Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Afleiðingar loftárása NATQ á Júgóslavíu
Serbneska hag-
kerfíð í molum
Belgrad. The Daily Telegraph.
AFLEIÐINGAR linnulausra loft-
árása Atlantshafsbandalagsins und-
anfarinna níu vikna (NATO) á Jú-
góslavíu eru þær að í hagkerfi lands:
ins stendur vart steinn yfir steini. í
opinberum tölum stjórnvalda í
Belgrad er leitt að því líkum að
ástand hagkerfisins nú sé svipað því
og það var við lok heimsstyrjaldar-
innar síðari. Nokkrir leiðtogar
NATO, með Tony Blair forsætisráð-
herra Bretlands fremstan í flokki,
hafa heitið því að ekki muni koma til
fjárhagsaðstoðar til uppbyggingar-
starfs í Serbíu og Kosovo á meðan
Slobodan Milosevic, yfirlýstur stríðs-
glæpamaður, sitji í valdastóli. Hvort
sem Milosevic verður við stjómvöl-
inn eða ekki mun júgóslvneska þjóð-
in þurfa að byggja upp innviði ríkis-
ins. Bróðurpartur hersins er í mol-
um, hundrað verksmiðja ónýt, bygg-
ingar, brýr, íbúðarhús, vegir og lest-
arspor rústir einar. I ljósi einangr-
unar Júgóslavíu á alþjóðavettvangi
og sundrungar heima fyrir virðist
framtíðin harla dökk. Alþjóðlegrar
aðstoðar er talin þörf.
Júgóslavneskir embættismenn
segja að um hálf milljón manna sé nú
án atvinnu, s.s. tæp 30% vinnufærra
einstaklinga séu atvinnulaus. Duhð
atvinnuleysi er talið vera nær 50%.
Eldri borgurum hefur verið tjáð að
eftirlaunagreiðslur verði frystar.
Fram hefur komið að NATO hafi
eyðilagt um 50 brýr, sex þjóðvegi og
fimm flugvelli. Þá segja stjórnvöld í
Belgrad að tuttugu sjúkrahús séu
óstarfhæf, þrjátíu heilsugæslustöðv-
ar, 190 menntastofnanir og tólf lest-
arspor ónýt.
Blómleg bifreiðaframleiðsla Jú-
góslava hefur verið eyðilögð í loft-
árásum á Zastava-verksmiðjurnar í
Kragujevac. Obein afleiðing þessa er
að u.þ.b. 120 undirverktakar eru
gjaldþrota. Fyrir um mánuði var ol-
íurisinn Petrohemija eitt af óska-
bömum júgóslavnesku þjóðarinnar
og var markaðsvirði fyrirtækisins
metið á um 70 milljarða íslenskra
króna. I dag hafa nær allar olíu-
birgðir þess verið eyðilagðar.
Tvær af stærstu olíuhreinsunar-
stöðvum Júgóslava sem eru í
Pancevo og Novisad hafa verið jafn-
aðar við jörðu. Afleiðingu þessa telja
sérfræðingar vera að færa hagkerfi
landsins aftur á stig landbúnaðar-
framleiðslu. Tahð er að landbúnaðar-
framleiðsla sem hlutfall af vergri
þjóðarframleiðslu muni hækka úr
35% í 50% til skemmri tíma litið. Þá
eru ýmis vandkvæði bundin slíkri
framleiðslu þar eð almenningur ótt-
ast að mikill hluti matvöru, sem
framleidd er innanlands, sé eitraður.
Júgóslavneskir hagfræðingar telja
að það muni kosta á bilinu 1.500 til
3.000 milljarða að koma hagkerfi
landsins á svipað stig og það var áð-
ur en hafist var handa við að varpa
sprengjum NATO hinn 24. mars sl.
Eru þessar tölur varlega áætlaðar.
Þykir vist að Serbar munu fara fram
á stríðsskaðabætur frá bandalaginu.
Ef slíkri bón yrði hafnað mundu
stjórnvöld líklega fara fram á að al-
menningur legði sitt af mörkum til
uppbyggingar brúa, vega og annarra
mannvirkja.
Áður en stríðið braust út var hag-
kerfi Júgóslavíu í molum. Viðskipta-
Reuters
SERBNESKUR karlmaður virðir fyrir sér úrval gaskúta á útimarkaði
í Belgrad. Á undanförnum vikum hefur almenningur í höfuðborginni
búið sig undir hart ár.
bann Sameinuðu þjóðanna tók mik-
inn toll af frumkvæði og framþróun í
júgóslavneskum efnahag. G-17, sjálf-
stæð hagfræðistofnun sem sérhæfir
sig í málefnum ríkjanna á
Balkanskaga, taldi að áður en loft-
árásimar hófust myndi það taka Jú-
góslava um 29 ár til að komast á
svipað stig hagsældar og ríkti árið
1989. Tveimur og hálfum mánuði síð-
ar telja fulltrúar stofnunarinnar að
45 ár séu nær lagi - þ.e. án þess að
til umfangsmikillar alþjóðlegrar að-
stoðar komi.
Almenningur flykkist til sveita
Serbneska þjóðin hefur þegar
undirbúið sig fyrir þá tíma sem
framundan eru. Sala á rafstöðvum
og kolaofnum hefur snarhækkað
undanfamar vikur og horfa menn
þar með til komandi vetrar. Tugir
þúsunda borgarbúa hafa flust inn á
ættmenni sín til sveita þar sem unnt
er að rækta grænmeti, kynda í eld-
stóm og lifa af afurðum búpenings-
ins.
En Júgóslavía þarf einnig á póli-
tískri uppbyggingu að halda. Líkt og
einn viðmælandi blaðamanns Was-
hinton Post í Belgrad komst að orði:
„Það er ekki nægjanlegt að bæta
skaðann á mannvirkjum. Við þurfum
réttarfarsbreytingar, við þörfnumst
stöðugleika, við viljum eðlilegt
ástand.“ „Stjómarskipti gætu hjálp-
að til,“ bætti hann við. „Eg er kaup-
sýslumaður. Ber mér að fara út á
götu og leitast við að endurreisa allt
upp á eigin spýtur? Slíkt gæti þýtt
fimmtán ára fangelsi. Eg vil aðeins
sinna mínu starfi, afla fjár, fara heim
að loknum vinnudegi og vera með
fjölskyldu minni.“
Reuters
S
Miklir þurrkar í Irak
Friðarviðræðurnar og pólitísk framtíð Júgóslavíu
• •
Orlögin eru enn í
höndum Milosevics
Belgrad. AFP, Reuters.
LÍTILL íraskur drengur gengur
á þurrum jarðvegi í Diyala-hér-
aði, eitt hundrað kílómetra norð-
austur af Bagdad, höfuðborg
AFRISKA þjóðarráðið (ANC),
stjómarflokkurinn í Suður-Afríku,
fékk ekki tvo þriðju þingsætanna í
kosningunum á miðvikudaginn var
eins og spáð hafði verið.
Flokkurinn fékk 266 þingsæti af
400 og 66,5% atkvæðanna, sam-
kvæmt lokatölunum sem vom birt-
ar í gær. Horfumar á því að hann
fengi tvo þriðju þingsætanna, sem
hefði gert honum kleift að breyta
stjórnarskránni án stuðnings ann-
arra flokka, höfðu valdið titringi á
fraks, í gær. Fulltrúar Samein-
uðu þjóðanna spá því að þurrkar
verði verri í frak í ár en nokkru
sinni áður á þessari öld.
fjármálamörkuðum landsins.
Lýðræðisflokkurinn fékk næst-
mest fylgi, 9,5%, og er nú stærsti
stjómarandstöðuflokkurinn, með 38
þingmenn. Inkatha-frelsisflokkur-
inn fékk 34 þingmenn og 8,5% at-
kvæðanna. Nýi þjóðarflokkurinn,
sem var áður næststærstur, er nú
fjórði stærsti flokkurinn á þinginu,
fékk 28 sæti og 7% fylgi.
Níu flokkar fengu 1-14 þingsæti í
kosningunum.
STJÓRNVÖLD í Belgrad reyndu í
gær allt hvað þau gátu til að koma í
veg fyrir að Atlantshafsbandalagið
(NATO) gæti sent friðargæslulið sitt
inn í Kosovo-hérað hið fyrsta og vís-
uðu til þess að ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna yrði að liggja
fyrir áður. Þá fór Júgóslavíustjóm
fram á að serbneskar hersveitir, sem
í Kosovo era, verði ekki kallaðar út
úr héraðinu í einu lagi, heldur
tvennu, til að koma í veg fyrir að
vopnaðar sveitir Frelsishers Kosovo
(UCK) nái tangarhaldi á hernaðar-
lega mikilvægum stöðum. Tafir og
þóf hafa einkennt viðræður deiluaðila
um helgina og virðist sem Slobodan
Milosevic Júgóslavíuforseti leiki nú
sama leik og áður - fallist á mála-
miðlanir og reyni síðan til hins
ýtrasta að ná fram markmiðum sín-
um og þar með að styrkja sig í sessi
heima fyrir - leik sem leiðtogar aðild-
arríkja NATO hafa ítrekað varað við.
Fréttaskýrendur reyna nú að ráða
í viðbrögð stjórnvalda í Belgrad og
skýra stöðu þeirra á þessum við-
kvæma tímapunkti í þróun átakanna
um Kosovo-hérað. Milosevic hefur
enn tögl og hagldir í Belgrad en víst
þykir að stjórnarandstaðan muni
geta færst í aukana nú er friður virð-
ist geta verið á næsta leiti.
Serbar langþreyttir á stríðs-
rekstri Milosevics
Zoran Djindjic, leiðtogi serbneska
lýðræðisflokksins, stærsta stjómar-
andstöðuflokksins í Serbíu, sagði í
viðtali við fréttastofu AFP í gær að
það væri ástæða til að gæta „hóflegr-
ar bjartsýni“ um framhald friðarferl-
isins á Balkanskaga. Hann væri enn
að bíða eftir „upphafi“ þess í ljósi
undangengins þófs. „Málið snýst ekki
um að hafa trú á forsetanum,“ sagði
Djindjic, „almennt séð er ógerlegt að
hafa trú á honum, við verðum að
treysta trúna á sannanir." Sannanir
væra það sem til þyrfti til að sýna
fram á að Milosevic væri full alvara.
Gabriel Partos, fréttaskýrandi
BBC, ritaði nýlega á vefsíðu frétta-
stofunnar að þótt Milosevic hefði náð
að halda völdum allt þar til nú, væru
ýmis merki þess að honum kunni að
reynast það erfitt í kjölfar friðarvið-
ræðna. Ástæðumar væru tvær að
stofni til. Annars vegar væri
serbneskur almenningur orðinn lang-
þreyttur á stríðsreksfri forsetans -
ekki eingöngu í Kosovo heldur einnig
í Bosníu og Króatíu. Innviðir þjóðfé-
lagsins væru rústir einar og alþjóð-
legt fjármagn ekki fyrirsjáanlegt
meðan Milosevic væri við völd. Hina
ástæðuna telur Partos vera þá að
stjómarandstöðuöflin í Júgóslavíu
muni gera aukið tilkall til valda - að
hluta til í skjóli yfirlýsinga leiðtoga
NATO. Munu þeir reyna að gera sem
mest úr eyðileggingunni í landinu og
skella skuldinni á núverandi valdhafa
og viljaleysi þeirra til samninga við
NATO.
Telur Partos að þótt staða forset-
ans virðist vera mjög veik sé styrkur
Milosevics nú skortur á trúverðugum
valkostum. Enn sé stjómarandstað-
an klofin og fáir kostir hvað nýjan
leiðtoga varði. Milosevic ætti því að
geta haldið völdum til skemmri tíma
litið. John Simpson, starfsbróðir Par-
tos hjá BBC, kemst svo að orði að
erfiðir tímar kunni að vera framund-
an - jafnvel verri en júgóslavneska
þjóðin hefur áður lifað - ef valda-
skipti verða ekki senn í Belgrad.
„Vandinn er hins vegar sá að Milos-
evic mun ekki fara hljóðlega, hið
raunveralega pólitíska afl [í Serbíu]
er ekki hófsamt, og hin hófsömu öfl
hafa engin völd.“
Valdastaða stjórnarinnar veik -
stjórnarandstaðan lasburða
Á meðan valdastaða Milosevics
veikist virðist Simpson sem stjómar-
andstaðan sé afar lasburða. Enginn
hafi sett sig á móti valdhöfum á með-
an á hernaðinum stóð - með þeirri
undantekningu þó að Vuk Obradovic,
leiðtogi hins smáa lýðræðisflokks,
gagnrýndi forsetann opinberlega.
Aðrir, líkt og Zoran Djindjic hafi ráð-
ist gegn forsetanum í tiltölulega
tryggu umhverfi í Svartfjallalandi og
þjóðernissinnann Vuk Drascovic,
fyrrverandi aðstoðarforsætisráð-
herra Júgóslavíu, sé eflaust hægt að
ginna aftur í faðm stjómarinnar.
Að þeim frátöldum sé eftir Vojslav
Seslj, leiðtogi Öfgaflokksins, þing-
flokks öfgafullra þjóðemissinna og
harðlínumanna og aðstoðarforsætis-
ráðherra Serbíu. Að undanfömu hef-
ur hann gagnrýnt Milosevic harðlega
fyrir að láta undan kröfum NATO og
hótað að segja sig úr ríkisstjórn Ser-
bíu. Telur Simpson að ef Milosevic
takist ekki að róa Seslj og halda hon-
um innan stjórnarinnar sé voðinn
vís. Seslj sé maður sem fari ofbeldi
ágætlega úr hendi; nafn hans hafi
verið ritað á tugi húsa í Króatíu og
Bosníu þar sem þjóðemishreinsanir
voru sem verstar í fyrri stríðum
Milosevics.
Að mati Simpsons er fólk í
Belgrad farið að ræða alvarlega um
hugsanlega borgarastyrjöld í Serbíu.
Hvort sem það er raunhæfur mögu-
leiki eða ekki þá þykir ljóst að efni-
viðurinn er nægur. Mikið sé til af
fólki sem sé reiðubúið til að berjast
fyrir málstaðinn. Milosevic kunni
jafnvel að færa sér aðstæðurnar í
nyt, ótta fólks, og skapa þar með
mynd af sjálfum sér sem eina leið-
toganum sem haldið geti í horfinu.
Slíkt væri mjög í anda stjómvisku
Milosevics.
Noel Malcolm, sagnfræðingur og
dálkahöfundur The Daily Telegraph,
telur að þótt blaðalesendum á Vest-
urlöndum kunni að þykja líklegt að
serbneskur almenningur hafi fengið
nóg af Milosevic þá horfi málið öðra-
visi við í Serbíu. Fjölmiðlar í landinu
- flestir hverjir undir hæl forsetans
- básúna sigur Serba sem hafi náð
öllum meginmarkmiðum sínum í
gegn. Ríkinu verði ekki skipt upp og
Kosovo verði áfram undir lögform-
legri stjórn Júgóslavíu. M.ö.o., í Ser-
bíu er Milosevic enn við stjómvölinn.
ANC fékk ekki tvo
þriðju þingsætanna
Pretoriu. Reuters.