Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 42

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 8. JIJNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Um sportídjót „ Upphaf líkamsrœktarœðisins má til að mynda rekja tij uppaáranna á níunda áratugnum. A vissan hátt má kannski túlka ofvaxna vöðva vaxtarrœkt- artrölla sem hliðstæðu við ofþensluna í hinu kapítalíska hagkerfi á síðustu tveimur áratugum. “ “ S Eg játa að ég er íþróttaáhugamað- ur. Ég játa að ég hef stundað íþrótt- ir af mikilli alvöru og keppt við aðra jafnvel enn alvarlegri íþróttamenn, meira að segja atvinnumenn. Ég er hættur því nú en þess í stað stunda ég íþróttir mér til gam- ans og fylgist grannt með því sem er að gerast, einkum í út- löndum. Ég varð til dæmis uppvís að því að „eyða“ 6.000 krónum í miða á knattspyrnu- leik þegar ég var staddur í Lundúnum á VIÐHORF Eftir Þröst Helgason dögunum. Ég verð líka að viðurkenna að ég vakti til klukkan hálf- fjögur aðfaranótt síðastliðins sunnudags við að horfa á hnefaleikara lemja annan í klessu og hafði ómælda ánægju af. Ennfremur verð ég að við- urkenna að næstu nótt vakti ég til klukkan eitt við að glápa á bandaríska körfuboltann. Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég fórna svefni fyrir íþróttagláp. Ég hef oft gert þetta. Ég hef alltaf gert þetta. Ég þori vart að hugleiða hve stór hiuti æv- innar hefur liðið hjá með þess- um hætti. En hvað sem því líð- ur þá hef ég eitt mér til máls- bóta: ég er ekki jafnilla haldinn og margir aðrir. Ég er sem sagt það sem sum- ir myndu kalla sportídjót. Þetta orð er reyndar nánast alveg hætt að heyrast enda hefur það gjaldfallið mjög í heilsubyltingu síðustu ára. Núorðið þykir það ekki til merkis um heiladauða að stunda íþróttir heldur að við- komandi sé með á nótunum. Máltækið foma um heilbrigða sál í hraustum líkama er þannig gengið í endumýjun lífdaga eft- ir að hafa verið dæmt ómerkt af gáfumönnum í áratugi. Játning- ar eins og þær sem voru hafðar yfír hér að framan eru því kannski óþarfar. Engu að síður fær maður vart varist þeirri hugsun að það sé eitthvað bogið við alla þessa ástundun og þetta linnulausa gláp. Hvað veldur því eiginlega að menn verða sportídjót? Hvemig verða menn áhugamenn um íþróttir? Og hvers vegna fá menn áhuga á einni íþrótt frekar en annarri? Svarið við þessum spurning- um virðist augljóst: tilviljun ræður því í flestum tilfellum hvort áhugi vaknar á íþróttum og hvaða íþrótt verður fyrir valinu. Stundum ræður félags- skapur og stundum líkamlegir eiginleikar. Franski fræðimað- urinn Pierre Bourdieu vill hins vegar halda því fram að lesa megi stéttamun úr íþróttaá- huga. I grein sinni, How Can One Be a Sports Fan?, heldur hann því fram að verkamenn og aðrir þeir sem vinna erfiðis- vinnu stundi og hafi frekar áhuga á íþróttum sem byggjast fyrst og fremst á líkamlegum styrk og miklum átökum en miðstéttarfólk sæki aftur á móti í íþróttir sem miði að lík- amlegu atgervi og þróun ákveðinna eiginleika. í stéttskiptu samfélagi á borð við Bretland má sennilega sjá þessar andstæður endur- speglast í íþróttum eins og knattspyrnu og golfi, og þó kannski enn frekar í rúbbíi og krikketi. Mér varð einu sinni á að inna Oxford-menntaðan millistéttarmann frá Lundún- um eftir því hvert væri uppá- haldsliðið hans í ensku knatt- spyrnunni. Ef okkur hefði ekki verið orðið sæmilega til vina þegar þarna var komið sögu hefði hann sennilega látið van- þóknun sína enn betur í ljós, en hann lét nægja að útskýra kurteislega að fótbolti væri bara fyrir sauðsvartan almúg- ann. Vafalaust má finna fleiri dæmi þessa. Hér á landi er hins vegar erfiðara að koma auga á stéttamun í íþróttum en vissu- lega væri þáð forvitnilegt rann- sóknarefni hvort áhugamenn um golf hefðu til að mynda meiri peninga á milli handanna en áhugamenn um knattspyrnu. Hvað svo sem kæmi út úr slíkri rannsókn þá er ekki loku fyrir það skotið að finna megi einhverja samsvörun milli efna- hagslegrar velgengni og íþrótta- áhuga almennt. Upphaf líkams- ræktaræðisins má til að mynda rekja til uppaáranna á níunda áratugnum. A vissan hátt má kannski túlka ofvaxna vöðva vaxtarræktartrölla sem hlið- stæðu við ofþensluna í hinu kap- ítalíska hagkerfi á síðustu tveimur áratugum. Vöðvabúntið og Hollywood-stimið Amold Schwarzenegger er kannski ein skýrasta táknmynd þessara tíma. Asíukreppan, sem skaU á 1997 eftir gríðarlegan vöxt í hagkerfi álfunnar síðustu tíu til tuttugu ár, markar ef til vill endalok þessarar ofþenslu. Og það stendur heima; á sama tíma hefur stjama Schwarzeneggers fallið og líkamsræktaræðið tekið á sig skynsamlegri myndir, eða eins og einn lóðaskelfirinn orð- aði það við undirritaðan fyrir skemmstu, - „maður fylgir ekki lengur þessari útþenslustefnu, maður reynir bara að halda sér í formi.“ Það má vafalaust finna ýmsar skýringar á því að menn era sportídjót, bæði þjóðfélagslegar, efnahagslegar og menningar- legar. Þær slá hins vegar lítið á þær efasemdir sem ég er farinn að hafa um óhóflega íþrótta- neyslu mína, einkum hina óvirku neyslu sem fram fer í allt of þægilegum sófanum fyrir framan sjónvarpið. Til að slá á samviskubitið nú þegar aðalver- tíðin stendur yfir reyni ég samt að skella skuldinni á þá ótrúlegu möguleika sem fjölmiðlabylting- in býður upp á. Heimurinn er orðinn að þorpi. Þeirri stað- reynd er að minnsta kosti erfítt að hafna. MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR + Margrét Péturs- dóttir, Vestur- götu 61, Aki’anesi, fæddist í Geirshlíð í Flókadal 21. janúar 1902. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 31. maí síðast- liðinn. Hún var dótt- ir hjónanna Önnu Katrínar Jónsdótt- ur, f. 18. ágúst 1865 á Akranesi, d. 11. nóv. 1936, og Péturs Þorsteinssonar, f. 25. febrúar 1861, d. 16. maí 1905, bónda í Geirshlíð. Hún var næstyngst átta systkina og eins hálfbróður, sem öll eru látin. Margrét missti föður sinn 3 ára gömul, en 10 ára fluttist hún til frænku sinn- ar á Akranesi, þar sem hún bjó og hjá dóttur hennar, Björnfríði S. Björnsdóttur. _ Margrét giftist árið 1928 Arna Guðmundssyni, sjómanni frá Heimaskaga, Akranesi, f. 14. febrúar 1899, d. 29. júní 1932. Þau Árni áttu tvær dætur, Sig- Margrét átti erfiða ævi allan fyrri hluta ævinnar. Hún missti föður sinn þriggja ára, en móðir hennar stóð fyrir búinu, þar til hún var 10 ára. Þá var hún send til móðursyst- ur sinnar, Sigríðar Jónsdóttur, sem var ekkja og bjó með tveimur böm- um sínum uppkomnum, en Sigríður og eldri sonurinn létust úr spönsku veikinni, þegar Margrét var 16 ára. Ekkja varð hún eftir fjögurra ára hjónaband, þá með tvær komungar dætur, en stórhugur hennar og dugnaður voru alveg ódrepandi. Hún átti byggingarlóð á Vesturgötu 61, þar sem hún kom upp húsi. Það hús leigði hún að mestu leyti út og stundaði garðrækt af kappi. í þessu húsi bjó hún svo sína löngu ævi, ásamt yngri dóttur sinni. Hún fékk heilablóðfall við spilamennsku við dætur sínar, þar sem hún missti meðvitund, en lést á Sjúkrahúsi Akraness rúmum hálfum mánuði síðar. Skólaganga Margrétar var ekki löng, þó lauk hún bama- og ung- lingaskólanámi á Akranesi með mjög góðum árangri og hæfileikar hennar voru greinilegir í þá átt. Hún sparaði lengi til þess að geta keypt sér orgel og lærði nokkuð í orgelleik og söng, t.d. var hún að- eins tólf ára þegar hún hóf að syngja með Kirkjukór Akraness og hélt því starfi allt til fimmtugs, þrátt fyrir mikið brauðstrit. Hún hafði fallega altrödd og var mjög lagviss og söng m.a. með söngflokki, sem stóð að skemmtanahaldi til byggingar sjúkraskýlis, sem síðar varð ein driffjöðrin að byggingu þeirri, sem nú heitir Sjúkrahús Akraness. Söngurinn var hennar líf og yndi og söng hún með þeim kór- um sem störfuðu um þetta leyti m.a. með stúkunni og ungmennafélag- inu. Bakkus var enginn vinur henn- ar og hún var snemma í stúku og var til hinstu stundar. Einnig var hún einn af stofnendum KFUK og var hún þar virkur þátttakandi og hafði mikla ánægju af. Innan þess félagsskapar vora flestir hennar bestu vinir. Lengi vel hafði hún mikla ánægju af að setjast við litla orgelið sitt og leika þar uppáhalds sálmana sína og ættgengi þeirrar hneigðar sést best hjá einu bama- barni hennar, organistanum á Akureyri. Forystu í félagsmálum held ég að Margrét hafi látið öðram eftir. Hún var lengi virkur aðili í ungmennafélaginu, þar naut hún sín vel eins og títt var um ungt fólk á þeim áram í anda aldamótakynslóð- arinnar. Pólitík tengdamóður minn- ar fannst mér löngum sérkennileg, því að hún kaus alltaf Pétur Ottesen á þing, enda var hann bindindis- maður, þótt hún kysi höfuðandstæð- inga hans, kratana Sveinbjörn Oddsson og Hálfdán Sveinsson í sveitarstjóm, því þetta þekktist ríði, f. 1929, hús- móður og bóka- safnsfræðing. Hún er gift Braga Níels- syni lækni og eiga þau fjögur börn, og Arnfríði, húsmóður og starfsstúlku, f. 1931. Hún er gift Sólbergi Bjömssyni, skipasmíðameistara og eiga þau þijá syni. Margrét lærði karlmannafatasaum innan við tvítugt, sem hún stundaði um tíma, en einnig vann hún við verslunarstörf, fiskvinnslu og sfldarsöltun, t.d. í Siglufirði, Raufarhöfn og Neskaupstað, sem hún stundaði allt þar til hún var komin hátt á áttræðis- aldur. Garðinn sinn ræktaði hún þar til fyrir fáum ámm og húsmóðurstörfunum sinnti hún af alúð. Utför Margrétar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. varla á þeim tímum, þótt nú sé það komið í tísku að ákveða sig á kjör- stað. Margrét var trúhneigð kona og rækti vel kirkju sína. Hún var sérlega verklagin, sem kom gleggst í ljós þegar hún vann í 9 ár hjá Arna Ingimundarsyni klæðskera, en þá var sú atvinnugrein að syngja sitt síðasta. Fljótlega eftir það fór hún að vinna hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. og vann hún þar sinn lengsta vinnudag, þótt hún væri við sfldar- söltun á sumrin í Siglufirði, Raufar- höfn og Neskaupstað og hélt hún þeim starfa langt fram á áttræðis- aldur. Ég kann ekki að ausa Mar- gréti lofi, sem vert væri, og skýra öðram frá, hversu vænt mér þótti um hana, hversu mikils ég mat traust hennar og viljastyrk, hvernig hún tók mér, þegar ég kom til henn- ar til þess að hrifsa uppáhaldsdótt- urina frá henni. En fyrir skömmu sagði hún við mig: „Ég get ekki þakkað þér nógsamlega, að þú skyldir leyfa mér að vera með dótt- ur minni svo lengi.“ Níutíu og sjö ár era langur tlmi, jafnvel þeim sem hafa fullt andlegt atgervi, sem endist til síðustu stundar. Bragi Níelsson. Elsku þína ætíð man umhyggju og gæsku lífs þíns langa ævispan lýsti mér í æsku. Ljós þitt lýsir einnig þeim er langömmu þig kalla þótt þeir búi í öðrum heim en þrautum þinna valla. Manni er sagt að engin ástæða sé til að syrgja 97 ára gamla konu sem deyr södd lífdaga að lokinni langri og stundum erfiðri ævi. Samt sem áður get ég ekki varist þeirri hugs- un að ég hafi misst eithvað stórt þegar þú fórst, amma mín. Ég veit þú hefðir ekki viljað að skrifaðar væru um þig langar minningar- greinar en ég vona að þú fyrirgefir mér þessi fáu kveðjuorð, þau eru líka mest skrifuð fyrir mig sjálfan. Þær minningar sem ég geymi eiga þó, þegar fram líða stundir, eft- ir að reynast söknuðinum yfirsterk- ari, og sú innsýn sem þú veittir mér í lífsbaráttu og lífskjör okkar ís- lendinga á þessari öld, á eftir að búa með mér það sem eftir er ævinnar. Þú stóðst ávallt bein í baki, sama hvað lífið lagði á þínar herðar. Sú lífsreynsla, að tíu ára gömul varst þú rifin í burt frá móður þinni og sveitinni, sem þú elskaðir, gerði það að verkum að þegar þú stóðst sjálf í sömu sporam í miðri heimskrepp- unni, ung ekkja með tvö lítil böm, barðist þú fyrir þeim og leiddir aldrei hugann að því að gefast upp. Mín íyrsta minning er tengd þér og síðan hefur þú verið órjúfanleg heild af mínu lífi. Alltaf þegar eitt- hvað bjátaði á kom ég til þín og þú hjálpaðir mér. Styrkur þinn veitti mér alltaf kjark, og eins samanburð- urinn á mínum aðstæðum og því sem þú hafðir búið við á lífsleiðinni. Það eru í raun engin stór vandamál til, einungis mismunandi smá. Ég vil þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman, og að börnin mín fengu að njóta þess að þekkja langömmu sem ávallt var tilbúin að sinna þeim, leika við þau og upp- fræða. Vertu trúr til dauða og ég mun gefa þér lífsins kórónu. Ef þessi orð eiga við einhvern þá ert það þú. Ég vona að þú sitjir nú með lífsins kór- ónu, laus við þrautir og áhyggjur þessa heims. Sigurður B. Sólbergsson. Nú er amma-langa horfin á braut, elsku amma mín, hve sárt ég sakna þín. Þú hefur verið svo stór hluti af hfi mínu, frá fæðingu hef ég verið með annan fótinn á Vesturgötu 61. Minningarnar streyma fram, hver myndin á fætur annari: Lítíl, ljóshærð, sit í kjöltunni á þér, háma í mig gulrætur og kandís og hlusta á sögur. Þú situr inni í stofu, prjónar og hlærð að vitleysunni í okkur vinkon- unum sem semjum lög á gamla fóts- tigna orgelið. Olsen-olsen, langavitleysa, spila- borgir þar sem öll stofan er undir- lögð. Gömul kona, lítil stelpa hönd í hönd. Gönguferðir, fjöruferðir, leyni- staðurinn okkar upp i Skorradal, sunnudagsskólinn og KFUM og K. Árin liðu, kaffibolhnn tók við af gulrótunum og kandisnum, en sögu- stundin hélt áfram. Við gátum setið tímunum saman, spilað tveggja- manna kana og talað um allt milli himins og jarðar, við töluðum um gamla tíma, nýja tíma - æsku þína, framtíð mína. Þrjú ár era liðin síðan ég hélt er- lendis til náms, ég man hvað það var erfitt að kveðja þig þá. Þú skrif- aðir mér ógleymanleg bréf, full af vitneskju um gamla tíma og ættina okkar. Samverustundimar sem við áttum saman þegar ég kom heim í frí voru vel nýttar og ómetanlegar. Elsku besta amma mín langa, þú hefui- kennt mér svo mikið, ég á þér svo mikið að þakka. Sumar eftir sumar bjó ég hjá þér, þeim tíma mun ég aldrei gleyma. Þú varst alltaf svo góð við mig og okkur barnabamabamabömin, kallaðir okkur hjartadrottningar og hjarta- kónga. Þú ert mín hjartadrottning. Þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir orðin veik, fannst mér líf mitt hrynja, en smám saman fór ég að hugsa um, hvað ég hef nú verið heppin að hafa átt langömmu sem hefur verið frísk og getað tekið þátt í lífi mínu í 25 ár. Ég man okk- ar síðustu samverastund fyrir mán- uði síðan, við sátum saman niðri í herbergi og vorum að máta gömul fót, við vorum eins og litlar skóla- stelpur, flissuðum og höfðum gam- an af, allt í einu segir þú: „Elsku Adda Rúna, mundu að lifa lífinu og njóta þess, vertu sterk, elsku barn.“ Fyrst núna veit ég hvað þú áttir við, þú hefur lifað góðu lífi, stundin er rannin upp. Þín er sárt saknað, minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta mínu, þá vitneskju sem þú hefur gefið mér met ég mikils. Takk fyrir allar góðu samverastundirnar. Þótt ég sé látinn harmið mig eigi með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið geíur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lifinu. (Ókhöf.) Hvfldu í friði, elsku amma mín langa. Þín hjartadrottning, Adda Rúna Valdimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.