Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HEN GIPLÖNTUR - RÆKTUN í KERUM OG POTTUM GLEÐILEGT sumar, góð- ir garðyrkjuhálsar. Loksins er kominn tími á sorgarrend- umar undir nöglunum, skófór eftir moldug stígvél í forstof- unni, strengi í lærunum eftir það að hafa stungið upp kart- öflugarðinn og gömul, dauð laufblöð í hárinu eftir vor- hreingerninguna í garðinum. Sumarið í ár verður auðvitað litskrúðugt að vanda og að sjálfsögðu reynum við að hola nið- ur blómum hvar sem þess er nokk- ur kostur. Sumarblóm eru álitlegur kostur því þau vinna fyrir kaupinu sínu með blómskrúði, blómstra út í eitt allt sumarið. Þegar við höfum sett sumarblóm í allar mögulegar og ómögulegar eyður í blómabeð- unum er alveg tilvalið að skella þeim í ker og potta. Þá er í raun- inni ekkert eftir nema að skreyta veggi húsanna með blómahafi og þar koma hengiplönt- urnar til sögunnar. Á undanförnum ár- um hefur orðið sprenging í framboði á alls kyns hengi- plöntum. Þeir sem hafa framleiðslu nýrra sumarblóma- tegunda að atvinnu hafa þarna uppgötvað nýjan markað með óþrjótandi möguleika, því mikill hluti fólks býr í þannig húsnæði að það hefur ekki að- gang að garði. Islend- ingar hafa enn frem- ur verið iðnir við það að smíða sólpalla í görðum sínum og þar skapast heil- mildð veggjapláss á skjólveggjun- um. Þegar plöntur eru ræktaðar í pottum og kerum þarf að hugsa ívið meira um þær en þegar þær eru settar beint niður í blómabeð. Aðgangur pottaplantnanna að næringu og vatni takmarkast oftar en ekki við það sem mannfólkinu þóknast að láta af hendi rakna. Pottar og ker standa yfirleitt í skjóli upp við húsveggi og þar gæt- ir rigningar lítið sem ekki neitt. Það er því nauðsynlegt að gæta þess að vökva plöntumar og gefa þeim áburð reglulega, sérstaklega þegar líður á sumarið og blóm- skrúðið verður mikið. Einnig er vert að hafa í huga að plöntur blómstra til þess að mynda fræ. Með því að klípa dauð blóm af plöntunum jafnskjótt og þau fólna má koma í veg fyrir fræmyndunina og halda blómguninni þannig við mun lengur en ella. Engin sérstök vandamál fylgja pottaræktuninni umfram ræktun í blómabeðum, blaðlús gerir vart við sig eftir sem áður og er gott að hafa það í huga að nota ekki eiturefni nema maður sjái kvikindin með berum augum, fyrirbyggjandi úðun hefur ekkert upp á sig. Hér á eftir íylgir svo ör- stutt umfjöllun um nokkrar hengi- plöntur sem nota má í hvemig ker og potta sem er. Hengi-brúðarauga (hengi-ló- belía) er landsmönnum að góðu kunn. Blómin eru fremur smá og fást í mörgum bláum litum en einnig eru þessar plöntur til í bleiku eða hvítu. Lóbelíumar blómstra gríðarlega mikið en þær þurfa mikla vökvun þegar líður á sumarið. Þær má jafnvel rækta í nokkmm skugga. Hengi-tóbaks- horn (surfinia) em uppmnnin í Japan en þar í landi era menn einkar duglegir við það að finna spennandi afbrigði til ræktunar enda búa þeir við langa ræktunar- hefð. Surfiníumar era mun stórvaxnari en venjuleg tóbaks- horn og blómstra von úr viti. Blómlitimir era hefðbundnir tó- bakshomalitir, bleikir og bláir, en enn sem komið er hefur engin hárauð surfinía litið dagsins ljós. Surfiní- umar era fljót- sprottnar og frekar til plássins þannig að það er best að rækta þær einar sér í keram eða pottum, aðrar smávaxnari tegundir verða undir í sam- keppninni um vaxtar- staðinn. Blómgunin verður mest og best á björtum stað en þær geta þó komið ágætlega út á skuggsælli stöðum. Gæta þarf að áburðargjöf- inni handa surfiníunum þegar líður á sumarið og er ágætt að vökva þær með venjulegum blómaáburði eins og einu sinni í viku til að halda þeim fallega grænum og sprækum. Olíkt venjulegum tóbakshornum hefur borið nokkuð á blaðlús á hengi-tóbakshomunum en þó ekki þannig að þær hafi beðið mikinn skaða af. Hengi-jámurt (Verbena „Tapien“ og Verbena „Temari") er þriðja og síðasta tegundin sem minnst verður á hér. Hún er frek- ar ný af nálinni hér á landi. Blómin era fremur smá en mörg saman í kollum og eru ýmist bleik eða fjólublá að lit. Jámurtin er blóm- viljug en þolir illa kulda þannig að ef hitastigið fer niður fyrir 6°C verða blöð plöntunnar bláleit og hún hættir að vaxa. Á skjólgóðum og hlýjum vaxtarstöðum hefur hún þó komið afar vel út, vaxið vel og blómstrað mikið. Engin sérstök vandamál era fylgjandi ræktun á hengi-járnurt og hún er ekki vand- meðfarin umfram það sem áður hefur verið minnst á. Nú er því ekkert annað að gera en að tína fram kerin, körfurnar og pottana og hefja útplöntun hið snarasta. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. BLOM VIKUMAR 409. þáttur (Imsjón Ágnsta B j örnsdóttir Tilboðfyrir 17. júní. Stuttar og síðar kápur Jakkar Heilsársúlpur Regnkápur Opið laugardaga kl 10-16. N#HH5IÐ Mörkinni-6, sími 588 5518 í DAG VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þögn fjöl- miðlanna ÉG vil þakka Ríkissjón- varpinu fyrir góða þætti, Any Day Now, sem taka á kynþáttafordómum og vandræðum í sambandi við þá frá ýmsum hliðum. Hins vegar finnst mér að forráðamenn RÚV mættu líta í eigin barm. Þeir gætu til dæmis byrjað á því að skoða þáttinn sem var á dagskrá strax á eftir þeim fyrrnefnda miðvikudags- kvöldið 2. júní. Þátturinn er auglýstur sem svo að hann fjalli um karla- og kvennaknattspyrnu, en kvennadeildin virðist hafa týnst einhvers staðar á leiðinni á skjáinn. Kvenna- íþróttir era stundaðar af minnihlutahópi sem hefur mátt þola mikið harðræði í gegnum íþróttasöguna. Þetta harðræði hefin- kom- ið fram í ýmsum myndum en sú sem er mest áber- andi er þögn fjölmiðlanna. Þessi endalausa og háværa þögn sem umlykur konur og íþróttaiðkun þeirra. Kannski ætti að hafa karla sér og konur sér, meðan svo erfitt virðist að setja þau saman i einn þátt. Meðan sýnt er að konur geta ekki staðist keppni við karlana er aðskilnaðar- stefnan kannski eina lausnin. Um leið og ég óska öllum þeim körlum til hamingju, sem vora á listanum yfir þá sem skoruðu 10 bestu mörk vikunnar, bið ég þá um að spá í það hvort ekki sé smuga að eitt af mörg- um mörkum sem skoruð voru í kvennaknattspyrn- unni hefði átt erindi á þennan lista. Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita hvaða leikir eru í næstu umferð í kvennadeildinni bendi ég þeim á... já, hvað er hægt að benda á? Ríkissjónvarp allra landsmanna? Lands- símavefinn? Ekki sá ég minnst á konur þar í þess- umumrædda þætti. Ég sendi baráttukveðjur til alfra kvenna í íþróttum. Þögnin mun síður en svo ná að drepa niður áhuga þeirra, gengi íslenska kvennalandsliðsins hefur til dæmis margsannað það þótt fjölmiðlar hafi ekki blásið það upp. Kveðja til allra liða í kvennadeildinni. Og strák- ar, til hamingju með nýja þáttinn ykkar. Kristín. Fljótandi Aroraa? HVAR fæst Aroma í fljót- andi formi frá Maggi, hvar fæst ný sfld og hvar fást langar makkarónur? Þeir sem geta gefið þessar upp- lýsingar hafi samband í síma 553 1025. Tapað/fundið Svartur jakki tekinn í misgripum SÁ sem tók í misgripum svartan jakka með hvítum tölum um borð í skólaskip- inu Sæbjörgu á sjómanna- daginn frá kl. 13-17 vin- samlega hafi samband í síma 697 5405. Jakkans er sárt saknað. Lyklakippa með einum lykli var í vasa. Kvenjakki tekinn í misgripum TEKINN var í misgripum 29. maí'sL svartm- hnésíður kvenjakki með tveimur vös- um framan á, aðsniðinn með áfostum loðkraga. Það voru leðurhanskar í vösunum. Vinsamlegast hafið sam- band við Kristjönu á Skuggabar í síma 551 1247 eða 561 7842. Blár GSM-sími týndist BLÁR GSM-sími, Pana- sonic, týndist sl. laugardag annaðhvort á Glaumbar eða í Hafnarfirði. Fundar- laun. Skilvís finnandi hafi samband í síma 555 2276. Kvenmannsúr í óskilum KVENMANNSÚR fannst í Blómavali mánudaginn 7. júní. Upplýsingar í síma 557 2726. Kvengleraugu týndust SVARGRÁRRA kvengler- augna sem týndust í vik- unni 8.-12. mars sl. er sárt saknað. Styrkleiki glerj- anna er um +3. Þau gætu hafa týnst í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi. Allar upplýsingar eru vel þegnar í síma 588 0092. Dýrahald Kettlingur í óskilum U.Þ.B. 12 vikna kettlingur, högni með bláa ól, ekki eyrnamerktur, svartur með hvítar loppur, fannst við Vesturlandsveg 4. júní, í iðnaðarhverfinu þar. Far- ið var með hann í Kattholt. Upplýsingar í Kattholti. Kettir óska eftir heimili VIÐ erum innikattarhjón, Bugsy 2ja ára og Tallulah 1 og hálfs árs, sem af óviðráð- anlegum orsökum vantar gott framtíðarheimili. Upp- lýsingar í síma 565 5257. SKAK Pmsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á hol- lenska meistaramótinu sem nú stendur yfir. Erik Van den Doel (2.535) hafði hvitt og átti leik gegn Ruud Janssen (2.445). Hvíta drottningin stendur í uppnámi en hvítur lét sig það engu skipta: 27. Bxg7! - gxh5 28. Be5+ - Kf8 29. Bxd6+ - He7 30. fxe6 og svartur gafst upp, þvi hann er óverj- andi mát í öðrum leik. Staða efstu manna á mótinu þegar þrjár umferðir eru til loka er þessi: 1. Predrag Nikolic 6V2 v. af 8 mögulegum, 2.-3. Reindermann og Piket 5!4 v., 4. Van Wely 5 v., 5. Van der Wiel ÓV2 v., 6. Van der Sterren 4 v., 7.-9. Ivan Sokolov, Van den Doel og Cifuentes 3Vz v. o.s.frv. HVÍTUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI 1 1 1—1 1—I—1 n- SKRIÐDXF? 1 r -1 1 1 > 1 1 | þ il • 53)1 M lí ■ éo þércxh þa£yréej eng '/r íög . /rae<5ingar þdmczr cnnC. Víkverji skrifar... KUNNINGI Víkverja þurfti að endurnýja bæði ökuskírteini og vegabréf á dögunum, en hvort tveggja var útrannið. Eftir að hafa kannað afgreiðslufrest á þessum sjálfsögðu skilríkjum hjá sýslu- manninum í Hafnarfirði kom í ljós að fresturinn hafði lengst úr tveim- ur til þremur virkum dögum í a.m.k. tíu vinnudaga, með tilkomu nýju rafrænu vegabréfanna. Það finnst Víkverja raunar dálítið langt og enn verra að við flýtimeðferð skuli ríkis- valdið taka hærri upphæð fyrir vegabréfið en ella. Okuskírteinið var hins vegar afgreitt með hefð- bundnum hætti. Frá og með 1. júní var hætt að afgreiða vegabréf hjá sýslumanninum í Hafnarfirði og öll afgreiðslan komin til embættis ríkslögreglustjóra. Til að spara sér sporin hringdi kunningi Víkverja því til embættis ríkislögreglustjóra til að fá nánari upplýsingar um af- greiðslu vegabréfanna og spurðist jafnframt fyrir um hvort hann gæti ekki komið með passamynd í tölvu- tæku formi. Hann fékk þau svör að það væri ekki mögulegt, pappír væri það eina sem gilti, og ekki væri heldur hægt að nýta mynd sem liggur fyrir hjá Reiknistofu bank- anna, eins og í ökuskírteininu. Svör- in vora þau að það væri eingöngu ökuskírteinadeild sem hefði aðgang að þeim myndum. Víkverji hefur þó heyrt að myndirnar hjá Reiknistof- unni séu ekki í nógu góðri upplausn svo hægt sé að stækka nógu mikið í vegabréf, án þess að myndgæðin rýrni. xxx RAUNAR sat Víkverji framan við sjónvarpið sitt á dögunum og var að horfa á fréttir á Sky- fréttastöðinni. Þar var heillöng frétt um nýju vegabréfin, sem verið er að gefa út í Bretlandi, með raf- rænum upplýsingum um hand- hafann rétt eins og verið er að gera hér. Sjónvarpsstöðin sýndi gífur- legar biðraðir, sem mynduðust um- hverfis afgreiðslustaðinn, og náði hún fyrir mörg horn. Greinilega ætluðu margir Bretar að fara í ferðalag og þulurinn sagði að af- greiðslufrestur nýju vegabréfanna væri 45 dagar, þ.e.a.s. hálfur annar mánuður frá því er umsókn væri send inn og þar til menn gætu feng- ið vegabréfið. Það er sem sé víðar pottur brotinn og enn verra ástand í útgáfu vegabréfa en hér á Fróni, þar sem aðeins hálfur mánuður fer í útgáfu hvers vegabréfs. Aidrei fór það svo að skrifræðið væri mest á Islandi. xxx VÍKVERJI er með tiltölulega nýtt vegabréf. Enn lifa af því níu gildisár. Þó er það þegar orðið úrelt, þar eð komið er nýtt, þetta rafræna með rafsegulrönd, sem á að vera ör- yggisatriði þannig að eigi sé unnt að falsa það eða breyta. Til að fá fullgilt vegabréf þyrfti Víkveiji sem sé að fá sér enn nýtt vegabréf og greiða fyrir 4.000 krónur, þótt hann sé nýbúinn til þess að gera að greiða slíka upp- hæð fyrir vegabréf, sem er ekki full- gilt, eins og krafizt er víða eftir að þau nýju komu á markað. Það er því vart imnt að ætlazt til þess að vegabréfshafar fari að skipta út gildum og nýlegum bréfum fyrir það nýja og væri sanngjarnt að lög- reglustjóraembættin veittu slíkum aðilum afslátt, t.d. maður með vega- bréf, sem enn lifðu níu ár af gildis- tíma bréfsins, ætti aðeins að þurfa að greiða 1/10 af því sem vegabréfið kostar. En kannski er til of mikils mælzt að fara fram á slíkt sanngirn- ismál, þegar skrifræðið er annars vegar. Menn verða þá bara að hætta á að gilt vegabréf verði ekki tekið gilt af því að á það vantar segulrönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.