Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eco, rit umhverfísverndarsinna
Islendingar gagnrýndir
vegna Kyoto-bókunar
Umhverfisverndarsamtök gagn-
rýna Islendinga í fréttabréfi sínu
Eco, sem gefið er út í tengslum við
fund vísinda- og tækninefndar
rammasamnings Sameinuðu þjóð-
anna um loftslagsbreytingar, sem
nú stendur yfir í Bonn. I Eco er
sagt frá að Islendingar hafi sam-
kvæmt Kyoto bókuninni fengið
„mestan mengunarkvóta allra iðn-
væddra ríkja, eða 10% aukningu á
útblæstri á árunum 2008-2012.“
Það hafi þó ekki nægt þeim heldur
hafi landið jafnframt lagt fram til-
lögu um að útblástur frá fyrirhug-
aðri stóriðju skuli vera undanskil-
inn heildarkvóta landsins vegna
smæðar efnahagskerfisins.
í grein í Eco, sem einnig er birt
á netinu, er því haldið fram að
miklir fjárhagslegir hagsmunir séu
í húfi fyrir íslendinga. Heimsmark-
aðsverð á útblásturskvótum sé á
bilinu 20-30 dollarar á hvert tonn
af koltvísýringi. Markaðsverð á út-
blásturskvóta fyrir fyrirhugað ál-
ver, sem verði að hluta til í eigu
Norsk Hydro, með 120.000 tonna
framleiðslugetu á ári, sé því 4,2-6,4
milljónir dollara, eða á bilinu
316-480 milljónir króna. Yrði fram-
leiðslugetan aukin upp í 480.000
tonn á ári væri markaðsvirði út-
blásturskvótans, sem fengist gefins
ef tillaga Islands yrði samþykkt,
1.260-1.920 milljónir króna.
Eco segir að Island hafi eitt iðn-
þjóða neitað að skrifa undir Kyoto
bókunina og spyr hvort veita eigi
landinu viðurkenningu iyrir það með
því að samþykkja tillöguna. Einnig
spyr Eco hvort sérstakar aðstæður
hér á landi réttlæti stóraukinn út-
blásturskvóta og hvort þar með sé
ekki sett fordæmi fyrir aðrar þjóðir.
Tillögu Islands hefur verið vísað
til fundar vísinda- og tækninefndar
á næsta ári.
Morgunblaðið/Jón E. Gústafsson
Ræðismannsskrifstofa opnuð í Winnipeg
SKRIFSTOFA aðalræðismanns Á myndinni sem tekin var við Guðrún Ágústsdóttir, John
íslands í Kanada var formlega opnunina eru Svavar Gestsson Harward þingmaður og Jón Bald-
opnuð í Winnipeg á föstudaginn. aðalræðismaður og sendiherra, vin Hannibalsson sendiherra.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Jón G. Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri LSS, undirrita samning um rekstur líf-
eyrissjóðs borgarinnar.
Tekur að sér
rekstur Lífeyr-
issjóðs Reykja-
víkurborgar
LÍFEYRISSJÓÐUR starfs-
manna sveitarfélaga (LSS) hefur
tekið að sér rekstur Lífeyris-
sjóðs starfsmanna Reykjavíkur-
borgar. Samkomulag þess efnis
var nýlega undirritað af borgar-
stjóranum í Reykjavík, Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur, og
Jóni G. Kristjánssyni, fram-
kvæmdastjóra LSS.
Lífeyrissjóður starfsmanna
sveitarfélaga var stofnaður síð-
astliðið haust í þeim tilgangi að
taka við iðgjöldum nýrra starfs-
manna sveitarfélaga. Þá var líf-
eyrissjóðum sveitarfélaganna
lokað fyrir nýjum félögum og
gert ráð fyrir þeim möguleika að
LSS tæki að sér rekstur eldri
sjóðanna. Lífeyrissjóður starfs-
manna Reykjavíkurborgar er
langstærsti sveitarfélagasjóður-
inn með um 3.600 greiðendur og
1.300 lífeyrisþega, með alls um
15 þúsund sjóðfélaga. Tekjur
hans námu um 740 milljónum kr.
á síðasta ári.
Að sögn Jóns felur samningur-
inn í sér að LSS tekur að sér all-
an rekstur lífeyrissjóðsins, svo
sem móttöku, vörslu og ávöxtun
fjár, réttindabókhald, ákvörðun
og útborgun lífeyris, sjóðfélaga-
lán, svo og reikningshald og
þjónustu við sjóðfélaga.
Auk samningsins við Reykja-
víkurborg liggur fyrir viljayfir-
lýsing um að Lífeyrissjóður
starfsmanna sveitarfélaga taki
með sama hætti að sér rekstur
Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsa-
víkurbæjar.
Embættismenn óska eftir launaleiðréttingu í bréfum til kjaranefndar
Vilja 13,5% hækkun
framhaldi af úr-
skurði Kjaradóms
Kjaranefnd hefur að undanförnu borist töluverður
fjöldi bréfa frá embættismönnum sem heyra undir
úrskurðarvald nefndarinnar, þar sem farið er fram
á 13,5% hækkun launa til samræmis við úrskurð
Kjaradóms 8. maí sl.
Á NÍUNDA hundrað embættismenn og
starfsmenn ríkisins heyra undir kjaranefnd
sem eru með nálægt 100 stöðuheiti. Nefndin
hefur ekki kveðið upp úrskurði um laun frá
því á seinasta ári en um seinustu áramót
ákvað nefndin að hækka laun allra sem undir
hana heyra um 3,65% til samræmis við launa-
breytingar annarra ríkisstarfsmanna.
Skv. ákvörðun Kjaradóms 8. maí sl. hækk-
uðu laun ráðherra og þingmanna um tæp 30%
og laun embættismanna sem heyra undir
Kjarad óm um 13,5%. Eftir úrskurðinn eru
fóst laun og yfirvinna hæstaréttardómara og
ríkissaksóknara um 532 þús. kr. á mánuði,
dómstjórans í Reykjavík um 424 þús. kr., hér-
aðsdómara um 425 þús. kr. og umboðsmanns
barna um 401 þús. kr.
Kjaranefnd ber m.a. að taka mið
af úrskurðum Kjaradóms
Að sögn Guðrúnar Zoega, formanns kjara-
nefndar, hefur nefndinni borist nokkur fjöldi
bréfa frá embættismönnum sem heyra undir
nefndina í framhaldi af úrskurði Kjaradóms
þar sem óskað er eftir 13,5% launahækkun í
samræmi við niðurstöðu Kjaradóms. Hafa
nefndinni m.a. borist mörg bréf frá sýslu-
mönnum svo og skattstjórum og fleiri for-
stöðumönnum ríkisstoínana
Aðspurð um viðbrögð við þessum erindum
sagði Guðrún að nefndinni bæri skv. lögum að
kalla eftir upplýsingum og greinargerðum frá
forstöðumönnum, þar sem þeir gætu komið
sínum sjónarmiðum á framfæri. „Kjaradómur
er eitt af því sem við eigum að taka mið af,“
sagði Guðrún. Hún kvaðst ekki geta sagt til
um hvænær úrskurðar kjaranefndar væri að
vænta.
Sýslumenn og fleiri mynda
sérstaka kjaranefnd
Embættismenn og starfsmenn ríkisins sem
heyra undir úrskurðarvald kjaranefndar hafa
ekki samningsrétt heldur eru laun þeirra og
önnur starfskjör ákveðin einhliða á einstak-
lingsgrundvelli.
Að sögn Bjöms Jósefs Amviðarsonar,
sýslumanns og formanns Sýslumannafélags-
ins, hafa flestir sýslumenn og margir for-
stöðumenn ríkisstofnana sent kjaranefnd bréf
með vísan til Kjaradóms og telja ekki óeðli-
legt að þeir fái sambærilega launahækkun og
dómurinn úrskurðaði. „Kjaranefnd segir okk-
ur að hún sé að taka kjör manna til endur-
skoðunar einstaklingsbundið, sem henni ber
að gera,“ sagði Björn Jósef.
Hefur kjaranefnd einnig sent sýslumönnum
og forstöðumönnum bréf þar sem fram kemur
að nefndin hafi ákveðið að taka launakjör for-
stöðumanna til endurskoðunar. Hefur við-
komandi embættismönnum verið gefinn kost-
ur á að senda nefndinni greinargerð m.a. með
upplýsingum um hlunnindi og aukastörf sem
fylgja viðkomandi störfum og gera grein fyrir
hvort breytingar hafa orðið á störfum frá því
seinasti úrskurður nefndarinnar var kveðinn
upp.
Nýlega setti sýslumannafélagið á fót sér-
staka kjaranefnd, að sögn Björns Jósefs.
Vinnur nefndin að kjaramálefnum félags-
manna og samanburði á launaþróun félags-
manna við kjör annarra embættismanna.
Auk sýslumanna eiga saksóknarar, lögreglu-
stjórar og fleiri embættismenn aðild að
nefndinni.
Rök Kjaradóms eiga jafnt
við um forstöðumenn
Magnús Jónsson, veðurstofustjóri og ný-
kjörinn formaður Félags forstöðumanna rík-
isstofnana, bendir á að í forsendum úrskurðar
Kjarad óms komi skýrt fram hver launaþró-
unin hjá opinberum starfsmönnum, sem eru
með samningsrétt, hefur verið síðastliðið hálft
annað ár. Hann sagði að 13,5% hækkunin sem
Kjaradómur ákvað væri rökstudd með því að
um væri að ræða hækkun sem orðið hefði á
opinbera markaðinum umfram launabreyting-
ar hjá þeim sem heyra undir Kjaradóm og
kjaranefnd.
„Menn eru að vekja athygli á þessu atriði í
bréfinu til kjaranefndar, því menn telja sjálf-
gefið að þetta hljóti að eiga jafn vel við um þá
sem heyra undir kjaranefnd og Kjaradóni,"
sagði Magnús. „Viðmiðunin er því ekki Kjara-
dómur sem slíkur, heldur ekki síst það um-
hverfi sem við störfum í. Við teljum að þessi
rök sem Kjaradómur notar eigi nákvæmlega
með sama hætti við um forstöðumenn ríkis-
stofnana eins og þá aðila sem Kjaradómur var
að fella úrskurð um,“ sagði Magnús.
Vitnað í álit
Umboðsmanns Alþingis
í einu þeirra bréfa sem kjaranefnd hefur
fengið er vitnað til ákvörðunar Kjaradóms og
ákvæða laga um að samræmis skuli gætt
milli úrlausna Kjaradóms og kjaranefndar. I
bréfinu segir síðan: „...tel ég tilefni til að
æskja sem allra fyrst hliðstæðrar ákvörðun-
ar kjaranefndar um laun mín. í þessu efni
skal sérstaklega vísað til álitsgerðar Um-
boðsmanns Alþingis frá 19. október 1998 í til-
efni af kvörtun skrifstofustjóra í stjórnarráð-
inu. í greinargerð kjaranefndar, sem vitnað
er til í álitsgerðinni, segir um þann þátt
málsins, sem sneri að launaákvörðunum
hennar, sbr. bls. 8 í álitsgerð umboðsmanns:
„...Hins vegar er nefndinni, í 10 gr. laga um
Kjaradóm og kjaranefnd, jafnframt settur
rammi sem markast af úrskurðum Kjara-
dóms og kjarasamningum ríkisstarfsmanna
og hefur kjaranefnd fyrst og fremst haft
hliðsjón af þeim auk þess að gæta innra sam-
ræmis." í ályktunarorðum Umboðsmanns
Alþingis um þetta efni segir hann, sbr. bls.
16 í álitsgerðinni: „...sé nefndin að megin-
stefnu til bundin við þær almennu launafor-
sendur, sem Kjarad ómur hefur lagt til
grundvallar í úrskurðum sínum.“ Þess er
óskað að launabreytingin miðist við 1. maí
1999, þ.e. frá sama tíma og ákvörðun Kjara-
dóms, og komi til framkvæmda um næstu
mánaðamót eins og hjá þeim sem taka laun
samkvæmt ákvörðun Kjaradóms," segir í
bréfinu til kjaranefndar.