Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 25 ÚR VERINU Innréttingar, hillur fyrirfyrirtæki og ve borð - Heildarlausnir mir af öllum stærðum. Leitaðu tilboða. |a Einfalt í | uppsetningu skrúfufrítt ■ smellt saman ' Umboðs-og heildverslun Nethyl3-3a -112 Reykjavik Sími53 53 600- Fax5673609 Fjölmenn hátíð- arhöld í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í góðviðri í Eyj- um um helgina. Segja má að smá forskot hafi verið tekið á daginn strax á fóstudagskvöld þegar söng- skemmtun undir stjórn Arna John- sen var í Akógeshúsinu. Fyrir há- degi á laugardag var síðan kapp- róður, koddaslagur og fleiri keppn- isíþróttir í Friðarhöfn en eftir há- degið var skemmtidagskrá á Stakkagerðistúni. Ymislegt var til gamans gert, Helgi Ólafsson tefldi fjöltefli, hljómsveitirnar Skíta- mórall og Dans á rósum léku og Laddi tróð upp. A laugardagskvöld voru síðan sjómannadansleikir í Týsheimilinu og Alþýðuhúsinu. Hátíðarhöld sunnudagsins hófúst með messu í Landakirkju en að henni lokinni var minningarathöfn undir stjóm Snorra Óskarssonar við minnisvarðann um hrapaða, drukknaða og þá sem farist hafa í flugslysum. Síðdegis á sunnudag var svo hátíðarsamkoma á Stakka- gerðistúni. Jón Bondó Pálsson flutti ræðu dagsins en að henni lokmni voru ýmsir heiðraðir. Sigmund Jó- hannsson, teiknari og uppfinninga- maður, var heiðraður fýrir sitt mikla framlag til öryggismála sjó- manna. Guðmundur Ingi Guð- mundsson, skipstjóri, Gísli Gríms- son, vélstjóri, og Jóhann Björgvins- son, matsveinn, vom heiðraðir fyrir sitt framlag til starfa í sjómanna- stétt. Pétur Arnmarsson fékk viður- kenningu fyrir björgun manns úr sjávarháska. Áhöfnin á Þómnni Sveinsdóttur fékk viðurkenningu frá Siglingastofnun fyrir góða um- gengni um skip sitt og gott ástand öryggis og björgunartækja og að lokum fékk Friðrik Heiðar Vigfús- son afhent Verðandaúrið fyrir best- an árangur í siglingafræðigreinum á 2. stigi Stýrimannaskólans í Eyjum. Viðurkenningar vora veittar fyr- ir kappróður og aðrar keppnis- greinar laugardagsins en síðan söng Samkór Vestmannaeyja nokk- ur lög og Örvar Kristjánsson þandi nikkuna fyrir viðstadda. Að vanda sáu konur úr Slysavarnadeildinni Eykyndli um sjómannadagskaffi í Alþýðuhúsinu. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GUÐMUNDUR Ingi Guðmundsson, skipstjóri, Gísli Grímsson, vél- sljóri, og Jóhann Björgvinsson, matsveinn, voru heiðraðir fyrir sitt framlag til starfa í sjómannastétt. Morgunblaðið/Þorkell FRÁ vinstri: Guðmundur Þórir Einarsson, Jón Guðmundsson, Steinar Axelsson, Bjarni Bjarnason, Ásgeir Sig- urðsson og Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadagsráðs. Á myndina vantar Hauk Dan Þórhallsson. Sjómenn heiðraðir SEX sjómenn voru heiðraðir á sjó- mannadaginn í samræmi við ábendingar þeirra sjómannafélaga sem að sjómannasamtökunum standa. Ásgeir Sigurðsson skipsfjóri fæddist í Reykjavík árið 1923. Hann hóf sjómannsferil árið 1939 sem aðstoðarmatsveinn á togaran- um Gylli frá Reykjavík og var á fiski- og flutningaskipum fram til ársins 1946 er hann réðst sem há- seti á eimskipið Lagarfoss í eigu Eimskipafélags Islands. Hann hætti störfum árið 1986 eftir 47 ára sjó- mannsferil og 40 ára st.arf hjá Eim- skipafélagi íslands. Ásgeir er kvæntur Kristbjörgu Sigvaldadótt- ur og eiga þau 4 börn. Bjarni Bjarnason bryti fæddist í Vestmannaeyjum árið 1926. Hann hóf sjómannsferil sinn á Skaftfell- ingi frá Vestmannaeyjum árið 1942 og var síðar á vertíðarbátum. Að námi loknu hóf hann störf á varð- skipum ríkisins, hjá Jöklum hf. og síðustu 25 ár sjómennskunnar, af 43 ára sjómannsferli, starfaði Bjarni hjá Eimskipafélagi íslands, lengst af á Dettifossi. Bjarni er kvæntur Onnu Kristjánsdóttur og eiga þau 5 börn. Guðmundur Þórir Einarsson sjó- maður fæddist í Reykjavík árið 1932. Hann hóf sjómennsku árið 1948 sem aðstoðarmatsveinn á tog- aranum Tryggva gamla frá Reykjavík. Arið 1952 fór Guð- mundur á togarann Hallveigu Komdu við í glæsilegum sýningarsal okkar aó Nethyl 3-3a Fróðadóttur frá Reykjavfk og var þar í 11 ár. Árið 1954 bjargaði Guðmundur tveimur skipsfélögum sínum sem féllu í sjóinn skammt undan Akranesi. Sama ár bjargaði áhöfn Hallveigar 5 sjómönnum úr sökkvandi fiskibát á Breiðafirði og sýndi Guðmyndur fádæma þrek- virki er hann stökk um borð í sökkvandi bátinn og bjargaði manni sem hafði orðið þar eftir. Árið 1975 hóf Guðmundur störf á skipum Hafrannsóknastofnunar og starfar hann nú sem bátsmaður á rannsóknaskipinu Dröfn. Guð- mundur er kvæntur Margréti Sig- urðardóttur og eiga þau sex börn. Haukur Dan Þórhallsson skip- sljóri fæddist á Höfn í Hornafirði árið 1923. Hann hóf sjómannsferil sinn sem háseti á vélbátnum Björg- vini frá Hornafirði, starfaði á fiski- bátum til ársins 1945 en hóf þá störf sem háseti á eimskipinu Fjall- fossi. Hann var fastráðinn skip- stjóri á skipum Eimskipafélagsins árið 1969 en lét af störfum árið 1989 eftir 44 ára starf hjá félaginu. Haukur er kvæntur Önnu Heiðdal Sigurðardóttur og eiga þau 5 börn. S^rúðkmtj.. ws x!/M Xkristall Q^alkcjt úrvat /wáékaajJFj/afja Jón Guðmundsson vélstjóri fæddist á Ytri-Veðrará í Önundar- firði árið 1927. Hann var vélsijóri á Gylfa BA frá Patreksfirði árið 1952, yfirvélstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, vélsljóri og yfirvél- stjóri hjá skipadeild SÍS og hjá Samskipum 1954-1995 er hann lét af störfum. Jón er kvæntur Hólm- fríði Heiðdal Benediktsdóttur og eiga þau einn son. Steinar Axelsson matsveinn fæddist í Reykjavík 4. aprfl árið 1925. Hann hóf sjómennsku árið 1941 sem aðstoðarmatsveinn á tog- aranum Gulltoppi. Var hann næstu 45 árin á ýmsum fiski- og farskip- um og um tíma á sanddæluskipum Björgunar hf. Steinar hætti til sjós árið 1989 en starfaði lengi eftir það hjá Björgun. Skilst lyfið út með m óðurmj ólkirmi ? IYFJ1 böki hefur svariö og einnig í Árnesapóteki, Húsavíkurapóteki og Egilsstaöaapóteki. www.lyfja.is aðeins fyrir konur ’TWEMC. framleiðir ekki bara venjuleg fjallahjól heldur líka sérstakar útgáfur af hjólum fyrir konur á öllum aldri með sérhönnuðum hnakk og stýri.Ævilöng ábyrgð á stelli og gaffli. & KLEIN GOIPSNIfí: CATEYE SMimnna'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.