Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 53
Eigum fgrirliggjandi margar geröir af vönduðum
pallhúsum fyrir ameríska og japanska pallbíla.
Sérstaklega smíðuð fgrir íslenskar aðstæður.
Hringið eða komið og fáið nánari upplysingar.
ATVINNUBILAR
FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Grjótháls 1
Sfmi 575 1200
Söludeild 575 1225/575 1226
HYURDRI
-/elinet
Fegurðin kemur innan frá
Laugovegi 4, sími 551 4473
Rekstrarleigusamningur
Engin útborgun
27.724 kr. á mánuði
Fjármögnunarleiga
Utborgun 312.449 kr.
19.269 kr. á mánuði
Rekstrarleiga er miðuð er við 36 mánuði og 20.000 km á ári. Fjármögnunarleiga er miðuð við 5 ár og 25%
útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk.legst ofaná leigugreiðslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan sé hann
með skattskyldan rekstur.ÖII verð eru fyrir utan vsk.
Ármúla 34, símar 553 7730 og 561 0450.
Fréttir á Netinu úm> mbl.is
A.LLTAP eiTTHVAO NÝTl
UMRÆÐAN
Kolkrabbinn
hnyklar vöðvana
LÍTIÐ en þrótt-
mikið skipafélag, Atl-
antsskip, hóf í fyrra
farmflutninga milli Is-
lands og Ameríku. Það
er rekið af ungum
mönnum sem beita
nútímalegum aðferð-
um sem minna
skemmtilega á Flugfé-
lagið Atlanta. Fyrir
vikið hefur skipafélag-
inu tekist að bjóða
verulega lækkun á
fragt milli landanna
tveggja.
A síðasta ári Össur
hreppti það farmflutn- Skarphéðinsson
inga fyrir Varnarliðið
í útboði en Eimskipafélagið hafði
þá áður á sinni könnu. Atlants-
skipum hefur því tekist að koma á
harðri samkeppni í farmflutning-
Siglingar
Afstaða utanríkisráðu-
neytisins, segir Össur
Skarphéðinsson, geng-
ur þvert á anda frjálsr-
ar samkeppni
um milli íslands og Ameríku.
Einsog jafnan er það lögmál slíkr-
ar samkeppni að lækka vöruverð
til neytandans.
Nú bregður svo við að það er
engu líkara en eigi að knésetja
frumkvöðlana sem standa að Atl-
antsskipum. Utanríkisráðuneytið
afréð skyndilega að taka upp þá
nýbreytni að láta sérstaka forvals-
nefnd ákveða hvaða fyrirtæki
megi bjóða í flutningana fyrir
næsta ár. Forvalsnefndin komst
að þeirri fráleitu niðurstöðu að
Atlantsskip, sem sinnt hefur flutn-
ingunum frá því á síðasta ári með
miklum ágætum, fengi ekki að
bjóða í flutningana. Láti Halldór
Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra, þá ákvörð-
un standa óhaggaða
er því með einu
pennastriki búið að
knésetja nýjan og
þróttmikinn vaxtar-
brodd í íslenskri
skipaútgerð, brjóta
niður lífsnauðsynlega
samkeppni á mikil-
vægri flutningaleið,
og afhenda Eimskipa-
félaginu á silfurfati
stærstan hluta farm-
flutninga fyrir Varn-
arliðið.
Samkomulagið við
Bandaríkjamenn
Upphaflega sömdu Bandaríkja-
menn við íslensk skipafélög um
flutninga fyrir Varnarliðið. Arið
1984 krafðist hinsvegar banda-
ríska skipafélagið Rainbow Na-
vigation þess að fá flutningana
með vísan í bandarískt lagaákvæði
frá 1904. Þar er mælt svo fyrir að
flutningar á vegum Bandaríkja-
hers skuli vera í bandarískum
höndum sé þess kostur. Bandarísk
stjórnvöld töldu sér ekki stætt á
að hafna kröfu félagsins og Rain-
bow Navigation fékk því flutning-
ana.
íslensk stjórnvöld andmæltu
þessu kröftuglega og töldu nauð-
synlegt frá sjónarhóli öryggishags-
muna landsins að íslensk skipafé-
lög sinntu flutningum fyrir Varnar-
liðið. Krafan var rökstudd með
smæð markaðarins og mikilvægi
skipaútgerðar fyrir þjóðina. Deil-
unni lyktaði með því að Banda-
ríkjamenn tóku verulegt tillit til
sjónarmiða Islendinga og gert var
samkomulag sem utanríkisráð-
herrar landanna undirrituðu árið
1986.
Það gerði ráð fyrir að skipafélög
frá báðum löndunum gætu boðið í
flutningana og skyldu 65% þeirra
falla í hlut þess félags sem ætti
lægsta tilboðið en 35% til félagsins
sem ætti lægsta tilboðið frá hinu
landinu.
Flutningamir hafa síðan verið
boðnir út og Eimskipafélagið sinnt
hinum íslenska hluta þeirra öll þar-
in utan eitt, 1992-93. f fyrra kom
svo hið nýja félag, Atlantsskip,
fram á sjónarsviðið og átti lang-
lægsta tilboðið og fékk því í sinn
hlut 65% flutninganna. Systurfélag
þess í Bandaríkjunum, Transatl-
antic lines LLC, átti næstlægsta
tilboðið og náði því 35% flutning-
anna. Frumkvöðull að stofnun
beggja var Guðmundur Kjæme-
sted. Hann og fjölskylda hans fara
með meirihluta í Atlantsskipum, og
eiga einnig stóran hluta í banda-
ríska systurfélaginu. Það má því
segja að flutningar fyrir Vamarlið-
ið séu að stærri hluta en áður
komnir í hendur íslenskra aðila -
Án þess að bandarísk stjómvöld
líti svo á að samningurinn frá 1986
hafi verið sniðgenginn.
Frjálsri
samkeppni hafnað
Þegar Atlantsskip hrepptu flutn-
ingana var það í gegnum opið út-
boð án nokkurs forvals enda ekki
stafkrókur um það í samkomulag-
inu frá 1986. Fyrr á þessu ári afréð
utanríkisráðuneytið eigi að síður að
viðhafa forval til að ákveða hvaða
skipafélög mættu bjóða í flutninga
næsta árs. Frá því er skemmst að
segja að forvaísnefnd utanríkis-
ráðuneytisins komst að þeirri nið-
urstöðu að Atlantsskip, sem buðu
langlægst í flutningana í fyrra og
hafa sinnt þeim af prýði síðan,
skyldu útilokuð frá því að taka þátt
í útboðinu. í reynd hlýtur þetta að
þýða að Atlantsskip hætta sigling-
um til íslands, Eimskipafélagið fær
600 milljóna króna flutninga á silf-
urfati, samkeppnin hverfur og
neytandinn þarf að greiða hærna
verð fyrir innflutta vöru frá Banda-
ríkjunum.
Rökstuðningur forvalsnefndar
einsog hann var skýrður í Mbl. 12.
maí er utanríkisráðuneytinu til
vansa. I fyrsta lagi gerir forvals-
nefnd athugasemd við fjárhags-
stöðu Atlantsskipa. Fyrir leik-
mann er það illskiljanlegt þegar
fyrir liggur opinberlega að félagið
er tekið að skila hagnaði og eigin-
fjárhlutfall þess er meira en 80%
og hefði einhvern tíma þótt gott á
Islandi. I öðm lagi er haldið fram
að varaflutningsgeta félagsins,
sem engar athugasemdir vom
gerðar við þegar félagið vann út- 4l
boðið á síðasta ári, sé nú allt í
einu ónóg. I þriðja lagi er fullyrt
að Atlantsskip geti ekki talist ís-
lenskt skipafélag í skilningi samn-
ingsins (frá 1986). Frétt Mbl. frá
13. maí gefur hins vegar til kynna
að þessi röksemd hafi byggst á
því að nefndarmönnum hafi ekki
verið ljós mikilvægur þáttur í
framkvæmd laga um hluta- og
einkafélög og vonandi er það
skýringin. Ella hlakka ég sem al-
þingismaður til að skoða hvernig
ráðuneytið skýrir þá afstöðu að
eitthvað annað en íslensk lög ráði
hvort skipafélög séu íslensk eða
ekki.
Afstaða utanríkisráðuneytisins
gengur þvert á anda frjálsrar sam-
keppni. Hún gengur þvert á hags-
muni neytenda. Hún er satt að
segja óskiljanleg þeim sem reynir
að skilja hana út frá forsendum al-
mennrar skynsemi. Meðan ráðu-
neytið skýrir hana ekki betur lykt-
ar hún af pólitískri misbeitingu
sem er hvorki hægt að láta hggja í
þagnargildi né þola.
Höfundur er alþingismuður
STOR OG GOÐ
VINNUAÐSTAÐA
ÞARF EKKI AÐ
KOSTAÞIG MIKIÐ