Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 43 ' ATVIIMNUAUGLÝSINGAR SjÚKRAHÚS REYKJ AVÍ K U R Fræðslu-, rannsókna- og gæðasvið Sviðsstjóri hjúkrunar Laus ertil umsóknar staða hjúkrunarfram- kvæmdastjóra Fræðslu-, rannsókna- og gæða- sviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hjúkrunarfram- kvæmdastjóri er sviðsstjóri sviðsins og mynd- ar ásamt forstöðulækni sviðsstjórn. SHR er kennslusjúkrahús, sem starfar í nánum tengslum við Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir. SHR tekur virkan þátt í þjálfun og kennslu þeirra, sem stunda nám í heilbrigðisvísindum. Fræðslu-, rannsókna- og gæðasvið hefur um- sjón með endurmenntun, fræðslu og nám- skeiðahaldi fyrir alla starfsmenn sjúkrahússins. Jafnframt veita sviðsstjórar ráðgjöf við vís- indavinnu, útgáfu fræðsluefnis fyrir sjúklinga og annað það efni, sem heyrir undir rannsókn- ir, fræðslu og gæðamál. Æskilegt er að viðkomandi hafi doktorsmennt- un og reynslu af klínískum rannsóknum. Mastersmenntun í hjúkrun eða á öðru sviði, sem nýtist innan heilbrigðisstofnana, áskilin. Starfið er veitt frá og með 1. ágúst 1999 eða eftir nánara samkomulagi. Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 525 1220, netfang sigs@shr.is. Umsóknum skal skilað á skrifstofu hjúkrunar- forstjóra fyrir 15. júlí 1999 og skal þeim fylgja upplýsingar um menntun, rannsóknir og önnur vísindastörf Lyflækningasvið Sviðsstjóri hjúkrunar Laus ertil umsóknar staða hjúkrunarfram- kvæmdastjóra lyflækningasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hjúkrunarframkvæmdastjóri er sviðsstjóri sviðsins og myndar ásamt forstöðu- lækni sviðsstjórn. Lyflækningasvið þjónar sjúklingum með melt- ingafærasjúkdóma, innkirtla- og efnaskipta- sjúkdóma, nýrnasjúkdóma, lungnasjúkdóma, smitsjúkdóma, blóðsjúkdóma, krabbamein og hjartasjúkdóma. Barnadeild sjúkrahússins tilheyrir lyflækningasviði. Sviðsstjóri hjúkrunar ber ábyrgð á að hjúkrun á lyflækningasviði sé í samræmi við hug- myndafræði hjúkrunar á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, í samráði við hjúkrunardeildarstjóra. Sviðs- stjórar stjórna rekstri lyflækningasviðs og vinna að heildarskipulagi og samhæfingu starfseminnar. Þeir sjá jafnframt um að allar rekstrarákvarðanir séu í samræmi við áætlanir hverju sinni. Sviðsstjóri hjúkrunar stuðlar að ákjósanlegum skilyrðum fyrir rannsóknir og kennslu í samráði við fræðslu-, rannsókna- og gæðasvið og hjúkrunardeildarstjóra viðkomandi deilda. Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir sérkennara Auk hefðbundinnar kennslu skipuleggur hann sérdeild, sem hefur verið starfrækt frá haustinu 1998. Umsóknir berist til skólastjóra Gunnars Svan- laugssonar sem gefur nánari upplýsingar í síma 438 1377. Æskilegt er að viðkomandi hafi mastersmennt- un í hjúkrun eða á öðru sviði sem nýtist innan heilbrigðisstofnana. Mikilvægt er að viðkom- andi hafi stjórnunarmenntun og víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum. Starfið er veitt frá og með 1. ágúst 1999 eða eftir nánara sam- komulagi. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 525 1220, netfang sigs@shr.is Umsóknum skal skilað á skrifstofu hjúkrunar- forstjóra fyrir 15. júlí 1999 og skal þeim fylgja upplýsingar um menntun, rannsóknir og fyrri störf. Öldrunarsvið Öldrunarlækningadeild B-4 Fossvogi sinnir bráðaþjónustu aldraðra, greiningu, mati og meðferð. Mjög virk endurhæfing er í gangi og sinnir deildin einnig á hverjum tíma endurhæf- ingu sjúklinga eftir lærbrot. Unnið er eftir skipu- lagsformi einstaklingshæfðrar hjúkrunar og er lögð rík áhersla á teymisvinnu og heildræn vinnubrögð. Starfsaðstaða er með ágætum. Aðstoðardeildarstjóri Laus er staða aðstoðardeildarstjóra. Stjórnun- arheild deildarinnar mynda deildarstjóri og tveir aðstoðardeilarstjórar sem skipta með sér stjórnunar- og þróunarlegum verkefnum. Hjúkrunarfræðingur Laus er staða hjúkrunarfræðings á næturvökt- um frá 1. júlí. Vinnutími er frá kl. 23.00—08.30. Launakjör eru samkvæmt framgangsmati hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðar Lausar eru stöður sjúkraliða á allar vaktir nú þegar og frá 1. september. Vaktafyrirkomulag og starfshlutfall samningsatriði. Sumarafleysingar — Vantar enn fólk í sumar- afleysingar. Hentar vel hjúkrunar-, sjúkraliða- og læknanemum. Mörg námstækifæri bjóðast á deildinni og eru viðfangsefni í umönnun sjúklinga okkar afar fjölbreytt. Nánari upplýsingar um starfsemi og launakjör hjá Guðrún Sigurjónsdóttur deildarstjóra í síma 525 1536 og Önnu Birnu Jensdóttur hjúkr- unarframkvæmdastjóra í síma 525 1888. Yfirfélagsráðgjafi Laus ertil umsóknar starfyfirfélagsráðgjafa við öldrunarsvið SHR, Landakoti. Hér er um að ræða fjölbreytt og áhugavert starf þar sem öldrunarþjónustan er í stöðugri þróun. í starfinu fellst umsjón og skipulagning á fé- lagsráðgjafaþjónustu á öldrunarsviði SHR, Landakoti. Unnið er í þverfaglegri teymisvinnu við greiningu, meðferð og stuðning við aldraða. Einnig er ráðgjöf og stuðningurvið aðstandendur. Stafið gerir kröfur um skipu- lagshæfileika og hæfni til samvinnu. Ráðið er í starfið frá 1. september 1999. Umsóknar- frestur er til 28. júní 1999. Allar nánari upplýsingar veitir Jóna Eggerts- dóttir, forstöðufélagsráðgjafi, í síma 525 1000 eða 525 1545. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Kranamaður Viljum ráða nú þegar kranamann á bygginga- krana. Upplýsingar á skrifstofu í síma 577 3700 eða hjá Olafi Haukssyni í síma 897 3716. Ármannsfell ht. Suðurhlíðaskóli óskar eftir kennurum Suðurhlíðaskóli, sem erfámennureinkaskóli, óskar eftir kennurum sem geta kennt mynd- mennt, sauma og smíði (hlutastörf). Einnig íslensku, dönsku og náttúrufr. í eldri bekkjum. Uppl. veitir skólastjóri í s. 568 7870/557 4780. Fræðslumiöstöö l|f Reykjavíkur Lausar stöður í grunn- skólum Reykjavíkur skólaárið 1999-2000 Ártúnsskóli, sími 567 3500 Kennarar íþróttir, 2/3 staða. Safnkennsla, 2/3 staða. Alm. kennsla á yngsta stigi, 2/3 staða. Alm kennsla á miðstigi, 1/1 staða og tvær 2/3 stöður. Laun skv. kjarasamningum K( og HÍK og Launanefndar sveitarfélaga. Önnur störf Þroskaþjálfi, atferlisþjálfi eða aðili með sam- bærilega menntun til að vinna með einhverf- um nemanda, 75% til 100% staða. Stuðningsfulltrúi til að starfa með yngstu börn- unum, 50% til 75% staða. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar- félög. Umsóknarfrestur er til 23. júní 1999. Upplýsingar um stöðurnar gefur skólastjóri í síma 567 4544. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Grunnskólakennarar Við Borgarhólsskóla á Húsavík eru laus störf grunnskólakennara. Tvo kennara vantar að unglingastigi, kennslugreinar: M.a. danska, eðlis- og efnafræði ásamt líffræði. Áyngsta og miðstig vantartvo bekkjarkennara til almennrar kennslu. Borgarhólskóli er einsetinn, heildstæður grunnskóli að hluta til í nýju rúmgóðu húsnæði m.a. vel búin stofa til efna-, eðlis- og líffræði- kennslu. Samið hefur verið um sérkjör við húsvíska kennara, styrkur til búslóða- flutninga greiddur, reynt að útvega kennurum niðurgreitt húsnæði. Á Húsavík er unnið metnaðarfullt starf í leikskólum, grunnskóla, heilsdagsskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla sem miðar að þvi að bjóða íbúum upp á góða samfellda þjónustu m.a. í samstarfi við æskulýðs- og íþróttafélag. Nánari upplýsingargefa: Halldór Valdimarsson skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974 og Gísli Halldórsson aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 23. júní nk. og skulu umsóknir sendartil Halldórs Valdi- marssonar, Borgarhólsskóla, Skólagarði 1,640 Húsavík. Fræðslunefnd Húsavíkur. IÐNSKÓLINN f REYKJAVfK Námsráðgjafi óskast Námsráðgjafi óskasttil afleysinga næsta skólaár. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veita námsráðgjafar og starfsmannastjóri í síma 552 6240. Umsóknarfrestur ertil 18. júní. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra. Öllum umsóknum verður svarað. Bókari óskast Leitum að góðum bókara sem getur séð um merkingu fylgiskjala, innslátt, afstemmingar og launaútreikninga. Viðkomandi þarf að hafa unnið með Tok. Um er að ræða 40— 60% starf, og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skila inn á afgreiðslu Mbl. merktar: „Bókhald — 81562" fyrir kl. 16 mánudaginn 14. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.