Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.06.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Jónsmessunótt JÓNSMESSUNÓTT tekur við í dagslok og Jóns- messa, messa Jóhannesar skírara, er á morgun, 24. júní. I Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir að Jónsmessunótt sé ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins, og fylgi henni ýmis þjóðtrú, meðal annars að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Þessa nótt á einnig að vera gott að leita töfragrasa og náttúru- steina og Jónsmessudöggin þykir heilnæm til lækn- inga ef menn velta sér í henni allsberir. Myndin var tekin í miðnætursól við Héraðsflóa. Skjávarp ehf. á Höfn færir út kvíarnar Aformar að setja upp 25 senda í sumar NYR sendir íyrir sjónvarpsstöðina Skjávarp ehf. á Höfn var settur upp í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld og eru tilraunasendingar þegar hafn- ar, en fyrirtækið hyggst setja upp 25 senda víðs vegar á landinu í sumar. Að sögn Brynjólfs Brynjólfssonar, starfsmanns Skjávarps, er gert ráð fyrir að fólk í Vestmannaeyjum geti farið að nota stöðina fyrir helgi, en fyrr í mánuðinum var settur upp sendir á Seyðisfirði. Tíi pó- skjálfti við Grímsey SKÖMMU fyrir klukkan 15 í gær varð jarðskjálfti 35-40 km norður af Tjörnesi eða 25 km austur af Grímsey. Skjálftinn mældist 3,2 á Richter og er stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu um nokkra hríð. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjöl- farið. „Á næstunni verða settir upp sendar í Mosfellsbæ, á ísafirði og á Dalvík, en ráðgert er að setja upp senda á 25 stærstu þéttbýlisstöð- um utan Reykjavíkur fyrir haust- ið,“ sagði Brynjólfur. „Reykjavík er ekki inni í myndinni svona fyrst um sinn.“ Textavarp í haust Að sögn Brynjólfs er Skjávarpið hugsað sem almennt auglýsinga- og upplýsingasjónvarp. Hann sagði að tæknin byði upp á þann möguleika að vera með textavarp og að fyrirhugað væri að fara í gang með það í haust eða þegar allir sendarnir hefðu verið settir upp. Brynjólfur sagði að á Höfn hefðu bæjarstjórnarfundir verið sendir út á stöðinni á hverju fimmtudagskvöldi eftir að þeim lyki og að verið væri að athuga möguleikana á því að gera slíkt hið sama á fleiri stöðum. Hann sagði að hefðbundin dagskrárgerð væri ekki mikil, en að stöðin hefði þó gert nokkra þætti. Kostnaðurinn við Skjávarpið er ekki mikill, að sögn Brynjólfs, en það eru helst auglýsingatekjur sem standa undir rekstri stöðvar- innar. Stofnkostnaður er nokkur en rekstrarkostnaðurinn er lítill, enda eru aðeins tveir starfsmenn í fullu starfi hjá fyrirtækinu. Skjávarpið hefur verið með starfsemi á Höfn í Homafirði í 5 til 6 ár, og þar eru höfuðstöðvar fyrir- tækisins. Fyrr í þessum mánuði var Ágúst Ólafsson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2, ráðinn sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en eigandi þess og upphafsmaður er Sveinbjöm Imsland. ISI sendir íþróttafélögum um allt land tilmæli Iþróttamenn láti af munn- tóbaksnotkun ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband ís- lands hefur beint þeim tilmælum til þjálfara og forsvarsmanna íþrótta- félaganna í landinu að þeir hafi áhrif í þá átt að íþróttamenn og þjálfarar láti af notkun munntó- baks. Bréf með tilmælunum var sent öllum íþróttafélögunum fyrir skömmu. Ellert B. Schram, forseti íþrótta- og Ólympíusambands Islands, segir að sambandið sé í samstarfi við Tó- baksvamamefnd um þetta mál. Nefndin hafi lagt til að varað sé við notkun munntóbaks, en samkvæmt upplýsingum sem hún hefur afiað sér munu vera brögð að því að það sé notað af íþróttafólki og þjálfur- um. Ellert segir að það fari ekki á milli mála þegar menn sjái útbólgn- ar efri varir á íþróttamönnum að munntóbaksnotkun á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar. Hann kveðst þeirrar hyggju að dregið hafi úr tóbaksreykingum meðal íþróttamanna enda fari þær illa saman við árangur í íþróttum, eins og munntóbaksnotkun. „Við teljum að þjálfarar og íþróttafólk í fremstu röð eigi að vera fyrirmyndir og það sé til lýta að þetta sé haft fyrir yngra fólki. Við mælumst til þess að munntóbaks- notkun verði útrýmt en við höfum að sjálfsögðu ekkert agavald í þessu máli. Eg hef þá skoðun að munntó- baksnotkunin hafi aukist á síðustu árum. Þetta eru áhrif utan úr heimi og mun vera algengt í Svíþjóð og Þýskalandi. Ég geri þó ekki ráð fyr- ir því að menn séu að troða þessu upp í sig í miðjum leik. En það er ljóst að munntóbak er notað og það er óviðeigandi og til vansa. Við vilj- um fyrir okkar leyti vara fólk við því og mælast til þess að það láti af þessum ósið,“ sagði Ellert. Morgunblaðið/Sverrir Prestastefnan hafin HELGIGÖNGUR einkenna presta- stefnuna sem hófst á Kirkjubæjarklaustri í gær. Hér má sjá hr. Karl Sigurbjömsson biskup ávarpa göngumenn og hon- um til aðstoðar era sr. Þorvaldur Karl Helgason biskupsrit- ari, sr. Sigurður Árni Þórðarson, verkefnisstjóri kirkjunnar, og Jónas Þórisson, framkvæmda- sljóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá má sjá nýtt merki þjóð- kirkjunnar sem kynnt var á presta- stefnunni í gær en Jóna Sigríður Þor- leifsdóttir hannaði merkið. Það á að sýna „skipið með krossinn sem mast- ur, á öldum hafsins, eða skírnarinnar". ■ Helgigöngur/12 aagskra Verðlaunakrossgáta ► Þættir íþróttir ► Kvikmyndir Fólk Hálfur mánuður af dagskrá frá míðvikudegi til fimmtudags Morgun- blaðinu í dag fylgir 12 síðna blað frá Kringl- unni, „Krlnglu- kast“. Blaðinu er drelftá hSfuð- boryar- svæðinu. 4 8 SfeWJi 4 SfeUli •••••••••••••••••••••• Pétur Pétursson spáir í ís- landsmeistarabaráttuna / C2 Guðrún Arnardóttir missir af „draumamótinu" á Bislett / C4 ► í Verinu í dag er fjallað um vinsæld- ir íslenzkrar sfldar í Finnlandi. Fréttir eru af aflabrögðum og sagt frá vinnslu á gulllaxi f maming úti á sjó og tillög- um um veiðar á sandsfli í Norðursjón- um. Pennavinir Safnarar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.