Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Leitið upplýsinga um sölustaði Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson AGNES Þorsteinsdóttir var kjörin sumarstúlka Bylgjunnar í Eyjum. Bylgjulestin í Eyjum Agnes kjörin sumarstúlka Vestmannaeyjum - Útvarpsstöðin Bylgjan var með Bylgjulestina á ferð í Eyjum um helgina. Hemmi Gunn stjórnar lestinni og var hann með beina útsendingu frá Stakka- gerðistúninu í Eyjum. Ýmiss konar skemmtidagskrá er liður í Bylgju- lestinni og fengu Eyjamenn að njóta hennar í blíðviðrinu á laugar- dag. Þá voru einnig haldnir Há- landaleikar í tengslum við lestina. Eitt af dagskráratriðum Bylgju- lestarinanr var kjör sumarstúlku Bylgjunnar. Agnes Þorsteinsdóttir var kjörin sumarstúlka í Eyjum og mun taka þátt í úrslitakeppni um sumarstúlku landsins sem fram fer síðar í sumar. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÞREKKJALLARINN á Egilsstöðum verður opinn á sama tíma og sundlaugin. Iþróttamaður Þórs 1998 Þorlákshöfn - Á aðalfundi Umf. Þórs í Þorlákshöfn nú fyrir skömmu voru veittar viðurkenn- ingar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og góðan árangur á íþróttavellinum. Bjarki Guð- mundsson, körfuknattleiksmaður í Þór, var valinn íþróttamaður Þórs 1998. fris Friðriksdóttir var valin fímleikamaður Þórs og Sigrún Dögg Þórðardóttir frjálsíþrótta- maður, Víðir Þór Þrastarson badmintonmaður og Magnús Sigurðsson körfuknattleiksmað- ur voru valin efnilegir íþrótta- menn. Körfuknattleiksdeildin fékk viðurkenningu fyrir öflugt starf á árinu. Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Jón H. Sigur- mundsson og Þórður Olafsson fengu viðurkenningu fyrir margra ára fórnfúst starf í þágu félagsins. Þrekþjálfun á Egilsstöðum Egilsstaðir - íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum hefur sett upp þrekað- stöðu í kjallara miðstöðvarinnar. Þar eru komin tæki til alhliða lík- amsræktar sem byggjast á frístand- andi þrekstöðvum fyrir flesta lík- amshluta. Einnig er fullkomin hlaupamylla sem er tölvustýrð og gefur fólki staðlaðar upplýsingar um æfingahraða miðað við aldur og þyngd. Leiðbeinendur eru á staðn- um til þess að aðstoða byijendur en gert er ráð fyrir að fólk geti að mestu hjálpað sér sjálft í gegnum þjálfunina þegar það er komið af stað. Þó verður alltaf hægt að hafa aðgang að leiðbeinanda, þegai- upp koma spumingar. Þrek-kjallarinn er opinn á sama tíma og sundlaugin á Egilsstöðum og gefst gestum kostur á að kaupa bæði sund- og þrekkort með afslætti. . , Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson FRÁ vali íþróttamanns Þórs. Talið frá vinstri: Iris Friðriksdóttir, Sigrún Dögg Þórðardóttir, Víðir Þór Þrast- arson, Ágúst Öm Grétarsson fyrir hönd Bjarka Guðmundssonar, Magnús Sigurðsson og Sigrún Ágústsdóttir, gjaldkeri körfuknattleiksdeildarinnar, sem fékk viður-kenningu fyrir öflugt starf á árinu. Nýtt þekkingarfyrirtæki fyrir matvælaiðnað á Sauðárkróki Randalín ehf. v/ Kaupvang 700 Egilsstöðum sxmitfl 2433 Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka ófanga ✓ Erfidrykkjuna Ný verslun KÁá Stokkseyri Selfossi - Það var mikið um dýrðir þegar opnuð var formlega ný KÁ- verslun á Stokkseyri. Aður hafði KÁ rekið verslun í öðru og minna húsnæði. Það eru einungis nokkrar vikur síðan Karl Bjömsson, bæjar- stjóri Árborgar, tók fyrstu skóflustunguna að nýju verslunar- húsnæði. Verslunin hefur risið hratt og byggingin er öll hin glæsilegasta. Stokkseyringar eru að vonum ánægðir með nýju verslunina og þeir fjölmenntu á opnunarhátíðina sem fram fór í blíðskaparveðri. Gestum var boðið í kökur og grill- mat. Börnin á Stokkseyri kunnu líka vel að meta leiktækin sem voru sett upp í tilefni dagsins. Morgunblaðið/Sig. Fannar INGÓLFUR grillmeistari og Pét- ur verktaki vom í sólskinsskapi. _ Morgunblaðið/Sig. Fannar MARKUS örn Antonsson og Soffía Sigurðardóttir undirrita samning um samstarf á milli Ríkisútvarpsins og títvarps Suðurlands. Svæðisútvarp á Suðurlandi Samningar undirritaðir Selfossi-Á dögunum undimtuðu Soffia Sigurðardóttir, útvarpsstjóri Útvarps Suðurlands, og Markús Öm Ántonsson útvarpsstjóri samn- ing þess efnis að Útvarp Suðuriands taki að sér að reka Svæðisútvarp Suðurlands með Ríkisútvai-pinu. Útsendingartími Svæðisútvarps- ins er 2 klst. á viku, frá 18.30-19 á miðvikudögum, fimmtudögum og fóstudögum. Einnig verða útsend- ingar á föstudagsmorgnum frá 8.20-9. Útvarpsstjórarnir sögðust báðir mjög ánægðir með þennan samning og hann yrði báðum aðil- um til framdráttar. Sauðárkróki - Origo hf. er nýtt ís- lenskt þekkingarfyi-irtæki sem starfai- að nýsköpun í upplýsinga- tækni fyrir matvælaframleiðendur. Það var formlega stofnað á Sauðár- króki 2. júní síðastliðinn. Stofnendur Origo eru: Kerfi hf., Element hf., Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og Iðntæknistofnun Is- lands, en starfsstöðvar félagsins eru á Sauðárkróki, í Reykjavík og á Akureyri. I tilefni af stofnuninnj var boðað til kynningarfundai- á Ártorgi 1, í húsnæði Origo á Sauðárkróki, en þar rakti Rúnar Sigurðsson, stjórnarfor- maður Origo, aðdragandann að stofnun fyrirtækisins og einnig í stómm dráttum þau meginmarkmið sem fyiirtækið mundi stefna að. Hann sagði fyrirtækið stofnað á grunni lausna og þekkingar hóps starfsmanna hjá Kerfi hf. og Elem- ent-Skynjaratækni hf., en síðan hefðu Rannóknastofnun sjávarút- vegsins og Iðntæknistofnun komið til liðs við hópinn. Nú þegar væri unnið að verkefn- um fyrir rúmlega 50 íslenska við- skiptavini í matvælaiðnaði auk rann- sóknar- og þróunarverkefna á ís- lenskum og evrópskum grunni. Gunnar Leó Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Orego, tók næstur til máls og gerði grein fyrír uppbyggingu fyrirtækisins, tengslum þess við rann- sóknarstofnanir og framleiðendur, svo og þeim verkefnum sem unnið yrði að. Þá kom einnig fram í máli þeirra Rúnars og Gunnars að starfssvið fé- lagsins er þróun, hönnun, fram- leiðsla, markaðssetning og sala upp- lýsingakerfa fyiir matvælaiðnaðinn, og að kerfunum væri ætlað að auka framleiðni og neytendavemd, bæta rekjanleika og auðvelda arðbæra gæða- og umhverfisstjórnun. Þá stefndi Origo að nánu samstarfi við rannsóknarstofnanir í matvælaiðn- aði, jafnt hérlendis sem erlendis. Hjörleifur Einarsson frá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Karl Friðriksson frá Iðntæknistofnun fögnuðu því að tekist hefði samvinna milli þessara aðila, og sögðu hér komið fyrirtæki sem þeir væntu mik- Morgunblaðið/Björn GUNNAR Leó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Origo. ils af í framtíðinni. Enn kæmi það í Ijós hversu mikilsvert það væri fyrir þeirra fyrirtæki að hafa tengsl út til hinna dreifðu byggða. Bjarki Jóhannesson, forstöðumað- ur þróunarsviðs Byggðastofnunar, og Herdís Sæmundardóttir, formaður Byggðaráðs Skagafjarðar, tóku og til máls og fögnuðu stofnun þessa fyrir- tækis og ámuðu því alls velfarnaðar. Að lokum þágu menn léttar veit- ingar í boði Origo. ■CBWíjJJ Sólheimum 35, sími 533 3634. Allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.