Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tignir gestir á söguslóðum HINIR erlendu forsætisráð- herrar, sem staddir eru hér á landi, héldu í ferðalög síðdegis í gær, að loknum fundum fyrr um morguninn. Var ferðinni heitið á söguslóðir, Þingvelli og Reykholt í Borgarfirði. Keizo Obuchi, forsætisráð- herra Japans, fór til Þingvalla ásamt fjölmennu fylgdarliði. Staldraði ráðherrann þar við í hálfa klukkustund. Sigurður Líndal prófessor skýrði gestun- um frá sögu staðarins. Þótti þeim mikið til koma þótt Þing- vellir skörtuðu ekki sínu feg- ursta að þessu sinni, en nokkur dumbungur var á meðan á heimsókninni stóð. Forsætisráðherrar Norður- landanna lögðu hins vegar leið sína í Reykholt í Borgarfirði þar sem þeir þágu m.a. fróðleik um fjölbreytta sögu staðarins frá sr. Geir Waage sóknar- presti. Bæjarstjórn Seltjarnarness kemur saman á fundi í kvöld Málefni Mýrarhúsa- skóla á dagskránni FORMAÐUR Skólastjórafélags íslands segir að úttekt sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu Skref fyrir skref ehf. á skólastarfi í Mýrarhúsaskóla sé ófagleg og illa unnin. Sagði hann það brot á réttindum og skyldum opin- berra starfsmanna ef skólastjóra og aðstoðarskólastjóra yrði sagt upp störfum. Brynja Tomer, sem setið hefur í stjórn Foreldrafélags Mýrarhúsa- skóla, segir félagið alla tíð hafa átt gott samstarf við skólastjórnendur og starfsmenn skólans. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, segir gagnrýnendur útektarinnar ekki vita hvað þeir eru að tala um. Á fundi bæjarstjórnar Sel- tjarnarness í kvöld verður fjallað um úttektina. KEIZO Obuchi hlýðir á mál Sigurðar Lúidal á Þingvöllum. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Jðra RÁÐHERRARNIR norrænu og eiginkonur þeirra skoða Snorralaugí Reykholti í gær. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags íslands, segist vera undrandi á uppákomunni í Mýr- arhúsaskóla. „Mér finnst þessi skýrsla ekki mikill pappír," sagði hann. „Þetta er illa unnið og óttalega ófaglegt. Það er alveg klárt að ef staðið verður við þessar uppsagnir, sem að mínu mati eru ekki komnar fram formlega á pappír heldur ein- ungis munnlega, munu stéttarfélagið og fagfélagið skilyrðislaust fara í málið af fullum krafti. Þetta er klárt brot á réttindum og skyldum opin- berra starfsmanna." Að sögn Þorsteins kemur ekkert fram í skýrslunni sem bendir tii þess að stjórnendur hafi brotið af sér í starfi. „Það er kveðið á um sam- skiptavandamál innan skólans og að ákveðnir hlutir mættu vera í betra horfi en það kallar ekki á uppsögn að mínu mati," sagði hann. „Það kallar á endurskipulagningu og breytingar. Eg hefði haldið að flest fyrirtæki væru þannig að menn breyttu þá og bættu ef svona mál kemur upp." Telja uppsagnir órökstuddar Þorsteinn sagði að eftir því sem hann kæmist næst þá væri skóla- stjórnendum sagt upp á grundvelli úttektarinnar og án rökstuðnings að öðru leyti. „Væntanlega er óskað eft- ir þessari úttekt vegna einhverra örðuleika í samskiptum eða að þörf er á einhverjum úrbótum að mati skólanefndar," sagði hann. „Það er lögbundið í dag að meta skólastarfið og það er sjálfsagt að gera það eins og hjá öðrum fyrirtækjum í landinu en í mínum huga taka menn þá hönd- um saman og breyta því sem þarf og bæta það sem þarf að bæta." Sagði hann að ráðgjafafyrirtækið leggði til þrjár leiðir, sem allar fælu í sér lögbrot. Ýmist ætti að reka skólastjórnendur og/eða þá kennara sem skýrsluhöfundar segðu ósamst- arshæfa eða þá starfsmenn sem væru óhæfir hvernig svo sem það mat væri fengið. Stjórn Foreldrafélags Mýrarhúsa- skóla hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum af skólastarfi á komandi skólaári. Þá segir, „Við hörmum fréttaflutning af fyrirhug- Kæru Ferðafélags Islands um úrskurð ráðherra vegna aðalskipulags Hveravalla VAR vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála Nefndina brestur vald til meðferðar málsins URSKURÐARNEFND skipulags- og bygging- armála hefur kveðið upp úrskurð varðandi kæru Ferðafélags íslands á staðfestingu umhverfisráð- herra á breytingu á aðalskipulagi Svínavatns- hrepps 1992-2012 er snertir Hveravallasvæðið og á samþykkt sveitarstjórnar Svínavatnshrepps á deiliskipulag Hveravalla. Kærandi krafðist þess að staðfestingu um- hverfisráðherra frá 7. ágúst 1998 á breytingu á fyrrnefndu aðalskipulagi Svínavatnshrepps yrði hnekkt. Úrskurðarnefndin vísar kröfu Ferðafé- lags íslands varðandi aðalskipulag frá nefndinni í úrskurði sínum og er málið að öðru leyti fellt nið- ur með samkomulagi málsaðila. Kæranda er hins vegar gefinn kostur á að koma að nýrri kæru á samþykkt hreppsnefndar á deiliskipulagi Hvera- valla innan mánaðar frá uppkvaðningu úrskurð- arins. Ráðherra og nefndin hliðstæð stjórnvöld Rökstuðningur úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála fyrir frávísun málsins er á þá leið að hún hafi ekki vald til þess að taka ákvarð- anir ráðherra til endurskoðunar. Nefndin og ráð- herra séu hliðstæð stjórnvöld á æðra stjórnsýslu- stigi með lögbundinni verkaskiptingu. I úrskurð- inum segir að leiki vafi á um valdmörk milh ráð- herra og kærunefndar verði að telja valdið í höndum ráðherra, enda sé það meginregla að ráðherra fari með yfirstjórn stjórnsýslunnar nema hún sé að lögum undanskilin forræði hans. „Ákvörðun ráðherra um staðfestingu aðal- skipulags eða breytingu á því er lokaákvörðun æðsta stjórnvalds og verður hún, að mati úr- skurðarnefndar, einungis borin undir dómstóla en ekki skotið til hliðsetts stjórnvalds. Því brest- ur úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vald til þess að taka þessar ákarðanir ráðherra til endurskoðunar," segir í úrskurðinum sem kveð- inn var upp 12. mars. Ferðafélag íslands hefur að nýju kært ákvörðun Svínavatnshrepps um samþykkt deiliskipulags fyrir Hveravallasvæðið og er það mál nú til meðferðar hjá úrskurðar- nefnd. Að sögn Hjalta Þórs Steinþórssonar, framkvæmdastjóra nefndarinnar, má vænta þess að nefndin taki þá kæru til efnislegrar úrlausnar enda kemur deiliskipulag ekki til staðfestingar ráðherra. uðum uppsögnum skólastjórnenda og teljum hann vega alvarlega að starfsheiðri þeirra. Við leggjum áherslu á að bæjarstjórn Seltjarnar- ness hafi hagsmuni nemenda Mýrar- húsaskóla að leiðarljósi við ákvarð- anir í málefnum skólans og að skóla- starf verði með eðlilegum hætti á komandi vetri." Vita ekki hvað þeir eru að tala um, segir bæjarstjóri Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segist ekki ætla að tjá sig um málefni Mýrarhúsaskóla fyrr en á bæjarstjórnarfundi í dag. „Ég held að þessir aðilar viti ekki um hvað þeir eru að tala," sagði hann þegar hann var spurður um þá gagn- rýni sem fram hefur komið á úttekt á skólastarfinu. „Þessi skýrsla er unnin upp úr viðtölum við allar starfsmenn skólanna og ef það er ekki rökstuðn- ingur þá veit ég ekki hvað en það er best að segja sem minnst þar til ákvörðun hefur verið tekin og það gerir enginn nema bæjarstjórn." Ráðgjafarfyrirtækið Skref fyrir skref ehf. sendi frá sér eftirfarandi yfírlýsingu í gærkvöldi vegna úttekt- ar á stjórnun og samskiptum í Mýrar- húsaskóla. „Við hjá Skref fyrir skref þökkum það trausta samstarf sem við höfum átt við allt starfsfólk Mýrar- húsaskóla og aðra aðila Seltjarnar- nesbæjar í tengslum við þá úttekt sem við hömm unnið fyrir sveitarfé- lagið á stjórnun og samskiptum innan skólans. Við höfum tamið okkur að vinna faglega, af heilindum og í trún- aði að þeim verkefnum sem okkur eru falin og teljum það því ekki samræm- ast okkar siðagildum að taka þátt í opinberri umræðu eins og þeirri sem skapast hefur um þetta verkefni. Út- tekt þessi hefur nú verið afhent bæj- arstjórn sem trúnaðarmál og er það hennar að taka ákvarðanir um fram- haldið. Virðingarfyllst, starfsfólk Skref fyrir skref." Flugleiðir hyggjast bæta við flugmönnum FLUGLEIÐIR auglýstu um síðustu helgi eftir nýjum flug- mönnum til starfa á næstunni. Jens Bjarnason, flugrekstrar- stjóri Flugleiða, segir ekki hafa verið reiknað nákvæmlega út hversu marga þurfi að ráða en þeir verði vart færri en tíu. Ný Boeing 757-þota bætist í flugflota Flugleiða á næsta ári en þá verður jafnframt tekin ein 737-þota úr rekstri. Jens segir að bæta þurfi við flug- mönnum þar sem 757-þoturnar krefjist fleiri áhafna vegna verkefha þeirra, en þörf sé einnig á fleiri flugmönnum í stað þeirra sem eru að hætta vegna aldurs eða veikinda. Franz Ploder, formaður Fé- lags íslenskra atvinnuflug- manna, tjáði Morgunblaðinu að atvinnumöguleikar flugmanna væru miklir um þessar mundir. Auk þess sem fleiri flugmenn vantaði hjá Flugleiðum lægi fyrir að íslandsflug þyrfti fleiri flugmenn þar sem þar störfuðu nú nokkrir erlendir flugmenn vegna verkefna erlendis. Einnig hefði Cargolux auglýst eftir nýjum mönnum. Franz sagði nú um 330 starfandi félagsmenn í FÍA og að þeim hefði fjölgað um 70 til 80 á síðustu þremur til fjórum árum. Þá eru ekki með- taldir nokkrir tugir íslenskra flugmanna hjá Atlanta sem eru í öðru stéttarfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.