Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MYNPBÖND Góðir gæjar Samningamaðurinn (The Negotiator) llasarmynd ★ ★★V2 Leikstjórn: F. Gary Gray. Aðalhlut- verk: Sarauel L. Jackson og Kevin Spacy. 140 mín. Bandarisk. Warner- myndir, maí 1999. Aldurstakmark: 16 ár. HÉR mætast tveir af öflugustu leik- urum Hollywood síðasta áratug í * þrælmagnaðri hasarmynd. Myndin er að flestu leyti hefðbundin 1 sniði og fátt sem kemur beinlínis á óvart, þótt svolítið furðulegt sé að sjá góða gæjann taka saklaust fólk í gíslingu og hóta öllu illu. Frásögnin stendur og fellur með aðal- persónunum og þeir félagar Jaekson og Spacy fara létt með að þeyta henni áfram. Maður er ekki vanur að sjá Kevin Spacy í gervi hasarhetjunnar, því venjulega leikur hann rólegri skapgerðarhlut- — verk. Hann stendur sig hins vegar stórvel hér eins og endranær. Jackson er alltaf frábær og með ein- dæmum trúverðugur í nánast hvaða hlutverki sem er. Handritið fetar þröngan milliveg milli nýjunga og hefðbundinna klisja og stutt er í hetjuímynd gömlu vestranna sem jafnframt er sameiginlegt áhugamál og umræðuefni aðalpersónanna í myndinni. „The Negotiator" er tæknilega fullkomin, áferðarfalleg og mjög vel unnin kvikmynd og án ■ efa í flokki bestu hasarmynda síð- ustu ára. Guðmundur Asgeirsson Andi Tarrantinos Með húð og hári (Lock, Stock and Two Smoking Barrels) (ilæpamynd ★★★ Framleiðsla: Matthew Vaughn. Hand- rit og leikstjórn: Trudie Styler. Kvik- myndataka: Tim Maurice-Jones. Tón- ». list: David A. Hughes og John Murphy. Aðalhlutverk: Jason Fle- myng, Dexter Fletcher, Nick Moran og Jason Statham. 107 mín. Bresk. Sam-myndbönd, júní 1999. Aldurs- takmark: 16 ár MIKIÐ HEFUR verið rifíst um bandaríska kvikmyndagerðarfyrir- bærið Quentin Tarrantino, en eitt eru menn þó almennt sammála um og það eru gríðarleg áhrif hans á glæpamyndahefðina. Og nú er ljóst að þeirra er farið að gæta í Bret- landi. „Lock, Stock and Two Smoking Barrels“ er eiginlega eins og blanda af „Pulp Fiction“ og „Tra- inspotting" og líð- ur myndin nokkuð fyrir þessa miklu áhrifagirni, því hún nær sínum bestu sprettum þar sem sérstakur stfll leikstjórans fær að njóta sín. Fyrsti þriðjungurinn lofar ákaflega góðu, en myndin dettur illa niður í ruglingslega formúlukennda lægð um miðbikið. Prátt fyrir þessar brotalamir er myndin óvenju hressileg, hröð og skemmtilega • - hugsuð. Persónur eru skýrar og léttklikkaðar. Fléttan er nokkuð flókin og á köflum mjög vel byggð og útlit myndarinnar er sérstakt og skemmtilegt. Myndataka og klipp- ing njóta sín mjög vel og það er al- veg ljóst að mikið fjör hefur verið við gerð myndarinnar. Þetta er fyr- irtaks afþreying sem hefði getað * verið þó nokkuð meira. Guðmundur Asgeirsson. FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga nýjustu mynd leikstjórans Johns Waters, gamanmyndina Pecker með Edward Furlong og Christina Ricci í aðalhlutverkum. —-aís-st—* Fastur í brandara frægðarinnar Frumsýning PECKER (Edward Furlong) er 18 ára strákur sem vinnur í samlokusjoppu í Baltimore. Hans helsta áhugamál er ljósmynd- un og er elskuleg en sérkennileg fjöl- skylda hans iðulega fest á filmu. Fyrir algjöra tilviljun eru myndir hans uppgötvaðar af mikilvægum listaverkasala í New York, Rorey Wheeler (Lih Taylor), og líf hans breytist til mikilla muna. Pecker uppgötvar að frægðin hef- ur sínar dekkri hliðar og besti vinur hans, Matt (Brendan Sexton III), vill ekki lengur stunda búðahnupl því ljósmyndir Peckers hafa gert hann frægan. Kærastan hans, Shelley (Christina Ricci), sem rekur þvottahús, verður sár þegar fjöl- miðlar tala um hana sem „bletta gyðjuna“ og halda að sakleysislegar myndir af henni séu auglýsinga- myndir fyrir væntanlega klámmynd. Frægðin fer því að velkjast fyrir Pecker og hann þarf að taka ákvörð- un um líf sitt. John Waters hefur stundum verið nefndur óþekktarangi bandarískrar kvikmyndagerðar. Hann hefur tekið allar myndir sínar upp í heimabæ sínum Baltimore og heldur tryggð við gamla samstarfsmenn. Aðstoðar- framleiðandinn Pat Moran, útlits- hönnuðurinn Vincent Peranio og búningahönnuðurinn Van Smith hafa til dæmis unnið með Waters allan hans feril, heil þrjátíu ár, og Peranio sá um eftirminnilega útlitshönnun myndarinnar Pink Flamingos þar sem helsta stjarna Waters, klæð- skiptingurinn Divine, varð fræg af endemum. Síðustu ár hefur Waters verið æ meira að ryðja sér til rúms sem ljós- myndari. Ljósmyndir hans og klippi- myndir hafa verið sýndar víða í gall- eríum vestanhafs og á síðasta ári kom út bókin Director’s Cut með Ijósmyndum Waters. John Waters neitar því að Pecker sé sjálfsævi- söguleg mynd þrátt fyrir að aðalper- sónan Pecker sé ljósmyndari. „Þegar ég byrjaði minn feril var ég meðvit- aður um brandarann sem felst í frægðinni. Ég vildi komast áfram og verða frægur, en Pecker er ekki metnaðargjarn. Hann vill ekki at- hyglina og skynjar ekki fáránleika stöðunnar.“ Hann bætir við að hann líti á það sem sitt helsta verkefni í myndinni að koma fólki til að hlæja. „Og hvað er betra viðfangsefni en sá heimur sem ég þekki? A þann hátt er ég einnig að gera nett grín að sjálfum mér með því að taka það sem ég hef upplifað og ýkja það upp. Ég segi stundum að Pecker sé írónísk útgáfa mín af myndum Woody Allen,“ segir Waters. Ög eins og Allen hefur hann nælt í sérstakan leikarahóp sem tóku hlutverki í myndinni fegins hendi af þeirri ástæðu einni að við stjórnvöl- inn sæti helsti óþekktarangi banda- rískrar kvikmyndagerðar. KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýningar bresku myndina Plunkett And Macleane í leikstjórn Jakes Scotts með þeim Robert Carlyle, Johnny Lee Miller og Liv Tyler í aðalhlutverkum. Persónutöfrar Macleanes afla honum orð- sporsins Herramaður þjóðveganna. Það held ég að hafi tekist.“ Bæði Carlyle og Lee Miller vora hrifnir af handritinu strax og þeir lásu það. „Það er allt í þessari mynd,“ segir Lee Miller. „Hún er skemmtileg, rómantísk og full af hasaratriðum. Myndin er h'ka ein- stök og ekki eitthvað sem fólk hefur séð milljón sinnum áður.“ Carlyle hefur leikið í fjölda kvik- mynda á ferlinum og ber þar hæst Trainspotting þar sem hann lék hinn ógleymanlega Begbie og í einni vinsælustu mynd síðasta árs, The Full Monty. Johnny Lee Miller vakti fyrst almenna athygli í hlut- verki Sick Boy í Trainspotting, en hann hefur þó komið víða við og hlotið góða dóma bæði sem kvik- myndaleikari og sviðsleikari. Síðast sást hann í myndinni Afterglow þar sem hann lék á móti Julie Christie. Plunkett og Macleane er fyrsta mynd Jakes Scotts í fullri lengd. Hann hefur leikstýrt fjölda mynd- banda, meðal annars fyrir hljóm- sveitirnar U2 og REM. Herralegir þjóð- vegaræningj ar SÖGUSVIÐIÐ er mið 18. öldin þar sem sannsögulegu persón- urnar Plunkett og Macleane gerðu garðinn frægan fyrir þjóð- vegarán. Plunkett (Robert Carlyle) og Macleane (Johnny Lee Miller) eru úr ólíkum þjóðfélagsstigum en hafa bundist fóstbræðraböndum. Plunkett er heilinn bak við gjörðir þeirra félaga en Macleane hefur þjóðfélagssamböndin. Þeir ræna þá ríku af jafn ólíkum ástæðum og þjóðfélagsstaða þeirra er, Plunkett safnar til að draumur hans um að flytja til lands tækifæranna, Banda- rfkjanna, geti ræst en Macleane þarf að standa undir dýram lifnaði. Þegar fóstbræðumir hyggjast ræna dómarann Gibson (Michael Gambon) verður Macleane yfir sig ástfanginn af hinni ungu og hug- djörfu frænku hans Rebeccu (Liv lýler). Persónutöfrar Macleane verða þess valdandi að orðspor hans sem „herramanns þjóðveganna" fer víða. En þjóðvegalifnaðurinn og stöðugur flótti reynir á vináttu fóst- bræðranna og þegar hringurinn um þá þrengist reynir á dirfsku og heiður fóstbræðranna. Carlyle og Lee Miller unnu sam- an í myndinni vinsælu Trainspott- ing og Jake Scott leikstjóri segir að Lafði Rebekka heillar Macleane upp úr skónum. mjög mikilvægt hefði verið að vel veldist í hlutverk þeirra. „Samleik- ur þeirra er frábær og þeir ná upp stemmningu saman sem er mjög sjaldgæf milli leikara.“ Scott segir að þegar hann sá Liv Tyler í Steal- ing Beauty hafí hann hrifist mjög af henni. „Ég vildi ekki að Rebecca væri gerð að hógværri yfírstéttar- dömu, né að hún yrði gerð of villt. Fyrst og fremst hafði ég þó í huga að leikaravalið væri ekki sjálfgefið og gæti komið einhverjum á óvart. Frumsýning Stutt Spjaralausir mótmæla ►FIMM menn voru handteknir fyrir utan Buckingham-höll á þriðjudag fyrir að mótmæla þar klæðalaustir og hafði einum tek- ist að prfla upp á styttu af Vikt- oríu drottningu. Að sögn bresku lögreglunnar tilheyra mennirnir samtökunum „Réttindi alls- berra“ og voru með þessari upp- ákomu að vekja athygli á mál- stað sinum. Talsmaður hallar- innar sagði harla ólíklegt að drottningin hefði orðið vör við mennina. Þjófóttur rabbíni ►RABBÍNI nokkur í Cinncinnati í Bandaríkjunum var nýlega dæmd- ur til að endurgreiða eina milljón Bandaríkjadala sem hann stakk undan í bingói sem haldið var í söfnuði hans til styrktar góðgerð- armála. Rabbíninn sem er 72 ára gamall verður ásamt tveimur sam- særismönnum sínum undir ströngu eftirliti næstu þrjú árin en þetta var ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa orðið uppvísir að svikum í bingóhaldi sínu. Forstjórinn í lausu lofti ►ATVINNULAUSIR skipasmið- ir í Marseille í Frakklandi héldu CLaude Cardela viðskiptajöfri þar í borg, í gíslingu í 10 klukkutíma 70 metra fyrir ofan jörðu. Þeir hífðu hann upp í krana og létu hann dúsa þar til að mótmæla því hve illa stjórn- endur í borginni hafa efnt loforð sín um að bæta atvinnuástandið og skapa fleiri störf. Eg skal máta allan heiminn... ►GARY Kasparov heimsmeistari í skák sem tapaði skákkeppni við tölvu íyrir tveimur árum hefur nú skorað á notendur Netsins í einvígi og ætlar að tefla við þá eina skák. Hann gerði samning við Microsoft um að þeir sem komi inn á heima- síðu þeirra geti gert tillögu um leiki og síðan munu fímm ungir skáksérfræðingar halda utan um þetta „heimslið" og velja leikina hverju sinni. Kasparov segist halda að þessi uppákoma muni vekja áhuga fólks á skák. Hann mun leika íyrsta leikinn 21. júní og hafa þeir sem heimsækja heimasíðuna sólahring til að velja gagnleik sem Kasparov svarar svo sólahring síð- ar og svo koll af kolli. Búist er við því að skákin standi yfir í allt sum- ar. Enn fleiri tæknibrellur ►BÚAST má við því að George Lucas leikstjóri Star Wars noti enn fleiri og öflugri tæknibrell- ur í annarri mynd sinni í nýjum Stjörnustríðsþrfleik heldur en hann gerði í þeirri nýjustu „The Phantom Menace“. Samt voru um 2,000 tæknibrellur í henni eða fjóruni sinnum fleiri en í stórmyndinni Titanic. John Knoll sem sér um tæknibrellur hjá fyrirtæki Lucasar segist ekki hafa hugmynd um hvaða brjálæðislegu hluti Lucas gæti tekið til bragðs í næstu mynd, en honum hafí vart staðið á sama þegar Lucas hefði sagst hafa haldið aftur af sér á sumum stöðum í fyrstu myndinni sem nýtur gífurlegrar aðsóknar hvarvetna sem hún hefur verið sýnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.