Morgunblaðið - 23.06.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 23.06.1999, Síða 1
138. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pakistanar svartsýnir á að friður komist á Drass, Islamabad. Reuters, AFP. SPENNAN í samskiptum Indverja og Pakistana magnaðist í gær þegar indverski herinn herti árásir sínar á skæruliða á 4.500 m háum fjallgarði á yfírráðasvæði Indverja í Kasmír og Pakistanar vöruðu við því að allsherj- arstríð gæti blossað upp á milli ríkj- anna. Yfirmaður pakistanska hersins sagði að dregið hefði úr líkum á að deilan um Kasmír yrði leyst með frið- samlegum hætti og Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, hét því að verja „hvern sentímetra af paki- stönsku landsvæði“. Indverskir embættismenn sögðu að um 2.200 hermenn stefndu að skæruliðunum úr þremur áttum og hefðu króað þá af. „Við getum flæmt þá í burtu, spumingin er aðeins hvenær það tekst,“ sagði háttsettur embættismaður indverska vamar- málaráðuneytisins. Indverjar segja að um 6-700 pakistanskir hermenn og um 2.000 skæruliðar hafi flutt birgðir til skæruliðanna á indverska yfirráða- svæðinu en Pakistanar neita því. Indverskar og pakistanskar her- sveitir héldu áfram stórskotaárásum yfir markalínuna sem skiptir Kasmír milli ríkjanna tveggja. Arásimar hafa staðið í sex vikur og kostað að minnsta kosti 163 Indverja og 339 pakistanska hermenn lífið, að sögn Indverja. Pakistanar óttast að Indlandsher ráðist yfir markalínuna tO að reyna að binda enda á átökin og Pervez Musharrat, yfirhershöfðingi pakist- anska hersins, sagði að hemaður Indverja í Kasmír hefði dregið úr lík- um á friði. Hann krafðist þess að Ind- verjar hættu árásum sínum og sagði hersveitir sínar undir það búnar að verjast „öllum hemaðaraðgerðum á lofti, láði og legi“. Rikjum Balkanskaga heitið aðstoð við uppbyggingu eftir átökin í Kosovo Ciinton hvetur flóttafólk til að sýna Serbum sáttfýsi Skopje, Ljubljana, Aviano. Reuters, AFP, AP. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Hillary forsetafrú veifa Kosovo-Albönum í flóttamannabúðum í Stankovic í Makedóníu í gær. Fengu þau og dóttir þeirra, Chelsea, hlýlegar móttökur. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, heimsótti flóttamannabúðir Kosovo-Albana í Stankovic í Mak- edóníu í gær og fékk hann hlýlegar móttökur. Forsetinn ávarpaði flótta- fólkið en með honum í íör voru eigin- kona hans, Hillary, og Chelsea, dóttir þeirra. Clinton bað flóttafólkið að sýna friðargæslusveitum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) þolinmæði og snúa ekki til baka fyrr en tekist hefði að hreinsa svæðið af jarðsprengjum. „Þið hafið þurft að þola nóg. Eg vil ekki að nokkurt barn meiðist, ég vil ekki að einhver missi hendi eða fót eða bam af völdum jarðsprengna," sagði forsetinn. Einnig hvatti Clinton fólkið til að sýna þeim serbnesku óbreyttu borg- umm sem enn eru í Kosovo sáttfýsi í stað þess að leita hefnda fyrir þær hörmungar sem dunið hafa yfir Kosovo-Albana af völdum serb- neskra hermanna og lögreglumanna. A mánudag heimsótti Clinton Slóv- eníu en fyrripartinn í gær átti hann fund með Kiro Gligorov, forseta Makedóníu, og Rexhep Meidani, for- seta Albaníu, ásamt forsætisráðherr- um beggja landa í Skopje, höfuðborg Makedóníu. A fundi þeirra þakkaði Clinton yfirvöldum beggja landa íyr- ir þann stuðning sem þau sýndu NATO í átökunum í Kosovo og hét því að Bandaríkjastjóm myndi verja umtalsverðum fjármunum til að bæta hinn efnahagslega skaða sem átökin ollu í löndunum. Eftir heimsóknina til Stankovic ávarpaði Clinton um eitt hundrað bandaríska hermenn á Petrovec-flug- vellinum í Skopje er bíða þess að slást í hóp friðargæsluliða í Kosovo. I gærkvöld átti forsetinn svo viðkomu á Aviano-herstöðinni í norðurhluta Ítalíu þar sem hann heimsótti banda- ríska hermenn áður en hann sneri aftur til Bandaríkjanna. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, var í gær í Búlgaríu og Rúmeníu þar sem hún átti viðræður við þarlend stjómvöld. Þakkaði hún yfirvöldum beggja landa fyrir að hafa veitt NATO að- gang að flugvöllum er á loftárásun- um á Júgóslavíu stóð. Albright ítrek- aði áætlanir Bandaríkjastjórnar um að aðstoða við uppbyggingu í Balk- anlöndunum eftir átökin í Kosovo og lagði á það áherslu að Serbía yrði þar ékki undanskilin svo fremi sem Milosevic verður þai’ ekki áfram við völd. Ráðgert er að utanríkisráð- herrar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Italíu fari til Kosovo í dag, en þeir em fulltrúar þeirra Evr- ópusambandsríkja sem sent hafa friðargæslulið til Kosovo og hafa um- sjón með fjórum af þeim fimm svæð- um sem friðargæslu NATO hefur verið skipt niður á í héraðinu. Meg- intilgangur ferðai' þeima er að auka alþjóðlegan stuðning við uppbygg- ingu í Kosovo og sannfæra Kosovo- Serba um að þeir verði óhultir undir vernd alþjóðlegra friðargæslusveita í héraðinu. ■ NATO/26 Framtíð Milosevic í höndum kjósenda Lundúnum, Belgrad. Reuters, AFP. FRAMTÍÐ Slobodan Milosevic, Iforseta Júgóslavíu, í embætti verð- ur að ráðast af vilja serbnesku þjóðarinnar í kosningum, sagði Vuk Draskovie, leiðtogi stjórnarand- stöðuflokksins Endurreisnarhreyf- ingar Serbíu (SPO), í gær. Sagðist Draskovic þeirrar skoðunar að efna ætti til kosninga hið fyrsta með samþykki allra helstu stjórnmála- flokka Serbíu til að ýta umbótum í átt til lýðræðis úr vör á friðsamleg- an hátt. Milosevic á mjög á brattann að sækja þessa dagana og hafa fjöl- margir lýst því yfir að hann eigi að segja af sér embætti eða í það minnsta efna til kosninga hið fyrsta. Forsetinn er eftirlýstur af Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna og hafa forystumenn rétt- trúnaðarkirkjunnar, minnihluta- hópa og stjórnarandstöðuflokka í Serbíu hvatt hann til að segja af sér embætti. Þá hafa Kosovo-Serbar, sem þúsundum saman hafa flúið héraðið síðustu daga, lýst vanþókn- un sinni á því hvernig Milosevic hefur tekið á málum þeirra í Kosovo. Það sem vegur ekki síst þungt er sú ákvörðun Vesturlanda að engu fjármagni skuli varið til uppbygg- ingar í Serbíu uns Milosevic lætur af völdum. Slobodan Milosevic vinsælastur stjórnmálamanna Þrátt fyrír þetta efast margir sérfræðingar um að serbneska þjóðin muni kjósa sér annan leið- toga á næstunni. Ástæðan er ekki síst sú að þrátt fyrir yfirlýsingar Draskovic og annarra fulltrúa stjórnarandstöðunnar um að þeir vilji að Milosevic fari frá völdum, er stjórnarandstaðan of klofin til að mynda samstöðu gegn núver- andi stjórn. Því er alls óvíst að stjórnarand- staðan nái meirihluta í kosningum. Næstu þingkosningar í Serbíu eiga ekki að fara fram fyrr en eftir tvö ár. Nýleg könnun á vegum Fjöl- miðlastofnunarinnar í Serbíu sýnir að þrátt fyrir að vinsældir Milos- evic hafi minnkað verulega frá því að átökin í Kosovo brutust út er hann enn vinsælastur stjórnmála- manna í Serbíu. Fyrir ári lýstu um 30 prósent af íbúum Serbíu yfir stuðningi við Milosevic en í könnuninni sem birt var- í gær sögðust 15,6 prósent af þeim sem svöruðu enn bera traust til forsetans. Næstur í röðinni kom Draskovic, leiðtogi SPO, en um tíu prósent af íbúunum sögðust bera traust til hans. Þá kom fram í könn- uninni að SPS, flokkur Milosevic, myndi fá svipað fylgi og í þingkosn- ingunum árið 1997, eða 22 prósent atkvæða, ef kosningar færu fram nú. Reuters Stúdentar efna til mótmæla gegn Golkar Djakarta. Reuters. UM 50% atkvæða í þingkosning- unum í Indónesiu hafa nú verið talin, og hefur sljórnarandstöðu- flokkur Megawati Sukarnoputri, PDI-P, enn forystuna með 36,5% atkvæða. Stjórnarflokkurinn Golkar fylgir í kjölfarið með rúm 18%. Um hundrað stúdentar voru handteknir í gær fyrir að efna til mótmæla gegn Golkar-flokknum, sem var við völd í þrjá áratugi undir stjórn Suhartos forseta, fyr- ir utan miðstöð yfirkjörstjórnar í Djakarta í gær. Brenndu stúdent- arnir boli í einkennislit flokksins og kröfðust þess að hann yrði leystur upp og að herinn fengi ekki fulltrúa á þinginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.