Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 6

Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR .. ## Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson OLFUSA er orðin mjög gruggug eins og sést á myndinni þar sem tært vatnið úr Soginu fellur út í aurlitaða Ölfusána. Rennsli Ölfusár tvöfaldaðist er mikla rigningu gerði á Suðurlandi 12. júní sl. og Hvítá varð kakólituð af ffngerðu gruggi sem berst undan Hagafellsjökli eystri. Mikill aurburður hefur verið í Hvítá og Ölfusá í sumar Hagafellsj ökull skríður fram MIKILL aurburður hefur verið í Hvítá og Ölfusá í sumar og hefur gruggið í ánum valdið miklum áhyggjum stangveiðimanna þar sem nær engin veiði hefur verið það sem af er sumri. Að sögn Odds Sigurðssonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun, stafar aurburðurinn af framhlaupi eystri Haga- fellsjökuls að undanfömu, sem hefur færst fram um hátt í einn km á tvemur mánuðum. Hafa fjöl- margir veiðimenn haft samband við Orkustofnun á undanförnum dögum til að leita skýringa á þessum milda aurburði. Að sögn Odds varð þess vart í október sl. að gangur væri kominn í Hagafellksjökul eystri syðst í Langjökli inn með svonefndum Jarlhettum. Með vorinu var komin talsverð hreyfing á jökulinn og um mánaðamótin apríl - maí sl. tók sporður jökuls- ins að færast fram. Jafnframt fór mjög gruggugt vatn að blæða undan jaðrinum eins og jafnan ger- ist þegar jöklar hlaupa fram, að sögn Odds. Nú tæplega tvemur mánuðum eftir að hreyfing komst á sporðinn hefur hann færst fram um hátt í einn kílómetra. Frá því að jökullinn hljóp síðast fram árið 1980 hopaði hann um rúmlega 800 metra skv. mælingum Jöklarannsóknafélagsins og lætur því nærri að jökullinn hafi endurheimt það land sem hann hopaði af. Vatnamælingar Orkustofnunar hafa fylgst með vatnasviði Hvítár og Ölfusár 1 hálfa öld einkum með vatnshæðarmælum í aðalánni og ýmsum ám sem í hana falla. Einnig eru tekin sýni reglulega af þeim aur sem áin ber fram, að sögn Odds. Nokkurt grugg var komið í Hvítá í maí sl. og stafaði það frá hreyfíngum í Hagafellsjökli eystri. 12. júní síðastliðinn tók þó steininn úr er mikla rigningu gerði á Suðurlandi. „Þá tvöfaldaðist rennsli Ölfusár við Selfoss og Hvítá varð kakólituð en það stafar af fíngerðu gruggi sem berst undan jöklinum. Það má búast við að þetta fíngerða grugg verði viðvarandi í sumar svipað og gerðist sumarið 1980 er Hagafellsjöklarnir hlupu síðast fram,“ segir hann. A Islands- flug verður Icebird á ensku ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið enskt nafn fyrir félagið en það er Icebird, ísfugl. Fyrirtækið efndi til samkeppni um enskt nafn og segir Sigfús Bjarni Sigfússon, markaðs- stjóri Islandsflugs, að 16.500 manns hafi sent félaginu 50 þúsund tillög- ur. Dómnefnd fór yfir nöfnin og var þeim fljótlega fækkað í 500 og síð- ast voru valin 10 nöfn. Stjórn Is- landsflugs ákvað að taka skyldi upp nafnið Icebird en 45 stungu upp á því nafni. Flestar tUlögur bárust með nafninu Iceair en vegna skyld- leika við nafnið Icelandair og hættu á misskUningi varð það ekki fyrir valinu. Dómnefnd skipuðu Sara Lind Þorsteinsdóttir, markaðsfulltrúi LandsbankanSj Þorsteinn J. Vil- hjálmsson frá Islandi í dag, Þuríður Sigurðardóttir, fyrrverandi flug- freyja og þula, Astþór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Góðs fólks, Gary Wake hugmyndasmiður og Ómar Benediktsson, framkvæmda- stjóri íslandsflugs, sem var formað- ur. Var notað sem kallmerki Sigfús Bjarni segir að nafnið Icebird sé starfsmönnum Islands- flugs ekki með öllu ókunnugt því það hafi verið notað lengi sem kall- merki flugvéla félagsins í flugi er- lendis. Ný þota Islandsflugs, sem kom í fyrsta sinn hingað til lands fyrir nokkrum dögum, lenti á Keílavíkurflugvelli í gærmorgun merkt nýja nafninu. Fundað verður í dag um vanda pólskra verkamanna Ráðherra kveðst ekki sjá fram úr málinu _ Morgunblaðið/Þorkell VEITINGAHUSIÐ Café Viktor verður opnað í byxjun júlí í gamla Fálka- húsinu við Hafnarstræti og standa framkvæmdir innanhúss nú yfir. Veitingahús opnað í Fálkahúsinu „ÞVÍ miður, ég sé ekki fram úr mál- inu,“ sagði Páll Pétursson, félags- málaráðherra, þegar Morgunblaðið spurði hann hvort hann teldi að staða pólskra starfsmanna fyrir- tækja Rauða hersins svonefnda á Vestfjörðum yrði skýrari eftir fund með forsvarsmönnum Alþýðusam- bands Vestfjarða, sem haldinn verð- ur í ráðuneytinu í dag. Ráðherra sagði að ráðuneytið væri að kanna málið ásamt Vinnumálastofaun. Páll sagði að Pétur Sigurðsson, foreti ASV, hefði óskað eftir fundin- um í ráðuneytinu í dag og kæmi til hans með fleira fólki. „Það er ekki Ijóst að hvaða leyti félagsmálaráðu- neytið getur komið að málinu. Ef um hráefnisskort væri að ræða gilti öðru máli en það er ekki hráefnisskortur sem er vandamálið heldur peninga- leysi,“ sagði Páll. Ráðherra sagði að það væri eng- inn vafi á að það væri verkefai sveit- arfélaganna á Vestfjörðum að sjá til þess að íbúar þeirra, þar með taldir pólsku verkamennirnir, nytu eðli- legi-ar félagsþjónustu. „Ég minni á að Þingeyri er ekki sérstakt sveitar- félag lengur heldur hluti af stærri heild og sama á við um Bíldudal. Það er sveitarfélaganna að sjá til þess að íbúar þeirra hafi að bíta og brenna og hafi húsnæði." Páll sagði að ráðuneytið gæti lagt sitt af mörkum til að útvega pólska verkafólkinu vinnu annars staðar á landinu ef það kærði sig um „en ég veit ekki hvernig sú lausn mælist fyrir hjá heimamönnum á Vestfjörð- um. Það er líka verið að kanna hvort einhverjir Pólverjanna eru búnir að vera hér lengur en eitt ár samfellt og eru búnir að öðlast óbundin atvinnu- leyfi. Þá hafa þeir öðlast atvinnuleys- isbótarétt.“ Framtíð Rauða hersins skýrist í vikunni Ketill Helgason, framkvæmda- stjóri Rauðsíðu á Þingeyri og tengdra fyrirtækja, segir að framtíð fyrirtækjanna skýrist væntanlega í þessari viku. „Við höfum verið beðnir um það af kröfuhöfum og öðrum, sem eiga ýmissa hagsmuna að gæta, að kanna betur hvort það séu til aðrar leiðir í málinu og við erum að vinna að því. Það liggur sennilega fyrir nið- urstaða í þessari viku,“ sagði Ketill. Hann vildi ekki nánar lýsa því hvaða aðilar hefðu skorað á hann að kanna rekstrarmöguleika frekar en sagði að allir kröfuhafar félagsins hefðu verið tilbúnir að verða við kröfum Byggðastofnunar fyrir lán- veitingum. „Það er alveg ljóst að fyrirtæki í landvinnslu, sem ekki hefur kvóta, hefur ekki í nein önnur hús að venda með fjármagn tO fjárfestinga nema til Byggðastofnunar, það er eina bankastofnunin sem eftir er í landinu sem fræðilega lánar í svona rekstur en það virðist vera búið því sem næst að loka henni,“ sagði Ketill. RÁÐGERÐ er opnun nýs veit- ingastaðar í Hafnarstræti 1 og 3, öðru nafni Fáikahúsinu, i byrjun júlímánaðar. Veitingahúsið Café Viktor verður þar til húsa og er nú verið að breyta og bæta í hús- inu. Rekstraraðilar veitingahússins er G.L.I.T. ehf. og eru eigendur fyrirtækisins ekki nýgræðingar í veitingarekstri. Að fyrirtækinu standa Ingvar Svend matreiðslu- maður, Logi Helgason og Tómas Kristjánsson framreiðslumenn, auk Guðmundar Hanssonar, sem einnig rekur veitingastaðinn Lækjarbrekku. Að sögn Ingvars Svend verður nokkurs konar bistro-stemmning á veitingastaðnum. Lögð verður áhersla á iéttar veitingar og góð- an en fremur ódýran mat. Á dag- inn verður selt kaffi og meðlæti en á kvöldin verður staðurinn op- inn til kl. 1 á virkum dögum og til kl. 3 um helgar. Að sögn Ingvars er lögð áhersla á endurgerð upprunalegs útlits Fálkahússins við breyting- ar á húsinu. Veitingastaðurinn er einungis í miðhluta hússins sem nú er verið að endurbæta tölu- vert. Ingvar segist reikna með því að staðurinn taki um 150 manns f mat sem framreiddur verður á tveimur hæðum og um 300 manns eftir að veitingasölu er hætt. Rekstraraðilar eru með veitingaleyfi sem þeir sóttu um fyrir áramótin 1998 þegar tak- mörk voru sett á veitingu nýrra leyfa. Fáikahúsið á sér langa sögu en nafn þess er dregið af þeirri út- gerð sem íslendingar stunduðu vegna skyldu við konung sinn, að sjá honum fyrir veiðifálkum sem hann notaði til gjafa. Uppruna- lega var húsið á Bessastöðum en árið 1763 var það flutt til Reykja- víkur og sett niður í Hafnarstræt- inu. Húsið var lengi verslunarhús j og var heildverslunin Ó. Johnsen & Kaaber hf. þar lengi til húsa. Hin síðustu ár hefur verslun Heimilisiðnaðarfélags íslands verið í húsinu. Húsið er í einka- eign og er G.L.I.T. ehf. leigjandi. mm UÁ ■ HunH r C ■ . London 1.-5. júlí Ótrúlegir tónleikar í Hyde Park! Boyzone Corrs Culture Club Madness Roxette Shania Twain Texas UB40 B^oío símann aUa,vjri:\auK»r£l- Samvinnuferðir Landsýn Á verði fyrir þigl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.