Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rektor Háskólans á Akureyri brautskráði 100 kandídata á háskólahátíð Framkvæmdavaldið fylgi stefnu stjórnvalda eftir Morgunblaðið/Kristján FJOLMENNI var á háskólahátíð Háskólans á Akureyri í Glerárkirkju á laugardag. Þaðan voru brautskráðir 100 kandídatar og m.a. fyrstu leikskólakennararnir á háskólastigi. HÁSKÓLINN á Akureyri braut- skráði 100 kandídata á háskólahátíð í Glerárkirkju sl. laugardag. Að þessu sinni voru 16 leikskólakennarar brautskráðir í fyrsta sinn á háskóla- stigi. Nám fyrir leikskólakennara hófst fyrst hér á landi í HA haustið 1996, námið tekur þrjú ár og lýkur með B.Ed gráðu. Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, gerði stefnu nýrrar ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í byggða- og menntamálum að umtalsefni í ávarpi sínu á hátíðinni. I máli hans kom fram að markmið rík- isstjórnarinnar væru að treysta und- irstöður byggðar í landinu í sam- ræmi við nýsamþykkta þingsályktun um það efni. Opinberar aðgerðir miðist m.a. að því að á landsbyggð- inni verði sterkir byggðakjamar sem bjóði upp á fjölbreytta atvinnu, menntun, velferðarþjónustu og góð búsetuskilyrði. Menntun á háskólastigi verði efld auk þess sem enn ríkari áhersla verði lögð á rannsóknir og vísindi. Fjar- kennsla og fjamám verði aukin í sam- vinnu við þá skóla sem nú era starf- andi á framhalds- og háskólastigi. „Fagna ber þessum áherslum nýrrar ríkisstjómar á mikilvægi há- skólanáms, rannsókna og byggða- mála. En eins og vitað er fara ekki alltaf saman orð og gerðir. Áður- nefndir stjómmálaflokkar hafa starf- að saman í ríkisstjórn frá árinu 1995. Á þessu tímabili hefur búsetuþróun í landinu verið afar óhagstæð lands- byggðinni. Þannig hefur fólki á landsbyggðinni fækkað um tæplega 2.000 en fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæplega 10.000.“ Þorsteinn óskaði nýrri ríkisstjórn velfamaðar en sagði að í Ijósi reynslu síðasta kjörtímabils væri nauðsynlegt að þessum almennu yf- irlýsingum yrði fylgt eftir með að- gerðum sem duga og að eftirlit verði haft með að framkvæmdavaldið, sem í eðli sínu sé höfuðborgarmiðað, fylgi stefnu stjómvalda eftir. Framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu „Háskólinn á Akureyri vinnur nú að gerð samnings við Byggðastofnun um samstarf í atvinnu- og byggða- þróun. Þar heita samningsaðilar að vinna að eflingu rannsóknar- og þró- unarstarfs atvinnulífs á landsbyggð- inni og að stefna skuli að því að sem flestir þættir rannsóknar- og þróun- arstarfsemi atvinnulífsins fari fram á landsbyggðinni.“ Þorsteinn sagði að Alþingi hefði nýverið samþykkt ný lög um Háskól- ann á Akureyri, sem taka munu gildi 1. júlí nk. Helstu nýjungarnar í þess- um lögum eru að gert er ráð fyrir að komið verði á fót framhaldsnámi við háskólann, þ.e. til meistara- og dokt- orsgráðu. „Þegar er hafinn undirbúningur að því að koma á fót sjálfstæðu meistaranámi í hjúkranarfræði auk þess sem unnið er að skipulagningu sérhæfðs framhaldsnáms í dreifbýl- islækningum - hjúkrun innan heil- brigðisdeildar. Ég vek einnig athygli á því að síðar á þessu ári munu sex hjúkranarfræðingar Ijúka fjarnámi tÖ meistaragráðu í hjúkranarfræði, sem þeir hafa stundað við Royal Col- lege of Nursing við Háskólann í Manchester, í samvinnu við heil; brigðisdeild Háskólans á Akureyri. í öðram deildum skólans er einnig hafin undirbúningsvinna varðandi framhaldsnám.“ Átak í byggingu stúdentagarða Þorsteinn kom einnig inn á hús- næðismál stúdenta og sagði að vegna húsnæðisskorts hefðu á síðasta ári tugir stúdenta afþakkað nám við há- skólann. „Það er mikið ánægjuefni að nú er verið að gera átak í bygg- ingu stúdentagarða fyrir Háskólann á Akureyri. Viðræður standa yfir við verktaka og fjármögnunaraðila um byggingu 30 2ja og 3ja herbergja stúdentaíbúða í nágrenni háskóla- svæðisins, sem yrðu tilbúnar til af- hendingar næsta sumar. I áætlun um fjármögnun er gert ráð fyrir að Félagsstofnun stúdenta kaupi 10 íbúðir strax og hinar eins fljótt og auðið er. Þessi fjölgun stúdentaíbúða mun gjörbreyta allri húsnæðisað- stöðu á Akureyri til hins betra.“ Háskólinn á Akureyri hóf síðast- liðið haust fjarkennslu á fyrsta námsári í hjúkrunarfræði til Isa- fjarðar og stunda 10 nemendur þetta nám þar. Þessi námsbraut er sú eina á háskólastigi á Islandi sem býður upp á fjarnám sem er fullkomlega sambærilegt við staðbundið nám. Þorsteinn sagði að árangur nemend- anna á ísafirði væri glæsilegur og fullkomlega jafngildur á við heima- nemendur á Akureyri. Tæknilegar aðstæður standast ekki lágmarkskröfur „Þetta brautryðjendastarf hefur vakið mikla athygli og fær háskólinn áskoranir alls staðar að af landinu til að koma fjarnámi á sem víðast. Eng- in von er til þess að háskólinn geti sinnt öllum þeim beiðnum sem ber- ast um fjamám. Ástæður þess eru bæði tæknilegar og fjárhagslegar. Tengingar Landssímans era hvorki nægilega hraðvirkar né er skipulag flutningskerfis hans nógu skilvirkt til að hægt sé að bjóða upp á fjarnám hvar sem er. Vonandi er hér um tímabundið ástand að ræða en háskólinn getur ekki axlað þá ábyrgð að hefja fjamám þar sem tæknilegar aðstæður stand- ast ekki lágmarkskröfur. Fjárhagur skólans leyfir heldur ekki aukið um- fang starfseminnar á sviði fjarkennslu þrátt fyrii- fagrar yfirlýsingar stjóm- málamanna um gildi hennar.“ Háskólar ekki Iengur einráðir Þorsteinn sagði að háskólar væra ekki lengur einráðir á þeim sviðum sem snerta kennslu og rannsóknir, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki hafi í auknum mæli tekið að sér hluta af þeirri starfsemi sem aðeins há- skólar sinntu áður. Þessi þróun sé í höfuðatriðum jákvæð og stuðli að hraðari framþróun vísinda og tækni. „Ekki eru þó allir háskólamenn sammála um ágæti þessara breyt- inga og sumir þeirra áköfustu hafa skorið upp herör gegn þeim fyrir- tækjum og aðilum sem standa í far- arbroddi þessarar þróunar,“ sagði Þorsteinn og bætti við að slík valda- barátta dragi úr trú almennings á gildi háskólamenntunar og kæfi margar vænlegar hugmyndir sem gætu orðið landi og þjóð til heilla. „Háskólar eiga að vera stökkpallur inn í framtíðina og í hugmyndinni um háskóla era tækifæri ungu kyn- slóðarinnar falin.“ Auk leikskólakennara var 21 brautskráður með BS-próf í hjúki-un- arfræði úr heilbrigðisdeild, 16 með B.Ed.-próf í kennslufræði úr kenn- aradeild, 28 með próf í kennslufræði til kennsluréttinda, 14 með BS-próf í rekstrarfræði úr rekstrardeild og 1 með framhaldsnám í gæðastjómun og 4 með BS-próf í sjávarútvegsfræði úr sjávarútvegsdeild. Skólahátíð Samvinnuháskólans Á SKÓLAHATÍÐ laugardaginn 22. maí útskrifaði Samvinnuhá- skólinn á Bifröst 32 rekstrarfræð- inga og 12 BS-rekstrarfræðinga. Á þessu skólaári Samvinnuhá- skólans voru 140 einstaklingar skráðir til náms, þar af voru 16 skráðir við nám í frumgreina- deild, 70 í rekstrarfræðadeild og 30 í rekstrarfræðadeild II. Þá hófu 24 nemendur nám við nýja deild háskólans, fjarnámsdeiíd nú um síðustu áramót. Meðalald- ur nemenda í skólanum í vor var tæplega 29 ár. Nemendur komu víðsvegar að af iandinu. Þá stunduðu fjórir erlendir nemend- ur frá Þýskalandi og HoIIandi nám við skólann á vormisseri. Besta árangri í hópi rekstrar- fræðinga náðu Daðey S. Einars- dóttir og Sigurður Rúnar Magn- ússon. Besta árangri þeirra sem luku BS-prófi náðu þær Björg Elsa Sigfúsdóttir og Linda Rut Benediktsdóttir. Jónas Guðmundsson rektor lætur í sumar af því embætti og heldur í tveggja ára leyfi til starfa og náms erlendis. Jónasi voru þökkuð vel unnin störf í þágu stofnunarinnar á liðnum ár- um. Við starfi hans tekur Runólf- ur Ágústsson. Utskrifaðir rekstrarfræðingar: Arna Pálsdóttir, Auður Steinars- dóttir, Bernhard Þór Bernhards- son, Birna Þorbergsdóttir, Björn Garðarsson, Borghildur Kristín Magnúsdóttir, Búi Orlygsson, Daðey S. Einarsdóttir, Dagrún Ingvarsdóttir, Elfa Ingibergs- dóttir, Ellen María Sveinbjörns- dóttir, Eva Steinunn Sveinsdótt- ir, Fannar Baldursson, Guð- mundur Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Hafsteinn Jóhann Hannesson, Hallgrímur Magnús Sigurjónsson, Ingi Þór Rúnars- son, Kristín Guðjónsdóttir, Lóa Ólafsdóttir, Magnea Lilja Þor- geirsdóttir, Ólöf Lilja Eyþórs- dóttir, Rakel Óskarsdóttir, Ró- bert Marinó Sigurðsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Guðmunds- son, Sigurður Rúnar Magnússon, Steinar Gunnarsson, Unnsteinn B. Eggertsson, Valdís Eyjólfs- dóttir, Þorvarður Sigurbjörnsson og Þóra Sverrisdóttir títskrifaðir BS-rekstrarfræð- ingar: Ásta Mikkaelsdóttir, Björg Elsa Sigfúsdóttir, Brynja Vignis- dóttir, Brynjar S. Sigurðarson, Dagný Þórólfsdóttir, Geirlaug Jóhannsdóttir, Gylfi Þór Gylfa- son, Jón Guðmundur Ottósson, Kristinn Kristófersson, Linda Rut Benediktsdóttir og Margrét Helgadóttir. NÝUTSKRIFAÐIR rekstrarfræðingar frá Samvinnuháskólanum. REKSTRARFRÆÐINGAR sem luku BS-prófi f vor. ÉmJmm M X—a m/*á- i 1 i1 Al Wmm ■ ■' 1 HÉbjlf f . ■ / - ■ ■ ■ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.