Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 35 LISTIR Kammertónlist í háum klassa TOfVIJST Hljómdiskar LEIFUR ÞÓRARINSSON/ CAPUT ENSEMBLE Icelandic Chamber Music, kammer- verk eftir Leif Þórarinsson. Tríó fyr- ir fiðlu, selló og píanó (1960), Mosaik (fiðla og pianó) (1961), Tríó fyrir flautu, selló og píanó (1974), Pente X (flauta, harpsikord, selló og slagverk (2) (1994), Preludio - Intermezzo - Finale (piano solo) (1995), Serena by the Sea (fiðla og harpa) (1995). Caput ensemble: Kolbeinn Bjarnason (flauta), Guðrún Óskarsdóttir (semb- al), Eggert Pálsson (slagverk), Steef van Oosterhout (slagverk), Bryndís Halla Gylfadóttir (selló), Auður Haf- steinsdóttir (fiðla), Snorri Sigfús Birgisson (píanó), Elisabet Waage (harpa). Utgáfustjóri: Gunther Schuller. Stjórn upptöku og eftir- vinnsla: Bjarni Rúnar Bjarnason. Upptökur fóru fram í Víðistaðakirkju (1-7), Fella- og Ilólakirkju (8-10) og Garðakirkju (11). Heildartími: 60:01. Utlitshönnun: Alda Lóa Leifsdóttir. Kápumynd á bæklingi er eftir mál- verki Kristjáns Davíðssonar. GM Recordings 1999 GM2065CD Hljóm- diskurinn er helgaður minningu Leifs Þórarinssonar. Á ÞESSUM fallega hljómdiski eru sex kammerverk eftir Leif Þórarinsson, sem lést fyrir rúmu ári, aðeins 63 ára. Verkin spanna tímabil frá 1960-1995 og vitna um ákveðna þróun, sem er bæði áhugaverð og merki- leg. Öll eru verkin ákaflega fínar tón- smíðar, þau fyrri í senn knöpp og marg- slungin í sínu atonala tónmáli, þau seinni (einkum verkin tvö frá ‘95) í „upphöfnum ein- faldleika" og hrein- leika sem hefur yfir sér ákveðna helgi, og er aðeins á valdi þeirra tónskálda að miðla sem þroskast hafa að að andlegri reynslu og haldið trúfestu við ósvikna náðar- gáfu. (í hugann koma lögin sem flutt voru við útfór tónskáldsins, svo sem Dæm svo mildan dauða við ljóð Matthíasar Jochumssonar.) Gott dæmi um þetta er Serena, síð- asta verkið á diskinum (einnig flutt við útfórina), sem vitnar um blíðu - líkt og til að sefa harm og innri togstreitu. Preludio-Inter- mezzo-Finale er sér- lega vönduð tónsmíð fyrir píanó solo, eink- um er fyrsti þátturinn hrífandi fallegur og leiðir hugann að Bach í sínum „flókna“ og íhugula einfaldleika. Hreint út sagt frábær- lega vel leikinn af Snorra Sigfúsi Birgis- syni. Verkið var samið í minningu vinar, er lést af slysförum; reyndar líka fyrir Sig- fús Birgi skv. pöntun. Allur flutningur á hljómdiskinum er frábær, sannir listamenn í hverju rúmi, og ég vona að enginn verði sár þó að ég nefni þau Kol- bein Bjarnason og Auði Hafsteins- dóttur sérstaklega. Málið er að allir flytjendur eru í fremstu röð, enda Caput-hópurinn heimsfrægur. Pente X fyrir flautu, harpsikord og slagverk (2) frá ‘94 höfðaði mjög til undirritaðs, þó að það standi einhversstaðar milli fyrnefndra „heima“. Geysifínt verk og vel flutt! Allstaðar skína í gegn þekking og gáfur Svo er um upptökur og hljóðrit- un alla. Mjög ánægjulegt er að kennari Leifs frá námsárunum í Ameríku og síðan náinn vinur, tónskáldið Gunther Schuller, stóð að þessari fallegu útgáfu og á hér stutta grein í bæklingi (Prod- ucer’s Note) um vin sinn Leif, ís- lensk tónskáld og tónlistarlíf í nú- tímanum. Einnig á Atli Heimir ágæta grein um kollega sinn og náinn vin. Hér er og stutt umfjöll- un Leifs um tilurð verkanna. Einnig grein um tónskáldið og Caput-hópinn. Allt á ensku. Oddur Björnsson Andrés Magnússon sýnir á Akranesi NÚ stendur yfir málverka- sýning Andrésar Magnússon- ar í Listahorninu, Kirkju- braut 3, Akranesi. Andrés Magnússon sótti nám- skeið í mál- aralist hjá Finni Jóns- syni og Jó- hanni Briem, auk þess sem hann nam í Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Jóhannesi Jóhannessyni. Andrés hefur haldið sýning- ar í Reykjavík, Vestmanna- eyjum og á Akranesi. Sýningunni lýkur 17. júní. Leifur Þórarinsson Uthlutað úr sjóði Hagþenkis HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur úthlutað 29 rithöfundum starfsstyrk til ritstarfa, samtals 3,3 milljónum króna og hlut Jón Karl Helgason hæsta styrkinn, 300 þúsund krónur, til að ljúka fræðiriti sem hann nefn- ir Höfundar Njálu. Ennfremur voru veittir styrkir til að vinna að handritum fræðslu- og heimildarmynda. Til úthlutunar var ein milljón króna. Fimm styrkir voru veittir og rann sá hæsti, 300 þús. kr., til Sonju B. Jónsdóttur vegna heimildarmyndar um sögu ís- Ienskrar kvennahreyfingar. Þóknanir vegna höfundarréttar á fræðslu- og heimildarmyndum, sem sýndar hafa verið í sjónvarpi voru greiddar sex umsækjendum, sam- tals 300 þús. kr. Þá hefur félagið greitt 32 höfundum fræðirita og kennslugagna þóknun vegna Ijósrit- unar úr verkum þeirra í skólum og öðrum opinberum stofnunum. í ár voru hverjum umsækjanda, sem ekki fékk þóknun síðasta ár, greidd- ar 30-35 þús. kr. Ferða- og menntunarstyrkir Þær tekjur, sem Hagþenkir notar til þess að greiða höfundum þókn- anir og veita þeim styrki, fær félag- ið vegna aðildar sinnar að samning- um um vissa heimild skóla og ann- arra stofnana hins opinbera til ljós- ritunar úr útgefnum verkum. Fé- lagið á einnig aðild að Innheimtu- miðstöð gjalda, sem hefur tekjur samkvæmt höfundalögum af gjaldi sem lagt er á myndbönd, mynd- bandstæki og hljóðbönd. Tekjum vegna þeirrar aðildar er varið til þóknana og starfsstyrkja til hand- ritshöfunda fræðslu- og heimildar- mynda. Hluta af greiðslum, sem renna til Hagþenkis, er varið til ferða- og menntunarstyrkja. Fyrri úthlutun þeirra styrkja í ár er lokið og hlutu 19 höfundar slíkan styrk, samtals 655 þús. kr. Þessum styrkjum er einkum ætlað að standa undir kostnaði vegna fargjalda. Sérstakar úthlutunarnefndir skipaðar félögum í Hagþenki fjálla um starfsstyrkina, en stjórn félags- ins úthlutar þóknunum og ferða- og menntunarstyrkjum. Óllum er heimilt að sækja um starfsstyrki og þóknanir en réttur til að sækja um ferða- og menntunarstyrki er bund- inn félagsaðild, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. MYNDIRNAR eru af 10. bekkingum í Valhúsaskóla og í Víðistaðaskóla sem völdu sögur í þjóðsagnabókina. Allir fengu bók ALLIR nemendur sem luku námi við grunnskóla landsins í vor, um 4.300 talsins, voru heiðraðir með bókagjöf frá Prentsmiðjunni Odda og Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bókin var afhent við útskrift nemend- anna úr skólunum um mánaða- mótin. „Bókin sem nemendur fengu og gefín var út sérstak- lega handa þeim er Nú skyldi ég hlæja ..., úrval þjóðsagna og ævintýra, sem tveir 10. bekkir, annar í Valhúsaskóla og hinn í Atvinnuleikhús ungs fólks Annað starfs- árið hafíð Morgunblaðið/Halldór HÓPURINN sem stendur að atvinnuleikhúsi ungs fólks í Isafjarðarbæ. Þetta er hæfileg blanda af þaulreyndum og minna reyndum ungmennum. Leikstjórinn, Elvar Logi Hann- esson frá Bíldudal, sem á að baki langt leik listarnám erlendis, er fremst til vinstri. ísafirði. Morgunblaðið. ATVINNULEIKHÚS ungs fólks í ísafjarðar- bæ hóf starf sitt sl. mánudag, annað sum- arið í röð. Fyrstu vik- urnar verður leiklistar- skóli þar sem farið verður í látbragð, trúð- alistir og aðrar listir. Einnig verður umsvifa- laust byrjað að sýna og verður fyrsta verkið sýnt á kirkjulistahátíð á Patreksfirði á sunnu- daginn. Leikhúsið ætlar að taka á móti erlendu skemmtiferðaskipunum sem koma til Isafjarðar í sumar, en þau verða alls ellefu, með þjóð- legri dagskrá, leik, söng og dansi. Yngsta kynslóðin verður ekki skilin útundan því leikhúsið hyggst setja upp barna- leikrit og sýna það í leikskólum bæjarins. I byrjun júlí verður ferðamönnum sem og heimafólki boðið í óvenjulega skoðunarferð með listrænu ívafí. Farið verður á sögulegar slóðir í bænum og á hverjum stað verður óvænt uppá- koma sem tengist staðnum sjálf- um. Um miðjan júlí mun leikhúsið bjóða upp á leiklistarnámskeið fyr- ir yngstu kynslóðina og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. við útskriftina Víðistaðaskóla, völdu. Þetta er í þriðja sinn sem Prentsmiðjan Oddi og bókaútgefndur samein- ast um að gefa 10. bekkingum bók við skólalok. Tilgangurinn er að hvetja nemendur til áframhaldandi bóklestrar og afreka í framtíðinni og minna á að öflug lestrar- og ritfærni er lykill að velgengni, ekki síst á tímum tölvutækni og nýsköpun- ar,“ segir í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra bókaútgef- enda. BODYSLIMMERS NANCY GANZ QD VALENTINO INTIMO WARiNERS' Aubade UNDIRFATAVERSLUN, I. hæð Kringlunni, simi 553 7355 Glæsilegur undirfatnaður rð Skálastærðir m I AA-A-B-C-D-DD-E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.