Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5091100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3010, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Rannsókn hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur á heilablóðfalli Færri tilfelli hér en á öðrum Vesturlöndum Kemur Kasparov til íslands? FYRIRHUGAÐ er að halda sterkt atskákmót hér á landi síðar á þessu ári, að sögn Askels Arnar Kárasonar, ný- kjörins forseta Skáksambands Islands. Ef af því verður eru möguleikar á því að Gary Kasparov taki þátt. Þegar hef- ur verið komið að máli við hann og hann hefur lýst áhuga sínum á því að koma en ekki er enn ljóst hvort af mótinu verð- ur. Það veltur m.a. á fjár- magni. Mótið yrði skipað fleiri sterkum skákmönnum og myndi standa yfir í þrjá til fjóra daga, að sögn Áskels. ■ Kvíði ekki/13 NIÐURSTÖÐUR rannsóknar sem fram fór hjá Sjúkrahúsi Reykjavík- ur benda til þess að heilablóðfall sé vægari sjúkdómur hér á landi en annars staðar á Vesturlöndum. Bæði eru afleiðingar hans vægari og þeir færri sem verða fyrir hon- um. Læknamir Jón Hersir Elíasson, Einar Már Valdimarsson og Finn- bogi Jakobsson, á taugalækninga- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, unnu að rannsókninni en á SHR er rekin sérstök heilablóðfallseining, sem er til húsa á Grensásdeild. Arin 1996 og 1997 greindust 377 heilablóðfóll á SHR og voru afdrif sjúklinganna rannsökuð. I ljós kom að 17% þeirra sem fengu heilablóðfall létust eftir að komið var á sjúkrahús, sem lækn- amir segja lægra hlutfall en þekkist úr sambærilegum erlendum rann- sóknum. Þá em einkenni sjúkling- anna hérlendis ekki eins alvarleg. Einar Már Valdimarsson segir dán- arhlutfall vegna heilablóðfalls hafa farið lækkandi víða á Vesturlöndum og telur þessa þróun geta verið lengra komna hér á landi. „Astæð- umar em ekki ljósar en hafa verið raktar til batnandi ástands hvað varðar áhættuþætti, aukinna for- vama og betri bráðameðferðar. Notkun magnyls í segavamarskyni virðist útbreidd hér á landi og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar vel upplýst um gagnsemi þess. Blóðþynningu til vamar heilablóð- falli virðist beitt þar sem hún á við og meðferð við hækkuðum blóð- þrýstingi er almenn.“ Einar segir að skjót viðbrögð til að spoma við því að sjúklingum versni enn meir og endurhæfing frá fyrsta degi skipti miklu máli. ■ Heilablóðfóll/11 4 v| IHgg f/í . i _ ‘ö r/J® ÍHi Eftirlitsstofnun EFTA efast um réttmæti íslenskra styrkja Kannar styrkveitingar til kvikmyndagerðar EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvort styrkir, sem íslensk stjórnvöld hyggjast veita kvik- myndaframleiðendum vegna kvik- mynda sem framleiddar eru á Is- landi, samrýmast samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Lög þessa efnis vom samþykkt á Al- þingi í mars síðastliðnum. Tilgangnrinn að laða hingað erlenda framleiðendur Tilgangur laganna er að laða hingað til lands erlenda framleið- endur kvikmynda og sjónvarps- mynda og yrðu allt að 12% kostnað- ar sem til verður hérlendis endur- greidd. Ekki yrðu styrktar myndir sem kosta undir 80 milljónum króna og myndir sem kosta yfir 121 milljón nytu 12% endurgreiðslu- hlutfallsins. Til að koma til greina við styrkúthlutun er í lögunum skil- yrt að erlendu aðilarnir stofni fyrir- tæki á Islandi, skili nákvæmri kostnaðar- og fjármögnunaráætlun, að framleiðslan tald ekki lengri tíma en þrjú ár og að endurskoð- andi fari yfir kostnaðartölur. í frétt frá Eftirlitsstofnun EFTA segir að þrátt fyrir almennt já- kvætt viðhorf stofnunarinnar til að- stoðar við menningarmál dragi stofnunin í efa réttmæti ríkis- styrkja við kvikmyndaframleiðend- ur á þann hátt sem íslensku lögin gera ráð fyrir. Þess vegna hafi Eft- irlitsstofnunin ákveðið að hefja formlega rannsókn á réttmæti styrkjanna. Hefur hún jafnframt óskað eftir því að íslensk stjórnvöld bíði með að hrinda styrkveitingun- um í framkvæmd þar til niðurstaða liggur fyrir. Morgunblaðið/Kristján Sumarið er komið - fyrir norðan AKUREYRINGAR eru þess nd fullvissir að sumarið sé komið. Þá var enda marga farið að lengja eftir sumarkomunni, því veð- urguðirnir hafa farið frostköld- um krumlum um Norðlendinga mánuðum saman.Veðrið lék við bæjarbúa um sjómannadagshelg- ina og í gærdag fór hitinn í 17 stig. Blómarósirnar Sofffa Rut Gunnarsdóttir og Kristín Dögg Jónsdóttir, sem starfa hjá um- hverfisdeild bæjarins, voru að gróðursetja blóm á Eiðsvellinum i blíðunni í gær og voru í sannköll- uðu sumarskapi. Þær stöllur voru þess jafnframt fullvissar að svona yrði veðrið í sumar og það væri einmitt góða veðrið sem gæfi starfinu gildi. Erró sýnir í Jeu de Pomme JEU de Pomme-safnið í París mun í haust halda sýningu á verkum Errós. Um er að ræða einkasýningu sem nær yfir alla sali safnsins og segir listamaður- inn um 70 stór verk verða á sýn- ingunni. Að sögn Errós kemur töluverð- ur hluti verkanna frá Listasafni Reykjavíkur og verður lögð nokkur áhersla á pólitísk verk. Sýningin í Jeu de Pomme er tölu- verður vegsauki fyrir listamann- inn sem segir þetta álíka heiður og að vera boðið að sýna í Louvre-safninu. Erró segir það hafa staðið til í nokkurn tíma að verk hans yrðu sýnd í Jeu de Pomme. Hann segir að gaman verði að fá að enda öldina í safn- inu. Sýningin verður opnuð 25. október og lýkur 2. janúar nk. ■ Stór sýning/31 --------------- Kaupa í búlg- örsku lyQa- fyrirtæki FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Icon- sjóðurinn ehf., sem er í eigu lyfja- fyrirtækisins Pharmaco og Amber Intemational Ltd., hefur keypt ásamt Morgan Grenfell & Co. og Deutsche Bank meirihluta hlutafjár í lyfjafyrirtækinu Balkanpharma í Búlgaríu. Hlutur Iconsjóðsins er um 700 milljónir króna eða um það bil helmingur hlutafjár. Eignarhlutur Amber Int. er 52% en Pharmaco hf. 48% í Iconsjóðnum og er heildarhlutafé sjóðsins 375 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Iconsjóðsins er Björgólfur Guð- mundsson en tilgangur sjóðsins er að fjárfesta hérlendis og erlendis, sem og ráðgjafa- og lánastarfsemi. Balkanpharma er lyfjadreifingar- fyrirtæki í Búlgaríu sem framleiðir hráefni til lyfjagerðar, flestar teg- undir lyfja og ýmsar skyldar vörur. Fyrirtækið hefur keypt þrjár af stærstu lyfjaverksmiðjum í Búlgar- íu, sem verið er að einkavæða. Balkanpharma rekur einnig nokkur dótturfyrirtæki, meðal annars í Rússlandi og Ukraínu. Hjá fyrir- tækinu starfa um 6.000 manns og hefur verið hagnaður af rekstrinum undanfarin ár. Velta í ár er áætluð yfir 8.000 milljónir króna og reiknað er með 30% aukningu á næsta ári. ■ 700 milljónir/18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.