Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 10
10 PRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fellt að nýta Höfða betur í
þágu ferðaþjónustunnar
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
taldi það glórulaust af borgaryfírvöldum að hafa breytt ásýnd her-
bergisins í Höfða þar sem fundur Reagans og Gorbatsjovs fór fram í
október 1986, m.a. með því að fjarlægja mynd, og átti þar við mynd af
Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra sem blasti við á vegg er leið-
togarnir voru ljósmyndaðir á fundum sínum.
TILLÓGU borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins um að nýta Höfða
betur í þágu ferðaþjónustunnar í
borginni var vísað frá í borgarstjórn
í fyrrakvöld. Gerði hún ráð fyrir að
skipaður yrði þriggja manna starfs-
hópur er skila myndi tillögum í
haust. Borgarstjóri taldi slíkt
óþarfa þar eð Höfði væri meðal ann-
ars þegar notaður í þessu skyni.
Guðlaugur Þór Þórðarson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
mælti fyrir tillögunni þar sem segir
að tengja ætti húsið þeim heims-
sögulegu viðburðum sem þar hafa
átt sér stað, með sérstakri áherslu á
leiðtogafundinn 1986. Hann benti á
að langflestir ferðamenn sem heim-
sæktu ísland kæmu til borgarinnar
og sagði hann borgaryfirvöld geta
haft áhrif á það hvar þeir stöldruðu
við. Kvað hann það geta orðið að-
dráttarafl fyrir ferðamenn að minna
þá á að í Höfða hefðu verið lögð
drög að því að enda kalda stríðið,
með þvl að varðveita þar minningu
um fund Reagans og Gorbatsjovs.
Taldi borgarfulltrúinn það glóru-
laust af borgaryfirvöldum að hafa
breytt ásýnd herbergisins þar sem
fundur þeirra stóð, m.a. með því að
fjarlægja mynd, og átti þar við
mynd af Bjama Benediktssyni for-
sætisráðherra sem blasti við á vegg
er leiðtogamir voru ljósmyndaðir á
fundum sínum. Sagði hann eðlileg-
ast að varðveita herbergið á allan
hátt óbreytt eins og það leit út þeg-
ar fundurinn var haldinn.
í greinargerð sjálfstæðismanna
með tillögunni er minnt á að Höfði
eigi sér merkilega sögu, þar hafi
verið bústaður franskra ræðis-
manna, Einar Benediktsson skáld
hafi búið þar um tíma og það hafi
verið aðsetur breska sendiráðsins í
seinni heimsstyrjöldinni. Frá 1967
hafi húsið verið notað fyrir gesta-
móttöku og fundahöld á vegum
borgarinnar. Þar hafi einnig leið-
togar Eystrasaltsríkjanna átt fund
þegar þeir börðust íýrir endurheimt
sjálfstæðis síns. Lagt er til að húsið
verði opið yfir ferðamannatímann,
því verði komið í sama horf og það
var á leiðtogafundinum, framleitt
verði myndband og annað kynning-
arefni um fundinn og hvatt verði til
framleiðslu á minjagripum tengdum
Höfða og leiðtogafundinum.
í lok greinargerðarinnar er
minnt á að ferðaþjónustan sé í
sókn í Reykjavík, á landinu öllu og
um allan heim. Mikið hafi á undan-
förnum áratugum verið unnið að
uppbyggingu ferðaþjónustu í
Reykjavík og borgin verið í farar-
broddi á því sviði. Guðlaugur
minnti í lokin á áfangaskýrslu
nefndar um ferðamál sem hann sat
í ásamt Helga Péturssyni, borgar-
fulltrúa Reykjavíkurlistans, og
Önnu Margréti Guðjónsdóttur,
ferðamálafulltrúa Reykjavíkur.
Stjórnin hefði ályktað samhljóða
að borgarstjórn ætti að beita sér
fyrir því .að nýta þau sóknarfæri
sem væru fyrir hendi í ferðaþjón-
ustunni.
Óþarfí að skipa nefnd
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði það rétt að Höfði
ætti sér merka sögu sem tengdist
bæði íslandi og útlöndum. Hún
sagði að auk Einars Benediktsson-
ar hefðu m.a. búið þar Matthías
Einarsson læknir og fyrsti bæjar-
stjórinn, Páll Einarsson, og væri
sjálfsagt að gera því skil í húsinu.
Borgarstjóri sagði húsið opið ferða-
mönnum, þangað kæmu ferðaskrif-
stofur iðulega með hópa en erfitt
gæti reynst, vegna notkunar húss-
ins fyrir fundi og móttökur, að
koma þar við föstum viðverutíma.
Einnig minnti hún á að framleidd
hefðu verið myndbönd og bækling-
ar um leiðtogafundinn og væri í
kjallara hússins vísir að safni sem
minnti á hann. Hún taldi því enga
ástæðu til að skipa nefnd til að
vinna tillögur um notkun hússins.
Þá kvaðst borgarstjóri vilja benda
á að ekki hefði verið hróflað við inn-
anstokksmunum eftir 1995, nema
hvað málverk hefði verið flutt. Hins
vegar hefði áður verið búið að
skipta um lampa og gólfteppi í
fundarherbergi leiðtoga stórveld-
anna.
Borgarstjórinn lagði til að tillög-
unni yrði vísað frá og var það sam-
þykkt af borgarfulltrúum Reykja-
víkurlistans. Guðlaugur Þór sagði
þessa afstöðu valda sér vonbrigð-
um, ljóst væri að meirihlutinn hefði
ekki áhuga á að nýta þau sóknar-
færi sem gæfust fyrir ferða-
þjónstuna.
Magnús K. Hannesson
viðstaddur réttarhöld-
••
in yfir Oealan
Lögregla sló
skjaldborg um
mótmælendur
EINHVERJAR róstur voru við
réttarhöldin yfir Abdullah Öcalan,
sem fram fara á fangaeyjunni
Imrali í Tyrklandi, eins og greint
var frá í Morgunblaðinu síðastlið-
inn laugardag. Dr. Magnús K.
Hannesson, varafastafulltrúi Is-
lands hjá Evrópuráðinu, var við-
staddur réttarhöldin og segir það
orðum aukið að til stimpinga hafi
komið.
Að hans sögn kom vissulega til
ágreinings milli dómsforseta og
eins lögmanna ættingja fórnar-
lamba PKK, sem rekja mátti til
þess að lögmenn ættingjanna voru
ósáttir við málflutning lögmanna
Öcalans. Fór svo að lokum að
dómsforsetinn bað lögmanninn að
yfirgefa réttarsalinn, sem varð til
þess að samstarfsmenn hans, sem
og ættingjarnir sjálfir, risu úr sæt-
um og höfðu uppi mótmæli.
Magnús segir þó að því hafi farið
fjarri að til átaka hafi komið, enda
hafi lögreglulið sem statt var í
dómshúsinu slegið skjaldborg um
mótmælendur er hér var komið
sögu. „Við þetta varð ástandið mjög
rólegt á nokkrum mínútum og
menn gengu rólega út úr réttar-
salnum. Gert var réttarhlé í rúm-
lega hálfa klukkustund og síðan
snúið aftur til réttarsalarins þar
sem fjallað var um hvemig mál-
flutningur færi fram á þriðjudag,
en frekari málflutningi á föstudeg-
inum frestað. Þessar 15-20 mínútur
sem réttarhöldin stóðu til viðbótar
fóru því ósköp friðsamlega fram,“
sagði Magnús.
Sifelld endurskoð-
un er nauðsynleg
SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra, sagði fyrirhug-
aða heildarendurskoðun á lögum um
meðferð opinberra mála í ávarpi á
málþingi dómara og lögmanna sl.
fóstudag. Hún segir að ekki sé mikilla
breytinga að vænta á lagaumhverfi
dómsmála og réttargæslu en að sjálf-
sögðu sé alltaf þörf á að þróa lagaum-
hverfið þannig að það sé í stakk búið
til að mæta nýjum aðstæðum í þjóðfé-
laginu.
Sólveig segir ástæðu til að endur-
skoða lögin um meðferð opinberra
mála, meðal annars til að tryggja
betra samræmi milli þeirra og lag-
anna um meðferð einkamála. Alþingi
samþykkti í vor breytingar á lögun-
um, sem miða að því að bæta stöðu
brotaþola. Sólveig telur ástæðu til
þess að kanna hvemig þær reynast í
framkvæmd og taka mið af því við
heildarendurskoðunina.
Sólveig telur einnig tímabært að
fara með skipulögðum hætti yfir lögin
um meðferð einkamála og lög á sviði
fullnusturéttarfars en telur, í Ijósi
góðrar reynslu af lögunum, að breyt-
ingar á þeim verði minniháttar.
Ráðherra segir að huga verði að
því hvemig ný lög um lögmenn og lög
um dómstóla reynast í framkvæmd
og gera á þeim breytingar ef ástæða
þykir til. Hún segir mikilvægt að leita
samráðs við lögmenn og dómara við
þessa athugun.
Fjölmörg frumvörp um breytingu á
refsilögum hafa verið samþykkt á Al-
þingi á síðustu árum, Sólveig kveðst
vilja leggja sérstaka áherslu á að
áfram verði unnið að endurskoðun
laganna þannig að þau verði í sem
bestu samræmi við þörfina á hverjum
tíma og þróun í nágrannalöndunum.
Sólveig vakti athygli á því að í
stefnuskrá ríkisstjómarinnar er enn
aukin áhersla á fíkniefnavamir. Hún
telur að foreldrar, félagasamtök og
SÓLVEIG Pétursdóttir, ráðherra, ásamt Garðari Gíslasyni, formanni Dómarafélags íslands, og Jakobi
Möller, formanni Lögmannafélags Islands.
stjómvöld verði að sameinast um að-
gerðir í þeim málaflokki.
Sólveig vék að lokum að því að á
næsta ári eru liðin 1.000 ár frá því
sett vora lög um kristnitöku þjóðar-
innar og sagði vel við hæfi að lög-
menn og dómarar minntust hennar
með viðeigandi hætti.
Flokksstofnun
undirbúin
Athugasemd frá borgarstjóra
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar-
stjóra:
„I frétt í Morgunblaðinu á sunnu-
dag er haft eftir oddvita minnihlutans
í Reykjavík, Ingu Jónu Þórðardóttur,
að borgarstjóri beiti blekkingum þeg-
ar hann dregur fram það samræmi
sem nú er milli niðurstöðu ársreikn-
ings borgarsjóðs og ijárhagsáætlunar.
„Samræmið er fólgið í því að reglu-
lega árið um kring er fjárhagsáætlun-
inni breytt,“ er haft eftir oddvitanum.
Óhjákvæmilegt er að gera við
þetta athugasemd þar sem um rang-
færslu er að ræða. Meginbreytingin
á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg-
ar á síðasta ári var vegna samein-
ingar Reykjavíkur og Kjalarness.
Við sameininguna voru fjárhagsá-
ætlanir sveitarfélaganna lagðar
saman, enda gerður einn ársreikn-
ingur fyrir hið sameinaða sveitarfé-
lag. Aðrar breytingar til útgjalda-
auka voru einkum: Framlög til
leiguíbúða voru hækkuð, veitt var
aukafjárveiting vegna sumarráðn-
inga skólafólks, framlag til SVR var
hækkað vegna vagnakaupa sem
fluttust milli ára og framlag til
Borgarskipulags vegna viðbótar-
verkefna við þróunaráætlun mið-
borgarinnar var aukið. í þessum til-
vikum var um að ræða breytingar á
forsendum, sem ekki voru fyrirséðar
við samþykkt fjárhagsáætlunarinn-
ar. Slíkar breytingar eru í samræmi
við sveitarstjómarlög og hljóta vita-
skuld samþykki borgarráðs.
Sama máli gegnir um skatttekjur,
en þær voru enduráætlaðar þegar
nýjar forsendur lágu fyrir á síðari
hluta ársins. Samtals voru skatttekj-
ur hækkaðar um 452 millj. kr. en út-
gjaldaauki var um 471 millj. kr.
Það sem niðurstaða ársreiknings
borgarsjóðs fyrir árið 1998 leiðfr í
ljós er að stjórnendur hjá borginni
hafa farið ákaflega vel með aukið
svigrúm og ábyrgð, sem leitt hefur
af nýjum vinnubrögðum við fjár-
hagsáætlun og úthlutun fjárhags-
ramma. Frávik frá fjárhagsáætlun
er nánast ekki neitt, en rekstur
málaflokka og fjárfestingar nettó
voru 26 millj. kr. undir áætlun.
Fullyrðingar oddvita minnihlut-
ans um að blekkingum sé beitt í árs-
reikningum og fjárhagsáætlunum
Reykjavíkurborgar eru ekki sæm-
andi, og hljóta að vera settar fram
gegn betri vitund.“
ALÞÝÐUFLOKKUR, Alþýðu-
bandalag og samráðshópur Kvenna-
listans, sem stóðu að framboði Sam-
fylkingarinnar, hafa tilnefnt fulltrúa
sína í viðræðunefnd flokkanna um
stofnun og skipulag nýs stjórnmála-
flokks. Hélt nefndin sinn fyrsta fund
í gær.
Að sögn Magnúsar Norðdahls,
formanns framkvæmdastjórnar Al-
þýðuflokksins, er gert ráð fyrir að
nefndin verði að störfum í sumar og
að einnig fari fram undirbúnings-
vinna innan flokkanna um ailt land
vegna hugsanlegrar sameiningar.
„Það var ákveðið að setja af stað
viðræðunefnd sem framkvæmda-
stjórnir flokkanna skipa í,“ sagði
Magnús.
Stjórnfr flokkanna veittu fyrir
nokkru forystu þeirra umboð til að
efna til viðræðna við stjórnir ann-
arra samstarfsaðila innan Samfylk-
ingarinnar um stofnun og skipulag
nýs stjómmálaafls, „sem myndað
verði af samstarfsaðilum Samfylk-
ingarinnar og kjósendum hennar“,
eins og segir í samþykkt fram-
kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins í
seinustu viku.
Unnið eins hratt og hægt er
Magnús sagði að a.m.k. 12 manns
myndu starfa í viðræðunefndinni og
ætti hún mikið verk fyrir höndum.
Nefndinni hafa ekki verið sett ákveð-
in tímamörk. „Við reynum að vinna
þetta eins hratt og vel og með eins
breiðu samráði og hægt er,“ sagði
Magnús.
Jóhann Geirdal, fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, sagði framundan að
setja niður verkefnaáætlun og engar
niðurstöður yrðu Ijósar fyrr en eftir
allnokkra fundi. Þær yrðu bornar
undir stofnanir flokkanna og því
myndi líða nokkur tími þar til línur
skýrðust í þessum efnum.