Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 1

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 1
126. TBL. 87. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fundi G-8 hópsins um Kosovo-deiluna frestað en samkomulag sagt innan seilingar Loftárásir NATO heíjast af fullum krafti að nvju Belgrad, Bonn, London. Reuters, AFP. FUNDI G-8 hópsins svokallaða, samstarfsnefnd- ar sjö helstu iðnríkja heims og Rússa, var frestað í gærkvöldi án þess að Rússar og vesturveldin kæmust að samkomulagi um orðalag ályktunar sem leggja átti íyrir öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna vegna Kosovo-deilunnar. Verður fundinum fram haldið í dag. Atlantshafsbandalagið (NATO) herti loftárásir sínar á skotmörk í Júgóslavíu á ný í gærkvöldi og greindu fjölmiðlar þar í landi frá því að þrír hefðu fallið þegar NATO lét sprengj- um rigna yfír skotmörk nærri bænum Boljevac, um tuttugu kílómetra suðaustur af Belgrad. Líkur höfðu virst á því fyrir helgi að NATO gæti senn hætt loftárásum sínum á Júgóslavíu eftir að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti hafði í orði kveðnu samþykkt friðartillögur sem Martti Ahtisaari, samningamaður vesturveld- anna, og Viktor Tsjernómyrdín, samningamaður Rússa, lögðu fram. Babb kom hins vegar í bátinn á sunnudag, þegar viðræður Michaels Jacksons, hershöfðingja í her NATO, og júgóslavneskra herforingja um hvemig staðið skuli að brott- hvarfi Serbíuhers frá Kosovo fóru út um þúfur. Náðist ekki í Jeltsín Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði eftir fund utanríkisráðherra G-8 ríkjanna í Bonn í Þýskalandi í gær, að vesturveldin og Rússar væru afar nálægt því að jafna ágreining sinn, og að þeim myndi án efa takast að ljúka við að semja ályktun sem leggja á fyrir öryggisráð SÞ. „Þessi ályktun mun ekki gefa stjómvöldum í Belgrad neitt færi á að skjóta sér undan því að standa við gerðan samning. Öryggisráðið mun ekki leyfa þeim að komast upp með neitt múður,“ sagði Cook. Er greint frá því í breska dagblaðinu The Daily Telegraph í dag að strandað hafi á því í gær að ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, náði ekki sambandi við Borís Jeltsín Rússlandsforseta til að fá hann til að leggja blessun sína yfir ályktunina. Var Jeltsín sofandi eða „vant við látinrí1, að sögn blaðsins. Deilendur saka hvor annan um að hafa reynt að umskrifa sér í hag tillögurnar sem Ahtisaari og Tsjernómyrdín lögðu fram, sérstaklega þann kafla sem snýr að brottflutningi Júgóslavíuhers frá Kosovo og um það hvernig friðargæslusveith’, sem eiga að vera skipaðar bæði Rússum og her- mönnum NATO, halda inn í Kosovo en sveitimar eiga að tryggja að flóttafólk geti snúið aftui- til síns heima heilu og höldnu. Krefjast Serbar þess nú að áður en nokkrum erlendum hermönnum verður hleypt inn í Kosovo skuli öryggisráð SÞ samþykkja ályktun þar að Iútandi. Féll gengi evrunnar, gjaldmiðils Evrópusam- bandsríkjanna, nokkuð á fjármálamörkuðum í gær vegna óvissu um framtíð friðammleitana. ■ Sjá umfjöllun á bls. 26 Páfi biður fyrir friði á Balkanskaga Reuters Mannrán og morð í Kdlumbíu JÓHANNES Páll páfi, sem fæddur er í Póllandi, veifar til mannfjöldans í borginni Bydgoszcz í Póllandi í gær en hans heilagleiki er nú í þrettán daga heimsókn til ættjarðar sinnar. Mun páfi, sem er sjötíu og níu ára, m.a. heimsækja fæð- ingarstað sinn, Kraká, í ferð- inni en margir óttast að þessi för sé hans hinsta til PóIIands. Páfi Iék hins vegar við hvern sinn fingur í gær og kvaðst jafnvel geta orðið við óskum manníjöldans, sem sungið hafði pólskan þjóðsöng til heiðurs gestinum þar sem þeirri ósk var lýst að hann næði eitt hund- rað ára aldri. Lauk páfi annasömum degi í gær með því að biðja fyrir friði á Balkanskaga en hann sagði allt of miklu blóði hafa verið út- hellt þar í átökum undanfarna mánuði. „Friður er mögulegur, og friður er skylda okkar,“ sagði páfinn. Um tvö hundruð þúsund manns hlýddu á boð- skap páfa í gærkvöldi við athöfn á flugvelli nálægt háskólabæn- um Torun og var tekið eftir því að páfi virtist hinn hressasti. ■ Fórnarlamba/27 Bogota. Reuters, AFP. MARXÍSKIR uppreisnarmenn rændu tuttugu óbreyttum borgurum í Kólumbíu í gær, eftir að tíu lög- reglumenn höfðu verið myrtir á sunnudagskvöld, en fjöldi slíkra ódæða hefur sett svip sinn .á kól- umbískt samfélag undanfamar vikur. Talsmenn kólumbísku öryggis- sveitanna sögðu liðsmenn Upp- reisnarhers Kólumbíu (FARC) hafa myrt lögreglumennina seint á sunnudag í E1 Cesar-héraðinu, í norðurhluta Kólumbíu. A sama tíma rændu uppreisnar- menn Þjóðfrelsishers Kólumbíu (ELN) tuttugu óbreyttum borgur- um sem fengið höfðu sér siglingu á Magdalena-ánni, nærri sjávarborg- inni Baranquilla. Mannræningjarnir slepptu ellefu gísla sinna seinna í gær, en hinna níu var enn leitað. Þessi mannrán koma einni viku eftir að ELN rændi meira en eitt hundrað og fjörutíu manns úr kirkju í einu af betri hverfum borg- arinnar Cali, í suðvesturhluta Kól- umbíu. Halda samtökin 54 enn í gíslingu, auk 25 annarra gísla sem þeir rændu 25. aprfl, en mannrán ku vera helsta fjáröflunarleið ELN. ■ Ótti við/28 Reuters LÖGREGLUMENN bera kjör- kassa af kjörstað í Jakarta. Friðsam- legur kjör- fundur Jakarta. Reuters. UM 130 milljónir Indónesa gengu að kjörborðinu í gær og greiddu at- kvæði í fyrstu þingkosningunum, sem talist geta frjálsar, í landinu, í 44 ár. Búist hafði verið við því að óeirðir settu svip á kjördaginn, en svo fór ekki. Að sögn eftirlitsmanna fóru kosningarnar að mestu leyti heiðariega fram, en ekki er búist við að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en í kvöld. Líkur eru taldar á því að helsti stjómarandstöðuflokkurinn, flokkur Megawati Sukamoputri, dóttur fyrr- verandi forseta, Sukarnos, beri sigur úr býtum, þótt ekki sé talið að neinn flokkur fái hreinan meirihluta. Þá er talið líklegt að Golkar-flokk- urinn, sem var flokkur Suhartos, bíði afhroð. Sjö námsmenn særðust er hópi háskólastúdenta, er kröfðust sann- gjarnra kosninga, lenti saman við lögreglu í borginni Surabaya, og í höfuðborginni, Jakarta, kveiktu nokkrir kjósendur í kjörkössum. Nýir tímar í páfagarði Páfagarði. AFP. EFTIR að hafa leyft notkun útvarps og sjónvarps hefur páfagarður nú ákveðið að veita nunnum einnig aðgang að far- símum, faxtækjum og Netinu, en sú ki-afa er hins vegar gerð að þær nýti sér nýfengin rétt- indi af „fyllstu skynsemi og hófsemi". Frá og með síðustu helgi mega nunnur, sem dýrka guð sinn í klaustri páfagarðs, hlusta á útvarpsstöð þá sem rekin er í páfagarði og jafn- framt horfa á sjónvarpsfréttir þar sem fjallað er um málefni sem varða kirkjuna, t.a.m. ferð Jóhannesar Páls páfa til Pól- lands, sem nú stendur yfir. Þessum undantekningum frá gildandi reglum verður hins vegar að halda í lágmarki, að því er segir í tilskipun páfa- garðs, til að „standa vörð um andlega íhugun nunnanna“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.