Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Sigmund heiðraður fyrir framlag til öryggismála Morgunblaðið/Sigurgeir SIGMUND Jóhannsson með verðlaunapeninginn og koparskjöldinn. HINN landskunni teiknari og uppfinn- ingamaður, Sigmund Jóhannsson, var heiðraður sérstaklega á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum fyr- ir hið mikla framlagt sitt til öryggismála sjómanna. Hann fékk verðlaunapening og áletraðan kopar- skjöld, heiðursskjöld Sj ómannadagsráðs Vestmannaeyja, því til staðfestingar. Fyrir tæplega tveimur áratugum hannaði Sigmund svo- nefndan Sigmunds- búnað sem getur sjó- sett og losað gúm- björgunarbáta á sjálf- virkan hátt. Búnaður- inn hefur fengið viður- kenningu Siglinga- stofnunar en nýjar reglur um að losunar- og sjósetningarbúnað- ur eigi að vera um borð í skipum eiga að taka gildi um næstu áramót. „Fráfarandi samgönguáðherra endaði ráðherraferil- inn með því að ganga frá þessum málum en þetta er í þriðja sinn á 18 árum sem búnað- urinn er viðurkenndur og aldrei hefur þurft að breyta honum,“ sagði Sigmund í sam- tali við Morgunblaðið. „Hins vegar er málið ef til vill ekki alveg leyst, því gildistöku reglugerðarinnar var frestað um síðustu áramót til þeirra næstu. Það síðasta sem ég heyrði var að búnað- urinn ætti að vera kominn í öll skip um næstu aramot og var skipuð nefnd sem á að koma með tillögu um framkvæmdina svo þar er enn hægt að hengja hattinn á eitthvað. Þetta hefur verið strögl í öll þessi ár en hafðist þegar búið var að sam- þykkja sprengibúnað- inn.“ Baráttan staðið lengi Baráttan hefur stað- ið lengi yfir en Sig- mund segir að tildrög uppfinningarinnar megi rekja til baráttu Sigmars Þórs Svein- bjömssonar, starfs- manns Siglingastofn- unar, í öryggismálum sjómanna. „Sigmar Þór Svein- bjömsson, stýrimaður og geysilega mikill áhugamaður um ör- yggismál sjómanna sem hefur barist manna mest fyrir þessu í gegnum tíðina, bað mig að leysa svona mál svo hægt væri að sjósetja gúmbjörgun- arbát án þess að nokk- ur kæmi að því. Ég gerði þetta á innan við mánuði og fyrsta stykkið fór um borð í Kap VE en eigendur skipsins greiddu kostnaðinn enda mikil framsýni hjá þeim í sambandi við öryggis- mál.“ Sigmund hefur ekki tölu á hvað búnaðurinn er í mörgum skipum. „Ég veit það ekki en það era nokkur hund- rað. Þegar þetta byrj- aði gaf ég sjómönnum þetta og því hefur aldrei verið tekin króna í prósentur vegna framleiðsl- unnar auk þess sem ég hef aldrei haft neitt með framleiðsluna að gera en Vélaverkstæðið Þór í Vest- mannaeyjum hefur séð um hana.“ Sjálfvirk slepping gúmmíbjörgunarbáta Búnaður tveggja fram- leiðenda viðurkenndur SIGLINGASTOFNUN hvetur sjó- menn og útgerðarmenn til að koma losunar- og sjósetningarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta um borð hið fyrsta, en nýjar reglur þess efnis eiga að taka gildi um næstu ára- mót. Nýjasta fréttabréf Siglingastofn- STÓRSfNtNG Bíla- og búvélasýningar Ingvars Helgasonar og Bílheima um landió Fimmtudaginn 10. júní Laugarvatn ... 9-12 Selfoss 14-18 Þorlákshöfn.. 19-21 Ingvar . Helgason hf. W taísa, wmmikét BÍIheimar ehf. SavarhótOa 2a SM 52S 9000 wv*v* bilheimar. Is unar er helgað öryggismálum sjó- manna. Þar kemur fram að búnað- ur Varðelds í Kópavogi og Sig- munds sem vélaverkstæðið Þór í Vestmannaeyjum framleiðir hafi fengið viðurkenningu Siglinga- stofnunar og gert er ráð fyrir að Olsen-búnaðurinn öðlist viðurkenn- ingu síðar á árinu. Akveðnar reglur gilda í þessu sambandi og samkvæmt fréttabréf- inu eru eftirfarandi kröfur gerðar: Bátar undir 15 m • Hafi a.m.k. einn gúmbjörgunar- bát sem rúmar alla um borð. Séu útbúnir losunarbúnaði þannig að hægt sé að losa bátinn frá skipinu með einu handtaki á staðnum. • Hafi annaðhvort losunarbúnað sem sjálfvirkt losar gúmbjörgunar- bátinn frá skipinu fyrir áhrif sjávar eða búnað sem getur losað gúm- björgunarbátinn með fjarstýringu. • Skip stærri en 12 m þurfa að hafa bæði sjálfvirkan búnað og fjar- stýringu. HAFTINDUR HF og Drífa VE vora svipt leyfum til veiða í maí en bæði hafa fengið leyfi á ný. 27. maí svipti Fiskistofa Haftind leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna afla umfram aflaheimildir. Skipið fékk leyfið aftur 31. maí eftir að afla- Skip 15 m og lengri • Hafi losunarbúnað sem jafn- framt er sjósetningarbúnaður sem sjósetur bátinn og ræsir sjálfvirkt uppblástur hans. • Hafi á hvorri hlið a.m.k. einn gúmbjörgunarbát með losunar- og sjósetningarbúnað og skal hvor gúmbjörgunarbátur rúma a.m.k. helming skipverja. • Sigiingastofnun getur heimilað að vikið sé frá staðsetningu annars bátsins og kröfu um sjósetningar- búnað í skipum 15-24 m ef öryggi skipverja er betur tryggt á þann hátt. Skip smíðuð fyrir 1. mars 1988 • Heimilt er að hafa þann sjósetn- ingarbúnað sem er um borð og við- urkenndur var skv. eldri reglum um losunar- og sjósetningarbúnað. • Búnaðurinn þarf hins vegar að uppfylla nýjar kröfur um fyrir- komulag og frágang um borð við fyrstu búnaðarskoðun eftir 1. janú- ar 2000. heimildastaðan hafði verið lagfærð. Drífa var svipt leyfi í þrjár vikur, frá 14. maí til 3. júní, vegna þess að hluti afla skipsins í tiltekinni veiði- ferð var ekki vigtaður á hafnarvog í löndunarhöfn þegar við löndun afl- ans. Tveir sviptir veiðileyfí Morgunblaðið/Helga HULDA Vilmundardóttir afhenti séra Karli V. Matthíassyni bibliu og sálmabækur til minningar um Soffanías Cecilsson útgerðarmann. Frumkvöðuls minnst Grundarfírði. Morgunblaðið. GRUNDARFJARÐARKIRKJU barst vegleg gjöf í sjómanna- messu sl. sjómannadag þegar Hulda Vilmundardóttir, eftirlif- andi eiginkona Soffaníasar Cecilssonar, útgerðarmanns í Grundarfirði til margra ára- tuga, afhenti sóknarprestinum, Karli V. Matthíassyni, nýjustu útgáfu af biblíunni í fallegu skinnbandi og 100 sálmabækur til minningar um mann sinn. Soffanías var einn af frum- kvöðlum stórútgerðar í Grund- arfirði og afhenti Hulda gjöfina fyrir sína hönd, barna, tengda- barna og barnabarna. Auk þess voru í sjómanna- messunni heiðraðir aldnir sjó- menn og eiginkonur þeirra. Að þessu sinni voru það Þorvarður Lárusson og Eygló Guðmunds- dóttir og Jón Elbergsson og Jónína Kristjánsdóttir sem voru heiðruð. Af annarri dagskrá sjó- mannadagsins á Grundarfirði má nefna að boðið var upp á skemmtisiglingu með togaran- um Klakki SH laugardaginn fyrir sjómannadag út Grundar- fjörðinn í fallegu veðri og nýttu margir sér þessa skemmtun. Þá er sjómannafótbolti árlegur við- burður á laugardeginum fyrir sjómannadag. Þar er barist af mikilli hörku en grínið aldrei langt undan. Að þessu sinni var það áhöfnin á Klakknum sem sigraði áhöfnina á Hring með miklum tilþrifum. Leikurinn var hin mesta skemmtun og góð upphitun fyrir átökin á bryggj- unni daginn eftir. ÞAÐ var mikið um að vera við sundlaugina í Grundarfirði á sjómannadaginn. Sfld í landhelginni í GÆR voru 37 íslenskir síldarbátar komnir á miðin rétt við lögsögu Jan Mayen en lítið var að frétta af veiði. Hins vegar köstuðu nokkur skip inn- an íslensku lögsögunnar á leiðinni út í fyrrakvöld og m.a. náði eitt að fylla sig en minna varð úr þegar á reyndi. „Óli í Sandgerði fyUti sig í tveimur köstum en við fengum 300 tonn í einu kasti og ekkert í tveimur," sagði Sveinbjörn Orri Jóhannsson, 1. stýrimaður á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU. Hann sagði að Oddeyrin EA hefði fengið 200 tfl 300 tonn í fyrra- kvöld og Jón Kjartansson SU 200 tonn en vandræðaástand hefði ríkt í gær. „Síldin er enn stygg en hún er eitthvað að fitna. Hins vegar er allur íslenski flotinn á norðurleið og norski flotinn á suðurleið." 30 þúsund tonnum endurúthlutað Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveð- ið að endurúthluta 30 þúsund tonnum af kvóta íslendinga í norsk-íslenska síldarstofninum. Um 60 síldarbátar fengu leyfi til veiða úr stofninum í maí sl. en þar af hafa 15 bátar ekki enn hafið veiðar og veiðar einstakra skipa gengið misjafnlega vel. Því verður 30 þúsund tonnum úthlutað til þeirra skipa sem veitt hafa helming eða meira af úthlutuðum aflaheimild- um 16. júní nk. Ennfremur er tekið tillit til reynslu síðustu ára, en síldveiðar hafa gengið fremur erfiðlega þegar líða fer á júní, að undanskilinni síð- ustu vertíð. Aflaheimildir, sem þegar hefur verið úthlutað, verða hins veg- ar ekki skertar, en Fiskistofa mun stöðva veiðarnar þegar leyfilegum heilarafla, 202 þúsund tonnum, er náð. Þetta er því gert í því skvni að stuðla að því að veiðiheimildir Islend- inga úr stofninum nýtist sem best, að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Jón Kjartansson SU er hefur veitt mest allra íslenskra skipa úr norsk- íslenska sfldarstofninum á yfirstand- andi vertíð eða samtals rúm 4.330 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Víkingur AK hefur landað um 3.900 tonnum, Birtingur NK um 3.870 tonnum og Guðrún Þorkells- dóttu SU um 3.660 tonnum. Heildar- afli íslensku skipanna vai’ þann 6. júní sl. orðinn um 93.300 tonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.