Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hættir hjá Samherja af persónuleg- um ástæðum ÞORSTEINN Vilhelmsson, einn af aðaleigendum Sam- herja hf. og annar af fram- kvæmdastjór- um útgerðar- sviðs, hefur ákveðið að láta af störf- um hjá fyrir- tækinu. Þorsteinn er einn af stofnendum Samherja og hefur starfað þar frá upphafi, í 16 ár, fyrstu 11 árin sem skip- stjóri og síðastliðin 5 ár sem útgerðarstjóri. Hann hefur set- ið í stjóm félagsins frá upphafi, þar af sem stjórnarformaður fyrstu 14 árin. I fréttatilkynningu frá Sam- herja segir Þorsteinn: „Þessi ákvörðun er tekin af persónu- legum ástæðum. Ég mun áfram sitja í stjóm Samherja og sinna þeim trúnaðarstörfum sem mér hafa verið falin af fyr- irtækinu, þótt ég láti nú af störfum sem útgerðarstjóri. Ég tel eðlilegt, þar sem þessi ákvörðun liggur fyrir, að láta strax af störfum. Hvað tekur við hjá mér er ekki ákveðið en ég mun byrja á að taka mér gott frí.“ Þorsteinn vildi ekki tjá sig frekar um málið við Morgun- blaðið í gær. Ekki náðist í Þor- stein Má Baldvinsson fram- kvæmdastjóra þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir. Varnaræfíngin Norðurvíkingur 99 fer fram hérlendis 19.-28. júní Æfðar verða varnir gegn hryðjuverkum VARNARÆFINGIN Norðurvíkingur 99 fer fram hér á landi dagana 19.-28. júní. Sérsveitir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Hollandi munu taka þátt í æfmgunni og koma fyrstu þátttakendurnir hingað til lands 12. júní. Þá mun þyrluverkefnið Norðurnágranni 99, samstarfsverkefni vamarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins og vamarliðsins, hefjast hér á landi í dag. Um er að ræða borgaralegt verkefni þar sem þær flutningsþyrlur, sem notaðar verða í Norðurvíkingi 99, verða nýttar til ýmissa flutn- ingsverkefna. A meðal þeirra hluta sem fluttir verða em gangnamannakofi, neyðarskýli, tveir vinnuskúrar og gamall strætisvagn. Vamaræfíng á borð við Norðurvíking, fer fram hér á landi annað hvert ár á grundvelli vamar- samnings Islands og Bandaríkjanna. Æfingin í ár verður þó ólík fyrri vamaræfmgum að því leyti að æfðar verða vamir gegn hryðjuverkum í stað við- bragða við árás óvinaríkis. Benedikt Ásgeirsson, skrifstofústjóri vamarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, sem kynnti verkefnið á fúndi með blaðamönnum í gær, sagði að rekja mætti þessa breytingu til þeirra gmndvallarbreytinga sem orð- ið hefðu í öryggismálum eftir lok kalda stríðsins. 3.000 manns munu taka þátt í æfingunni en auk þess sem allir hermenn vamarliðsins taka þátt í henni munu 800 hermenn frá Bandaríkjunum og 50 hermenn frá Þýskalandi koma sérstaklega hingað til lands til þess að taka þátt í æfíngunni. Þá munu bresk flugsveit, dönsk freigáta, Land- helgisgæslan og víkingasveitin taka þátt í æfing- unni. Þátttaka víkingasveitarinnar verður þó minni en til stóð í upphafi þar sem æfingin stang- ast á við önnur verkefni sveitarinnar. Fimm P-3 kafbátaleitarvélar, fjórar F-15 orr- ustuvélar, fjórar Pave Hawk brynvarðar björgun- Morgunblaðið/Sverrir BENEDIKT Ásgeirsson, skrifstofustjóri varaarmálaskrifstofii utanríkisráðuneytisins, kynnir varnaræfínguna Norðurvíkingur 99 þar sem æfðar verða varair gegn alþjóðleg- um hryðjuverkum með það fyrir augum að tryggja öryggi almennings. arþyrlur og ein KC-135 eldsneytisvél frá varnar- liðinu munu taka þátt í æfingunni en auk þeiira munu fjórar Chinook-flutningaþyrlur og fjórar Black Hawk-fjölnotaþyrlur frá Bandaríkjunum og sex Jaguar-orrustuvélar frá Bretlandi taka þátt í henni. Skotvopn verða hlaðin púðurskotum og notast verður við MILES-búnað sem byggir á lasertækni. Reynt að takmarka ónæðií byggð Hallgrímur Sigurðsson, fulltrúi Flugmála- stjómar, segir að við skipulagningu æfingarinnar hefði verið reynt að takmarka sem mest það ónæði sem af henni hlytist í byggð. Þannig muni lágflugsæfingar t.d. einungis fara fram yfir hafi, yfir hálendinu, Bolafjalli og Trölladyngju á Reykjanesi. Aðrir æfingaþættir munu hins vegar fara fram á Geithálsi, Grundartanga, í Grindavík, Helguvík, Hvalfirði og á Miðnesheiði, Rockville og Stokks- nesi. Þá mun einn æfingaþáttur fara fram í Reykjavík en í fréttatilkynningu varnarmálaskrif- stofu kemur fram að breytt gmndvallarhugmynd æfingarinnar leiði til þess að aukinn fjöldi æfinga- þátta fari nú fram utan varnarsvæða. Starfsmenn varnarmálaskrifstofu segja ekki hafa komið til tals að Rússar, sem tóku þátt í al- mannavarnaræfingu hér á landi árið 1997, tækju þátt í æfingunni að þessu sinni enda sé hér um varnaræfingu að ræða. Engin áætlun liggur fyrir um þann kostnað sem æfingunni muni fylgja enda segir Friðþór Eydal, blaðafulltrúi varnarliðsins, að kostnaður við æfingu sem þessa dreifíst á þá aðila sem að henni komi og heildarkostnaður sé því yfirleitt ekki tekinn saman. Umhverfísráðherra um nýja skýrslu um mengandi efni á og við ísland Mikilvægt að nýta hreinleika landsins Morgunblaðið/Kristinn SIV Friðleifsdóttir umhverfísráðherra kynnir skýrslu um mengun. ÍSLAND er tiltölulega hreint af mengandi efnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra kynnti í gær og telur hún það skapa Islend- ingum sóknarfæri í markaðsetningu á útflutningsvörum. I skýrslunni, sem unnin var af nefnd sérfræðinga á vegum umhverfisráðuneytisins, svo kallaðri AMSUM-nefnd, eru birtar niðurstöður umfangsmikilla vöktunarmælinga á mengandi efn- um á íslandi og í hafinu kringum landið, frá árunum 1989-1998. Þeim mengandi efnum sem skýrslan tekur til er skipt í fjóra flokka: þungmálma, þrávirk lífræn efni, geislavirk efni og næringarefni. Áhersla var lögð á að mæla magn þessara efna í sjó og í lífríki sjávar, en einnig má í skýrslunni finna upp- lýsingar um tilvist efnanna í and- rúmslofti, straumvötnum, stöðu- vötnum, landspendýrum, fuglum og mönnum. Meginniðurstaða AMSUM-nefnd- arinnar er sú að umhverfið við og á íslandi er tiltölulega hreint miðað við önnur nálæg lönd og svæði. Nefna má að styrkur þrávirkra líf- rænna efna í lífríki sjávar er með því minnsta sem mælist. Styrkur nokk- urra þungmálma, svo sem kopars og sinks, er hins vegar tiltölulega hár í sjávarseti og sjávarlífverum, en talið er að það megi rekja til náttúrulegra aðstæðna við ísland, til dæmis eld- virkni. í andrúmsloftinu er styrkur þungmálma mjög sambærilegur við það sem gerist á norðlægum slóðum, en styrkur þrávirkra lífrænna efna er ívið lægri en á sambærilegum stöðum. Magn þrávirkra efna í fugl- um, svo sem æðarfugli og fálka, er aftur heldur meira hérlendis en í sambærilegum tegundum á norð- lægum slóðum. Talið er að það stafi af innflutningi, til dæmis með far- fuglum. Þá má geta þess að geisla- virkni í íslensku umhverfi er mjög lág, þótt einhverra áhrifa frá kjarn- orkuendurvinnslustöðinni Sellafield í Englandi gæti í sjó og þangi hér við land. í máli Sivjar kom fram að rann- sóknir af því tagi sem liggja að baki skýrslu AMSUM-nefndarinnar hafa margþætt gildi. Ekki verður hjá því komist að hingað berist mengandi efni með loft- og sjávarstraumum og er það því nauðsynlegt að fylgst sé með magni þeirra á og við landið, hvort heldur sem er í umhverfinu eða lífríkinu. Einnig er mikilvægt fyrir íslendinga að bera stöðuna hér saman við ástandið í öðrum löndum og er þar einkum horft til þeirra við- skiptahagsmuna sem þjóðin hefur að gæta í sambandi við útflutning sjávarafurða. Kvaðst Siv hér sjá ákveðin sóknarfæri og telur mikil- vægt að vakin verði athygli á því að ísland standi vel að vígi hvað varðar þau mengandi efni sem mæld voru og geti því boðið afurðir í háum gæðaflokki. Afar mikilvægar rannsóknir Auk þess að hafa mikið hagnýtt gildi eru rannsóknimar afar mikil- vægar í vísindalegu sjónarmiði og sagði Davíð Egilsson, formaður AMSUS-nefndarinnar, að þeir vís- indamenn sem unnu að skýrslunni hafi aflað sér margvíslegrar nýrrar þekkingar við þá vinnu. Þá mynda þær mælingar sem þegar hafa verið gerðar gagnagrunn sem byggja má frekari rannsóknir á. Fjármál Frjálslynda flokksins Kosninga- baráttan kostaði 5,9 m. kr. KOSNIN G AB ARÁTTA Frjáls- lynda flokksins kostaði 5,9 milljónir króna og var að stærstum hluta fjármögnuð með bankaláni. Þetta kemur fram í upplýsingum úr óendurskoðuðu bókhaldi flokks- ins, sem Margrét K. Sverrisdóttir framkvæmdastjóri hefur látið í té. Heildarútgjöld flokksins frá 1- apríl - 31. maí námu kr. 5.904.781 og er þá meðtalinn fastur rekstrar- kostnaður skrifstofu, sem er áætl- aður um 300 þúsund krónur á mán- uði, og framlög til kjördæma, sem námu alls kr. 550.000 á tímabilinu. Af þessu voru kr. 3.228.639 vegna auglýsinga og er þá meðtalinn 600 þús. kr. kostnaður við kynningar- mynd, sem unnin var fyrir Ríkis- sjónvarpið. Auk þess var 969.976 krónum varið í kostnað við prentun og dreifingu kosningablaðs og póst- korta til kjósenda. Flokkurinn hefur notið kr. 795.000 styrkja frá samtals 11 fyrir- tækjum og nam enginn einn styrkur hærri fjárhæð en 100.000 krónum, segir í upplýsingum framkvæmda- stjórans. Flokkurinn hefur reglulega birt bókhald sitt á Netinu, www.centr- um.is/xf, og þar hefur rekstrar- reikningur flokksins fyrir tímabilið 8. desember 1998-31. mars 1999 legið frammi. Á þeim tíma námu tekjur flokksins kr. 1.657.590, þar af voru 268.000 vegna seldra skírteina og 1.389.590 vegna framlaga. Kostnaður þessa tímabils nam 1.423.520 krónum, þar af runnu kr. 609.881 til auglýsinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.