Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 37

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 87 MENNTUN MARGRET Amar konsúlsfrú afhendir Leolu Josefson þakkarbréf frá Jóni Baldvini Hannibalssyni. Y elgerðar- maður hættir Leola Josefson hefur starfað ötullega að ís- lenskum málefnum og meðal annars veríð formaður Val Bjomson sjóðsins í Minnesota í Bandaríkjunum. Hún lætur nú af störfum. LEOLA Amason Josefson hefur lát- ið af störfum sem formaður Val Bjomson sjóðsins sem styrkir að minnsta kosti einn nemanda á ári frá Háskóla Islands annarsvegar og Uni- versity of Minnesota hinsvegar til náms. Háskóli Islands og Minnesota- háskóli era með skiptinemasamning sín á milli og fá nemendur niðurfell- ingu skólagjalda og fjárstyrk til uppi- halds úr Val Bjomson sjóðnum. Einnig getur sjóðurinn styrkt nem- endur til skemmri tíma. Undanfarin 18 ár hefur styrkþegi frá HI verið við framhaldsnám í Minnesotahaskólanum. Margir Is- lendingar í Minnesota og afkomend- ur þeirra hafa verið duglegir að safha fé í þennan sjóð og er ætlunin að efla hann enn frekar. Leola Josefsson formaður hans er Vestur-íslending- ur, fædd og uppaliní Minneota í Minnesota. Leolu var nýlega þakkað sérstak- lega í athöfn við Minnesotaháskólann fyrir störf sín í þágu Val Bjomson sjóðsins og fékk hún meðal annars þakkarbréf frá Jóni Baldvini Hanni- baldssyni sendiherra. Hann segir þar að Leola hafi í tæp tuttugu ár lagt sjóðnum lið sitt og telur að það hafi gert gæfumuninn til að gera sjóðinn velstöndugan. Jón telur Leolu vera fordæmi um hvemig viðleitni ein- staklings og fylgi við málstað geti riðið baggamuninn. Leola hefur verið atorkusöm i fé- lagsmálum og hefur m.a. unnið sem sjálfboðaliði í fjölmörgum félögum. Hún hefur ævinlega lagt íslenskum málefnum mikið lið og verið með í norrænu samstarfí. Hún átti t.d. sæti í stjóm Scandinavian Center í Minn- eapolis og Scandinavian Foundation í Minnesotafylki i þrjátíu ár. Um það bil 200 nemendur hafa fengið styrk úr Val Bjomson sjóðn- um og hafa m.a. lagt stund á hjúkr- unarfræði, MBA, sjúkrahússtjómun, landafræði, sálarfræði, verkfræði og námsefnisforritun. Þeir sem hafa far- ið til náms á íslandi hafa t.d. numið íslensku fyrir útlendinga, bókmennt- ir og sagnfræði. Leola Josefson afhenti John Magnussyni flugstjóra hjá North- west Airlines fundahamar Val Bjom- son sjóðsins við sömu athöfn í Minnesotaháskólanum en hann er orðinn formaður sjóðsins. Hætta á einangrun þjóða Jón Þór segir að víða um lönd séu menn smeykir um að þjóðfé- lög skiptist í tvo hópa, þá sem kunna að nálgast upplýsingar f gegnum Netið og þá sem geta það ekki. „Ég held að hér á landi höf- um við blessunarlega sloppið við það, kannski af því að við erum svo forvitin og viljum prófa nýja hluti.“ Þessi skipting getur komið til vegna þess, segir Jón Þór, að fólk óttast þessar breytingar sem eru að eiga sér stað vegna þess m.a. að fólk hafi ekki efni á að eignast nauðsynlegan tækjabúnað og hafí misgóða þekkingu á ensku en Qöl- margir gagnagrunnar, svo sem Encyclopædea Brittanica, eru á enskri tungu. „Til er félagsskapur sem heitir CECULA eða Confederation of European Computer Users Associ- ation,“ segir Jón Þór og bætir við að hann sé reyndar forseti félags- ins. „Þetta eru Evrópusamtök og í þeim er fólk frá öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Við héldum ráðstefnu í Brussel í fyrra undir heitinu The citizen in the globai informntion society þar sem við ætluðum að fjalla aðallega um þrennt. Við áttum von á að mestur tími færi í að ræða um væntingar fólks til upplýsingasamfélagisins annars vegar og tækifærin sem það býður upp á hins vegar. Því miður fjölluðum við mest um áhyggjurnar sem menn hafa af þessum málum. Þær snúast helst um að fólk og jafnvel þjóðir ein- angrist á einn eða annan hátt, þær kunni ekki á tæknina, hafi ekki að- gang að upplýsingunum, ekki fé eða að lítil tungumálakunnátta getur orðið þeim þrándur í götu. Og Jón Þór spyr: „Hvemig á að taka á þessum ótta?“ og svarar sér sjálfúr um hæl: „Við gætum sett lög en það er þungt í vöfúm. Það var því ákveðið að búa til réttindaskrá notend- anna, Bill ofrights for the citizens of the informational society eða BOR. Hún verður eins konar ör- yggisnet þar sem tekið verður á þessum málum. Til þess að koma umræðunni í gang er búið að opna vefsíðu, www.cecua.org, þar sem fólk getur lagt sitt til málanna. Upplýsingar á Netinu eru alheims- mál en það þýðir ekki að setja al- heimslög. Við Iftum svo á að betra sé að við komum okkur saman um siðareglur. Við höfum fengið alls kyns ábendingar á vefsíðuna," seg- ir Jón Þór og hvetur fólk til að taka þátt í umræðunni. stæðipLstrætó NY ÞJÓNUSTA í MIÐBORGINNI ókeypis stæði og strætó í sumar verður gerð tilraun með nýja þjónustu við þá sem kjósa að aka á eigin bíl í miðborgina. Tilraunin felst í því að tengja saman stæði í jaðri miðborgarinnar og ferðir strætó. Háskóli íslands hefur góðfúslega heimilað afnot af lóð skólans fyrir 300 bilastæði á svæðinu austan Háskóla og vestan Umferðarmiðstöðvar. Stæðin eru til ókeypis afnota og einnig ferðir með strætó sem gengur milli stæðanna og miðbæjarins á 10 mínútna fresti. Tilraun þessi er unnin af miðborgarstjórn í samvinnu við Bílastæðasjóð og Strætisvagna Reykjavíkur. Njóttu vel þess margvíslega sem miðborgin hefur að bjóða í sumar. í V > '4ú «i,ví .KííI.. Ekið er frá kl. 7.40 til kl. 19.00 og ferðin tekur 5 mínútur. Miðborgin - þar sem hjarta mannlífsins slær Ígl Reykjavíkmtiorg ■ r Miðborgarstjóm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.