Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Gluggaþvottur í góðviðrinu ÞEGAR vel viðrar er gott að sjá þvottamenn önnum kafnir við að út um gluggana og í bliðunni í strjúka af rúðunum á háhýsunum gær voru þessir vösku glugga- við Skúlagötuna. Finnur Ingólfsson um álit ESA á endurgreiðslu kostnaðar í kvikmyndagerð. Tökum góðan tíma til að svara gagnrýni FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri talað um styrki í hans ráðuneyti heldur væri þetta nefnt endurgreiðsla á kostnaði. Hann segir ennfremur að ekki sé verið að mismuna einum eða neinum heldur sitji allir við sama borð, þar með talið íslenskii- kvikmyndagerð- armenn. Finnur sagði að þegar frumvarp um málið fór í gegnum Alþingi á sín- um tíma hafi þetta ekki verið talið til- kynningaskylt til Eftirlitsstofnunnar EFTA því að þetta félli undh- menn- ingarstarfsemi. Síðan gerist það um miðjan mars að Eftirlitsstofnunin gerir athugasemd við frumvarpið og óskar eftir gögnum sem þá eru send út til þeirra. Eftirlitsstofnunin heldur því fram að hér sé um styrki að ræða og vill rannsaka hvort slíkt samræm- ist samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið. Stofnunin dregm- í efa réttmæti ríkisstyrkja við kvikmynda- framleiðendur. Finnur vill taka fram að allir standi jafnfætis í þessum hugmynd- um um endurgreiðslu. Forsendumar séu aðeins þær að kostnaðurinn verði til á íslandi og stofnað verði fé- lag um kvikmyndina. Kostnaðurinn er síðan gerður upp og endur- greiðsla fer fram samkvæmt reglum í áðurnefndu frumvarpi. Eftir það er félaginu síðan slitið. Finnur segir að álíka fyrirkomu- lag þekkist í öðrum löndum í Evrópu svo og einnig í Kanada og Astralíu svo að dæmi séu tekin. „Eftirlitstofn- unin gaf okkur núna tækifæri til að gera okkar athugasemdir við gagn- rýni þeirra og við ætlum að taka okkur góðan tíma til þess,“ sagði Finnur Ingólfsson að lokum. Verðlauna- afhending í samkeppni Exeter- háskólans I GÆR voru afhent verðlaun í samkeppni sem Exeter-háskólinn í Englandi stóð fyrir meðal nem- enda í menntaskólum og Háskóla íslands, þar sem nemendur áttu að svara spurningum um skólann í Exeter. Samkeppnin var opin öllum eldri en 16 ára og var þetta liður í kynningu skólans. Samkeppnin var haldin í sam- vinnu við Atlanta-flugfélagið og fór verðlaunaafhendingin fram í breska sendiráðinu. Á myndinni eru frá vinstri talið James McCulloch, sendiherra Breta á Islandi, Silja Björk Baldursdóttir og Hlynur Pétursson sem hlutu verðlaunin og Guðmundur Haf- steinsson frá Atlanta-flugfélag- inu. í viðurkenningarskyni hlutu þau Silja Björk og Hlynur ferð til Englands i' boði Atlanta, þar sem þau fara á tveggja vikna ensku- námskeið í boði skólans í Exeter. Vegabætur á Vatnsskarði eystra ÁÆTLAÐ er að hefja endurbygg- ingu á 6,6 km löngum kafla á Borgar- fjarðarvegi yfír Vatnsskarð eystra í sumar. Að mestu er um nýbyggingu vegarins að ræða, en hann fylgir nú- verandi vegi efst á Vatnsskarði og verður vegurinn með malarslitlagi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði í tveimur áföngum, hinn íyrri er 4,6 km langur vegur yfir Vatns- skarð og niður að Ytri-Hríshöfða og er áætlað að sá áfangi verði boðinn út í sumar og lokið við hann á næsta ári. Síðari áfanginn, frá Ytri-Hrís- höfða niður í Njarðvík, er 2 km lang- ur og munu íramkvæmdir við lagn- ingu hans ráðast af fjárveitingum. I fréttatilkynningu frá Skipulags- stofnun kemur fram að núverandi vegur hafí verið lagður um 1955 og sé lítið uppbyggður með mörgum kröppum beygjum og víða miklum bratta og miðast framkvæmdir við að bæta samgöngur og auka umferð- aröryggi á þessum kafla. Það er Vegagerðin sem er framkvæmdaaðili verksins. Fulltrúar Columbia Ventures og Norðuráls gengu á fund ráðherra í gær Skili formlegum tillögum áður en viðræður geti hafíst FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, tjáði James F. Hensel, aðstoðarforstjóra Columbia Ventures, og fulltrúum Norðuráls hf. á fundi í gær að íslensk stjórnvöld ættu í form- legum viðræðum við Norsk Hydro um byggingu álvers á Reyðarfirði. Hann sagði að fyrirhuguð yfirlýsing íslenskra stjómvalda og Norsk Hydro, sem undirrita á í lok júní, útilokaði ekki aðra frá þessu verkefni en fulltrúar Norðuráls þyrftu að leggja fram formlegar tillögur um hug- myndir sínar áður en hægt yrði að taka afstöðu til þess hvort viðræður verða teknar upp. James F. Hensel og fulltrúar Norðuráls gengu einnig í gær á fund Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra vegna þess áhuga sem fyr- irtækið hefur sýnt á að kanna möguleika á bygg- ingu álvers á Reyðarfirði. Þá áttu þeir slðdegis fund með stjómendum Landsbankans um fjár- mögnunarhlið málsins. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, kvaðst ekki geta upplýst neitt um hugsanlegan fund, fyrirtækið væri í viðskiptum við bankann. Hann sagði að al- mennt séð myndi Landsbankinn taka afstöðu til góðra verkefna hverju sinni. James F. Hensel sagði viðræður við Lands- bankann hafa snúist um þátttöku í fjármögnun hugsanlegra framkvæmda á Austurlandi. Kvað hann fulltrúa bankans hafa tekið þeim vel, enda væri fyrirtækið þar í viðskiptum en engar niður- stöður væm enn af þeim fundi. Fá afhentar aðrar upplýsingar en trúnaðarupplýsingar Hensel sagði í gær að ráðherrarnir hefðu tjáð þeim að íslensk stjórnvöld ættu í formlegum við- ræðum við Norsk Hydro, sem þyrfti að leiða til lykta. Ráðherramir hefðu óskað eftir formlegum tillögum fyrirtækisins um þær hugmyndir sem þeir hefðu. Jafnframt hefði því verið lýst yfir að forsvarsmenn Columbia gætu fengið afhentar aðrar upplýsingar en þær sem teldust vera trún- aðarupplýsingar varðandi stóriðjuverkefnið á Austurlandi. Hensel sagði að þegar þeir fengju umræddar upplýsingar í hendur yrði lagt mat á þær svo unnt yrði að ákveða næstu skref. „Eg held að áður en einhverjar formlegar við- ræður geta farið í gang þurfum við að leggja fram formlegar tillögur. Við vitum ekki hvaða upplýsingar era fáanlegar, ég get því ekki svar- að þvi hvenær við munum geta lagt þær fram,“ sagði hann. Benti hann þó á að næstu mánaða- mót væru ákveðinn áfangi í málefnum varðandi álver á Austurlandi. Truflar ekki undirbúning Norsk Hydro Tor Steinum, yfirmaður hjá upplýsingadeild Norsk Hydro, segist í samtali við Morgunblaðið ekki telja að fregnir af áhuga Columbia Ventures á að reisa og reka álver við Reyðar- fjörð hafi bein áhrif á áform Norsk Hydro um þátttöku í byggingu álvers í Reyðarfirði. „Við viðurkennum að sjálfsögðu þann mögu- leika að fleiri en einn aðili sýni áhuga á þátttöku ef um ákjósanlega iðnaðarappbygginu er að ræða. Það kemur því ekki á óvart. En við mun- um halda áfram undirbúningsvinnu okkar við þetta verkefni á grandvelli okkar hagsmuna," sagði hann. Aðspurður hvort það hefði truflandi áhrif á viðræður Norsk Hydro við íslensk stjórnvöld ef þau tækju einnig upp viðræður við Columbia Ventures um álver á Reyðarfírði svaraði Tor Steinum því neitandi. „Ég tel að svo muni ekki vera. Við fóllumst auðvitað á að stjórnvöld þurfa að leita fleiri leiða við að koma verkefnum áleið- is. Ég tel ekki að það muni eyðileggja möguleika okkar,“ sagði hann. „Við munum örugglega halda áfram þátttöku í undirbúningi þessa verk- efnis. Ég býst þó ekki við að neinar endanlegar ákvarðanir verði teknar á næstunni. Það þarf frekari undirbúningsvinna að fara fram.“ Finnur Ingólfsson sagði að íslensk stjórnvöld þekktu vel til stjórnenda Norðuráls af þeim við- ræðum sem fram hefðu farið við þá um byggingu álversins á Grundartanga á sínum tíma og hefðu átt við þá mjög ánægjuleg, traust og góð sam- skipti. Þurfum að vita hvað þeir eru nákvæmlega að tala um „Þeir komu hér í morgun og lýstu yfir áhuga sínum á að kynna sér hvað væri að gerast á Austurlandi. Við erum á sama tíma í formlegum viðræðum við Norsk Hydro og það er gert ráð fyrir því að það verði haldinn mikilvægur fundur hér í lok júní, þar sem skrifað verður undii' yfir- lýsingu um áframhaldandi vinnu að því verkefni í samvinnu við Norsk Hydro. Sú yfirlýsing úti- lokar engan en til þess að við getum tekið upp þráðinn og viðræður við fulltrúa Norðuráls þurf- um við að vita hvað það er sem þeir era ná- kvæmlega að tala um. Hvaða stærð álvers er verið að tala um, hvaða rafgreiningartækni, hvaða staðsetningu era menn að tala um, hvaða eignarhald era menn að tala um, hvaða fjár- mögnun og þar fram eftir götunum? Eg sagði við þá að ég vildi fá frá þeim tillögur þeirra í þessum efnum áður en við getum neitt sagt um það hvort út í einhverjar viðræður verð- ur farið við þá eða ekki,“ sagði Finnur. Ærið verkefni að ráðast í stækkun Norðuráls Finnur benti einnig á að stjórnendur Norður- áls hefðu áhuga á að stækka álverið á Grundar- tanga í 180 þúsund tonn. „Það er nú líka ærið verkefni að ráðast í. Columbia-fyrirtækið, sem er bakhjarl Norðuráls, er ekkert óskaplega stórt fyrirtæki á heimsmælikvarða en það er stórt á íslenskan mælikvarða. Við höfum átt við þá mjög góð og ánægjuleg samskipti og þekkjum það fyr- irtæki mjög vel,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.