Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 54

Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 54
> 54 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN menntun er? ÞAÐ fer ekki á milli mála að aukin at- hygli og umræðá á sér stað um mikilvægi menntunar í dag og þar með talið sí- menntunar. Hér næg- ir að líta á greinar og ráðstefnuauglýsingar í dagblöðum, fylgjast með kjaraviðræðum, og hlusta á erindi á þingum og ráðstefn- um aðila vinnumark- aðarins. Hins vegar eru mismunandi skoð- anir í þjóðfélaginu um það hvað telst til menntunar og hverjir teljast bjóða upp á menntunar- tækifæri. í þrengsta skiiningnum er hægt að líta einungis til hins formlega skólakerfis. I víðasta skilningnum er hægt að líta til allra þeirra sem gefa fólki tæki- færi á að ná sér í nýja þekkingu eða hæfni með skipulögðum hætti og þeirra sem bjóða upp á skipu- lagt tómstundanám svo sem skáta. Mörkin á mismunandi áhersl- ->■ um þeirra sem standa fyrir form- legu skólanámi og þeirra sem standa fyrir skipulögðu tómstunda- námi voru lengi vel mjög ljós. Mörkin byggðust að einhverju leyti á mismunandi kennsluaðferðum, en aðallega á því að markmið hins formlega skólanáms snerist um fagþekkingu en skipulagða tóm- stundanámsins um þróun almennr- ar félagslegrar og persónulegrar hæfni. Það er, annað námið bjó ein- staklinginn undir þá fæmi sem þurfti fyrir ákveðið starf, en hitt undir þátttöku ein- staklingsins í þjóðfé- laginu. Hröð tækniþróun og aukin áhersla á sí- menntun hefur hins vegar gert það að verkum að mörk formlegs skólanáms og skipulegs tóm- stundanáms eru að verða óskýrari. Á síð- astliðnu ári hélt Evr- ópuráðið ráðstefnu þar sem fulltrúar há- skólastigs 20 landa í Hrönn Evrópu hittust. Var Pétursdóttir þar komist að þeirri niðurstöðu að til að standa undir væntingum og þörf- um einstaklingsins til að geta lifað og unnið í núverandi þjóðfélagi þyrfti að leggja minni áherslu á að „gefa“ honum samansetta þekk- ingu en í staðinn að „aðstoða“ hann við að „ná eða útbúa“ hráa þekkingu. Jafnframt þyrfti að leggja meiri áherslu á að undirbúa einstaklinginn undir að nota þessa hráu þekkingu við mismunandi að- stæður og verksvið. Vegna þessara breyttu áherslna áleit þessi ráðstefha að formlega skólakerfið yrði að leita eftir auknu samstarfí við aðila í efnahags- og félagsgeiranum, því þar hefur slík vinna farið fram og af henni væri hægt að læra. Hið formlega skólakerfi sem hefur unn- ið á grundvelli rannsókna, ríkis- styrkja og stjómunar samkvæmt framboði yrði að starfa í auknum mæli á þann hátt sem hið skipu- lagða tómstundakerfi gerir, á gmndvelli þjálfunar, einkareksturs FLAIR FLOW EUROPE: „RETUER" ráðstefna um öryggi og gæði kaldra og frystra matvæla, „Managing the Cold Chain for Quality and Safety." Hótel Loftleiðum 11. júní 1999 kl. 13.00-16.30. Dagskrá/Programme: Kvnnina/lntroduction Dr. Hjörleifur Einarsson, forstjóri Rf. Oualitv and Safety in Chilled Foods Dr. Ronan Gormley The National Food Centre, Ireland Freezinq and Packaaina for Qptimum Ouality Dr. Chris Kennedy Proaer Department of Food Science University of Leeds, United Kingdom Kaffihlé/Coffee Temoerature Abuse and the Shelf Life of Frozen Food Dr. Leif Bogh-Sorensen Veteriner- og Fodevaredirektoratet, Ministeriet for fodevarer, Iandbrug og fiskeri, Danmark 16.00—16.30 Umræður oa fundarslit/Discussion Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Þátttöku skal skrá fyrirfram í sima 562 0240 eða netfang bjorn@rfisk.is 13.00-13.10 13.10-14.00 14.00-14.50 14.50-15.05 15.05-16.00 Rannsó fiskið Skátastarf Er það hins vegar almennt viðurkennt, spyr Hrönn Péturs- dóttir, að félagasamtök á borð við skátana sinni menntahlutverki? og stjómunar samkvæmt eftir- spum. Evrópusambandið leggur, eins og Evrópuráðið, mikið upp úr skipulögðu tómstundanámi sem hluta af menntunarferli einstak- lingsins. I öllum rökstuðningi verk- efna og áætlana sem tengjast menntun, æskulýðsstarfi og sí- menntun er áhersla lögð á nauðsyn þess að einstaklingurinn leiti sér menntunar og við öll tækifæri. Þetta geri hann til þess að geta aukið möguleika sína á atvinnu og aukið aðlögunar- og nýsköpunar- hæfni sína. Hjá Evrópusamband- inu er lögð rík áhersla á menntun sem byggist á bæði formlegu skólanámi og skipulögðu tóm- stundanámi. Þannig er í nýjum áætlunum um formlega menntun, starfsmenntun og æskulýðsstarf lögð áhersla á óumflýjanlegt sam- starf allra þáttanna. Tómstundanám skiptir máli Að sumu leyti má segja að með aukinni athygli á hinu form- lega menntakerfi og nauðsynlegri þróun þess sé einnig vakin meiri athygli á störfum og mikilvægi hins skipulagða tómstundanáms. Á þennan hátt er nú verið að und- irbúa þingsályktun fyrir Evrópu- ráðsþingið sem byggist á fundará- lyktun undirritaðri af 18 þing- mönnum 13 landa. í þeirri ályktun er menntun skilgrein sem ferli sem stuðlar að stöðugum persónu- þroska og hæfni til að taka þátt í störfum samfélagsins. I ályktun- inni er hvatt til almennrar viður- kenningar á því skipulagða tóm- stundanámi sem ungt fólk stendur fyrir og þá sérstaklega innan al- þjóðlegra æskulýðssamtaka. Enn- fremur eru í ályktuninni þeir aðil- ar sem vinna að stefnumörkun á sviði menntamála hvattir til að viðurkenna að skipulagt tóm- stundanám er nauðsynlegur hluti menntaferilsins. Sú viðurkenning byggist á auknum viðræðum við samtök sem standa fyrir skipu- lögðu tómstundanámi með því að styðja og nota hæfni, lausnir og reynslu slíkra samtaka. Einnig með því að auka samvinnu milli þeirra sem standa að formlegu skólanámi og skipulögðu tóm- stundanámi til að þróa stefnu sem mætir menntakröfum alls ungs fólks. Og svarið er? Svarið við titli þessarar grein- ar „Og menntun er?“ er ekki svo ljóst í núverandi íslensku þjóðfé- lagi. Augljóst er að fræðslumið- stöðvar og aðrir sem bjóða upp á fagnám utan við hið formlega skólakerfi hafa sinn viðurkennda sess. Er það hins vegar almennt viðurkennt að félagasamtök á borð við skátana sinni menntahlut- verki? Er það metið að skátastarf- ið er markvisst byggt upp til að þroska með fólki leiðtogahæfileika, hæfileika til að skipuleggja, vinna í hópum, til að þróa sjálfstæða hugsun og vinnubrögð? Ef þetta er ekki menntun, hvað er þá mennt- un? Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri European Youth For- um, og á sæti í stjóm Bandalags ís- lenskra skáta. Hún er framkvæmda- stjóri MENNTAR - samstarfsvett- vangs atvinnulífs og skóla. Frá Jerúsalem til Liechtenstein! „VIÐ erum stolt og ánægð þegar okkar fólk er að gera það gott úti í heirni", sagði Markús Örn Antons- son, útvarpsstjóri í við- tali í ríkissjónvarpinu eftir að Selma hafði slegið í gegn í Jerúsal- emborg. Mörgum kann að finnast skrítið hvernig þessi pistill fer af stað með vísan í orð Markúsar sem voru á borð borin fyrir lands- menn í téðu viðtali. Ríkissjónvarpið hefur jú það hlutskipti að greina frá viðburðum líðandi stundar, hvort sem það er heima eða erlendis. Á smáþjóða- leikum Evrópu í Liechtenstein í lok maí fór stærsta sendisveit ís- lenskra íþróttamanna í langan tíma eða 113 fulltrúar þjóðarinnar til þess að etja kappi við aðra, ásamt því að koma á félags-, menningar- og íþróttatengslum við þær þjóðir sem við höfum verið í samstarfi með um leikana. Skemmst er frá því að segja að ríkissjónvarpið sá enga ástæðu til þess að senda sjónvarpstökumenn til þess að fylgjast með afrekum og þátttöku okkar íþróttafólks heldur greindi frá leikunum takmarkað í gegnum útvarp. Ástæða þess að út- varpið datt inn var jú að landsleik- ur var háður í handbolta við Sviss- lendinga eins og menn muna. Þetta yfirklór var það besta sem hægt var að gera og er þá ekki hægt að sakast við fréttamanninn sem ein- ungis sinnir þeim verkefnum sem honum eru falin. Kannski að þeir sem marka stefnuna hjá stærsta menningartæki þjóðarinnar haldi að fólk búi enn í torfkofunum og út. Guðmundur Helgi Þorsteinsson það rati ekki Kannski að sú sé einmitt raunin í völ- undarhúsinu við Ef- staleiti. Það er lýðnum ljóst að myndir segja meira heldur en mörg orð. I Morgunblaðinu og Dagblaðinu hefur þegar komið fram að íþróttamenn okkar hafi staðið sig með sóma innan vallar sem utan og þeir hafi unnið afrek í þágu þjóðar og verið stolt okkar og sómi. Islenskir íþróttamenn hafa frá upphafi unnið til flestra verðlauna á leikunum og því eðlilegt að ætla að sjónvarpsstöðv- arnar hefðu haft nennu til að fylgj- Smáþjóðaleikar Þeir fjölmiðlar sem sendu blaðamenn til að fylgjast með mótinu og gengi íslensku keppend- anna, segir Guðmundur Helgi Þorsteinsson, eiga þakkir skildar fyrir sitt framlag. ast með þeim sem þar voru. Á leikunum mátti sjá sjónvarps- tökumenn frá nokkrum þjóðanna sem tóku þátt í leikunum og greini- legt að þar vildu menn fá myndir af íþróttamönnunum við keppni. Rík- issjónvarpið hefði með litlum til- kostnaði geta náð í gott efni, jafnt frá íþróttahliðinni sem menningar- hliðinni. Það má leiða að því líkur að verulegur hluti íslenskra íþróttamanna og þau sérsambönd sem hafa undirbúið íþróttamenn sína til þátttöku séu að einhverju leyti á villigötum þar sem ríkis- sjónvarpið hefur þegar dæmt leik- ana og þátttöku okkar þar að nokkru leyti ómerk með afskipta- leysi sínu. Þetta hlýtur einnig að vera forystumönnum íþróttahreyf- ingarinnar áhyggjuefni og skiptir þá ekki máli hvar menn standa í flokki. Kostunarmenn ríkissjón- varpsins, þar á meðal íþróttamenn og áhugamenn um íþróttir áttu meira skilið frá Liechtenstein en raun bar vitni. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sá ástæðu til að heiðra ís- lenskt íþróttafólk með nærveru sinni og horfði hann meðal annars á íslenska kvennalandsliðið í blaki etja kappi við stallsystur sínar frá San Marínó. Svo einkennilega vill til að Bjöm er einmitt yfirmaður stofnunarinnar sem í hlut á. Björn hafði gaman af leiknum og heilsaði upp á íþróttamennina að leik lokn- um og fyrir það á hann þakkir skildar enda skiptir það íþrótta- mennina máli að með þeim sé fylgst. Vonandi verður það ekki hlut- skipti Bjöms að fara utan sem eini fulltrúi stofnunarinnar í framtíð- inni, en ekki verður honum kennt um þar sem hann markar ekki dag- skrárstefnuna. Þeir fjölmiðlar sem sendu blaðamenn til að fylgjast með mótinu og gengi íslensku keppendanna eiga þakkir skildar íyrir sitt framlag. Það er von mín og margra annarra að aðrir geri betur næst. Höfundur er varaformaður BLÍ. tr Kístur • Kabissur • Sófasett Flugnabani • Borðstofuhúsgögn Málverk • Fataskápar • Speglar Kertastjakar • Klukkur • Borðdúkar Glös • Barnastólar • Barnavagnar Kommóður • Bekkir • Borð Kveikjarar • Lampar • Veggljós Sölu- sýning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.