Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 33 ERLENT Ahtisaari Finnlandsforseti leikur stórt hlutverk í samningum um laiisn Kosovo-deilunnar Þykir fastur fyrir og snjall samningamaður MARTTI Ahtisaari, forseti Finn- lands, hefur leikið stórt hlutverk í samningaviðræðum um lausn Kosovo-deilunnar sem sérstakur sendimaður Evrópusambandsins. Þykir val Ahtisaaris vera vel til fundið, og hafa erlend dagblöð farið lofsamlegum orðum um hann síð- ustu daga. Hann þykir hafa þá reynslu af samningaumleitunum sem þurfi til viðræðna við Milosevic Júgóslavíuforseta, og vera ákveðinn og fastur fyrir. Ljóst er að staða Finnlands í al- þjóðastjómmálum hafi beint sjón- um manna að Ahtisaari, er veija þurfti fulltrúa Evrópusambandsins. Finnar hafa sennilega átt betri sam- skipti við Rússa en nokkurt annað ríki á Vesturlöndum undanfarna áratugi. Þeir eru auk þess aðilar að ESB og taka við formennsku í sam- bandinu í júlí, en hafa ekki viljað ganga í NATO, og það fellur Rúss- um vel í geð. En jafnvíst er að reynsla Ahtisa- aris af því að leysa deilur er virtust í algjörum hnút hafi átt stóran þátt í því að til hans var leitað. Auk þátt- töku hans í friðarviðræðum í Bosní- ustríðinu starfaði hann um árabil fyrir Sameinuðu þjóðirnar að ýms- um verkefnum. Hann var meðal annars sendur til Namibíu árið 1977, en þar virtist spenna milli sjálfstæðishreyfingar Namibíu og hersveita frá Suður-Afríku, Kúbu og Angóla um það bil að leiða til styrjaldar. Margir vilja þakka hon- um að Namibía hlaut á endanum sjálfstæði. Ahtisaari starfaði í nokk- ur ár eftir þetta í suðurhluta Afríku, en var skipaður í yfirmannsstöðu hjá stjómunar- og þróunarsviði Sameinuðu þjóð- anna árið 1987. Varð honum og Kofi Annan, nú- verandi fram- kvæmdastjóra SÞ, vel til vina. Ahtisaari var kennari í menntaskóla áð- ur en hann hóf störf hjá finnska utanríkisráðuneyt- inu árið 1965. Að sögn erlendra dag- blaða voru Finnar ekki hissa á skip- un hans sem sáttasemjara í Kosovo, því þeir hafi löngum litið á hann sem mann er gæti mætt nánast hvaða áskorun sem er. „Frábær sáttasemjari“ Athisaari sýndi fram á það þegar hann sneri heim til Finnlands árið 1994 frá störfum við friðarumleitan- ir í Bosníustríðinu, en þá tilkynnti hann um framboð sitt til embættis forseta landsins. Þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af stjórnmálum hlaut hann útnefningu sem fram- bjóðandi jafnaðarmanna, mörgum að óvörum, og hlaut glæsilega kosn- ingu. „Hann byrjaði stjórnmálaferil sinn á toppnum - og vann sigur,“ sagði Jakko Iloniemi, fyrrum stjórnarerindreki sem verið hefur náinn vinur Athisaaris í yfir 30 ár. „Hann er stórkostlegur maður, og honum tekst yfirleitt að ná þeim markmiðum sem hann setur sér ... Hann er frábær sáttasemjari." Kjörtímabili Ahtisaaris lýkur á næsta ári, og finnsk lög kveða á um að forsetar landsins geti ekki sóst eftir endurkjöri. Ýmsir hafa leitt getum að því að Ahtisaari verði þá fengin fóst staða sem samninga- maður hjá Sameinuðu þjóðunum. Sterka, þögla týpan í dagblöðum vestanhafs hefur Ahtisaari jafnvel verið líkt við hina sígildu sterku og þöglu týpu sem sjá má í kvikmyndum frá Hollywood. The Washington Post segir þessa eiginleika hafa komið vel í ljós fyrir þremur vikum, þegar Strobe Tal- bott, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Viktor Tsjem- omyrdín, sendimaður Rússa í Kosovo-viðræðunum, komu til fund- ar við hann í forsetahöllinni í Helsinki. Tsjernomyrdín hafði þá tilkynnt fréttamönnum að Ahtisaari myndi halda rakleiðis til Belgrad að fundinum loknum. En finnski forsetinn hafði aðrar hugmyndir. Hann gerði tvímenn- ingunum Ijóst að hann myndi ekki taka þátt í samningaviðræðum fyrr en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu sér saman um áætlun um að binda enda á loftárásir NATO og leysa deiluna í Kosovo. Eftir tíu klukkustunda þref hélt Tsjem- omyrdín einn til Belgrad, en ekki hafði verið orðið við skilmálum Aht- isaaris. Hann féllst þó að lokum á að taka þátt í friðarumleitunum og hélt til Belgrad 2. júní til viðræðna við Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta. Næstu daga mun væntanlega koma í ljós hvort þær beri varanleg- an árangur. Reuters LÖGREGLUMAÐUR stendur vörð um kjörkassa í Jakarta í gær en talning atkvæða gekk afar hægt, sem vakti grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Kosningarnar 1 Indónesíu Talmng atkvæða veldur áhyggjum Jakarta. Reuters. ALÞJOÐLEGIR eftirlitsmenn lýstu í gær áhyggjum sínum vegna þess hversu hægt gekk að telja atkvæði í Indónesíu, en þingkosningar fóru fram í landinu á mánudag, þær fyrstu um margra áratuga skeið sem telja mátti lýðræðislegar. Ýmsir stjómarandstæðingar höfðu áður sakað stjómvöld um að reyna hag- ræða úrslitunum. Einungis var búið að telja um fjögur prósent allra atkvæða í gær, þrátt fyrir að tveir sólarhringar væm þá liðnir síðan kosningamar fóm fram. Sagði John Morgan, yfir- maður eftirlitssveita Evrópusam- bandsins, að þessi seinagangur ylli því að „miklar efasemdir vöknuðu um alla umgjörð kosninganna", og hvort staðið væri heiðarlega að þeim þegar til kastanna kæmi. Helsti stjómarandstöðuflokkur- inn, PDI-P flokkur Megawatis Sukarnoputris, hafði örugga forystu skv. þeim tölum sem lágu fyrir, með um 38 prósent. Samtök mú- hameðstrúarmanna, stjómarand- stöðuflokkurinn Þjóðamppvakning, vora í öðm sæti með 22 prósent og stjómarflokkurinn, Golkar-flokkur B.J. Habibies forseta, hafði 16 pró- sent. Jimmy Carter, íyrrverandi Bandaríkjaforseti, sem fór fyrir al- þjóðlegri eftirlitsnefnd, lét þess í gær getið að of snemmt væri að meta hvort lýðræði væri komið á í Indónesíu, en landið yrði þar með þriðja stærsta lýðræðisríki í heimin- um, en um 130 milljónir manna vom á kjörskrá á mánudag. „Eg held ekki að við munum fá svarið við þeirri spurningu hvort lýð- ræði er í raun komið á í Indónesíu fyrr en í nóvember, þegar forsetaval fer fram,“ sagði Carter í gær. Hjálp, afhendið mér aftur líf mitt Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Sænsk söngkona sker upp herör geg-n kjaftablöðunum „HJALPAÐU mér að halda áfram að vera listamaður, að syngja fyrir þig. Stattu með mér. Keyptu ekki lygarnar í kjaftablöðun- um,“ skrifaði sænska poppsöngkonan Eva Dahlgren í Dagens Nyheter í síðustu viku. Hún rekur hvernig blöðin hundelti sig og sambýliskonu sína, leikkonuna Efvu Ett- ling með lygum og ágengnum myndum. Engin lög verndi þær og því snúi hún sér til almennings. Ákall Dahlgren hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð. Umboðsmaður fjöl- miðla viðurkennir að ágangur fjölmiðla við frægt fólk harðni, en í lagasetningu verði að flýta sér hægt. „Mér var nauðgað í sumarfríinu. Nei, mér voru ekki gefin eiturlyf á bar og ég dregin inn í runna. Það var engin sem reif utan af mér fötin, misþyrmdi mér, þvingaði mig með valdi til að þegja og nauðgaði lík- ama mínum. Eg slapp við líkamleg mein, en andlegu meinin eru hliðstæð. Eg græt og á erfitt með að fara út og sýna mig meðal fólks. Eg skelf öll og mér finnst eins og það sé bara húðin, sem haldi mér saman. Það var kona, sem nauðgaði mér. Hún heitir Tua Lundström og er aðalritstjóri Se och Hör. Hún tók myndir af mér í leyni og negldi síðan myndir af hálfnöktum líkama mínum upp á húsveggi um alla Svíþjóð. Hún gerði þetta og það er ég sem skamm- ast mín. Það hlýtur að vera þannig, ná- kvæmlega þannig, sem fórnarlömbum nauðgana líður. Það er engin rökvísi í til- finningum, ekki frekar en í lögum um prentfrelsi." Rakalausar lygar og myndir teknar úr leyni Dahlgren segir að þegar þær stöllur hófu sambúð hafi þær hafnað því að segja ástar- sögu sína í fjölmiðlum, en vonuðust til að geta haldið áfram vinnu sinni eins sem fyrr og venjulegu sambandi við fjölmiðla, en „það var mikil einfeldni." A brúðkaupsferð- inni máttu þær flýja fjölmiðlaágang, en voru sannfærðar um að þetta gengi yfir á hálfu ári eða svo. Nú séu hins vegar liðin 3 Á ár með fleiri lygum en hægt sé að telja saman. Ferð til Bangkok vegna upptökuvinnu varð í blöðunum að ættleiðingarferð, rifrildi þeirra við ágenga blaðamenn, sem eltu þær heilt kvöld á skemmtun varð að mynd tek- inni í laumi með frétt um að þær væru að skilja. Eftir að þær og börn þeirra voru mynduð í fríi klöguðu þær til umboðsmanns fjölmiðla, sem áður hefur tekið margar fyrri kærur þeirra greina. Kærunni var vís- að frá og þær fengu að vita að frægt fólk, sem fari í frí með ófrægu fólki á venjuleg- um sumarleyfisstöðum verði að sætta sig við að þá séu teknar af þeim myndir. Að þessum leikreglum aðlöguðu þær sig og fóru í sumarfrí í griðlandi. „Við skráum okkur á hótelið undir fölskum nöfnum og hótelið fullvissar okkur um að við verðum í friði frá Ijósmyndurum meðan á dvölinni stendur. Það heldur þó ekki aftur af Tuu Lundström. Hún felur sig upp á fjallstoppi hinumegin við víkina og festir á filmu með aðdráttarlinsu nánar einkastundir mínar með Efvu. Ég kem heim og við mér blasa nakin brjóst mín á 7-Eleven með fullyrðing- um um að við séum að lappa upp á ástina eftir allan orðróminn um skilnað. Eftir þetta á ég erfitt með að fara út. Svona er líf mitt.“ Frægt fólk lögleg bráð fyrir „paparazzi“-Ijósmyndara Dahlgren rekur að eftir rúm tuttugu ár sem söngkona hafi frægðin ekki truflað sig. Kjaftablöðin hafi ekki sýnt henni áhuga þar til hún fór að búa með konu. Lygum kjafta- blaðanna eigi hún þó erfitt með að kyngja, þó hún reyni að leiða þær hjá sér eins og vinir hennar segi henni að gera. Nú þegar hafi keyrt um þverbak og hún geti ekki lengur látið eins og ekkert sé, „þá velti ég fyrir mér: Hvert get ég snúið mér? Umboðsmaður fjölmiðla er tannlaus. Lög- reglan er ekki til fyrir mig. Lög um prent- frelsi eru skrifuð á öðrum tíma. Ég er lög- leg bráð fyrir paparazzi-ljósmyndara um allan heim og mér finnst að ég megni ekki að lifa við að þurfa alltaf að vera að líta um öxl.“ Söngkonan segir að gleðin sem fylgi starfinu yfirgnæfi ekki að einkalífið sé saurgað, svo spurningin sé hvort hún verði að hætta að vinna. Hún spyr síðan hvort al- varlegir blaðamenn séu ekki þreyttir á að vera flokkaðir með tveimur kjaftablaða- mönnum, sem hún nafngreinir og hvort fólk sé ekki orðið þreytt á að lesa fréttir án sannleikskorns. „Eða er það svo að lögin um prentfrelsi eru aðeins fyrir Aller-fjöl- skylduna dönsku, sem á þessi kjaftablöð og græðir peninga á nöktum brjóstum mínum, að lögin séu fyrir hana og ekki fyi’ir lýð- ræði og málfrelsi? Ég vil svar við þessu. Ég vil svar við því hvort ég sem listamaður, þekkt og opinber persóna eigi nokkurn minnsta rétt á friðuðu einkalífi.“ Þessu geti aðeins lesendur svarað, segir Dahlgren. „Ég afhjúpa mig nú. Ég legg allt undir. Hjálpaðu mér að fá líf mitt aftur. Hjálpaðu mér að geta haldið áfram að vera listamaður. Stattu með mér. Keyptu ekki þessi blöð. Ég bíð eftir svari þínu.“ Pár-Arne Jigenius umboðsmaður fjöl- miðla hefur tekið undir sjónarmið Dahl- gren og segir kjaftablöðin ófyrirleitnari en áður, þó lagabreytingar verði að gera af varúð. Þekkt fólk verði að átta sig á að það hafi oft slæm áhrif að ýta undir forvitni með því að hafa samband við blöðin. Se och Hör fékk tvær áminningar í fyrra og tvær í ár frá umboðsmanninum, en það hefur eng- in áhrif. Jigenius segir að það eina sem dugi sé að eigendur blaðanna grípi í taumana. Daðrið við kjaftablöðin Tua Lundström ritstjóri vildi í fyrstu ekki svara spurningum um ákall Dahlgren, en í viðtali við Expressen nokkrum dögum síðar segist hún harma myndbirtinguna, en sér hafi þótt myndirnar sætar. Blaðið muni láta sambýliskonurnar í friði, en reyndar séu flestar fréttir blaðsins birtar með sam- þykki fræga fólksins. Se & Hör-blaðamaðurinn Arne Sund- berg, sem Dahlgren nafngreinir í grein sinni, segist standa við sumarfrísgrein sína. Dahlgren eigi bara að hylja brjóst sín. Bengt Aller forstjóri Aller í Svíþjóð óttast að umræðan skaði blaðið og segist persónu- lega ósáttur við myndir teknar í laumi, en blaðið kaupi myndir utan að og viti ekki alltaf hvernig þær séu teknar. í Svenska Dagbladet í gær gagnrýnir Jan Söderqvist blaðamaður Dahlgren fyrir að tala um myndbirtinguna sem nauðgun og sé það lítilsvirðing við konur, sem í raun hafi verið verið nauðgað, en orðanotkunin sé auðvitað grípandi. Hliðstæðan við Díönu prinsessu og elt- ingarleik kjaftablaðanna hefur komið upp, en Söderqvist segir að ekki megi gleyma að Díana hafi iðulega notfært sér blöðin. Sama geri Dahlgren þegar hún í sambandi við plötuúgáfur viðri einkalífið í fjölmiðlum. Sama fólkið kaupi plötur hennar og lesi um hana og Söderqvist hefur ekki mikla samúð með „krókódílatárum fjölmiðlaleikandans“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.