Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 19 Hörð barátta um norska olíufélagið Saga Petroleum BARÁTTAN um yfirtöku á Saga Petroleum ASA, þriðja stærsta olíu- félagi Noregs, harðnaði í gær þegar franska félagið Elf Aquitaine hækk- aði tilboð sitt í félagið um rúmlega 8%. Norsk Hydro ASA hefur einnig boðið í Saga. Elf hækkaði boð sitt úr 115 norskum krónum á hlut í 125 krón- ur. Samkvæmt því er markaðsvirði Saga 18,7 milljarðar norskra króna, um 154 milljarðar íslenskra króna. Bréf Saga hækkuðu á norskum verðbréfamarkaði í 128 krónur þegar fréttist af tilboði Elf. Norsk Hydro, sem norska ríkið á meirihluta í, bauð fyrst í Saga 10. maí sl. Bauðst félagið til að skipta á hverjum þremur hlutum í Saga á móti einum hlut í Norsk Hydro. Jafnframt gerði Norsk Hydro samn- ing við norska rfldsoh'ufélagið Statoil AS, sem á 20% í Saga, um að skipta eignum Saga á milli félaganna. Þannig myndi Norsk Hydro fá 25% af eignum Saga en Statoil afganginn. Elf, sem hefur starfað í Noregi síðan 1965, lagði síðan fram tilboð í Saga 28. maí og með því fylgdi að Saga myndi starfa áfram undir eig- in nafni. Stjórn Saga fagnaði tilboð- inu og ætlar að halda fund um málið í dag. Norsk Hydro hefur ekki enn brugðist við tilboðinu og ekki er ljóst hvort félagið hækkar tilboð sitt fyrir stjómarfundinn í Saga. Fyrr á þessu ári boðaði Saga nið- urskurð eftir að tap varð á rekstrin- um á síðasta ári. Félagið ræður hins vegar yfir miklum olíu- og gaslind- um og er því fysilegt til yfirtöku. Motorola og Cisco kaupa Bosch Reuters. MOTOROLA símafyrirtækið og hugbúnaðarfyrirtækið Ciseo Systems hafa tilkynnt um kaup fyrirtækjanna á bandaríska hluta Bosch Telecom. Saman munu fyrirtækin mynda Spect- raPoint Wireless sem mun sér- hæfa sig í gagnaflutningum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Motorola og Cisco hófu sam- vinnu í fébrúar sl. og áætluðu að fjárfesta á sviði rannsókna og þróunar á netmarkaðnum fyrir milljarð dollara. Tals- menn fyrirtækjanna upplýstu þó ekki kaupverð á Bosch nú en samkvæmt Financial Times er það í kringum 300 milljónir dollara. Talsmenn Motorola og Cisco eru ánægðir með viðskiptin og segja að netmarkaðurinn eigi eftir að stækka mikið á kom- andi árum. Vefverslun * Navision á Islandi Verðlaun frá Microsoft e VEFVERSLUN Navision á íslandi hlaut í gær verðlaunin „Best Solution Award“ Microsoft-tölvufyrirtækisins á hugbúnaðarsýningunni Softworld í Miinchen í Þýska- landi. I fréttatilkynningu segir að dómnefndin telji að vefversl- unin bjóði upp á einstaklega snjalla möguleika á tengingum við annan hugbúnað, virki vel og sé afar sveigjanleg. Vefverslunin notast við hug- búnað frá Microsoft, BackOffíce, og tengist fullkom- Iega íjárinálakerfi Navision Software sem fyrirtæki nota til að tryggja að upplýsingar um helstu rekstrarþætti, þ. á m. birgðir, pantanir og tilboð, séu réttar. Upplýsingar fara inn á netið til að draga úr þörf fyrir að færa þær inn handvirkt. Dómnefndin taldi það einnig kost hve litla vinnu þyrfti til að halda kerfínu við og öll lausnin væri mjög notendavæn. Navision Software er í fremstu röð í framleiðslu hug- búnaðar fyrir stórfyrirtæki og starfar fyrirtækið nú í 75 lönd- um. Aðalbækistöðvar eru í Ved- bæk í Danmörku. Virgin stefnir á farsíma- markadinn 9 RICHARD Branson virðist ætla sér stóra hluti á breska far- símamarkaðnum en hann stendur nú í viðræðum við breska fyrir- tækið 0ne20ne, fyrir hönd fyrir- tækis síns, Virgin, eins og fram kemur á vef BBC. Samruni fyrirtækjanna í eitt undir nafninu Virgin Mobile er skammt undan ef marka má bresku sunnudagsblöðin. Fyrir- tækið myndi einbeita sér að beinni sölu farsíma og afnema þannig umboðslaun sem hafa hækkað verð til neytenda vera- lega. Samningaviðræður hafa staðið yfir í u.þ.b. sex mánuði og ef af verður mun Virgin-fyrirtækið fá umtalsverða hlutdeild í síbreyti- legum símamarkaði. Branson hef- ur nú þegar fjárfest í fyrirtækjum sem selja allt frá brúðarkjólum til ferðalaga. Nýja fyrirtækið mun leggja áherslu á það nýjasta í farsíma- tækni, þar sem símar eru' orðnir að litlum sjónvörpum með að- gangi að Netinu. 0ne20ne-fyrirtækið er það minnsta á breskum símamarkaði með 15% markaðshlutdeild. Fyr- irhuguð sala þess hefur vakið áhuga erlendra fjárfesta eins og þýska og franska símafélagsins. Nýr stoöur fyrir notoðo bílo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.