Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 37 _______________LISTIR LÍKAMINN M OGRÝMIÐ Wm MYIVPLIST llafnarborg, Hafnarfirði LJÓSMYNDIR JOHN R. JOHNSEN , Til 28. júní. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12-18. Aðgangur 200 krónur. HEFÐI Edgar Degas fæðst 100 árum síðar en hann gerði er ekki útilokað að hann hefði farið eins að og ljósmyndarinn John R. Johnsen og myndað ballerínur sínar í stað þess að mála þær. í sjálfu sér er útkoman svipuð. Með hreyfingum sínum og stellingum má kalla það að ballerínan Mette Bodtcher fangi rýmið sem hún sveiflar sér í undir Arabíska dansinum úr Hnotubrjót Tsjaikovskís. I tilefni af sýningunni tróð Bpd- tcher upp á fjölum Þjóðleikhússins tvö kvöld í byrjun mánaðarins ásamt hópi ballettdansara úr Kon- unglega danska ballettnum, svo hér er um meiriháttar kynningu að ræða á hinni ungu stjörnu, enda hefur danska sendiráðið haft veg og vanda af viðburðinum ásamt Hafnarborg. Frómt frá sagt er hér á ferðinni óvenjuleg og einkar athyglisverð sýning sem fyllir salina tvo á fyrstu hæð, Sverrissal og Apótekið. Stór- ar og smáar ljósmyndir - svart- hvítar - fylla salina og skiptast myndimar í tvo meginflokka. í fyrri flokknum leikur ljósmyndar- inn sér með líkama ballerínunnar á alsvörtum bakgrunni, en í hinni myndröðinni ráða gráir og stór- korna fletir svo bakgrunnurinn kemur í ljós. Fyrri flokkurinn er bæði dramatískari og dýnamískari, enda eykur sortinn í bakgrunninum mjög á spennuna í myndunum. Kroppur Bpdtcher birtist eins og elding út úr myrkrinu í þöndum og kröftugum stellingum, sem oftar en ekki er erfitt að skilja hvemig ballettmærin nær, því líkaminn virðist vera kominn út yfir öll anatómísk lögmál. Þannig er hrein unun að skoða vinding og snúning Mette Bpdtcher í mörgum mynd- anna, því það liggur við að maður trúi vart stellingunni, svo fullkomið vald hefur hún á líkamshreyfingum sínum. Stundum verður staðan að hreinu afskræmi. Axlirnar virðast ekki hlýða neinum venjulegum hreyfilögmálum, hvað þá að þær séu samhverfar. Handleggimir birtast því stundum eins og krækl- ur út úr trjábol og hælar verða eins og stúfar sem misst hafa rist og tær. Þá er sem Bodtcher geti undið sjálfa sig eins og tusku og snúið hverjum líkamshluta þveröfugt við hinn næsta. En þegar öll kurl koma til graf- ar er það andlit ballerínunnar sem hertekur rýmið. Tjáningin, sársaukinn og einbeitnin í svip Bodtcher gefa öllu líkamsspilinu og svarta holrýminu þann trú- verðugleik sem ella mundi týna sér út í myrkur og tóm. Það eru einmitt svipbrigðin sem sjaldnast skila sér af sviðinu sjálfu sökum farða og fjarlægðar. Þau John R. Johnsen og Mette Bodtcher hafa að þessu leyti fundið nýjan flöt á list sinni, eins og sjá má í af- bragðsgóðri sýningarskránni þar sem þau taka höndum saman við hönnuðinn Peter Gyllan, dans- fræðinginn Anne Flindt Christen- sen og arkitektinn Henrik Steen Moller. Halldór Björn Runólfsson Hádegisflugtak STEFÁN Karl Stefánsson smellpassaði inn í hlutverkið, segir m.a. í dómnum. LEIKLIST Hádegisleikhúsið 1000EYJA SÓSA eftir Hallgrím Helgason. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Leikari: Stefán Karl Stefánsson. Leikmynd og búningur: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Kjartan Þórisson. Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson. Hljóðhönnun: Hrannar Ingimarsson. Hljóðfæraleik- ur: Ólafur Björn Ólafsson, Óskar Guðjónsson og Stefán Karl Stefáns- son. Iðnó, 9. júní. HÁDEGISLEIKHÚSIÐ í Iðnó frumsýndi í gær lOOOeyja sósu eftir Hallgrím Helgason og var hér um að ræða annan af þremur leikþáttum sem unnu í verðlauna- samkeppni Iðnó í fyrra þar sem markmiðið var að fá fram stutta einþáttunga sem hentuðu fyrir- fram gefnu formi Hádegisleik- húss. Verk Hallgríms fellur vel að forminu. Þetta er einleikur karl- manns sem staddur er í flugvél á leið til útlanda og flétta verksins byggist í kringum eintal hans - eða öllu heldur hálft samtal - og látbragð. Sigurður Karl, eina persóna leiksins, sem leikinn er af Stefáni Karli Stefánssyni, er maður með grugguga fortíð. Fram kemur í byrjun að hann er á n.k. flótta frá lífi sínu á Islandi, ætlar að yfir- gefa fjölskylduna og fyrirtækið og hefja nýtt líf í útlöndum. Persónu- lýsing Sigurðar Karls er það sem máli skiptir í þessari sýningu og Stefán Karl Stefánsson smellpass- aði inn í hlutverkið og tókst á þeim rúmlega 20 mínútum sem sýningin tók í flutningi að skapa karakter sem bráðskemmtilegt var að fylgjast með úr fjarlægð - en fáir vildu hafa sem sessunaut sinn í flugvél! Þeir Stefán Karl og Magnús Geir leikstjóri virðast jafnvel hafa tekið mið af hinum óborganlega karakter úr breskri kómík, „Mr. Bean“, sem Rowan Atkinsson hef- ur leiidð hin síðustu ár af stakri snilld (og er reyndar mikið sýndur í íslenskum flugvélum um þessar mundir). Sérstaklega minntu lík- amsbeiting og svipbrigði Stefáns Karls á snillinginn breska og greinilegt að Stefán Karl býr yfir miklum hæfileikum og tækni til skopleiks, sem hér nýttust vel. Þeir félagar geta verið sáttir við per- sónusköpunina að öllu leyti. Texti Hallgríms er eins og áður sagði byggður að mestu leyti upp sem hálft samtal, þ.e. Sigurður Karl talar við konu sína og barn í símann, spjallar við sessunaut sinn í flugvélinni og á samskipti við flugfreyjur, en svör þeirra og viðbrögð getum við aðeins „lesið“ út úr orðum og gjörðum hans sjálfs. Þetta er vandmeðfarin að- ferð en heppnast prýðilega hjá Hallgrími. Út úr svörum og við- brögðum persónunnar mátti lesa heilmikið um fortíð hans sem aldrei er sagt berum orðum í verk- inu. Leikmynd Snorra Freys Hilmarssonar var snjöll og átti sinn þátt í að skapa þá léttu stemmningu sem einkennir þessa sýningu. Tónlist, hljóð og lýsing settu síðan punktinn yfir i-ið, enda allt fagmannlega unnið. lOOOeyja sósa er fyrst og fremst skopleikur, ætlaður að skemmta áhorfandanum á meðan hann gæðir sér á súpu og brauði. Sá tilgangur náðist: „sósan var fín“ - en súpan hefði mátt vera meira spennandi. Soffía Auður Birgisdóttir Sorg og ISEKIJH Ferðasaga SUMMER AT LITTLE LAVA eftir Charles Ferguson, North Point Press, Farrar, Strauss and Giroux, New York. 1998 - 289 bls. ÞAÐ kann að virðast lítið efni í einhvers konar ferðasögu að lýsa sumarlangri veru á ís- lensku eyðibýli. Þetta er þó meginefni bókar Charles Fergusons, Summer at Little Lava, sem út kom fyrir nokkru í New York. Kona Fergusons hefur um langt skeið verið unnandi ís- lenskra fornsagna en hann hrifist af ís- lenskri náttúru og fuglalífi og af ýmsum ástæðum hefur ísland í þeirra augum mikið aðdráttarafl. Þau eru Islandsvinir eins og við nefnum þá sem margoft sækja okkur heim. Á Islandi eiga þau kunningja sem lána þeim eyðibýli. Lengst af er Ferguson því í lýs- ingu sinni einn á ferð eða með syni sínum og konu. Litla-Hraun í Hnappadalssýslu er lítt þekkt og afskekkt þótt nafnið hljómi kunnuglega. Þó fæddist þarna Ásta Sigurðardótt- ir skáldkona. Sögusviðið er því fremur einmanalegt og lýsing Fergusons nokkuð grátóna. Greinilegt er að honum þykir ekki mikið fara fyrir veðursæld á þess- um slóðum. Ýmist berst hann við vind eða regn nema hvorttveggja sé. Náttúran í grennd í útjaðri Eldborgarhrauns er hrjóstrug og harðneskjuleg, ýmist hraun, þýfi eða mýrlendi. náttúra En innan þessa gráleita ramma verksins er þó litróf tilfinninga. Einmitt það gefur frásögninni gildi. Ferguson hefur orðið fyrir því áfalli úti í Bandaríkjunum að koma að móður sinni myrtri í húsi hennar í Pennsylvaníu. Hann kemur til Islands með sorgina og beiskjuna þunga sem blý í farteskinu. Það er því kannski sorgin fremur en veðrið og landslagið sem kallar fram gráa lit- inn. Hægt og hægt verður þó vera hans með fuglum, vindum, hafi, fjöru og fólki á íslandi til að slæva sorgina og tign lands- ins rís hægt og hljótt í verkinu líkt og örn sem hefur sig til flugs. Jafnframt finnst lesanda eins og léttara sé yfir höfundi í lokin. Ferguson er lipur höfundur. Lýsingar hans á mannfólki og fuglum, ekki síst em- inum, eru eftirminnilegar. Hér er á ferðinni bók sem sameinar hljóð- láta og íhugula náttúrulífslýsingu og uppgjör við áfall og sorg. Skafti Þ. Halldórsson Sýningum lýkur Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi SÝNINGU nemeneda úr 8., 9. og 10. bekk Brekkubæjar- skóla, „Vorið“ lýkur á sunnu- dag. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18. Charles Ferguson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.