Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ dugar ekki minna á Iiðið en „Norðurvíkingur 99“ þegar það reynir að koma í veg fyrir stóriðju í kjördæmi flokksformannsins. lega 20 punda hæng, 101 cm, úr Hólma- breiðu í Stóru Laxá í Hreppum. Laxinn tók fluguna Hairy Mary númer 10. ITARLIGHT Befdray Besta opnunin til þessa Hópurinn sem opnaði Ytri Rangá veiddi 11 laxa á ein- um og hálfum degi og í gær- morgun voru komnir a.m.k. 13 laxar á land í það heila. Þröstur Elliðason, leigutaki árinnar, sagði þetta lang- bestu tölumar sem sést hefðu við opnun árinnar til þessa. „Sum árin hefur öll júníveiðin ekki náð þessari tölu. En tveggja ára laxinn hefur verið að færast í auk- ana ár frá ári og ég þakka það því að ég hef í vaxandi mæli keypt stórlaxa af veiði- mönnum og geymt þá lifandi til klaktöku um haustið," sagði Þröstur. Aðeins tveir laxar voru undir 10 pundum, 8 og 9 punda og sex voru 14 til 14,5 pund. 18 punda lax veiddist svo á Hominu of- an Ægissíðufoss í gærmorgun. Sex laxar veiddust fyrsta daginn í Straumfjarðará um helgina, 5 til 11 punda. I gær vora komnir tíu á land og hefur talsvert af laxi sést víða í ánni að sögn Ástþórs Jóhannssonar, eins leigutaka árinnar. Hann sagði ána hafa sjatnað mikið eftir mikla vatnavexti framan af júní og útlitið nú væri mjög gott. Veislan heldur áfram nú komnir 18 laxar á land sem er mjög gott miðað við að hópurinn sem opnar hér á hverju ári er afar rólegur, fer seint út og hættir snemma. Af þessum löxum era sex laxar 5 punda, en hinir allir 9 punda og þar yf- ir, sá stærsti 15 pund. Flest- ir laxanna hafa veiðst á maðk,“ sagði Júlíana Magn- úsdóttir, umsjónarmaður Haukadalsár, í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Líflegt í Veiðivötnum Veiði hófst í Veiðivötnum um helg- ina og gekk mönnum vel í blíðskap- arveðri þar efra. Að sögn Ingólfs Kolbeinssonar, sem var meðal veiði- manna, virtust allir vera að fá eitt- hvað og sumir mikið, t.d. í Litla Fossvatni. „Við voram þrír saman og fengum 20 fiska, í Litlasjó, Græna- vatni og Litla Fossvatni. Einn sem við hittum var með 10 punda fisk í Grænavatni og annar var með 5 punda. Annars vora menn mest með 1 til 3 punda fiska. Þetta var góður dagur og urriðinn var fallegur," sagði Ingólfur í gærdag. VEIÐI byrjaði feiknavel í Hauka- dalsá í Dölum, Straumfjarðará og í Ytri Rangá. Nokkrir fiskar veiddust einnig á fyrsta degi í Eystri Rangá, en hún er ævinlega nokkuð seinni til en Ytri Rangá og veit byrjunin þar því ekki síður á gott. Á öllum um- ræddum svæðum eru laxar flestir stórir og meðalþyngd með hæsta móti. Þá byrjaði veiðiskapur í Veiði- vötnum á Landmannaafrétti um helgina og var prýðisveiði og fiskar allt að 10 pundum. „Þetta er rosafínt og betri byrjun en í fyrra. Var hún þó góð þá. Við opnuðum á laugardaginn og það era DREIFINGARAÐIU I .GUÐAAUNDSSÖN ehf. Sfmi: 533-1999, Fax: 533-1995 Stigar frá Starlight og áltröppur frá Beldray fást í öilum stærðum í byggingavöruverslunum um allt land Steindir gluggar í Langholtskirkju Fyrsti áfangi af þremur ISIÐASTLIÐINNI viku var sett upp steint gler í kór- glugga Langholtskirkju í Reykjavík. I kvöld gefst fólki kostrn- á að skoða hinn nýja glugga í kirkj- unni og kaupa kaffi og vöfflur hjá kvenfélaginu. Höfundur verksins er Sigríður Ásgeirsdóttir glerlistamaður. Um er að ræða fyrsta áfanga af þremur. Steinda glerið er þáttur í þeim fram- kvæmdum sem munu standa yfir í sumar í kirkjunni en hinn 19. september nk. verður kirkjan opnuð aftur með hátíðarmessu þar sem nýr gluggi, nýtt orgel og væntanlega altari verður vígt. Sigríður var spurð hvenær hún myndi vinna annan og þriðja áfanga steindu glugg- anna. „Eg er búin að hanna alla glugga í kirkjuna, ég vann þá saman til þess að þeir kæmu út sem ein heild. Glugginn og org- elið standa saman í heildarmynd kórsins og hverfur þá hluti gluggans. Gluggamir í hliðar kirkjuskipsins og vesturgafl kirkjunnar verða smíðaðir eftir því sem gengur að safna í gluggasjóð kirkjunnar." - Hvenær byrjaðir þú að vinna að þessu verkefni? „I maí árið 1997 kom hluti sóknarnefndar Langholtskirkju á vinnustofu mína og óskaði eft- ir því við mig að ég hannaði steint gler í alla kirkjuna þannig að glerið myndaði eina heild í kirkjunni. Oskað var eft- ir því að fyrsti hlutinn af þrem- ur, kórglugginn, yrði settur upp í byrjun júní 1999. Hinir hlut- arnir yrðu smíðaðir eftir því sem efni stæðu til. Það er ljóst að tvö ár eru ekki langur tími í svo viðamikið verk, en það kom mér til góða að kirkjan hafði verið í hugskoti mínu árum saman þar sem ég notaði glugg- ana í Langholtskirkju sem skólaverkefni á námsárum mín- um í Edinborg og hafði þar með mjög mikilvægt forskot í allri frumvinnu.“ - Hvers vegna vildi sóknar- nefnd fá gluggann núna íjúní? „Það þarf að setja gluggann í áður en orgelið sem verið var að kaupa verður sett upp. Sóknar- nefnd samþykkti teikningar mínar í ágúst 1997 og undirbún- ingur að smíði hófst með því að stækka skissuna af kórgluggan- um í fulla stærð á pappír. Samið var við Hein Derix Studio í Kevelaer í Þýskalandi um smíði steinda glersins, en ég ________________ hef unnið með þeim Langar til áður, m.a. við smíði ag undirbúa steindra glugga í kapellu sjúkrahússins á Isafirði. Við höfðum Sigríður Ásgeirsdóttir ►Sigríður Ásgeirsdóttir er fædd árið 1953. Hún stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík árin 1976-1978 og í Edinburgh College of Art 1979-1984 og lauk þaðan B.A.- honours prófi í steindu gleri vorið 1983 og Post-graduate diploma vorið 1994 með heið- urslaunum frá Andrew Grant Fund í Edinborg. Sigríður hefur haldið tólf einkasýning- ar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og erlend- is. Verk eftir hana er að finna m.a. í Þjóðarbókhlöðunni, Is- landsbanka við Lækjargötu, Sjúkrahússkapellunni í Vest- mannaeyjum og Hafnarhúsinu við Reykjavíkurhöfn. Sigríður á tvo syni, Andrés Pétur sem er 28 ára og Ásgeir sem er 23 ára, eiginmaður hennar er Þórður Kristinsson, kennslu- stjóri Háskóla fslands. syningu svo lokið allri undirbúningsvinnu fyrir smíði, valið glerið og tekið allar ákvarðanir í sambandi við smíðina í lok ágúst 1998. Ég fór svo þrisvar sinnum til Þýska- lands, fyrst í vetur og svo tvisvar í vor, til að fylgjast með smíð- inni.“ - Hvernig gler þarf að vera í svona gluggum? „Glerið sem við notum er allt handblásið. Það er unnið með sérstakri aðferð þannig að ysta húðin er lituð. I þessum glugga eru aðeins þrjár tegundir af bláu gleri, dökkblátt, milliblátt og ljósblátt og svo rautt gler. Yfir- borðið á glerinu er síðan sand- blásið þannig að blái liturinn hverfur alveg þar sem ætlunin er að hafa hvítt, guli liturinn er síðan málaður á og brenndur en til að fá grænan lit þá er málað gult yfir blátt. Þannig náum við að halda eiginleikum vatnslitar- ins í skissunni.“ - Ut af hverju leggur þú í teikningum þínum af gluggun- um? „Annars vegar er lagt út af biblíutexta úr Matteusarguð- spjalli og hins vegar er lagt út af voninni og gleðinni í trúnni." - Hvað tekur við þegar þú hefur lokið þessu verkefni hjá Langholtskirkju? „EFtir að þessum áfanga er lokið ætla ég að drífa mig upp í Borgarfjörð og setja niður nokk- ________ ur tré og hlúa að gróðrinum. Svo ætl- um við hjónin að skreppa til Englands og hvíla okkur, ganga fjörur, tína grjót og hitta vini okkar. En þessu verk- efni í Langholtskirkju er ekki al- deilis lokið og ég vona að það gangi vel að safna fyrir hliðar- gluggunum og glugganum í vesturgaflinum. Sá síðastnefndi er jafnstór og sá sem þegar er upp kominn en hliðargluggarnir liggja eftir endilöngu kirkjuskip- inu, stafna á milli í kirkjunni. Það er orðið mjög langt síðan ég hef haldið sýningu í Reykjavík og mig er farið að langa til að undirbúa sýningu þar á steindu gleri og lágmyndum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.