Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 39
1 Island um helgina
kjós-
mm
þeirrar staðreyndar að við vorum
komnir í þá stöðu að hafa einungis
28% fylgi skv. skoðanakönnunum og
okkur var ljóst að fullt af fólki hafði
hætt stuðningi við okkur og gengið
íhaldsmönnum á hönd,“ segir
Prescott.
Til að vinna traust fólks á nýjan
leik segir Prescott að Verkamanna-
flokkurinn hafí orðið að aðstoða kjós-
endur við að yfirstíga ákveðinn sál-
fræðilegan þröskuld sem grafíð hafði
um sig í hugskoti þeirra. „Ef menn
höfðu hætt stuðningi við Verka-
mannaflokkinn vegna þess að þeim
mislíkaði við flokkinn þá var vart við
því að búast að þeir færu allt í einu að
hugsa, nei heyrðu mig nú, ég hafði
rangt fyrir mér og ætla aftur að ger-
ast kjósandi Verkamannaflokksins,
mér líkar ekki lengur við frú
Thatcher.11
Á hinn bóginn kveðst Prescott telja
að fólk hafi verið reiðubúið til að
hugsa sem svo „allt í lagi, ég get aftur
tekið að styðja Verkamannaflokkinn
því hann hefur tekið breytingum".
„Og ég held að okkur hafi tekist vel
upp í tilraunum okkar til að koma
þessum skilaboðum á framfæri. Á
hinn bóginn verða menn auðvitað að
dæma okkur af verkunum. Og stað-
reyndin er sú að við höfum staðið fyr-
ir miklum stjórnarskrárbreytingum
og hrint 60% stefnumála okkar í
framkvæmd og þetta er það sem
skiptir máli.“
Prescott sættir sig ekki við þær
kenningar að stjórnmál nútímans
snúist æ meira um ímynd flokka og
stjórnmálaleiðtoga, fremur en það
sem þeir hafa fram að færa, og segir
alrangt að þetta eigi við'um breska
Verkamannaflokkinn. „Þú getur ekki
blekkt kjósendur með ímyndinni
einni saman í heil tvö ár.“
Ekki alltaf sammála Blair
Prescott kemur úr vinstri væng
Verkamannaflokksins en segir að
þótt hann hafi vissulega mjög
ákveðnar stjómmálaskoðanir, sem
mótist ekki síst af því að hann kemur
úr verkamannastétt og starfaði á sín-
um tíma í verkalýðshreyfingunni, þá
sé rangt að líta svo á að hann hafi
verið tilnefndur í þessa ríkisstjóm
sem einhver fulltrúi vinstri sjónar-
miða.
„Þó getur vissulega verið að menn
álíti að gott sé að hafa mann í stjórn-
inni sem á rætur í „gamla“ Verka-
mannaflokksins eða er í tengslum við
verkalýðsfélögin," segir Prescott.
„Kannski má segja að ég sé röddin
sem vari menn við að ganga of langt
og sýnir þeim fram á að aðrir valkost-
ir eru fyrir hendi. Staðreyndin er
nefnilega sú að Verkamannaflokkur-
inn er samsteypuflokkur ólíkra skoð-
ana. Menn geta kallað þær fylkingar
hinn „nýja“ Verkamannaflokk eða
hinn „gamla“, hægri arminn eða
vinstri, eftir því sem verkast vill. Eft-
ir sem áður rúmast þar ólíkar skoð-
anir og ég tel mig hafa gegnt ákveðnu
hlutverki við að koma vissum sjónar-
miðum á framfæri sem eiga fylgis að
fagna í flokknum."
Þegar að er spurt gengst Prescott
fyllilega við því að þeir Blair séu ekki
alltaf sammála í öllum málum. „Nei,
það erum við ekki. Ég hef t.d. opin-
berlega lýst því yfir að ég er ekki
mikill fylgismaður hlutfallskosninga-
kerfisins [sem Blair hefur beitt sér
fyrir að verði tekið upp]. Ég get
nefnilega ekki séð að það hafi í öllum
tilfellum leitt af sér stöðugleika.“
Prescott lætur þess getið að hann
gruni reyndar að skoðanir Blairs hafi
eitthvað breyst í þessu efni í kjölfar
kosninganna í Skotlandi og Wales í
síðasta mánuði. „Það er hins vegar
hans að leggja mat á merkingu kosn-
inganna þar, sem og Evrópuþing-
kosninganna sem nú eru fyrir hönd-
um en þar munum við tapa þingsæt-
um vegna hlutfallskosningakerfísins
eins og sér. Við höfum, að ég held,
sextíu og fjögur af áttatíu þingsætum
Bretlands á Evrópuþinginu, sem ger-
ir okkur að ráðandi afli á þeim vett-
vangi, en í þessum kosningum liggur
hins vegar fyrir að við munum tapa
þingsætum einfaldlega vegna hlut-
fallskosningakerfisins."
Blair hefur sýnt mikla
forystuhæfíleika
Segja má að ferskur andblær hafi
verið leystur úr læðingi í bresku
þjóðmálalífi með kosningasigri
Verkamannaflokkins árið 1997, eftir
átján ára stjórnarsetu íhaldsmanna
og Prescott segir kosninganóttina
hreint út sagt hafa verið ótrúlega
stund. Hann efast hinsvegar um að
menn geti gert sér vonir um að við-
líka áhuga og eftirvæntingu meðal al-
mennings á ný.
„Kosningasigur okkar sýndi auð-
vitað hver var vilji fólks. En við átt-
um hins vegar aldrei von á þessum
stórsigri. Við höfðum gert okkur von-
ir um að ná e.t.v. fjörutíu eða fimmtíu
þingsæta meirihluta og að ná eitt-
hundrað og sjötíu sæta meirihluta,
sem eru fleiri þingsæti en Ihalds-
flokkurinn allur náði að tryggja sér,
er undraverður árangur. En ég held
reyndar líka að þessi stórsigur segi
mikið um leiðtoga okkar Tony Blair,
og hvern mann hann hefur að
geyma.“
Segir Prescott að almenningur
hafi séð í Blair traustan og ungan
leiðtoga sem hafði í farteskinu
ferskar og nýjar hugmyndir í stjórn-
málum. Reynsla Preseott af Evrópu-
samstarfinu sagði honum einnig að
Blair yrði vel tekið á þeim vettvangi.
„Og í ljósi þess að Bretland hefur nú
ákveðið að taka þátt í Evrópusam-
starfinu á jákvæðum nótum, í stað
þess að hafa ávallt allt á hornum sér,
hefur vegur hans aukist enda hafa
menn áttað sig á því að hann er hug-
sjónamaður, auk þess sem hann hef-
ur sannað að hann býr yfir miklu
hugrekki. Hann hefur sýnt og sann-
að, ekki síst að undanförnu í Kosovo-
deilunni, að hann hefur stálvilja og er
maður sem neitar að gefast upp fyrr
en þeim markmiðum, sem sett voru í
upphafi, er náð.“
„Kosovo-deilan er fjarri því eins-
dæmi,“ segir Prescott. „Blair hefur
sýnt sama hugrekki í leit sinni að
lausn deilnanna á Norður-írlandi. Þar
hefur náðst gífurlegur árangur og
þótt við getum auðvitað ekki séð fyrir-
fram hvort friður fæst á endanum er
Ijóst að ýmis tækifæri eru fyrir hendi
á Norður-írlandi sem ekki hafa áður
verið fyrir hendi.“
Ráðstefna um mat á arðsemi hálendissvæða
hafa aflað sér þekkingar
um það hvernig meta
megi arðsemi hálendis-
ins. Er þess vænst að sú
aðferðafræði komi inn í
ákvarðanatökuferli við
virkjanaframkvæmdir á
hálendinu síðar enda
bendir margt til þess ef
marka má þróunina er-
lendis. Örlygur Steinn
Sigurjdnsson kynnti sér
nokkur atriði sem varða
þessi mál og komu fram
á ráðstefnu Umhverfis-
---------------7------
verndarsamtaka Islands.
Hálendissvæði
metin til fj ár
s
Islenskir vísindamenn
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÝMSAR aðferðir hafa verið þróaðar til að meta náttúruverðmæti til fjár
og hefur þróunin erlendis verið sú að aðferðafræðin hefur verið tekin inn
í lögboðið mat á umhverfisáhrifum.
RÁÐSTEFNA umhverfís-
vemdarsamtaka íslands
héldu ráðstefnu um mat á
arðsemi hálendissvæða á
laugardaginn og kom þar m.a. fram
að ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar
til að meta náttúruverðmæti til fjár.
I ávarpi Sivjar Friðleifsdóttur um-
hverfisráðherra á ráðstefnunni kom
fram að stjómmálamönnum bæri
skylda til að nálgast svörin við m.a.
þeirri spurningu hvernig meta ætti
arðsemi hálendissvæða.
„Ein slík nálgun var sú að gera
rammaáætlun til langs tíma um nýt-
ingu vatnsafls og jarðhita sem tekur
tillit til vemdargildis einstakra
svæða. Vonandi næst að klára áætl-
unina á þessu kjörtímabili," sagði
ráðherra.
„Með rammaáætluninni „Maður-
nýting-náttúra“ ætlum við að leggja
gmnn að forgangsröðun virkunar-
kosta með tilliti tU þarfar þjóðfélags-
ins fyrir atvinnustarfsemi, varðveislu
náttúragæða, styrkingu landsbyggð-
ar og vemdun menningar- og nátt-
úraminjar," sagði ráðherra.
Einn fyrirlesara ráðstefnunnar,
Geir Oddsson auðlinda- og umhverf-
isfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Háskóla Islands, fjallaði um tilgang-
inn með mati á arðsemi náttúrannar
og hvernig væri hægt að koma slíku
mati inn í ákvarðanatökuferlið.
Hann sagði að þróunin í þessari að-
ferðafræði væri sú að koma henni
inn í ákvarðanatökuferlið.
„Leiðin til þess er m.a. sú, að hún
komi inn í mat á vemdargildi svæða
þar sem ekki einungis er tekið mið af
mikilvægi svæðisins sem búsvæðis
fyrir dýr eða plöntur, heldur líka
innra gildis fyrir okkur mennina,"
sagði Geir. „Éf við sleppum þessu
mati úr ákvarðanatökuferlinu þá er-
um við þar með að sleppa því að taka
tillit til þessara gilda, sem vissulega
eru verðmætagildi.“
Beinar og óbeinar matsaðferðir
Geir minntist á annað atriði sem
hann taldi ekki síður mikilvægt, sem
lýtur að því að taka aðferðafræðina
inn í lögboðið mat á umhverfisáhrif-
um á nýjum framkvæmdum. „Það er
þar sem aðaláherslan hefur verið
lögð á þetta erlendis, t.d. í Banda-
ríkjunum og á Norðurlöndunum,
sérstaklega í Noregi þar sem Norð-
menn standa í svipuðum fram-
kvæmdum og við Islendingar á sviði
vatnsorku. Þar er tekið til þessara
hluta í ákvörðunum um framkvæmd-
ir.“
Meðal þeirra aðferða sem hafa
verið þróaðar til að meta verðmæti
náttúrannar era beinar matsaðferðir,
sem fela í sér tilraunir og við-
horfskannanir, og óbeinar matsað-
ferðir, sem fela í sér markaðshlið-
stæðuaðferðir þar sem fjallað er um
einkaneysluáhrif og lífsgæðamat, og
markaðsvirðisaðferðir, en þar er m.a.
fjallað um endurreisnarkostnaðarað-
ferð og fómarkostnaðaraðferð. Kom
þetta fram í fyrirlestri Stefáns Gísla-
sonar umhverfisstjórnunarfræðings
en í erindi hans kom einnig fram að í
grófum dráttum mætti skipta heild-
arverðmæti náttúrunnar í tvo megin-
þætti, þ.e. notagildi og annað gildi.
Væri notagildið annars vegar fólg-
ið í beinu notagildi, þ.e. atvinnutekj-
um í ferðaþjónustu og öðra sem hafa
má af svæðinu og hins vegar í óbeinu
notagildi, t.d. þeirri ánægju sem
ferðamenn hafa af því að heimsækja
svæðið umfram það sem þeir beinlín-
is greiða fyrir. Þriðji þáttur notagild-
isins er svonefnt valkostagildi, sem
er fólgið í verðmæti þess að eiga kost
á því að nýta svæðið síðar.
Annað gildi, sem er snörun Stef-
áns á enska hugtakinu Non Use
Value felst í verðmætum sem ekki
tengjast beinni nýtingu náttúrufyrir-
bærisins, hvorki fyrr né síðar. Mætti
skipta þessu í umboðsgildi, sem er
fólgið í þeirri velferð sem verður til
við óbeina neyslu, svo sem í gegnum
t.d. fræðslumyndir, arfleiðslugildi,
sem felst í gildi svæðisins fyrir af-
komendur núverandi kynslóðar og
tilvistargildi, sem er fólgið í gildi
þess að svæðið skuli yfirleitt vera til í
þeirri mynd sem það er.
Rannsóknir til að verðleggja
hálendissvæði
Geir Oddsson sagði aðspurður að
fátt annað en fjárskortur væri því til
fyrirstöðu að vísindamenn gætu hafið
rannsóknarstörf sem hefðu það að
markmiði að verðleggja hálendis-
svæði. Enn sem komið er hefur ekki
verið gerð nema ein rannsókn á
þessu sviði hérlendis, svo vitað sé, en
það er rannsókn Sigríðar Ásgríms-
dóttur rafmagnsverkfræðings og
hagfræðings sem kynnti niðurstöður
sínar í fyrirlestri á ráðstefnunni.
í rannsókn hennar var notuð bein
matsaðferð sem fólst í ítarlegri við-
horfskönnun til að leggja mat á nátt-
úru, minjar og útivist á fyrirhuguð-
um virkjanasvæðum í Skagafirði, þ.e.
Merkigilsvirkjun, Stafnsvatnavirkj-
un, Flatatunguvirkjun og Villinga-
nesvirkjun.
Búinn var til hugsaður markaður
sem varð til er rannsakendur settust
riiður með viðmælendum sínum og
var þýðið ákveðið öll heimili í Skaga-
firði. Viðmælendur vora fulltrúar
allra þjóðfélagshópa og var svarhlut-
fallið 68%. Fengust alls 75 nýtanleg
viðtöl, sem era 5% af heimilum í hér-
aðinu.
Fjórum virkjanakostum lýst
Fjórum virkjanakostum var lýst
og með spumingunum vora svarend-
ur fengnh’ til þess að rifja upp það
sem þeir vissu fyrirfram um virkjan-
ir. Reynt var að lýsa sem best áhrif-
um á náttúra, minjar og útivist á
svæðunum. Miðaði kynningin að því
að undirbúa spurningar um það að
vemda eitt eða fleiri umrædd svæði
gegn íyrirhugaðri vh'kjun, að nefna
hæstu upphæð sem heimilið vildi
borga árlega fyrir verndun svæðis-
ins, að staðfesta greiðsluvilja sinn
með því að velja á milli þess að fá við-
bótargreiðslu með næsta orkureikn-
ingi eða fá venjulegan orkureikning.
I niðurstöðum rannsóknarinnar
kom m.a. í ljós að 53% svarenda telja
að vemda beri eitt eða fleiri um-
ræddra fyrirhugaðra virkjanasvæða í
Skagafirði. I ljós kom að meðal-
greiðsluvilji til vemdar virkjunar við
Merkigil er 1.260 krónur á ári á heim-
ili, 1.209 krónur vegna Stafnsvatna-
virkjunar, 1.622 krónur vegna Flata-
tunguvirkjunar og 577 krónur vegna
vemdunar svæðisins við Villinganes.
Niðurstaða könnunarinnar er sú
að meðalgreiðsluvilji vegna Skaga-
fjarðar er 4.700 krónur á ári á hvert
heimili. Marktækni miðast við 90%
líkur á að greiðsluviljinn sé milli 0 og
9.700 krónur á ári á hvert heimili.
Með því að yfirfæra þetta yfir á þýð-
ið, sem var öll heimili í Skagafirði,
fást 7,5 milljónir á ári.
„Við virkjanaáætlanir hafa um-
hverfisáhrifin verið vanmetin eða ekki
reiknuð með og þar af leiðandi eru
engar forsendur fyrir því að sú virkj-
anaröð sem hér hefur verið notuð sé
sú hagkvæmasta,11 sagði Sigríður.
„í fyrsta lagi vantar stóran kostn-
aðarlið inn í hagkvæmustu virkjana-
röðina, sem er umhverfísþátturinn
og í öðra lagi kemur rannsóknin inn
á það hvort eitthvað vanti ekki inn í
það orkuverð sem verið er bjóða
stóriðjunni," sagði Sigríður.