Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 54
■■ 54 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR * SIGURVALDISIG- URÐUR BJÖRNSSON + Sigfurvaldi S. Björnsson var fæddur og uppalinn á Gauksmýri í Lín- akradal, Vestur- Húnavatnssýslu, 12. september 1904. Hann lést á vist- heimilinu Grund í Reykjavík 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Björn Jósafat Jósafatsson, bóndi á Gauksmýri, f. 15. ágúst 1968 að Enniskoti, Víðidal, d. 8. júní 1957 á Blönduósi, og kona hans, Ólöf Sigurðardóttir Halldórssonar, f. 16. janúar 1865 á Þorkelshóli, Víðidal, d. 2. júlí 1925 á Gauksmýri. Ólöf og fyrri maður hennar, Sigurvaldi Þor- steinsson frá Litlu-Hlíð í Víðidal, f. 1857, byijuðu búskap í Stóru- Hlíð, eignuðust svo Valdarás, þar sem þau bjuggu í tvö ár. Ár- ið 1893 festu þau kaup á Gauks- mýri en Sigurvaldi lést árið 1895. Systkini Sigurvalda Sig- urðar voru þessi: Signrlaug, hún lést í frumbernsku; Ólöf María, f. 22. 8. 1891, d. 30.6. 1987, mað- ur hennar var Björn Friðriks- son, tollvörður í Reykjavík; Sigurlaug Jakobína f. 17.12. 1893, d. 28.12. 1968, hennar maður var Guðmundur Péturs- son frá Stóru-Borg, bóndi á Refsteinsstöð- um í Víðidal, V-Hún., svo á Nefstöðum og síðar Hraunum í Fljótum, Skagafirði; Sigurbjörg Sigríður, f. 29.11. 1895, 23.12. 1987, maður hennar Lárus Björnsson, kaupmaður í Reykja- vík. Tvö börn tóku þau Sigurvaldi Þorsteinsson og Ólöf Sigurðar- dóttir í fóstur, Kristvin og Ingi- björgu. Næst barna Ólafar var Guðríður Guðmundsdóttir, f. 8.5. 1897, d. 6.7. 1992, bústýra um skeið hjá föðurbróður sínum Sig- urbirni Sveinssyni rithöfundi í Vestmannaeyjum, síðar dag- mamma m.m. í Reykjavík, faðir hennar var Guðmundur Sveinsson sem réð búi fyrir ekkjuna Ólöfu um skeið eftir fráfall frænda síns Sigurvalda Þorsteinssonar. Þau Ólöf og siðari maður hennar, Björn Jósafat eignuðust sex börn en misstu fyrsta barn sitt nýfætt, Sigurvaldi Sigurður ólst upp í stórum bamahópi á Gauksmýri. Bömin lærðu ung að vinna á heim- ili þar sem segja má að talað væri í ljóðum og sögum. Ólöf móðir hans var sjálf vel skáldmælt og kunni reiðinnar ósköp sem hún fór með fyrir bömin sín og glæddi þannig áhuga þeirra á bókmenntum og ljóðagerð, auk þess sem bömin erfðu skáldgáfu móður sinnar og áhuga á sögu og sagnalist, svo að aldrei dvínaði. Bjöm Jósafat gat einnig kastað fram laglegri stöku þótt minna iðkaði hann það en Ólöf. Eftir sum barna þeirra liggur tölu- vert útgefið efni, annað hefur varð- veist í handraðanum en eflaust eitthvað ratað í glatkistuna. Mikið glaðlyndi var ríkjandi á Gauksmýr- arheimilinu og þar var mikið sung- ið. hennar höfðu yndi af söng og tónlist. Ólöf Sigurðardóttir kastaði léttilega fram vísum til bama sinna allra þar sem hún var við iðju sína hverju sinni og er hér vísa hennar til Sigurvalda sem hér er kvaddur: Sigurvaldi Sigurður séstáhestabaM, örvabaldur örlátur er sá haldinn raungóður. (Ólöf Sigurðardóttir) Úr vísum hennar til bamanna má ávallt lesa nokkuð um lyndis- einkunn þeirra og hugðarefni en Sigurvaldi Sigurður hafði yndi af hestum og afar gott lag á þeim, ótömdum sem tömdum, og á Gauksmýri var úrvalsgott hrossa- kyn. Góður var hann dýrum og mönnum og örlæti hans kom fram strax á unga aldri eins og kemur fram í vísu Ólafar móður hans. Raungóður var hann í besta lagi og einkenndu þessir lyndisþættir hann alla tíð. Eins og nærri má geta á stóru heimili þurftu bömin á Gauksmýri ung að ganga til allra verka og á unglingsaldri fóru þau að leita eftir vinnu utan heimilis, eftir því sem Gauksmýrarbúið mátti missa af starfskröftum þeirra. Meðal þess sem bauðst var vegabótavinna, sláturvinna, vinna við símann og stundum vantaði vetrarmann á bæ. Alltaf var nóg að gera við jarðabætur en á þeim tíma þegar stórvirkari tæki þekktust ekki vora þúfnakollarnir skomir af og var það talsvert erfíðisverk. Vinnuskipti milli bæja vora nokkuð tíðkuð. Menn bundu oft fyrir Bjöm Jósafat og fengu slægjur í staðinn, enda miklar slægjur á Gauksmýri og jörðin vel aflögufær. Björn Jósafat keypti fyrstu sláttuvél í sýslunni og mun Sigurvaldi sonur hans hafa verið nærri fermingu þegar þetta var en ekki vora ung- lingarnir settir á vélina. Á Gauks- mýri var gott kúabú á þeirra tíma mælikvarða og má til marks um það nefna að hægt var að selja það- an smjör. Fráfærar tíðkuðust í þá daga en á Gauksmýri var hálft ann- að hundrað fjár þegar fjárflest var ANNA DANÍELSDÓTTIR + Anna Daníels- dóttir fæddist á Akranesi hinn 1. ágúst 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness hinn 3. júní síð- astliðinn. Foreldrar Önnu voru Daníel Vigfússon, f. 16. nóvember 1903, d. 11. maí 1964 og Sig- rún Sigurðardóttir, f. 2. nóvember 1907, d. 23. maí 1942. Systkini Önnu eru sjö. Hinn 14. apríl 1952 giftist Anna eftirlifandi manni sínum, Gunn- ari Júlíussyni, vélvirkja frá Vestri- Bakka, Akranesi, f. 30. mars 1928. Böm þeirra em: 1) Sigrún, f. 1950. Hún á tvo syni. 2) Ragnheiður, f. 1951, sambýl- ismaður Björgvin Eyþórsson. Þau eiga fjögur böm. 3) yiðar, f. 1952, maki Ág. Hafdís Sigur- þórsdóttir. Þau eiga fjögur börn og 1 barnabarn. Viðar átti fyrir einn son. 4) Daníel, f. 1955, maki Hrefna Lilja Valsdóttir. Þau eiga fjögur börn 5) ívar, f. 1956, maki Bjarney Pálsdóttir. Þau eiga þijú börn. fvar á eina dóttur af fyrra hjónabandi. 6) Dröfn, f. 1956. Hún á tvö börn og eitt barnabarn. Útför Önnu verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. dótturina Kristjönu. Önnur börn þeirra vora Kristín Margrét Jós- efína, f. 16.4. 1901, d. 9.10. 1997, nthöfundur m.m. (skáldanafn: Ömar ungi), fyrri maður hennar var Kristjón Ág. Þorvarðsson er starfaði við Rafmagnsveitu Reykjavíkur en síðari maður hennar var Einar Sveinsson, smiður og bóndi, Þorbjörg Soff- ía Sigurrós Lilja, f. 18.12. 1902, d. 19.9. 1974, maður hennar var Halldór Þorláksson, bifreiðar- stjóri í Reykjavík, því næst Sig- urvaldi Sigurður, sem heitinn var eftir fyrri manni Ólafar, f. 12.9. 1904, d. 30.5. 1999, bóndi á Gauksmýri og síðar verkamaður í Reykjavík, kvæntur Þuríði Guðjónsdóttur, þá Karl Harlow, f. 20.5. 1907, bóndi á Stóm- Borg, Víðidal, V-Hún., sem er þeirra næstyngstur og sá eini sem er á Iífi úr þessum stóra systkinahópi, kvæntur Margréti Tryggvadóttur, en yngstur systkinanna var Hallgrímur Thorberg, f. 16.9. 1908, d. 5.5. 1979, yfirkennari í Keflavfk, eft- irlifandi kona hans er Lóa Þor- kelsdóttir verslunarmaður. Árna Hraundal, sem misst hafði móð- ur sína, tóku þau hjón Ólöf og Bjöm Jósafat í fóstur en Ólafar naut því miður ekki lengi við eft- ir það og eignaðist Arni aðra fósturforeldra. títför Sigurvalda fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. þar á öðram tug aldarinnar. Afar gestkvæmt var á Gauksmýri, eink- um að vetrinum, sleðabraut var rétt fyrir neðan túnið og lá hún frá Hvammstanga yfir í Víðidal. Eftir að Ólöf lést bjó Bjöm Jósa- fat áfram á Gauksmýri en jörðin komst svo í eigu sona hans þriggja, Sigurvalda, Karls, bónda á Stóra- Borg, og Hallgríms, yfirkennara í Keflavík. Sigurvaldi kvæntist seint. Fljótlega eftir að hann kvæntist fór hann að hugsa til þess að eignast Gauksmýri alla og festi kaup á hlutum bræðra sinna, Hallgríms og Karls. Meðan Sigurvaldi og Þuríð- ur bjuggu nyrðra gerðu þau jörð- inni ýmislegt til góða og byggðu m.a. nýtt íbúðarhús. Eftir að þau seldu Gauksmýri fluttust þau til Reykjavíkur. Þuríður og Sigur- valdi áttu ekki böm en létu systk- inabörn sín og böm þeirra njóta ástríkis síns og örlætis alla tíð sem þeima eigin væru. Meðan þau höfðu enn heilsu til nutu þau þess að heimsækja frændfólkið og sjá yngstu kynslóðina að verki með uppábúnar dúkkur og blikkandi bfla. Gott þótti líka vinum og vandamönnum að sækja þau heið- urshjón heim á Vesturvallagötunni. Þegar Þuríður lést hafði hún ekki um margra ára skeið getað borið sig um öðra vísi en bundin hjóla- stól. Sigurvaldi annaðist hana vel á þessu erfiða tímabili og mikill söknuður settist að honum eftir fráfall hennar. Hilmar Björgvins- Við bros og angan blómanna hvert bamið huggast lætur. Með hlýjum bylgjum hljómanna frá heimi leyndardómanna fá sjúkir sárabætur. Hjartað á sinn helgilund hugurinn blá og opin sund. Fræin festa rætur. Allir lifa óskastund, sem elska bjartar nætur. (Davíð Stef.) Nú hefur elsku móðir okkar fengið hvfldina eftir erfið veikindi. Þakka þér fyrir allar samvera- stundimar, elsku mamma. Við hitt- umst síðar í öðrum heimkynnum. Kveðja frá bömum. son lögmaður, dóttursonur systur- innar Ólafar Maríu, varð hans hægri hönd og studdi hann í hví- vetna til hinsta dags. Sigurvaldi fluttist að Litlu- Grand við Brá- vallagötu og bjó svo síðustu æviár- in á vistheimilinu Grand og þakkar fjölskylda hans öll starfsfólki þar góða umönnun. Gauksmýrarsystkinin vora eink- ar fjölskyldurækið fólk og sú mikla ástúð sem ávallt ríkti á milli þeirra umvafði einnig alla þá sem vensluð- ust þeim. Þau sameinuðust líka í einstakri ást á Gauksmýri og vildu halda jörðinni sem lengst í fjöl- skyldunni. Því var það að systirin Kristín Margrét Jósefma og síðari maður hennar, Einar Sveinsson, ákváðu að hefja búskap á Gauks- mýri þegar þau Sigurvaldi og Þuríður lögðu niður bú og fluttust alfarin til Reykjavíkur. Einar var smiður góður og hafði m.a. unnið fyrir Sigurvalda að byggingu íbúð- arhússins. Eftir að Kristín og Ein- ar létu af búskap tók við jörðinni systursonurinn Vilhjálmur Péturs- son (sonur Sigurlaugar Jakobínu) og kona hans Jónína Hallgríms- dóttir en af þeim dóttir þeirra, Þór- dís Vilhjálmsdóttir, og hennar maður, Óm Björnsson. Þau seldu hana árið 1992 samtökum fyrir þroskahefta og hafði jörðin þá ver- ið í eigu fjölskyldunnar í hartnær eina öld. Var eftir það farið að tala um Sambýlið á Gauksmýri og þótti öllum vel hafa skipast að Gauks- mýri þjónaði svo góðu málefni. Ólöf móðir Sigurvalda var af Bergmannsætt, komin út af Helgu, systur Sigfúsar Bergmanns á Þor- kelshóli. Um móðurætt Sigurvalda S. Bjömssonar má fræðast betur í bókinni Himneskt er að lifa eftir frænda hans Sigurbjöm. sem kenndur var við Vísi. Þau Ólöf Sig- urðardóttir og Sigurbjöm Þorkels- son voru bræðrabörn - böm bræðranna Sigurðar og Þorkels Halldórssona. Móðir Bjöms Jósafats Jósafatssonar Jónssonar, hreppstjóra á Búrfelli, og amma Sigurvalda var Kristjana Ebenes- ersdóttir Friðrikssonar prests á Borg á Mýram, en foðursystur hans, þær Kristín D. Johnson skáldkona og Margrét J. Benedict- son, ritstjóri tímaritsins Freyju, urðu þekktar í Vesturheimi. Frændgarður Sigui-valda er orðinn býsna stór og var honum unnað af öllum sem honum kynntust. Hon- um fylgja hlýjar kveðjur og þakkir frá frændum og vinum fyrir sam- fylgdina hér og sérstakar saknað- arkveðjur frá bróður hans Karli og fjölskyldu hans. Guðrún Karlsdóttir frá Stóru-Borg. í dag kveð ég elskulegan foður- bróður minn, Sigurvalda Sigurð Bjömsson eða Valda frænda eins og við kölluðum hann, og langar mig til að minnast hans með nokkram orðum. Valdi ólst upp í sveit með for- eldram sínum í stórum systkina- hópi. Lærði hann þar öll venjuleg sveitastörf og lá hann þar ekki á liði sínu. Móður sína missti hann þegar hann stóð á tvítugu og sakn- aði hennar sárt. Seinna hjálpaði hann háöldraðum föður sínum við heyskapinn í sumarfríum sínum. Þessi reynsla kom sér vel fyrir hann síðar á ævinni þegar hann hóf búskap og uppbyggingu á æsku- jörð sinni, Gauksmýri, með Þuríði eiginkonu sinni. Þeim varð ekki bama auðið, en þau vora stórfjöl- skyldunni miklir vinir. Ekki vora þær fáar jólagjafimar og aðrar gjafir, sem þau sendu út um allt með mikilli gleði. Valdi annaðist konu sína heima löngu eftir að hún var komin í hjólastól. Hann var þó í fullri vinnu en skaust heim í matar- og kaffihléum til að sinna henni, setja hana í og taka hana úr hjóla- stólnum og snúast sitthvað á heim- ilinu og utan þess. Valdi var mjög trúaður maður, en móðir hans hafði verið dugleg að kenna bömum sínum bænir og falleg vers ásamt ógrynni af ljóð- um, málsháttum og söngvum. Hann var félagslyndur, hafði gam- an af að ræða um þjóðmál og fór oft á þingpallana til að hlusta á um- ræður á Álþingi eftir að hann hætti að vinna, líklega kominn um átt- rætt. Eftir lát Þura varð hann ósköp dapur og saknaði hennar mjög. Hann fór á Elliheimilið Grand fljótlega eftir hennar dag. Síðustu árin var hann sjálfur kominn í hjólastól, en sáttur við allt og alla. Eg heimsótti Valda annað slagið upp á Grand, stundum með for- eldram mínum og stundum með dóttur minni og dótturdætram og höfðum við öll gaman af því. Við fundum hvað hann var æðralaus og þakklátur fyrir allt það sem fyrir hann var gert, sama hversu lítið það var. Að lokum langar mig, foreldra mína, dóttur og dótturdætur að þakka Valda fyrir alla vináttuna og velviljann í okkar garð og biðj- um honum Guðs blessunar á nýj- um stigum. Við kveðjum hann með einu af þeim mörgu versum sem móðir hans kenndi börnum sínum. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þin, svo blundi rótt. (M. Joch.) Ólöf Hulda Karlsdóttir. Eg man fyrst eftir honum Sigur- valda Sigurði, móðurbróður mín- um, norður á Gauksmýri. Ég fékk að fara þangað nokkur sumur sem léttastrákur til Bjöms móðurafa míns, en þeir feðgarnir hjálpuðust þar að við búskapinn. Þegar við systrasynirnir Ólafur Ingiberg voram þar samtímis hjá afa okkar var Valdi frændi alltaf að láta okk- ur glíma, þó aldrei inni í bænum heldur úti á hlaði eða úti á túni. Hann kenndi okkur glímutökin og vfldi að við bæram okkur íþrótta- mannslega að og ósköp hafði hann gaman af og hélt mikið upp á þessa litlu systrasyni sína. Álltaf hélt hann með Óla því hann var yngri. Þetta vora dýrðardagar í sveitinni hjá okkur strákunum. Oft kom hann Valdi frændi í foreldrahús mín til okkar á Hverfisgötuna og bjó stundum hjá okkur. Hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn- ast mikilli ágætis konu, Þuríði Guð- jónsdóttur, f. 3.7. 1898, d. 4.12. 1988, frá Nefsholti í Holtum í Rangárvallasýslu og kvænast henni. Þau bjuggu nokkur ár á Gauksmýri og þar byggðu þau nýtt hús í stað gamla torfbæjarins, en lengst af bjuggu þau á Vesturvalla- götunni. Þangað var gott að koma. Við ungu hjónin með litlu dætumar okkar tvær voram oft boðin til þeirra í heitt kakó og kökur. Þau vora höfðingjar heim að sækja. Lengst af féllu aldrei úr jól eða af- mæli svo ekki bærast gjafir frá Valda og Þura og mikið og innilega sinnti frændi Þura sinni eftir að hún var lögð inn á spítalann og sárt saknaði hann hennar þegar hún kvaddi. Þannig maður var Valdi frændi. Blessuð sé minning þeirra. Hákon Heimir Kristjónsson. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.