Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 70

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Allsherjar ævintýri rétt að byrja Söngkonan unga, Svala Björgvinsdóttir, hefur fyrir milligöngu Skíf- unnar undirritað útgáfusamning við Priority, dótturfyrir- tæki útgáfusam- steypunnar EMI. ÍSLENSKIR tónlistarmenn verða sífellt meira áberandi á alþjóðavett- vangi og nú hefur Svala Björgvins- dóttir bæst í hóp þeirra. Að sögn Steinars Bergs hjá Skífunni er út- gáfusamningur hennar við Priority Reeords með stærri samningum sem gerðir hafa verið við nýliða í tónlistarheiminum til þessa. Skífan hefur unnið að því i rösk tvö ár að gera upptökur með Svölu og kynna hana á erlendum vett- vangi og hefur þetta kynningarátak nú leitt til framangreinds tímamóta- samnings. Jafnframt hefur verið unnið að upptöku íyrsta geisladisks Svölu. Sú vinna hófst fyrir einu og hálfu ári og er stefnt að því að henni ljúki í ár. Virtir upptökustjórar eru við stjómvölinn og lögin á disknum eru eftir kunna erlenda höfunda, auk þess sem Svala leggur sjálf hönd á plóg við tónsmíðamar. Svala varð landsþekkt fyrir flutn- ovav; ’arsson ing sinn og hljómsveitarinnar Scope á langinu „Was it all it was“ þegar hún var aðeins sautján ára. Þá þeg- ar var ákveðið að hún gerði geisla- disk fyrir Skífuna sem stefnt yrði á alþjóðlegan markað. Jafnframt var ákveðið að ekki yrði hafíst handa um gerð disksins íyrr en að hún lyki stúdentsprófí. Ánægð með miklar kröfur Svala segist hlakka til að takast á við þetta stóra verkefni, þar sem fyrirhugað er að gefa út sex hljóm- diska á næstu ámm, ef allt gengur að óskum og fylgja þeim eftir með tónleikum víðs vegar um heim. Hún segist taka miklum kröfum fagn- andi, þannig vilji hún vinna og upp- skera annaðhvort allt eða ekkert. „Fyrsti diskurinn er prófsteinn því viðtökumar á honum ráða svo miklu um framhaldið," segir Svala. „Mér er í rauninni hent út í djúpu laugina og þarf að læra að synda strax. Þetta er eitt allsherjar ævintýri og rosaleg vinna, en ég er staðráðin í að gera mitt besta.“ Svala kveðst hafa tekið út tónlist- arlegan þroska á síðustu missemm og þar hafi m.a. munað um hvatn- ingu föður síns, Björgvins Halldórs- sonar, sem sé kröfuharður gagnrýn- andi. Einnig er hún þakklát fyrir þann stuðning og traust sem Skifan hefur sýnt henni. f góðum félagsskap Söngrödd Svölu þykir hafa mjög sterk sérkenni sem er ein mikilvæg- asta forsenda þess að spjara sig í hinni hörðu samkeppni sem ríkir í tónlistarheiminum. Þó að Priority Records sé dótturfyrirtæki EMI út- gáfurisans, flokkast það undir óháðu fyrirtækin í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í út- gáfu á rapp, hipp-hopp og R & B tónlist og náð góðum árangri á því sviði. Meðal listamanna þeirra em Snoop Dogg, Ice Cube, Master P. og fleiri. EMI, hið alþjóðlega út- gáfufyrirtæki Svölu, er eitt öflug- asta hljómplötufyrirtæki í heimi og Svala verður því í fríðum flokki listamanna sem fyrirtækið hefur á sínum snæmm. Þar má nefna Roll- ing Stones, Queen, George Michael, Blur, Radiohead, Spice Girls, Skunk Anansie og Lenny Kravitz. Svala heldur innan tíðar utan til að semja og ljúka við upptöku síð- ustu laganna á væntanlegum geisla- diski. Þar til hann kemur út er fátt annað að gera fyrir íslendinga en að krossleggja fingur og senda Svölu baráttukveðjur út í hinn harða alþjóðlega tónlistarheim. SVALA Björgvinsdóttir héfur gert túnamóta útgáfusamning. Svala Björgvinsdóttir gerir stórsamning Dýfðu í 1000 eyja sósu á mbl.is, leik þar sem þú getur unnið miða fyrir tvo með súpu og brauði á leikritið 1000 eyja sósu eftir Hallgrím Helgason eða kvöldverð fyrir tvo í Iðnó við Tjörnina. Um þessar mundir frumsýnir Hádegisleikhús Iðnó 1000 eyja sósu, nýtt leikrit eftir Hallgrím Helgason. í verkinu kynnumst við Sigurði Karli sem er ævintýramaður í íslensku viðskiptalífi. Taktu þátt í leiknum, það er aldrei að vita! H>mbl.is -J\LLTAf= £/TTH\SA£J A/ÝTT~ 1000 eyja sósa frumsýnd í Iðnó Morgunblaðið/Jón Svavarsson FLUGFREYJAN tekur á móti gestinum. STEFÁN Karl sestur í flugsljórasætið. KOLBRÚN Guðmundsdóttir flugfreyja gerir athugasemdir við farsímanotkun... ... svo hann laumast til að tala 1 farsímann á salerninu. Hitað upp í flugvél ►EINLEIKURINN 1000 eyja sósa eftir Hallgrím Helgason verður frumsýndur á morgun í hádegisleikhúsi Iðnó. Gamanieik- arinn Stefán Karl Stefánsson túlkar þar ævintýramanninn Sig- urð Karl sem hefur flækt mál sín svo rækilega að hann ákveður að koma sér úr landi. Leikritið ger- ist í flugvél og að því tilefni brá Stefán Karl sér í prufúferð til að hita upp fyrir frumsýningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.