Morgunblaðið - 10.06.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 10.06.1999, Síða 1
4 I e STOFNAÐ 1913 128. TBL. 87. ARG. FIMMTUDAGUR 10. JUNI1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Júgóslavneskir hershöfðingiíar undirrita samning við NATO Samþykkja að flylja herlið sitt frá Kosovo Brottflutningi serbnesku hersveit- anna á að ljúka innan ellefu daga Kumanovo, Brussel, Washington, Belgrad. Reuters. JÚGÓSLAVNESKIR hershöfðingjar undirrituðu í gærkvöldi samning við yfírmenn hersveita NATO um að serbnesku hersveitii’nar í Kosovo yrðu fluttar þaðan á ellefu dögum. Standi Serbar við samninginn verð- ur hann til þess að NATO hættir loftárásum sínum á Júgóslavíu og fjölþjóðlegar hersveitir verða sendar inn í Kosovo til að tryggja að hartnær milljón landflótta íbúa héraðsins geti snúið þangað aftur. Bandarískir embættismenn sögðu þó að loftárásunum yrði haldið áfram þar til sannað þætti að brott- flutningurinn væri hafínn. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, myndi þá gefa fyrirmæli um að lofthernaðinum yrði hætt og Rússar myndu beita sér fyrir þvi með vest- urveldunum að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna staðfesti friðarskilmálana. Samkvæmt samn- ingnum eiga Serbar að flytja öryggissveitir sínar frá Kosovo i þremur áföngum innan ellefu daga, að sögn bandarískra embættis- manna. Neboisa Vu- jovic, aðstoðarutanrík- isráðherra Júgóslavíu, sagði að brottflutning- urinn myndi hefjast í dag og skoraði á NATO : að hætta loftárásunum strax. Bandarískur emb- ættismaður sagði að Júgóslavíuher hefði samþykkt alla skilmála NATO og að friðargæslusveitimar, sem senda á til Kosovo, yrðu undir stjóm banda- lagsins. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst „mjög ánægður" með samn- inginn og sagði hann „annað mikil- vægt skref ‘ í þá átt að koma á friði í Kosovo. G-8 hópurinn hjó á hnútinn Yfirmenn hersveita NATO og júgóslavnesku hershöfðingjarnir undirrituðu samninginn í frönskum herbúðum í Makedóniu laust eftir kl. 19 að ísl. tima í gærkvöldi eftir mjög viðburðaríkar samningavið- ræður. Nokkram klukkustundum áður höfðu júgóslavnesku samninga- mennirnir slitið viðræðunum og haldið áleiðis til Belgrad í því skyni að ráðfæra sig við júgóslavnesk stjórnvöld. Þeir snera hins vegar við á miðri leið, hringdu í yfirmenn NATO og sögðust hafa fengið „ný fyrirmæli" frá stjóm Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta og vilja halda viðræðunum áfram. Utanríkisráðherrar G-8 hópsins, sjö helstu iðnríkja heims og Rúss- lands, sem vora á fundi í Köln, höfðu þá blandað sér í viðræðurnar. Þeir hringdu í samningamenn NATO til að fjarlægja síðasta ásteytingar- steininn, setningu í samningsdrög- unum þar sem kveðið var á um að friðargæslulið ætti að fara inn í Kosovo sólarhring eftir að MIKE Jackson, hers- höfðingi NATO, skýrir frá samkomulaginu. serbnesku öryggissveitimar færa þaðan. Utanríkisráðherrarnir sam- þykktu að sleppa einfaldlega setn- ingunni til að júgóslavnesku hers- höfðingjarnir gætu undirritað samn- inginn. Rudolf Scharping, varnarmála- ráðherra Þýskalands, sagði áður en samkomulagið náðist að NATO hefði „nánast hætt“ loftárásum sínum á Júgóslavíu en embætt- ismenn NATO í Brus- sel og Bandaríkjastjórn vora fljótir að neita því. Jamie Shea, talsmaður NATO í Brussel, sagði að árásunum yrði ekki hætt fyrr en Serbar flyttu her- og lögreglu- sveitir sínar frá Kosovo. Flugvélar bandalags- ins fóra í 523 ferðir yfír Júgóslavlu síðasta sól- arhringinn áður en samkomulagið náðist, þar af í 130 sprengju- árásir á serbneskar ör- yggissveitir í Kosovo og herstöðvar í grennd við héraðið. Bandarískar sprengjuþotur af gerðinni B-52 vörpuðu tugum sprengna á hóp hermanna, skrið- dreka og stórskotavopn í Kosovo í gær meðan samningaviðræðurnar stóðu yfir. Ekki var vitað hversu mikið mannfall varð. Tveimur dög- um áður höfðu B-52 þotur varpað sprengjum á um 800-1.200 serb- neska hermenn í Kosovo og talið er að rúmur helmingur þeirra hafi fall- ið, að sögn The Washington Post. Samið um hlutverk rússneskra hermanna Samkomulagið í Makedóníu greiðir fyrir því að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykki ályktun um að senda friðargæslulið til Kosovo. Samkvæmt drögum að ályktuninni verða fjölþjóðlegar her- sveitir sendar til Kosovo í því skyni að tryggja að flóttafólkið geti snúið þangað aftur. I drögunum er ekki útlistað nákvæmlega hvaða hlut- verki NATO og rússneskir hermenn eiga að gegna í friðargæslunni. Stefnt er að því að útkljá það mál í Moskvu, þar sem vestrænir hers- höfðingjar hefja viðræður í dag um hvernig allt að 10.000 rússneskir hermenn geta tekið þátt í friðar- gæslunni án þess að virðast hlýða skipunum NATO. ■ Sættir eða dulið/28 Fögnuður í Belgrad BELGRAD-búar fagna undirritun samningsins um brottflutning serbneskra her- og lögreglusveita frá Kosovo. Ibúar borgarinnar flykktust út á göturnar þegar skýrt var frá samkornulaginu og margir hleyptu af byssum upp í loftið til að fagna tíðindunum. Ibúar Pristina, höfuðstaðar Kosovo, voru hins vegar skelfingu lostnir vegna serbneskra hermanna sem gengu berserksgang um göturnar í gær- kvöldi. Þeir sögðu að hermennirnir hefðu kveikt í húsum og hótað að drepa albanska íbúa borgarinnar áður en þeir færu þaðan. Evrópuþingkosning- ar hefjast í dag Bretar andvígir aðild að EMU London. Reuters, AFP. SKOÐANAKÖNNUN sem sýndi að breskur almenningur er mjög mótfallinn því að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) olli ríkisstjóm Verkamannaflokks- ins nokkrum erfiðleikum í gær, á lokadegi kosningabaráttunnar vegna Evrópuþingkosninganna sem fram fara í Bretlandi í dag. Jafn- framt hafði breski forsætisráðherr- ann Tony Blair nokkrar áhyggjur af almennu áhugaleysi vegna kosning- anna og birti hann grein í The Sun, víðlesnasta dagblaði Bretlands, þar sem hann hvatti kjósendur til að neyta atkvæðisréttar síns. Kosið verður til Evrópuþingsins á sunnudag í flestum Evrópusam- bandslöndunum fimmtán en Bretar ríða hins vegar á vaðið í dag. Fréttaskýrendur telja hins vegar h'klegt að áhugi fyrir kosningunum muni reynast einna minnstur í Bret- landi. Er talið að kjörsóknin verði jafnvel innan við 30 prósent. 21% hlynnt stefnu Blairs Tony Blair, sem vill að Bretland sé í forystu samstarfs ESB-ríkj- anna, átti undir högg að sækja í gær þegar ný skoðanakönnun virtist sýna aukna andstöðu við þá hug- mynd að ganga í EMU. Sýndi könn- un Channel 4-sjónvarpsstöðvarinn- ar að einungis 21 prósent kjósenda voru hlynnt þeirri stefnu Blairs að ganga í EMU þegar skilyrði til þess eru hagstæð. Hins vegar voru 46% aðspurðra hlynnt þeirri stefnu íhaldsmanna að útiloka aðild að EMU næstu tíu árin, eða þar til ljóst er orðið hver árangur verður af myntbandalaginu. ■ Prófraun/38 Skólp notað við fram- leiðslu dýrafóðurs Amsterdam, Brussel, París. Reuters. AFRENNSLISVATN frá salern- um og rotþróm og endumýtt vatn frá iðnfyrirtækjum hefur verið notað við framleiðslu dýrafóðurs, samkvæmt skýrslu franskrar eft- irlitsskrifstofu. Kom þetta fram í nýjasta hefti vikublaðsins Canard Enchainé í gær. í frétt blaðsins eru birtir kaflar úr skýrslunni, en þar segir meðal annars að „háalvarleg frávik frá reglum" eigi sér stað í matvæla- iðnaði. Nefnd eru dæmi um að fóðurverksmiðja hafi notað 1.794 tonn af skólpi á síðasta ári, og að annar fóðurframleiðandi hafi not- að ýmiss konar úrgang í fram- leiðslu sína. Var úrgangurinn fast- ur í síu sem allt vatn er notað var í verksmiðjunni rann um. Uppljóstranir vikublaðsins þykja ekki líklegar til að auka traust evrópskra neytenda á mat- vælaiðnaðinum, sem hefur beðið hnekki undanfarna daga í kjölfar díoxín-mengunar í fuglakjöti og öðram landbúnaðarafurðum, sem uppvíst varð um í Belgíu fyrir tveimur vikum. Mjólkursala Belga í trássi við tilskipun ESB Jean-Luc Dehaene, forsætis- ráðherra Belgíu, fullyrti í gær að Evrópusambandið hefði bragðist of hart við með því að banna inn- flutning á landbúnaðarafurðum frá Belgíu, enda væra 95% afurða þaðan ómenguð og fullkomlega hættulaus. Framkvæmdastjóm ESB hefur fyrirskipað að öllum afurðum frá bóndabýlum sem gætu hafa notað mengað fóður verði eytt, þar á meðal kjúklingum, eggjum, nauta- kjöti, svínakjöti og mjólkurvörum. Belgar fullyrða hins vegar að óhætt sé að drekka mjólk og neyta mjólkurvara, og óþarfi sé að fjarlægja þær úr hillum verslana. Talsmaður framkvæmdastjórnar- innar, Gerry Kiely, sagði í gær að þetta stangaðist á við tilskipunina, og væri ekki litið hýru auga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.