Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 45 -v MINNINGAR MATTHÍAS SVEINN VILHJÁLMSSON + Matthias Sveinn Vilhjálmsson fæddist á ísafirði hinn 9. desember 1933. Hann lést á Fjórðungssj úkra- húsinu á Isafirði 18. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Isafjarðarkirkju 29. maí. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn frá okkur sem elskum þig mest og söknum þín. En þú lifir enn í hjarta okkar um ókomna tíð. Eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm þar sem þú barðist hetjulega, eins og þér einum var lagið, ertu nú laus frá þjáningum þeim sem á þig voru lagðar og við vitum að nú líður þér betur. Við minnumst þín með gleði í hjarta eins og þú mundir vilja að við gerðum. Þú tókst ávallt á móti okkur með bros á vör og kátínan var aldrei langt undan. Elsku amma, missir þinn er mikill, þið afi voruð alltaf eins og eitt, ævifélagar eins og alla dreymir um að eiga. Verum sterk eins og ávallt. Jósef Matthías og Margrét Ólína. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekld sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Mig langar með nokkmm orðum að minnast og kveðja ástkæran afa minn, Matta Villa eins og hann var kallaður. Eftir að ég kom inn í fjölskylduna fjögurra ára gamall hef ég alltaf litið á þig sem hinn eina sanna og elskulega afa á fsó sem alltaf varst svo góður og áhugasamur um allt sem maður gerði og var að stússast í. Ég man sérstaklega eftir þegar ég vann minn fyrsta verðlaunapening í knattspyrnu. Þá vildi ég ólmur komast til ömmu og afa á ísafirði til að sýna þér verðlaunapeninginn því þú varst mikill áhugamaður um knattspyrnu og fyrir vikið gafst þú mér gott klapp á öxlina. Alltaf var gaman og mikið tilhlökkunarefni að fara vestur þótt ferðunum hafi fækkað síðustu ár. Litla dóttir mín, María Lív, sem fæddist í september síðastliðnum naut ekki þeirra forréttinda að hitta þig en ég veit að þú munt fylgjast með henni og vemda hana og mun hún kynnast þér í gegnum minningar mínar. En eins og amma orðaði það svo vel við mig í símanum um daginn: „Maður fær lífið að láni og einhvem tímann þarf maður að skila því aftur.“ Það er ijóst að guð hefur þurft á góðum manni að halda í liði sínu og eins og allir vita sem eitthvað til þín þekkja, afi minn, er ekki hægt að fá betri mann sér við hlið. Elsku amma, böm og fjölskyldur þeirra. Ég bið góðan guð að veita ykkur styrk í þessari erfiðu sorg en þegar á líður koma elskulegar minningar í staðinn. Takk, elsku afi, fyrir allt og allt. Saknaðarkveðja. Þinn Ragnar. BJARNI KRIS TJÁNSSON + Bjarni Krist- jánsson fæddist í Reykjavík 1. aprfl 1932. Foreldrar hans voru Kristín Bjarnadóttir frá Grund í Skorradal, f. 8. mars 1902, d. 24. september 1969, og Kristján Þor- steinsson frá Mið- fossum í Andakfl, f. 1. nóvember 1899, d. 9. ágúst 1993. Bræður Bjarna eru Þorsteinn, f. 23. júní 1936, og Pétur, f. 29. desember 1944. Bjarni kvæntist 18.2.1954 Eli'nu Magn- úsdóttur, f. 26. mars 1929, d. 8. febrúar 1990. Þau slitu samvist- ir. Sonur þeirra er Kristján, f. 23. maí 1955. Útför Bjarna fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég vil í örfáum orðum minnast mágs míns Bjarna Kristjánssonar. Fráfall hans bar fremur brátt að eftir stutta sjúkdómslegu. Fyrir u.þ.b. einu ári kenndi hann sér meins sem talið var að komist hefði verið fyrir, en því miður var ekki svo. Ég kynntist honum fyrir 35 árum er ég kom inn í fjölskylduna hér á Selja- veginum. Alla tíð síðan hef ég og fjöl- skylda mín átt góð samskipti við hann, einkanlega eftir að við fluttum á Seljaveginn og bjuggum við þar ásamt honum og afa Kristjáni sem lést fyrir nokkrum árum í hárri elli. Aldrei bar skugga á það sambýli. Bjami starfaði við hin ýmsu störf á árum áður, m.a. á Borgarskrifstofum Reykjavíkurborgar, togurum, fraktskipum, Jarðborunum ríkisins o.fl. þar til heilsubrest- ur gerði vart við sig er hann varð öryrki og gat ekki unnið lengur. Mér fannst alltaf blunda svolítill heims- borgari í Bjama. Hann vildi vera vel klæddur, átti falleg og vönduð föt. Hann var ávallt snyrtilegur og jafnvel pjattaður þegar vel lá á hon- um. Hann hafði gaman af að sitja á kaffihúsum og spjalla við borgar- búa. Ánægju hafði hann af myndlist og tónlist, einkanlega djasstónlist. Ungur kvæntist hann unnustu sinni Elínu Magnúsdóttur, saman eignuðust þau soninn Kristján. Þau slitu sambúð. Kristján og faðir hans hafa verið góðir félagar og átt marg- ar ánægjulegar samverastundir. Bjama var mjög annt um son sinn og bar velferð hans fyrir brjósti. Við fjölskyldan munum sakna hans héðan úr þessu fjölskylduhúsi þar sem foreldrar hans og bræður hafa búið í nærri 70 ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Valdís Bjamadóttir. TILKYNNINGAR KEIMINISL A Viðskiptaháskólinn í Reykjavík Aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar verður haldinn föstudaginn 11. júní kl. 17.00 í safnaðarheimilinu Borgum. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Prestur og sóknarnefnd. Viðskiptaháskólinn í Reykjavík Skólaárið 1999-2000 Umsóknarfrestur um skólavist er til 9. júní 1999 • Markmið skólans er að útskrifaðir nemendur séu framúrskarandi fagmenn sem eru eftir- sóttir í atvinnulífinu og eigi greiðan aðgang að framhaldsnámi við erlenda háskóla. Fjarnám Umsóknarfrestur um fjarnám við Viðskiptaháskólann í Reykjavík er til 9. júní 1999 • í boði eru öll námskeið fyrsta árstölvunar- fræðideildar, alls þrjátíu einingar. • Fyrirvari er gerður um þátttöku í einstökum námskeiðum. KÓPAVOGSBÆR íbúðarhúsalóðir til úthlutunar Kópavogsbær auglýsir eftirtaldar lóðir til úthlutunar: Salahverfi — parhús: Hásalir 6—8. Um er að ræða parhús á tveim hæðum. Ein innibyggð bílageymsla skal vera við hverja íbúð. Lóðirnar eru í halla og er aðkoma að hús- umfrá vestri inn á neðri hæð. Hámarksgrunn- flötur hvors húss er 130 m2. (Hámarksflatarmál 220 m2.) • Kennt er í tveimur deildum. Nám í tölvunar- fræðideild er þriggja ára nám til BS-prófs í tölvunarfræði. Eftir tvö ár útskrifast nem- endur sem kerfisfræðingar VHR og býðst þeim þá að sækja um nám á þriðja ári, sem lýkur með BS-prófi. • Viðskiptadeild býður upp á þriggja ára mark- visst nám í viðskiptafræði. Nemendurút- skrifast með BS-gráðu að námi loknu. Einnig gefst nemendum kostur á að útskrifast eftir tveggja ára nám með diploma í viðskipta- fræði. • Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdents- prófi eða sambærilegu prófi. Við val á um- sækjendum eru einkunnir á stúdentsprófi lagðar til grundvallar, en einnig er tekið tillit til þess á hvaða braut nemendur hafa stundað nám. Sérstaklega er horfttil góðrar undirstöðu í stærðfræði og upplýsingatækni. Tekið er tillittil viðbótarmenntunar, starfs- ferils og annarra upplýsinga sem fylgja um- sókn. • Umsækjendur verða að hafa lokið stúdents- prófi eða sambærilegu námi. • Einkunnir, viðbótarmenntun og starfsreynsla verða höfð til hliðsjónar við val á nemend- um. • Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans sem og á vefsíðunni www.vhr.is/fjamam. • Umsóknum skal skilað til skrifstofu skólans eigi síðar en 9. júní 1999. • Námið hefst í lok ágúst. Viðskiptaháskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík. Sími 510 6200. Símbréf 510 6201. Netfang vhr@vhr.is. Vefslóð: www.vhr.is VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN ( REYKJAVlK Vatnsendahverfi — einbýlishús. Dimmuhvarf 27 og 29. Um er að ræða einbýlishús á einni til tveim hæðum. Lóð nr. 29 er um 1.550 m2 að stærð og lóð nr. 27 er rúmlega 1.650 m2. Á henni má einnig byggjá lítið hesthús. Lóðirnar eru byggingarhæfar. Umsóknareyðublöd, skipulagsskilmálar og aðrar upplýsingar fást hjá Tæknideild Kópavogs, Fannborg 2. Ath! Eldri umsóknir þarf að endumýja. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Viðskipta- háskólans í síðasta lagi 9. júní 1999. Umsóknareyðublöð eru fáanleg á skrifstofu VHR að Ofanleiti 2,103 Reykjavík, og á vefsíðu www.vhr.is/umsokn. Viðskiptaháskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík. Sími 510 6200. Símbréf 510 6201. Netfang vhr@vhr.is. Vefslóð: www.vhr.is VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN ( REYKJAVlK NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim ^ sjálfum, sem hór segir: Leirubakki 4, Seyðisfirði, þingl. eig. Einar Hólm Guðmundsson og Jón Guðmundsson, gerðarbeiðendur Hótel Saga ehf. og sýslumaður- inn á Seyðisfirði, föstudaginn 11. júní 1999 kl. 15. Útgarður 2, Egilsstöðum, þingl. eig. Vilhjálmur Einarsson, gerðar- beiðandi Húsasmiðjan hf., föstudaginn 11. júní 1999 kl. 14. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, á 7. júní 1999.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.