Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Einar Valgeir Sigurjónsson fæddist í Vest- mannaeyjum 4. júií 1916. Hann lést á sjúkrahúsi Reykja- víkur 31. maí síð- astliðinn. Valgeir var sonur Sigurjóns Pálssonar, f. 21.6. 1887, d. 4.6. 1969, og Kristjönu Ein- arsdóttur, f. 18.11. 1891, d. 9.10. 1964. Valgeir var alinn upp hjá afa sínum og ömmu Einari Nikulássyni (1867-1950) og Valgerði Oddsdóttur (1870-1941) á Búðarhóii í Aust- ur-Landeyjum. Alsystkin voru Björgvin og Guðmunda, sem bæði eru látin. Hálfsystkin frá móður: Haraldur, sem er lát- inn, Friðrik, Rúrik og Ása. Hálfsystkin frá föður: Rósa, Hansína, Guðfinna, Margrét, Guðný og Svavar. Vaigeir kvæntist Hansinu Jónsdóttur, f. 4. ágúst 1916, en hún iést 22. júní 1989. Foreldr- ar hennar voru Guðrún Árna- Þegar gamall vinur er kvaddur og minningarnar einar eru eftir, skerp- ist mynd hins horfna. Hvemig var hann? Hvað lifir eftir að líkaminn er horfinn? Þegar við minnumst Val- geirs Sigurjónssonar, eða Valla eins og hann var allajafna kallaður, kem- ur fyrst upp í hugann hlýjan sem stafaði frá honum. Hann var með allra óeigingjömustu mönnum sem .v hægt er að búast við að fyrirhitta á lífsleiðinni. Hann hafði svo ótrúlega mikið að gefa, gefa af sjálfum sér til þess að gleðja aðra. Hann bar um- hyggju fyrir öðrum langt út fyrir það sem venjulegt getur talist og fjöl- skyldan okkar varð þessarar um- hyggju óspart aðnjótandi. Leiðir fjölskyldunnar og Valgeirs lágu saman fyrir um það bil áratug. Það var erfiður tími í lífi móður okk- ar, Sigríðar Jóhannesdóttur, sem hafði misst maka sinn eftir 54 ára sambúð. Framundan var ellin, óskemmtileg og einmana. En einmitt í þessum þrengingum kom ljósgeisl- inn inn í líf hennar í formi Hafnfirð- ings sem var tilbúinn að gefa af sér og sínum tíma til að gleðja hana. Þau áttu vel saman, móðir okkar og Val- geir. Þau höfðu yndi af að dansa og skemmta sér á meðan kraftamir leyfðu. Gaman var að fara með þau í smáferðalög, borða nesti í fallegri laut, eða bara skreppa í bæinn og skoða mannlífið. Þau fluttu saman í Jökulgrunn í íbúð aldraðra og voru þar í nokkur ár, en þegar kraftamir þmtu vom þau saman uppi á Hrafn- istu þar til móðir okkar var flutt á sjúkradeild. Þótt hún væri komin á sjúkradeild en hann fleygur og fær kom Valgeir til hennar á hveijum degi og stundum oft á dag, stytti henni stundir, fór með hana út í sóíina eða bara hélt í hendina á henni. Og hún ljómaði þegar „Valli minn“ var kominn. Allir aðrir vinir hurfu í sam- anburði við hann. Valgeir var gamansamur og hafði alltaf á reiðum höndum græskulaus- ar gamansögur af fólki sem hann hafði hitt á lífsleiðinni, fólki austan úr Meðallandi eða bara samferða- mönnunum. Hann hafði eitt máltæki sem allir hefðu gott af að hafa hug- fast þegar vel gengur. Oft sagði Valli nefnilega „þetta má ekki vera betra“! Þetta sýnir kannski í hnot- skum hvað hann gat glaðst yfir litlu og hversu litlar kröfur hann gerði fyrir sjálfan sig. Aldrei kvartaði f' hann um eigin lasleika þrátt fyrir að hann væri sárt kvalinn vegna mjaðmarmeins, og væri hann spurð- ur var heilsan alltaf miklu betri í dag en í gær. Þegar við nú kveðjum Valgeir Sig- urjónsson, er þakklæti efst í huga okkar fjölskyldunnar. Þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem hann gaf ' móður okkar, þakklæti fyrir að hafa kynnst þessu ljúfmenni og heiðurs- dóttir, f. 10.6. 1898, d. 3.5. 1975, og Jón Hannesson, f. 24.6. 1862, d. 1940. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Bergþóra, f. 10.8. 1938, gift Ellert Svavarssyni og eiga þau fjögur börn. 2) Valgerður, f. 5.10. 1941, gift Andrési Olafssyni sem lést 17.2. 1999. Þau eiga fjögur börn. 3) Guðbjörg, f. 13.12. 1944, gift Gottskálk Guðjóns- syni. Þau eiga eitt barn. 4) Ólaf- ur, f. 26.12. 1948, kvæntur Rögnu Ólafsdóttur. Þau eiga þijá syni. Fyrir á Ólafur tvö börn. Valgeir á nítján langafa- böm og eitt langalangafabarn. Valgeir vann við ýmis störf bæði til sjós og lands. Hann lærði síðan múrverk og vann við það uns hann hætti störfum sökum aldurs. títför Einars Valgeirs verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. manni sem átti alltaf eitthvað gott til að segja við alla sem að garði bar. Fyrir hönd móður okkar sendum við börnum Valgeirs og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur með þakklæti fyrir allar góðar stundir. Sigrún Klara, Elín Hrefna, Sveinn og fjölskyldur þeirra. Kæri vinur. Ekki áttum við von á að svo stutt yrði í skilnaðarstundina þegar við hittumst síðast. Þú sast með okkur niðri í anddyri og sagðir okkur sögur af samferðamönnum með þínu lagi. Það var einmitt þannig sem þú varst, sást alltaf ljósu hliðamar á líf- inu, enda varstu sannkölluð himna- sending henni mömmu. Eftir að hún fór á sjúkradeildina talaði hún oft um tímann sem þið áttuð bæði í Glaðheimum og Jökulgrunni, hvað oft var skemmtilegt að fara í göngut- úra og ferðalög. Ef veður var þannig að ekki gaf til útivistar var strætó tekinn vestur á Granda og áð í Kaffi- vagninum. Það var góða skapið þitt sem alltaf hafði vinninginn, enda getur enginn verið með ólund út í mann sem í stað þess að karpa, svarar með því að spila á munnhörpu. Þú varst í fullu starfi við að hugsa um mömmu alveg til hins síðasta. Keyrðir hana í hjólastólnum út í skotið ykkar þegar sól var, enda sagði hún þegar henni voru sögð tíð- indin að þú kæmir ekki aftur, „nú verða fáir sólardagar í sumar, eng- inn Valli að klappa á öxlina og spyija, er ekki allt í lagi Sigga mín“. Þegar við hittum ykkur og fórum að spjalla var næsta víst að kæmi einhver skondin saga eða athuga- semd. Þú varst ekki að kvarta þó að þú gætir varla gengið, það var alltaf allt að lagast eða hlutirnir máttu bara ekki vera betri. Það er Ijúft hverjum sem í hlut á að eiga minningu um mann sem alltaf sá björtu hliðamar á tilverunni og það er einmitt þannig sem við munum þig. Kæri vinur, hafðu hjartans þökk fyrir allt það sem þú varst mömmu og okkur systkinunum. Við viljum þakka börnum þínum fyrir þá góðvild og ræktarsemi sem þau sýndu mömmu og vottum þeim og öðrum aðstandendum innilega samúð. Björg og Siguijón. Við andlát mágs okkar Einars Val- geirs Sigurjónssonar er okkur bræðrum efst í huga þakklæti fyrir að hafa verið samferðamenn þessa MINNINGAR ágæta öðlings. Hann kom inn í fjöl- skyldu okkar þegar hann kvæntist systur okkar, Hansínu Jónsdóttur, fyrir rúmum 50 árum og við munum aldrei eftir einu styggðaryrði frá honum í okkar garð allan þennan tíma. Valgeir var einstakt ljúfmenni í allri framkomu og hlýhugur hans í garð móður okkar er okkur eftir- minnilegur. Þetta kom glöggt í ljós þegar móðir okkar dvaldi sín síðustu ár í skjóli þeirra Sínu og Valla á Öldugötu 29 í Hafnarfirði en þar var heimili hans stærstan hluta ævi- skeiðsins. Þar byggði Valli sér stór- an bílskúr og flestar frístundir dvaldi hann þar við smíðar og lagfæringar á hlutum sem ættingjar og vinir leit- uðu með til hans. Hann vann löngum við múrverk og þar var ekki dregið af sér frekar en í öðru. Líklega hefur hugur hans þó frekar staðið til smíða, en hann þar var hann hinn mesti völundur. I bílskúrnum setti hann saman margs konar smíðavélar úr ótrúlegustu hlutum og hélt til haga gömlum mótorum sem hann tengdi við þær með mikilli hugvits- semi. Ef aðstæður hefðu verið aðrar á uppvaxtartímum hans hefði hann sjálfsagt getað náð langt á sviði upp- finninga á vélum til ýmissa verkefna. Þegar Hansína systir okkar missti heilsuna kom tryggð hans enn betur í ljós og eftir að systir okkar flutti á hjúkrunarheimili leið ekki sá dagur að hann væri ekki hjá henni. Eftir andlát systur okkar eignaðist Val- geir að förunaut síðustu árin Sigríði Jóhannesdóttur og var það örugg- lega báðum til mikillar gæfu. Síðustu árin dvöldu þau á Hrafnistu í Reykjavík og var Valli mjög ánægð- ur með þá góðu umönnun sem hann fékk þar. Samband Valla við börn Sigríðar var ávallt gott og reyndust þau honum vel. Sigríður liggur nú á sjúkrabeði og er missir hennar mikill við óvænt fráfall þessa góða vinar hennar. Við bræður sendum börnum hans, þeim Bergþóru, Valgerði, Guðbjörgu og Ólafi, samúðarkveðjur okkar svo og niðjum þeirra Valla og Sínu sem eru fjölmargir og var hann sannar- lega stoltur af fjölskyldu sinni. Við Valgeir Sigurjónsson eru eingöngu tengdar góðar minningar og svo mun farið hjá öllum þeim sem hann átti að samferðamönnum. Slíkir menn þurfa ekki að kvíða nýjum heim- kynnum. Árni Jónsson, Erlingur Jóns- son og Rúnar Brynjólfsson. Við systkinin viljum fá að minnast afa og ömmu með fáeinum orðum. Hugurinn reikar upp á Öldugötu þar sem við bjuggum í kjallaranum í húsinu sem afi byggði. Oft og iðu- lega var leitað upp á loft til afa og ömmu í margvíslegum erindagjörð- um. Ævinlega var tekið vel á móti okkur. Margar eru minningarnar sem við eigum, t.d. um jólin á Öldu- götunni þar sem við söfnuðumst saman og opnuðum jólapakkana. Brallið út í bílskúr í leit að fjársjóð- um í öllu dótinu hans afa. Ferðirnar til Vestmannaeyja. Fyrsta alvöru vinnan á bryggjunni með afa. Sög- urnar fyrir háttinn um Einbjörn og Tvíbjörn. Svo ekki sé minnst á girnilega matinn á borðinu hjá afa og ömmu þegar hann var ekki alveg nógu góður hjá mömmu. Og svona mætti lengi telja. Umburðarlyndi afa og ömmu var mikið í okkar garð. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hþóta skalt. (V. Briem) Elsku afi, nú þegar þú ert kominn tO ömmu viljum við þakka ykkur fyr- ir allan þann tíma sem við áttum með ykkur. Guð geymi ykkur. Svavar, Valgeir, Sigríður og Hansína. + Ingibjörg fædd- ist á Þursstöð- um í Borgarbyggð hinn 23. ágúst 1913. Hún lést á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi 3. júní siðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Magnea Þórðar- dóttir og Helgi Jónas Jónsson bú- endur á Þursstöð- um og var Ingibjörg næstyngst sex barna þeirra en að auki átti hún tvö hálfsystkini. Guðrún móðir Ingibjargar var frá Gróttu á Seltjarnarnesi af Engeyjarætt en Helgi faðir hennar var frá Bálkastöðum ytri við Hrútafjörð en alinn upp í Rauðanesi í Borgar- byggð. Systkini Ingibjargar eru öll látin en þau voru: Svava sem búsett var í Reykjavík og var gift Jóhanni Arnasyni, Helgi Jónas sem bjó að Þurs- stöðum og var kvæntur Guð- rúnu Tryggvadóttur, Sigur- björg sem gift var Valdimar Valdimarssyni og bjó í Reykja- vík, Jórunn sem var gift Sigur- moni Símonarssyni, en hún bjó lengst að Göruðm í Staðarsveit en yngstur þeirra alsystkin- anna var Þórður. Hann kvænt- ist ekki en átti alltaf heima á Þursstöðum. Hálfsystkinin voru Þórður, sem dó ungur og var sammæðra, og Ásgerður, sem var samfeðra við Ingi- björgu. Hún þjó í Borgarnesi og var gift Olafi Guðmunds- syni. Voru hálfsystkinin hinum eldri. Árið 1940 giftist Ingibjörg Kristjáni Ágúst Magnússyni frá Á hvítum vængjum kom vorið inn um gluggann og leysti líkama þinn úr viðjum rétti þér hönd og hvíslaði: Komdu með mér í ferð um ódáinslendur þar sem gullnar rósir vaxa í hverju spori svo hverfum við saman í sólarlagið. (Þórdís Guðj ónsdóttir.) Ég ætlaði aldrei að skrifa eftir þig, elsku mamma mín. Það var vegna þess, að ég vissi, að þú vild- ir aldrei láta neitt á þér bera né trana þér fram. Það er líkara þér að „krjúpa og faðma fótskör frels- ara þíns“ í auðmýkt en að nota tilduryrði. Á síðustu stundu er ég þó sestur við að skrifa nokkur minningarorð. Mér fannst að ef ég gerði það ekki þá væri ég að skilja þig útundan, svo oft sem ég hef gert þetta. Það kæmi líka úr hörð- ustu átt, því enda þótt þú elskaðir okkur öll jafnt, bömin þín, og lík- lega mannkyn allt, þá hefir þitt stóra hjarta líklega aldrei verið jafnt hlýtt og þegar það hefur slegið fyrir mig og mína. Það finnst mér að minnsta kosti, mamma mín. Þessi orð eru skrifuð með ávarpi. Það hef ég ekki gert áður, né mun gera það síðar. Það átt þú ein. Hins vegar er það svo, að þó mitt nafn sé hér skrifað undir, þá tel ég að hér sé mælt fyrir munn okkar allra, systkinanna. Ég ætla aðeins að rifja upp minningu frá því við systkinin vorum ungir krakkar. Þá bar það við í sveitinni, að kona dó frá ungum börnum sín- um skömmu eftir jól. Þá var það að þú taldir okkur systkinin á að gefa þessum sorgmæddu bömum dótin sem við fengum í jólagjöf. Eigingirnin og góðsemin toguðust Hrútsholti í Eyja- hreppi, en þau höfðu byijað bú- skap þar árið 1938. Síðar bjuggu þau á ýmsum stöðum, en lengst af á Feiju- bakka í Borgarfirði ojg svo síðast í Olafsvík. Þau slitu síðan samvistir. Börn þeirra Ingi- bjargar og Krist- jáns eru: Svanur, f. 1937, kvæntur Eddu Laufeyju Pálsdóttur. Þau eru búsett í Þorlákshöfn og eiga þrjú börn, Laufeyju Elfu, Pál Kristján og Guðrúnu Ingi- björgu. Helgi Jónsson, f. 1939, kvæntur Sonju Guðlaugsdóttur. Þeirra börn eru: Guðlaugur Gunnarsson, sem Sonja eignað- ist fyrir þeirra kynni, Krislján Freyr, Ingi Fróði og ísafold, auk tveggja sona sem dóu í frumbernsku. Sonja og Helgi búa í Olafsvík. Þá er Magnús, kvæntur Jónínu Kristínu Ey- vindsdóttur. Þau búa í Borgar- nesi. Þeirra synir em: Eyvindur Svanur, Kristján Ágúst og Magnús Helgi. Yngst barna þeirra Ingibjargar og Krisljáns er Magnea Sigurbjörg, hennar maður er Sigþór Guðbrandsson og em þau búsett í Olafsvík. Þeirra synir em Stefán Máni og Sigurður Kristófer. Barna- barnaböm Ingibjargar em fjórtán. Ingibjörg hafði verið allmörg ár á Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi er hún lést. títför Ingibjargar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, 8. júní, en jarðsett verður að Borg á Mýmm. mikið á í hugum okkar þá, en þá gafst þú okkur mikið, því oft höf- um við rifjað þetta upp og reiknað okkur til tekna. Þið bjugguð okkur góða bemsku, foreldrar okkar, þótt við ramman reip væri að draga hvað efnahag varðaði og vinna þyrfti mikið. Þið dróguð svo sannarlega ekki af, voruð hvort á sínu sviði þó. Pabbi bar meira hina ytri ábyrgð og var vinnuharður, þó einkum við sjálfan sig. Það varð að vera, því heyskapur var afar erfiður á Ferjubakka, einkum áður en vélar tóku að létta störfin. Ég man til dæmis eftir því að faðir okkar fór um miðjar nætur á engjar á Ferjubakkaflóa, tveggja tíma lestargang frá bænum. Það kom svo í hlut þinn að vekja okkur til þess að láta kýrnar inn svo að þú gætir mjólkað áður en þú tókst til við að elda matinn sem þú reiddir svo fyrir framan þig á en- gjarnar. Þar vannst þú svo til kvölds, að þú reiðst aftur heim til mjalta. Svona var lífið þá og erfitt fyrir okkur hin yngri að skilja nú á þægindatímum. Já, pabbi var vissulega blíður við okkur þegar hann gat látið það eftir sér, sem oft var. En þú varst alltaf eins. Þú breiddir alltaf yfir bresti okkar og ekki bara meðan við vorum yngri, heldur alla tíð. En það var alltaf glaðværð á æskuheimili okkar og mikið var sungið, gjarnan söngst þú við vinnu þína. Það var líka gest- kvæmt og við áttum yndislega ná- granna. Var víðfrægt um sveitir hve Ferjubakkabændur og þeirra fólk kom sér vel saman þar sem fjögur heimili þurftu að búa við óskipt land ásamt Ferjukoti. Það var ekki hægt að smala, nema allir kæmu sér saman um það, svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta var hægt vegna þess að fólkinu var hlýtt hverju til annars og entist vinátt- an allt lífið. Og þú máttir aldrei aumt sjá, EINAR VALGEIR > SIG URJÓNSSON INGIBJÖRG HELGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.