Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ pior0-wttlilaí>ií5 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁLVER Á REYÐARFIRÐI ATHYGLISVERð staða er komin upp í sambandi við hugsanlega byggingu álvers á Reyðarfirði eftir heim- sókn forráðamanna Columbia Ventures, móðurfyrirtækis Norðuráls, þangað og kynnisferð þeirra um byggingarstæði og hugsanlegt virkjanasvæði á Austurlandi. Að lokinni þess- ari heimsókn og viðræðum aðstoðarforstjóra Columbia við Finn Ingólfsson, iðnaðarráðherra, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, er Ijóst að tveggja kosta er völ, ef til byggingar álvers á Reyðarfirði kemur. Og í sambandi við þá tvo kosti eru íhugunarverð álitamál. Par til Morgunblaðið upplýsti í síðustu viku, að Norsk Hydro yrði einungis 20-25% aðili að álveri á Reyðarfirði, hafði verið gengið út frá því sem vísu í opinberum umræðum, að um væri að ræða álver, þar sem norska fyrirtækið yrði leiðandi aðili. Nú er komið í ljós, að svo er ekki, heldur hefur hugsunin að baki þessa verkefnis verið sú, að álverið yrði fyrst og fremst í íslenzkri eigu. Hins vegar fer ekki á milli mála, að íslenzka ríkið hefur ekki hugsað sér að verða sá meirihlutaaðili, heldur hafa stjórnvöld leitað til tveggja banka og nokkurra fjárfestingarfélaga um stofnun undirbún- ingsfélags í þessu skyni. Þar með er auðvitað Ijóst, að það verður verkefni þess félags, sem stofnað yrði af íslenzkum fjárfestum til þess að byggja álverið, að taka ákvörðun um samstarfsaðila, hvort sá aðili yrði Norsk Hydro, Columbia Venture eða einhver annar aðili. Það er m.ö.o. ekki ákvörð- unarefni íslenzkra stjórnvalda. Það grundvallaratriði, hvort skynsamlegt sé að Islending- ar eigi 80% í nýju álveri á Reyðarfirði, er órætt. Ef einkafyr- irtæki taka höndum saman um félagsstofnun til þess þurfa þau fyrirtæki ekki að tala um það við íslenzkan almenning, heldur einungis hluthafa sína. Ef lífeyrissjóðir gerast stórir aðilar að slíku verkefni gegnir öðru máli. Reynslan sýnir að álver eru áhættusamur atvinnurekstur og þess vegna spurn- ing, hvort lífeyrissjóðum leyfist að taka slíka áhættu. Það eru augljós efnisleg rök, sem mæla með því, að við ís- lendingar hugum sjálfir að þátttöku í áliðnaði. Við getum sagt sem svo, að það sé tímabært að við tökumst á við þenn- an rekstur sjálfir í stað þess að láta útlendinga um það. Það getur líka vegið þungt, að Kyoto leiði smátt og smátt til þess, að það verði mjög þröngt um vik að byggja álver hvar sem er í heiminum og að aðstaða til þess verði takmörkuð auðlind alveg eins og fiskimiðin við Islandsstrendur. Ef það á eftir að gerast stóraukast verðmætin í þeim álverum, sem fyrir eru, og það eru sterk rök fyrir öflugri íslenzkri eignaraðild. Þá er á það að líta, að það getur verið heppilegra frá ís- lenzku hagsmunasjónarmiði séð að eiga samskipti við þrjá erlenda aðila um rekstur álvera hér en við tvo. Frá því sjón- arhorni getur verið skynsamlegt að semja við Norsk Hydro. Rökin fyrir samstarfi við Columbia eru hins vegar mörg og skýr. I fyrsta lagi höfum við nú þegar reynslu af sam- starfi við forráðamenn þess fyrirtækis. Margir höfðu efa- semdir í upphafi um getu þeirra til þess að byggja og reka álver. Þeir hafa með verkum sínum afsannað þær efasemdir. Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með því hvernig framtak örfárra ungra manna hefur leitt til byggingar ál- versins á Grundartanga. I öðru lagi er ljóst, að Columbia er tilbúið til að eiga meirihluta í álveri á Reyðarfirði og axla þar með meginábyrgð á uppbyggingu þess og rekstri en með verulegri íslenzkri eignaraðild. Við mundum fá tækifæri til þess að kynnast áliðnaðinum betur en við höfum getað hing- að til án þess að taka of mikla áhættu sjálfír. í þriðja lagi tala forráðamenn Columbia skýrt. Það fer ekkert á milli mála hvað þeir vilja og hvað þeir eru tilbúnir til að gera. Við- ræðurnar við Norsk Hydro hafa ekki framkallað jafn skýrar yfírlýsingar af þeirra hálfu og gera má ráð fyrir, að viljayfir- lýsing sú, sem staðið hefur til að undirrita í lok júní, verði mjög opin og að í henni felist ekki miklar skuldbindingar af hálfu Norðmanna. Ljóst er af yfírlýsingum Finns Ingólfssonar, iðnaðarráð- herra, í Morgunblaðinu í dag, að hann heldur öllum dyrum opnum og útilokar engan veginn frekari viðræður við Col- umbia. Það er skynsamleg afstaða hjá ráðherranum. Það er svo önnur saga, að deilur um virkjanir á Austur- landi eru óútkljáðar. Gera má ráð fyrir, að í kjölfar aukinna umræðna um álver á Reyðarfirði fylgi harðnandi deilur um virkjun í tengslum við slíkt álver. Þær umræður, sem fóru fram um þann þátt málsins sl. sumar og haust, sýndu svo ekki varð um villzt, að mikil og sterk andstaða er við þær virkjanahugmyndir, sem kynntar hafa verið fram til þessa. Þrjú hundruð milljónir Evrópubúa ganga að kjörborðinu í Ev Prófraun á h: ímynd Evrópr MAÐUR gengur fram hjá auglýsingaskíltum vegna Evrópuþingkosninganna ríkjum Evrópusambandsin Kosið er til Evrópu- þingsins í öllum fimmt- án aðildarlöndum Evr- ópusambandsins á næstu fjórum dögum. Davíð Logi Sigurðsson segir innanríkismál víð- ast hvar hafa leikið stærsta hlutverkið í kosningabaráttunni en áhugi kjósenda hefur þó verið í lágmarki. A , IBÚAlR Evrópusambandsríkj- anna ganga að kjörborðinu í dag og næstu daga og kjósa nýtt Evrópuþing en kosning- amar eru sagðar prófraun á það hvort ímynd þingsins sem áhrifalítill kjaftaklúbbur hafi breýst í hugum fólks, í kjölfar þess að framkvæmda- stjórn ESB hrökklaðist frá völdum í mars undan þrýstingi frá Evrópu- þinginu. Reyndar ganga ekki öll fimmtán aðildarríki ESB að kjörborðinu á sama tíma, Bretar og Danir ríða á vaðið í dag en flestar aðrar ESB- þjóðir ekki fyrr en á sunnudag. Kemur þá í ljóst hvort kjósendur hafa tekið mark á þeim skilaboðum margra frambjóðenda að Evrópu- þingið sé nú orðið „alvöru“ þing, nægilega öflugt til að velta fram- kvæmdastjóm úr sessi reynist með- limir hennar spilltir eða óhæfir í sitt starf, þing sem er í takt við tíðarand- ann og sem hlýðir á áhyggjur fólks. Þátttaka er venjulega fremur dræm í Evrópuþingkosningunum og óvíst er hvort áhugi almennings í ESB-löndunum hafi nokkuð aukist þótt þinginu hafi nýlega vaxið ás- megin. Sýna skoðanakannanir að flestir ætla í raun að haga atkvæði sínu eftir pólitískum vindum í heima- landinu, fremur en eftir sameiginleg- um hagsmunum Evrópubúa. Tæplega þrjú hundmð milljónir manna era á kjörskrá í aðildarlönd- unum fimmtán og samanlagt munu Evrópubúai- kjósa í beinni kosningu 626 fulltrúa til fimm ára á þingið, sem kemur saman til fundar í Strassborg í Frakklandi. Átta þing- flokkar störfuðu á því þingi sem nú er að ljúka störfum sínum, óháð þjóðerni manna eða upprana. Stærstir vora Sósíalistar, þverþjóð- leg samtök jafnaðarmannaflokka, en þeir höfðu 214 þingsæti. Þar á eftir komu mið- hægrimenn í Evrópska alþýðuflokknum (EPP) með 2Ö1 þingsæti. Nýtt þing mun þegar í upphafi þurfa að sýna hvað í því býr enda það verkefni fyrir höndum að samþykkja eða hafna tilnefningum í framkvæmdastjórnina í Brussel, sem Italinn Romano Prodi mun fara fyrir. Áhugi með allra minnsta móti í Bretlandi í Bretlandi er því spáð að áhuga- leysi almennings verði enn meira en áður, jafnvel að færri en 30% al- mennings muni hafa fyrir því að mæta á kjörstað. I fyrsta skipti er notast við hlutfallskosningakerfið í Bretlandi, þótt reyndar hafi íbúar N- Irlands ávallt kosið þannig á Evr- ópuþingið. Hið nýja kosningafyrirkomulag mun valda því að Verkamannaflokk- urinn mun tapa allt að tuttugu þing- sætum, en flokkurinn hefur nú 62 þingmenn af þeim 84 sem Bretland sendir á Evrópuþingið. Sem iyrr líta Bretar Evrópusamstarfið homauga og íhaldsmenn reyndu að snúa kosn- ingabaráttunni upp í þjóðaratkvæða- greiðslu um það hvort Bretland ætti að halda gjaldmiðli sínum, pundinu, en deiluna um það hvort Bretland eigi að ganga Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU) hefur einmitt borið hátt undanfarin miss- eri. Verkamannaflokkurinn lagði hins vegar áherslu á sýn Tonys Bla- irs um Bretland sem for- ystuafl í Evrópu. Á N-írlandi snerist bar- áttan fýrir Evrópuþing- kosningamar sem fyrr um stjómmálaástandið í hér- aðinu, og reyndu andstæðingar frið- arsamkomulagsins frá því í fyrra að snúa kosningunum upp í nýja þjóð- aratkvæðagreiðslu um samninginn. Einvígi Chiracs og Jospins í Frakklandi í Frakklandi er litið á Evrópu- þingkosningarnar fyrst og fremst sem einvígi þeirra Lionels Jospins forsætisráðherra og Jacques Chiracs forseta um hylli almennings. Báðir njóta umtalsverðrar hylli meðal fransks almennings en það er grannt á því góða milli mannanna tveggja, þótt þeir hafi þurft að starfa saman síðan Sósíalistar og Jospin unnu sig- ur í þingkosningunum fyrir tveimur áram. Líta margir á þessar kosning- ar sem prófraun á fylgi mannanna fyrir forsetakosningarnar 2002 en líklegt er að Jospin muni þar fara fram á móti Chirac. Rúmlega 60% Frakka er hvort eð er fylgjandi Evrópusamstai-finu og lítt hefur verið rætt um kosti og galla þess í kosningabaráttunni. Allra augu beinast því að baráttu þeirra Jospins og Chiracs, þótt kommúnistar undir stjórn Roberts Hues leggi reyndar áherslu á að styrkja stöðu sína, auk þess sem Græningjar tefla nú fram leiðtoga námsmannauppreistarinnar árið 1968, „Danna rauða“, eða Daniel Cohn-Bendit. Mótvindur í fang Schröders? Svo virtist sem nýir tímar færa í hönd í Þýskalandi þegar jafnaðar- mönnum tókst loks að velta Helmut Kohl og Kristilegum demókrata- flokki hans úr sessi í þýsku þing- kosningunum í fyrrahaust. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hef- ur hins vegar átt í mestu vandræð- um með að fóta sig í nýju embætti og flokkur hans hefur reynst honum tregur í taumi, auk þess sem sam- starfsflokkurinn í ríkisstjórn, Græn- ingjar, er erfiður í sambúð. Mörg vandamála stjórnarinnar tengjast ESB en í mars mistókst Schröder á fundi leiðtoga ESB-ríkj- anna að fá samþykktar hugmyndir sínar um minni fjárframlög Þýska- lands í sambandið. Reyndar hafa kristilegir fleiri þingmenn (47) en jafnaðarmenn (40) á Evrópuþinginu Lítill áhugi meðal kjósenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.