Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Skeljungur hf. stefnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara Afturkallaði samþykki við innflutningi um Akureyri SKELJUNGUR hf. hefur stefnt stjórn flutnings- jöfnunarsjóðs olíuvara fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur til að krefjast þess að ógilt verði afturköll- un sjóðsstjórnarinnar á samþykki við því að Akureyri verði skilgreind sem innflutningshöfn olíuvara. Skeljungur hefur áður óskað eftir því að Eftirlitsstofnun EFTA fjalli um það hvort lög um flutningsjöfnun olíuvara standist samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Fyrirtækið greiddi í íyrra 24 milljónum króna meira í sjóðinn en það fékk greitt úr honum. Að sögn Kristins hefur flutningsjöfnunarsjóðurinn rýrt afkomu Skelj- ungs um milljarða króna í gegnum árin en að sama skapi hefur sjóðurinn bætt afkomu Olíufé- lagsins hf. Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara hefur skil- greint Reykjavík, Hafnarfjörð og Hvalfjörð sem innflutningshöfn olíuvara. Sjóðsstjórnin sam- þykkti í lok síðasta árs ósk Skeljungs að telja Akureyri einnig til innflutningshafna. „Það hefur þá þýðingu að þá miðast dreifmgarkostnaður við Akureyri á þeirri olíu sem þangað er flutt inn en ekki við Reykjavík," segir Kristinn. „Þá er til- tölulega ódýrara að flytja olíu á alla staði í kring, t.d. Raufarhöfn, Þórshöfn, Húsavík, Vopnafjörð, Olafsfjörð og íleiri." A síðasta ári var málið, að sögn Kristins, tekið fyrir í stjórn flutningsjöfnunarsjóðsins og beiðni Skeijungs um að Akureyri yrði innflutningshöfn samþykkt skilyrðislaust og mótatkvæðalaust. „Við tókum fyrsta farminn inn í byrjun desember í fyrra, miðað við okkar markaðshlutdeild á svæðinu," sagði Kristinn. „Síðan gerist það, að kröfu fulltrúa keppinauta okkar í flutningsjöfh- unarsjóði, að málið er tekið fyrir aftur í stjórn- inni og í febrúar, 2-3 mánuðum eftir að við tókum inn fyrsta farminn á Akureyri, afturkallaði stjórnin áður veitta heimild til þess að Akureyri verði innflutningshöfn.“ Iþyngjandi ákvörðun með fáar hliðstæður Kristinn segir þessa ákvörðun eiga sér fáar hliðstæður. Hér sé um að ræða stjóm sem að meirihluta til sé tilnefnd af viðskiptaráðherra og með ólíkindum að hún telji sér heimilt að aftur- kalla ákvörðun með þessum hætti þegar aftur- köllunin sé íþyngjandi íyrir Skeljung. „Við teljum að þessi afturköllun sé ólögmæt og höfum stefnt stjórn flutningsjöfnunarsjóðs til þess að þola það að þessi afturköllun verði gerð ógild,“ sagði Kristinn. Fulltrúar olíufélaganna hafa hver um sig 1/3 úr atkvæði í stjórninni en tveir stjórnarmenn eru tilnefndir af ráðherra, þeir Georg Ólafsson, for- maður, og Jón Ögmundur Þormóðsson, skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu. Breytingin jók greiðslur til Skeljungs Kristinn sagðist telja að ákvörðunin hefði verið tekin undir þrýstingi frá samkeppnisaðilum Skeljungs. Reglur flutningsjöfnunarsjóðsins eru flóknar og miðast við ekna eða siglda kílómetra við flutning á olíuvöram. Kristinn segir að þótt greiðslur í sjóðinn hafí ekki breyst að ráði við það að Akureyri yrði innflutningshöfn þá hafi úthlut- unin til fyrirtækjanna breyst á þann hátt að greiðslur til Skeljungs hafí aukist en greiðslur til annarra minnkuðu að sama skapi. Skeljungur greiddi í fyrra 24 milljónir króna inn í sjóðinn umfram það sem félagið fékk út. Auk dómsmálsins hefur félagið fyrir um það bil hálfu ári kært löggjöfina um flutningsjöfnun olíu- vara til Eftirlitsstofnunar EFTA. „Við fórum fram á álit stofnunarinnar á því hvort þessi gömlu lög, sem eru að stofni til ættuð frá lokum heimsstyrjaldarinnar, færu í bága við samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið. Þar er málið nú til meðferðar." Áhrif á afkomu félaganna Kristinn segir að um 600 milljónir séu nú inn- heimtar í sjóðinn árlega og í kærunni til ESA komi fram að á 10 ára bili frá 1986-1996 hafí sjóðurinn skekkt afkomu Skeljungs gagnvart afí komu Olíufélagsins hf. um 800 milljónir króna. „í gegnum tíðina nemur þetta milljörðum," sagði Kristinn. „Þetta hefur alltaf haft áhrif á afkomu- tölur félaganna. Við höfum alltaf sýnt sem svarar mismuninum okkur í óhag lakari afkomu en þeir betri afkomu sem svarar mismuninum út úr sjóðnum þeim í hag.“ Þurfti dóm til að feðra börn látins manns HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness kvað í gær upp þann dóm að látinn maður skuli teljast faðir tvíbura, sem sambýliskona hans gekk með þegar hann dó og ól nokkru eftir andlát mannsins. Þótt maðurinn hefði áður en hann lést af slysförum veitt skriflegt samþykki íyrir og verið viðstaddur tæknifrjóvgunar- meðferð á konunni taldi sýslumaður í Kópavogi ekki hægt að úrskurða hann föður bamanna án þess að málið færi íyrir dóm. Eftir að bömin fæddust í lok síð- asta árs neitaði sýslumaðurinn í Kópavogi að lýsa hinn látna mann fóður þeirra. Sýslumaðurinn vísaði til stuðnings neitun sinni í 3. grein barnalaga, þar sem segir að sam- búðarmaður, sem samþykkt hafi skriflega og við votta að tækni- frjóvgun fari fram á sambýliskonu hans með sæði úr öðrum manni, skuli teljast faðir barns sem þannig er getið. Þessar kröfur um sam- þykki taldi sýslumaður ekki upp- fylltar. Eins og lög kveða á um höfðaði móðirin því, fyrir hönd tvíburanna, mál gegn eftirlifandi syni hins látna, fyrir hönd dánarbús hans, og gerði þá kröfu að viðurkennt yrði með dómi að sá látni væri faðir tvíbur- anna. Af hálfu dánarbúsins var ekki dregið í efa að maðurinn hefði verið faðir drengjanna, en á hinn bóginn mótmælti dánarbúið því að það yrði krafið um greiðslu á málskostnaði móðurinnar. Kvaðst sonurinn á eng- an hátt hafa staðið í vegi fyrir því að drengirnir yrðu rétt feðraðir og kvaðst telja óeðlOegt að hann yrði látinn bera kostnað af því, að skil- yrði laga fyrir feðrun barna væru með þeim hætti, að dómur sé nauð- synlegur til feðrunar undir þessum kringumstæðum. I niðurstöðum Ólafar Pétursdótt- ur dómstjóra segir að til viðbótar við samþykki mannsins við upphaf með- ferðar hafi Þórður Óskarsson læknir litið á það sem samþykki mannsins við tæknifrjóvgun að hann lét í té sæðisprufu til notkunar við frjóvg- unina og að hann hafi verið við- staddur alla meðferðina. Læknirinn telji ekki vafa undirorpið að maður- inn sé faðir tvíburanna. Þá var hvorum aðila, móðurinni og dánarbúinu, gert að bera sinn kostn- að af rekstri málsins en móðirin fékk gjafsókn og var lögmannskostnaður hennar greiddur úr ríkissjóði. Morgunblaðið/Þórarinn Leikskóla- kennarar í Kópavogi fá betri samning LEIKSKÓLAKENNARAR í Kópa- L vogi sem sagt höfðu upp störfum frá j og með 1. maí sl. hafa margir dregið uppsagnir sínar til baka þar sem P bæjarstjórn hefur boðið þeim betri samning. Leikskólakennarar í Kópa- vogi hafa verið mjög óánægðir með kjör sín og talið að ýmis sveitarfélög | í nágrenni Kópavogs hlúi betur að leikskólakennurum sínum. í framhaldi af uppsögnum leik- skólakennaranna sendi bæjarráð þeim bréf þar sem boðinn var betri L samningur og virðist sem flestir séu sáttir við það tilboð. Á þriðjudag var j sett á laggirnar sérstök leikskóla- I nefnd hjá Kópavogsbæ og sagði nýráðinn formaður nefndarinnar, Sigurrós Þorgrímsdóttir, að leik- skólakennurum hefði verið boðinn ágætur samningur og þeir væi'u byrjaðir að draga uppsagnir sínar til baka. Hún gat ekki tjáð sig um ein- stök samningsatriði og sagði það ekki liggja á borðinu hversu margir i væru búnir að draga uppsagnir sínar til baka en það kæmi í ljós í dag. Lést í bílslysi PILTURINN sem lést í bílslysinu á Reykjanesbraut á þriðjudags- kvöld, er bifreið hans lenti í árekstri við vöruflutningabifreið, hét Rafn Kristinsson, sautján ára, til heimilis að Brekkubyggð 52 í Garðabæ. Rafn var fæddur 30. október árið 1981. Hann var nem- andi í Menntaskólanum í Reykja- vík og hafði lokið öðru námsári sínu í skólanum. I skjóli skógar HÚN aðhafðist nokkuð, stúlkan sem leyndist í skjóli skógar í Hús- dýragarðinum í gær. Ekki harm- aði hún heimsókn ljósmyndarans líkt og sekir skógarmenn til forna heimsóknir njósnara er komust á snoðir um ferðir þeirra, enda var ekkert sem rak hana til skógar annað en vinnugleði og smekkur fyrir snyrtilegu umhverfi. Tími sumarblómanna er geng- inn í garð og nær senn hámarki grænum fingrum til gleði. Sérbiöð í dag Morgunblaðsins Sérblad um viðskipti/atvinnulíf ... , Með Morgun- blaðinu í dag er dreíft blaði frá Ræsí, „Mercedes- Benz. Til að ® mæta nýjum kröfum í nýjum Tll ið mœt« nfjum kröfum (nýjum heiml... heimi...“ Blað- inu er dreift á höfuðborgar- 1 svæðinu. Danir úr leik á HM í Egyptalandi/B6 Christian Vieri seldur til Inter fyrir metfé/B8 Fylgstu með nýjustu f réttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.