Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 69

Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 69 söguhetjan meingölluð þótt hún vilji hjálpa." Myndarlegir dópistar Hvernig fannst þér Trainspotting? „Eg er beggja blands," svarar Mullan. „Mér fannst gaman að vinna að henni. Danny Boyle er frábær leik- stjóri og bókin er góð. Ég var í sex daga á tökustað en hef ennþá blendn- ar tilfinningar þegar ég horfi á hana.“ Aíhverju? „Þetta er myndarlegasti hópur eit- urlyfjasjúklinga sem ég hef nokkum tíma séð. Eiturlyfjasjúklingamir sem verða á vegi mínum em feitir. Þama em þeir allir grannholda og sinaseigir. Kjaftæði! Sannleikurinn er sá að þeir borða heil ósköp af súkkulaði og fitna. Þeir klæðast ekki flottum stuttermabolum." Og líta ekki út eins og Ewan MacGregor? „Svo sannarlega ekki!“ Hann þagn- ar smástund og hvíslar svo: „Tenn- umar.“ Hann lítur á mig leyndar- dómsfullum augum: „Vissir þú að tennumar verða svartar í heróínsjúk- lingum og detta úr þeim. Ég hef samt aldrei tekið eftir því í kvikmyndum.“ Hann heldur áfram: „Við vomm að búa til viðburð. Myndarinnar á fyrst og fremst eftir að vera minnst fyrir það. Það tókst. En ef maður brýtur heilann um hana er hún eins og snakk; hún er ekki full máltíð.“ Ég heiti Joe er ærin magafylli. „Já,“ svarar Mullan, „en samt líð- ur manni ekki eins og maður sé pakksaddur. Þetta er engin Mac- Donaldshamborgari. Þetta er ekki: „Komdu með peningana, fáðu þér snakk, dmllaðu þér út.“ Myndin vek- ur mann til umhugsunar.“ Hann tek- ur sér málhvíld enda raddböndin lík- ast til að brenna yfir. Svo heldur hann áfram: „í gærkvöldi horfði ég á náunga sem heitir Joe og hann var furðulega líkur mér. Samt hafði ég ekld hugmynd um hvað hann tæki sér næst fyrir hendur.“ Hann þagn- ar aftur og bætir svo við: „Ég man það ekki því ég skemmti mér svo vel við tökumar." Er hann líkur þér? „Nei,“ svarar hann. „Jú, annars,“ leiðréttir hann sig. „í aðalatriðum,“ bætir hann við. „Ég reyni að vinna eftir lögmálum sem ég set mér. Ég hef neitað mörgum verkefnum vegna þess að ég hafði ekki trú á þeim. Og ég er pólitísk skepna. Við emm ólíkir að því leyti að hann hafði ekki sömu menntun og ég. Hann fékk ekki sömu tækifæri. En okkur er svipað innan- brjósts. Hann er ástríðurfullur; hann er gallaður vegna þess að lögmál geta verið veikleiki. Það á líka við um mig.“ Hann er fótboltaunnandi. „Já og ég er áhangandi Celtic.“ Ertu fjölskyldumaður? „Já, ég á tvo krakka; dreng sem er sjö ára og stelpu sem er 10 mánaða. Eg held að Joe hafi ekki átt krakka." Sem hann vissi um, skýtur blaða- maður inn í. „Einmitt," segir Mullan ákafur. ,Algjörlega,“ bætir hann við. „Ég var ánægður með að hann [Loach] notaði upprifjunina um fortíðina. Hún virkaði. Þetta var ekki í hand- ritinu, en það var áhugavert að sjá hana. Atriðið var bara tekið upp svo * ég kæmist inn í persónusköpunina; það var ekki í sögunni. Þess vegna var ég hræddur um að það yrði ekki í myndinni. Hann tók upp atriðið og notaði 60 millimetra vegna þess að hann vildi ekki eyða peningum. Og það virkaði.“ Keflavaltarar Dregnireða sjálfkeyrandi. Nýir og notaðir BOMRG Sími 568 1044 FÓLK í FRÉTTUM „ÉG VEIT að þetta er fótbolti, en hann skiptir okkur máli. Veistu hvað ég á við?“ spyr þjálfarinn Joe Kavanagh í myndinni. Hvar ann- ars geta krakkamir úr fátækrahverfunum staðið jafhfætis öðrum? Gamall Trotskýisti Mullan hóf ferilinn í pólitískum leikhópi sem ferðaðist á milli verk- smiðja og flutti áróðursleikrit. Þar dreifði hann boðskap verkalýðsins, allt þar til fyrir tíu árum. Ér það ástæðan fýrir því að hann kallar sig pólitíska skepnu? „Já,“ svarar hann. „Ég er sósí- alisti.“ Harðlínukommi? „Já, gamall trotskýisti býst ég við,“ svarar hann ljúflega. „Sósíalist- um hefur gengið erfiðlega undanfar- ið. En það sem hefur verið okkur gott er hin algjöra nálarskoðun sem við höfum gengið í gegnum. Ég var sósíalisti þegar ég ólst upp. Þá fóru menn til Rúmeníu, fylgdust með ill- menninu, hrottanum Ceausescu, og sögðu þegar þeir komu tilbaka: „Þetta var allt í himnalagi, félagar." Ég var nítján ára og ég trúði þessu. Ég vissi ekki að þetta væri allt tilbúningur. Þegar félagi okkar kom til baka og sagði þetta það besta síðan niðursneitt brauð var fundið upp trúðum við því. Og Kommún- istaflokkurinn reyndi að telja okkur trú um að Jósef Stalín væri hinn mikli bjargvættur. Þar varð okkur á í messunni. Þeir sviku málstaðinn miklu frekar en Margrét Thatcher eða Ronald Reagan.“ En þú trúir enn á grundvallarsjónar- miðin? „Já, ég trúi á það að verkamenn eigi að eiga framleiðslutækin.“ Samt vinnurðu í kvikmyndaiðnaðin- um sem er algjör andstæða við það sem þú heldur fram. „Vissulega, en þetta er þrætulist," svarar hann. „Hvað getur maður gert? Snýr maður við og segir: „Við skulum sniðganga kvikmyndahús vegna þess að þau eru kapítalísk.“ Það er allt kapítalískt núna! Við verðum að græða okkar eyri og reyna að nota hann í þágu málstað- arins. Annars sveltum við. Það væri ekki mikið vit í því. Kaldhæðnin við frumsýninguna var...“ ... rauði dregillinn? „Já,“ segir hann alvarlegur, „og að horfa á Rock Hill. Mér leið mjög óþægilega. Um leið vissi ég að ef ég færi þangað yrðu þeir manna fyrstir til að segja: „Sýndu okkur myndim- ar og segðu okkur allt um ferðina.“ Þannig lýsir valþröngin sér; þessi stöðuga valkreppa." Geturðu lýst fyrir mér tilfinningunni að mæta uppáklæddir á frumsýning- una í glæsivagni? „Pað var mjög skrýtið" segir hann með skelGngarsvip. ,JÞað var alit í lagi með klæðnaðinn. Ég var bara í skota- pilsi. En limúsínumar eru stórfurðu- legar. Ég dauðvorkenndi þeim sem biðu spenntir uppi í trjáim með myndavélamar eftir kvikmynda- stjömum þegar ég og Louise stukk- um úk Þeir höfðu ekki hugmynd um hver við vorum. Samt tóku þeir mynd- ir vegna þess að ég var í skotapilsi. Ef maður leggur þettaásigá maður skil- ið Bruce Willis eða einhvem af því kaUberi. Svo var skrýtið að ganga eft- ir rauða dreglinum. Það var líka skemmtileg tHGnning vegna þess að maður vissi að þaðyrði bara einu sinni á lífsleiðinni. Én skrýtið var það. Ég get vel ímyndað mér að þetta sé ástæðan fyrir því að kvikmynda- stjömur gangi af göGunum. Ef menn upplifa þetta þrisvar til fjórum sinn- umáári hljóta þeir að missa glóruna. “ Arínrrnfi r- ,— r-* FjöMamorð undir sélinni, 5 690691 20000 'm jr Ifer* r \ rrn j | r**" r n I 1 f* 1 R7T1 tí!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.