Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 27 ERLENT Reuters JÓHANNES Páll páfi heilsar börnum í þorpinu Lichen í gær. an var reist fyrir gjafafé og áætlað er að hún kosti andvirði 3,6 millj- arða króna. Hún getur hýst 17.000 manns og verður sjöunda stærsta kirkja Evrópu þegar henni verður lokið á næsta ári. Nokkrir arkitektar hafa gagn- rýnt stærð kirkjunnar, segja hönn- un hennar smekklausa og lélega eft- irlíkingu af Péturskirkjunni í Róm. Páfi hélt síðar um daginn til há- skólabæjarins Torun, fæðingar- staðar stjörnufræðingsins Nicolas Copemicus, þar sem hann ávarpaði pólska prófessora og háskólarekt- ora. Páfi, sem er 79 ára, virtist við góða heilsu og aðstoðarmenn sögðu að þær hlýju móttökur sem hann hefur fengið í Póllandi hefðu gefið honum nýjan kraft. Þrettán daga ferð Jóhannesar Páls páfa til Póllands Fórnarlamba nasista og kommúnista minnst Bydgoszcz. Reuters. JÓHANNES Páll páfi, sem er í sjöundu heimsókn sinni til Pól- lands, minntist í gær kristinna Pól- verja sem voru drepnir í síðari heimsstyrjöldinni og á valdatíma kommúnista vegna trúar sinnar. Þrettán daga heimsókn páfa hófst á laugardag og hann ávarpaði í gær hundruð þúsunda manna við messu í borginni Bydgoszcz í norð- vesturhluta landsins. Hann brýndi íyrir Pólverjum að gleyma aldrei þeim sem dóu til að verja kaþólsku kirkjuna. „Þeir þjáðust og létu lífið í útrýmingarbúðum Hitlers og fangabúðum Sovétmanna... Nú er kominn tími til að minnast allra þessara fórnarlamba og sýna þeim þann sóma sem þeim ber. Þetta eru píslarvottarnir, margir þeirra nafnlausir, óþekktir hermenn, ef svo má að orði komast, hins mikla málstaðar guðs.“ Rúmlega sex milljónir Pólverja létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni, þar af um helmingur gyðingar. Páfi minntist ekki sérstaklega á gyðing- ana sem dóu í útrýmingarþúðum þýskra nasista í Póllandi, en ráð- gert er að hann geri það síðar við sérstaka minningarathöfn. Þetta var þriðja útimessa páfa frá því ferð hans til heimalandsins hófst. Aður hafði páfi hvatt landa sína til að standa vörð um frelsið sem þeir fengu íyrir tíu árum þeg- ar stjóm kommúnista féll og byggja framtíðina á kristnum gild- Reuters PÓLSKAR nunnur fagna páfa í bænum Elblag í norðausturhluta Pól- lands þar sem hann söng messu á sunnudag. um. Hann hvatti Pólverja til að muna þá kúgun sem kirkjan var beitt á valdatíma kommúnista, þeg- ar kardinála Póllands var haldið í fangelsi, kristið fólk var beitt mis- rétti og kirkjunni meinað að reisa ný guðshús. Stærsta kirkja Póllands opnuð Fyrr í gær opnaði páfi stærstu kirkju Póllands, sem verið er að reisa í þorpinu Lichen í miðhluta Póllands. Þrátt íyrir úrhelli söfn- uðust um 250.000 manns við kirkj- una fyrir dögun til að hlýða á ávarp páfa. í kirkjunni verður lítil mynd af Maríu mey, sem rúmlega milljón kaþólikka hefur skoðað á ári hverju í þorpinu. „Eg horfi með aðdáun á þessa stóru byggingu, sem í glæsileika sínum er tjáning á trúnni og ást á Maríu og syni hennar,“ sagði páfi við mannfjöldann. Kirkjan er 120 m löng og 90 m há og reist að frumkvæði prests í þorpinu, Eugeniusz Makulski, sem stóð við hlið páfa í messunni. Kirkj- c3d CjlPffinQi Hvort sem leið þín liggur á Austurvöll eða Austurland; upp á hálendið eða upp í Breiðholt er Honda CR-V rétti ferðafélaginn. Honda CR-Ver vel búinn og sprækur sportjeppi á mjög hagstæðu verði og sameinar bestu kosti jeppa og borgarbíls. 0 - betri bíll Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is Akranes: Bflver sf., sími 431 1985. Akureyri: Höldur hf, sfmi 461 3000. Egilsstaðlr: Bfla- og búvélasalan hf., sfmi 4712011. Keflavík: BG Bflakringlan ehf., simi 421 1200. Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðlö Bragginn, sfmi 481 1535.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.