar. Við + Móðir mín og amma okkar, KATRÍN GÍSLADÓTTIR, Mánabraut 3, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 12. maí, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 21. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Smári Guðmundsson, Jökull Guðmundsson, Ragna Lóa Guðmundsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÁRUS GARÐAR LONG, Túngötu 17, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vest- mannaeyjum, laugardaginn 22. maí kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Hermannsdóttir. + Við þökkum öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, RÓSU DÓRU HELGADÓTTUR, Heiðariundi 6B, Akureyri. Pétur Jósefsson, Helgi Pétursson, Lísa María Pétursson, Halldór Pétursson, Kristín Höskuldsdóttir, Hildur Pétursdóttir, Óliver J. Kentish, Hólmfríður Pétursdóttir, Tryggvi Pálmason, Arnkell Logi Pétursson, Þorkell Máni Pétursson og barnabörn. Inniiegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við ai og útför elskulegrar móður okkar, ten móður, ömmu og langömmu, VILBORGAR KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis á Eyrarvegi 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Seli. Jörundur Guðmundsson, Guðrún Kolbeinsdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Þorgerður Halldórsdóttir, Þórhalla Guðmundsdóttir, Stefán Stefánsson, barnabörn og langömmubörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR GUÐMUNDU ÞÓRARINSDÓTTUR, Mánagötu 3, Reyðarfirði. Jóhanna Sölvadóttir, Davíð Valgeirsson, Freydís Sölvadóttir, Jón Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn. tókum undir þetta með þér þó að ég haldi að þú hafir vitað að hverju stefndi ekld síður en við. Það er sama hvemig við undirbú- um okkur fyrir að standa frammi fyrir missi okkar nánustu. Við erum aldrei tilbúin að kveðja. Þú sagðir alltaf við mig þegar ég var lítil að ég væri besta stelpan í öllum heiminum. Þetta gerðir þú til að láta mig vita hversu ánægður þú værir að eiga litla stelpu. Þú sagðir þetta sama við börnin mín þrjú, sem sýnir bara hversu góður þú varst okkur. Eg elti þig út um allt, fór á sjóinn með þér, á bryggjuna að veiða, og stundum fékk ég að keyra með því að sitja á hnján- um á þér og stýra, ég sat á tröppun- um og beið eftir því að þú kæmir heim í mat. Ekki voru önnur systkini til að deila þér með svo ég hafði þig óskiptan enda varstu alltaf tilbúinn að gera allt fyrir mig, Við rökrædd- um oft saman, vorum ekki alltaf sammála en þú virtir samt alltaf mínar skoðanir og reyndir ekki að breyta mér á neinn hátt. Þegar ég varð eldri og unglingsárin gengu í garð fylgdust þið samt vel með því sem var að gerast hjá mér, vinir mínir voru alltaf velkomnir heim og oftar en ekki endaði kvöldið í eldhús- inu með ykkur mömmu við samræð- ur um lífið og tilveruna. Ég var bara 16 ára þegar ég kynnti ykkur fyrir eiginmanni mínum Pétri Haukssyni. Við trúlofuðum okkur þegar ég varð 17 ára og tæpu ári seinna fæddist Agnes María. Ég man hvað ég kveið því að segja ykkur írá því að ég væri ófrísk aðeins 17 ára en ég þurfti ekki að kvíða því, þeim fréttum var vel tekið. Þegar ég kom með Agnesi heim af fæðingardeildinni sastu tímunum saman fyrir framan vögg- una og dáðist að henni. Fimm árum seinna fæddist svo Edith Þóra og ekki var minni ánægja yfir þeirri fæðingu. Síðan liðu sjö ár og þá fæddist Páll Arni sem tók þig með trompi. Þið náðuð mjög vel saman enda báðir til í að bralla ýmislegt úti í skúr. Hann er bara að verða átta ára og á erfitt með að skilja hvers vegna þú ert farinn. En heilsa þín var ekki góð síðustu árin og ég veit að þú varst oft leiður yfir því hversu mikill ræfill þú varst orðinn, eins og þú sagðir oft, því þú hafðir alltaf ver- ið mikill og hraustur maður og rösk- ur til allrar vinnu og gafst ekkert eftir þér yngri mönnum. 1991 keypt- um við saman sumarbústað á Þing- völlum í Miðfellslandi. Þið Pétur byggðuð og bættuð bústaðinn sem er nánast allur nýr í dag. Við eigum margar góðar minningar frá þeim tíma þegar þið voruð að smíða. Þá var smíðað á meðan birtan leyfði en þá fórst þú inn að elda. Þú varst van- ur að elda á sjónum svo það kom í þinn hlut en Pétur gekk frá verkfær- unum á meðan. Ég vil þakka þér fyrir allar stund- ir sem við áttum saman og hversu vel þú alltaf reyndist mér og minni fjölskyldu, Ég átti mjög góð upp- vaxtarár enda vel hugsað um mig. Því vil ég segja þér að hjá mér varstu besti pabbinn í öllum heimin- um. Með þessum orðum kveð ég þig elsku pabbi og veit að þú fylgist áfram með því sem við gerum. Þín dóttir Dóra. Erfisdrykkjur Sími 562 0200 nmTiii iiii rril Sarajevo 1999 16-28. maí Nr. Nafn Stiq 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Röð 1 Peter Leko 2694 '/2 0 /2 8.-9. 2 Alexander Morozevic 12723 'h 1 V/2 2,-3, 3 Jan H. Timman 2670 0 0 0 10. 4 Michael Adams 2716 ■ 1 0 1 4.-7. 5 Evqenv Bareev 2679 _ '/2 V2 1 4.-7. 6 Garv Kasoarov 2812 1/2 m '/2 1 4.-7. 7 Nioel D. Short 2697 0 '/2 : /2 8.-9. 8 Veselin Topalov 2700 1 1 - 2 1. 9 Ivan Sokolov 2624 0 1 1 4.-7. 10 Alexei Shirov 2726 1 'A Mi 1/2 2,-3, Topalov efstur í Sarajevo Sk\k Sarajevo BOSNÍA ‘99 16.-26. maf 1999 BÚLGARSKI stórmeistarinn Veselin Topalov sigraði Michael Adams í annarri umferð stór- meistaramótsins í Sarajevo. Með þessum sigri og sigrinum á Timman í fyrstu umferð er Topa- lov nú efstur á mótinu, hálfum vinningi á undan þeim Alexander Morozevich og Alexei Shirov. Úr- slit annarrar umferðar urðu þessi: Alexei Shirov - Gaiy Kasparov V4-44 Nigel D. Short - Evgeny Bareev 'h-'k Veselin Topalov - Michael Adaras 1-0 Ivan Sokolov - Jan H. Timman 1-0 Peter Leko - Alexander Morozevich Vr-'/z Kasparov fer ekki alveg eins vel af stað og í Wijk aan Zee og Linares þar sem hann var kominn með IVz vinning eftir tvær umferðir. Hins vegar var Topalov ekki meðal þeirra sem fyrirfram voru taldir eiga mikla möguleika á efstu sætum á mótinu. Hann náði gríðar- lega góðum árangri fyrir nokkrum árum, en hefur ekki náð að fýlgja þeim árangri eftir, þótt vissulega sé hann í hópi sterkustu skákmanna heims. í þriðju umferð sem tefld var á miðvikudagskvöld mættust: Alexander Morozevich - Alexei Shirov Jan H. Timman - Peter Leko Michael Adams - Ivan Sokolov Evgeny Bareev - Veselin Topalov Gary Kasparov - Nigel D. Short Jóhanns Þóris Jónssonar minnst í Viðey Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar, sem nú er nýlátinn, stóð fyrir 49 helgar- skákmótum víða um land á ferli sínum. Hann hafði ráðgert að setja punktinn yfir i-ið með því að halda fimmtugasta helgar- skákmótið í höfuðborginni, nánar tiltekið í Viðey, en entist ekki heilsa til þess. Nú hafa Tímaritið Skák og velunnarar helgarmót- anna tekið sig saman um að efna til þessa móts í Viðey nú um helgina. Þá gefst skákáhuga- mönnum kostur á að heiðra minningu Jóhanns Þóris, en lík- lega hafa þátttakendur í fyrri helgarmótum verið nálægt 400 talsins. Mótið hefst nk. föstudag og munu öll þátttökugjöld renna til stofnunar minningarsjóðs um Jó- hann Þóri Jónsson. Hlutverk sjóðsins verður að styrkja skák- mótahald á landinu 1 anda Jó- hanns Þóris. A mót- inu verða tefldar 9 umferðir með at- skákarfyrirkomu- lagi. Á föstudag er brottför til Viðeyjar kl. 18:30 og farið til baka u.þ.b. kl. 23. Siglt verður til Við- eyjar kl. 12:30 á laugardag og mót- inu lýkur um kl. 18. Borgarstjórn Reykjavílnir mun bjóða þátttakend- um til lokahófs í Viðeyjarstofu að mótinu loknu. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjón- armanna skákþáttar Morgun- blaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 27.5. Meistaramót Skákskólans 29.5. SÍ - Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót 4.6. Skákþing Hafnarfjarðar Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Veselin Topalov ■Íáic3iD]^2I Giddens í Reykjavíkur- akademíunni BRESKI félagsvísindamaðurinn Anthony Giddens verður á opnum fundi í ReykjavíkurAkademíunni kl. 9.50 á föstudaginn 21. maí. Reykjavíkurakademían er á fjórðu hæð í JL-húsinu, Hring- braut 121. Þar mun Giddens ræða verk sín og hugmyndir ásamt þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra og Ólafi Stephensen stjórnmálafræðingi. í fréttatilkynningu segir: ,jAnt- hony Giddens er meðal annars þekktur fyrir að vera einn helsti hugmyndafræðingur Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands og formanns Verkamannaflokksins, og hefur hugmyndafræði hans haft áhrif á evrópsk stjórnmál víðar en í Bretlandi. Giddens er rektor London School of Economics and Political Science og er hér staddur í boði LSE-félagsins, félags fyrrverandi nemenda skólans á Islandi, en það fagnar um þessar mundir 15 ára afmæli sínu.“ Yfirskrift fundarins er: Á hvaða pólitík kallar nútíminn? og eru fundarmenn beðnir um að mæta stundvíslega. Allir eru vel- komnir. Lokaverkefni hjúkrunarfræð- inga kynnt VÆNTANLEGIR BS-kandídat- ar í hjúkrunarfræði kynna loka- verkefni sín föstudaginn 21. maí kl. 13-16.15 og meistaranemar í hjúkrunarfræði kynna rannsókn- aráætlanir sínar á sama tíma í Eirbergi, húsnæði námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eiríksgötu 34. Allir eru velkomnir. Kaffiveit- ingar í boði. Aðgangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.