Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 10
.-:¦ ¦¦ . 10 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ [ FRETTIR Fjármálaráðherrar Norðurlandanna komu saman á fundi á Egilsstöðum í gær Efnahagsástandið gott á Norðurlöndunum Egilsstöðum. Morgunblaðið. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norðurlandanna komu saman á fundi á Hótel Héraði á Egilsstöð- um í gær og ræddu efnahags- og fjármál. Fundurinn er annar tveggja árlegra funda þar sem ráð- herrarnir bera saman bækur sínar. Á fundinum var rætt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Norð- urlöndunum. Ráðherrarnir héldu blaðamannafund að loknum fundin- um og bentu á að almennt ríkti gott ástand í þeim málum. Hag- vöxtur sé mikill, vaxandi atvinna og verðbólga lág. Reiknað er með að heldur dragi úr hagvexti bæði í Noregi og Danmörku á næstunni. Ráðherrarnir voru sammála um mikilvægi þess að viðhalda traustri stöðu ríkisfjármála og lágri verð- bólgu. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra gerði grein fyrir efna- hagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar á íslandi og lagði áherslu á mikil- vægi aðhaldssamrar ríkisfjármála- stefnu í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú ríkir hér á landi. Ráðherrarnir ræddu um málefni ESB/EES og reynsluna af Efna- hags- og myntbandalaginu og áhrif þess á efnahagslíf Norðurland- anna. Þeir töldu ljóst vera að með tilkomu myntbandalagsins þrengd- ist svigrúm til hagstjórnar á sviði peningamála og því sé það enn mikilvægara en áður að stefna í ríkisfjármálum sé traust. Finnar eru eina Norðurlandaþjóðin sem er aðili að evrusvæðinu. Á fundinum gerðu þeir grein fyrir helstu Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir NORRÆNU ráðherrarnir böðuðu sig í sólinni áður en fundur þeirra hófst í gærmorgun. áherslum sínum, en þeir taka við formennsku í Evrópusambandinu 1. júlí nk. Fjallað var um áhrif aukinnar al- þjóðavæðingar á starfsemi nor- rænna kauphalla og verðbréfa- þinga og kynntar helstu niðurstöð- ur sérstakrar athugunar í þeim efnum. Ahrif hagvaxtar á ríkisfjármál mikil Rætt var um aukið samstarf á þessu sviði og ákveðið var að huga að frekari samræmingu skráning- arreglna norrænna fjármálavið- skipta. Ráðherrarnir lýstu yfir vilja sínum til að aðstoða Eystra- saltsríkin þrjú við frekari þróun á þessu sviði. I niðurstöðum norrænnar skýrslu, sem kynnt var, varðandi áhrif hagvaxtar á afkomu hins op- inbera kom fram að áhrif hagvaxt- ar á ríkisfjármálin á Norðurlönd- unum eru hlutfallslega mikil sem dregur úr svigrúmi til hagstjórnar- aðgerða. Því sé mikilvægt að tryggja stöðugleika í ríkisfjármál- um. Hvað umhverfismál varðar kom fram niðurstaða norrænnar skýrslu um umhverfismál að ávinn- ingur er takmarkaður af aukinni norrænni samræmingu á því sviði. Ráðherrarnir ræddu aukna sam- ræmingu hagrænna aðgerða á sviði umhverfismála. Þá var fjallað um málefni Eystrasaltsríkjanna þriggja m.a. í ljósi norrænu fjár- festingaráætlunarinnar sem hljóð- ar upp á 180 milljónir evra eða 15 milljarða íslenskra króna. Þessi áætlun kom til framkvæmda árið 1992 og lýkur á þessu ári. Að fundahöldum loknum heim- sóttu ráðherrarnir Lagarfossvirkj- un og síðan var ekið til Borgar- fjarðar eystri og litið inn í Alfa- steini. Eftir þá ferð var ekið inn í Hallormsstað og í Atlavík þar sem Lagarfljótsormurinn beið og ferjaði ráðherrana og fylgdarlið til Egilsstaða um leið og þeir snæddu kvöldverð um borð. Fundur dómsmálaráðherra Norðurlandanna í Reykjavík Ahersla verður lögð á mál- efni ungra afbrotamanna Á FUNDI dómsmálaráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í Reykjavík í gær, var ákveðið að koma á fót sérstökum vinnuhópi embættismanna til að fjalla um mál- efni ungra afbrotamanna á Norður- löndum.Var tillaga þess efnis borin fram af íslands hálfu og mikið rædd á fundinum, að sögn Sólveigar Pét- ursdóttur dómsmálaráðherra. Að sögn Sólveigar eru málefni ungra afbrotamanna afar mikilvæg- ur málaflokkur og hafa ráðherrar Norðurlandanna mikinn áhuga á að leggja meiri áherslu á hann en hing- að til hefur verið gert. Vinnuhópnum er m.a. ætlað að miðla upplýsingum milli landa um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn brot- um ungmenna. Er honum einnig ætlað að huga að úrræðum fyrir unga afbrotamenn en í því sam- bandi var á fundi ráðherranna vakin sérstök athygli á fíkniefnavandan- um. Skýrsla um málefni ungra afbrotamanna kynnt Að sögn Sólveigar Pétursdóttur hefur nýlega verið lokið við viða- mikla skýrslu á vegum dómsmála- ráðuneytisins, sem fjallar sérstak- lega um unga afbrotamenn, þar sem gerð var könnun á stöðu mála. Sól- veig sagði það ljóst að ungum af- brotamönnum hérlendis hefði fjölg- að og því væri vandinn orðinn meiri. I nefndri skýrslu væru hins vegar Morgunblaðið/Jim Smart DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Norðurlandanna að loknum fundi. Frá vinstri: Odd Einar Dorum, Noregi, Laila Freivalds, Svíþjóð, Sólveig Pétursdóttir, Islandi, Frank Jensen, Danmörku og Johannes Koskinen, Finnlandi. lagðar fram ýmsar tillögur til úr- bóta, en vegna þess hversu ný skýrslan væri af nálinni hefði hún ekki verið kynnt opinberlega. Að sögn ráðherrans mun það hins veg- ar verða gert fljótlega. Sólveig sagði að ýmislegt væri gert á Norðurlöndunum í málefnum ungra afbrotamanna, sem þætti spennandi og af hálfu dómsmála- ráðuneytisins væri áhugi á að skipt- ast á skoðunum við norræna aðila hvað snertir úrræði sem best hafa reynst á Norðurlöndunum. Að sama skapi væri einnig áhugi íslenskra aðila á því að miðla nágrannaþjóð- unum af sinni reynslu. Meðal annarra viðfangsefna fund- arins var fyrirhugaður fundur dómsmálaráðherra Eystrasaltsríkj- anna og Norðurlandanna, sem hald- inn verðu 3. nóvember nk., for- mennskuáætlun Finna innan ESB og fleira. Dómsmálaráðherrar Norðurland- anna halda reglulega fundi sem þennan þar sem rædd eru sameigin- leg viðfangsefni, m.a. löggjafarstarf sem ráðuneyti landanna bera ábyrgð á að undirbúa. Afrakstur hins norræna sam- starfs kemur m.a. fram í lagasam- ræmingu, sem nær til fjölmargra sviða löggjafarinnar. Sem dæmi um slfka samræmingu má nefna löggjöf sem varðar hjúskap og ættleiðingu, samningalög og kaupalög og ýmsa aðra löggjöf á sviði einkamálaréttar- Vélhjólamenn mót- mæla veggjaldi Töfðu um- ferð um göngin FÉLAGAR í vélhjólaklúbbn- um Sniglunum fóru á yfir 30 vélhjólum um miðjan dag á sunnudag um Hvalfjarðar- göngin og mótmæltu veggjaldi fyrir vélhjól um göngin. Nokkrar tafir urðu á umferð- inni um göngin af þessum sök- um. Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að athugað verði hvort unnt sé að lækka gjöld fyrir vélhjól. Fara ekki ókeypis í gegn Stefán Reynir segir að vél- hjólamenn hafi farið fram á að fara ókeypis í gegnum göngin og hafi vísað í fordæmi á veg- um í Evrópu. „Ég þekki það reyndar ekki en veit að svo er ekki í Skandinavíu. Við sam- þykkjum ekki að þeir fari ókeypis í gegn. Hitt er rétt að af tæknilegum ástæðum höf- um við ekki getað veitt vél- hjólamönnum afslátt og við munum skoða það mál betur. Það yrði þá líklega leyst með lækkun gjaldsins og það verð- ur líklega inni í okkar allsherj- arskoðun á gjaldtökunni," seg- ir Stefán Reynir. Tengdist ekki ráninu UNGUM manni, sem lögregl- an í Reykjavík yfirheyrði í fyrrakvöld í tengslum við rán, sem framið var í söluturni á Óðinstorgi sama kvöld, var sleppt að loknum yfirheyrsl- um, þar sem í ljós kom að hann var ekki talinn tengjast ráninu. MáHð er enn í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík og hafa ræningjarnir, sem voru tveir, ekki náðst enn. Við ránið hélt annar ræn- ingjanna afgreiðslustúlku fanginni á meðan hinn fór í peningakassann og tók um 20 þúsund krónur í peningum. Þeir forðuðu sér síðan á hlaupum út úr söluturninum með þýfið. Ráðinn að- stoðarmaður ÁRMANN K. Ólafsson stjórn- málafræðingur hefur verið ráðinn að- stoðarmað- ur Arna M. Mathiesen sjávarút- vegsráð- herra. Ármann er bæjar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópa- vogi. Hann starfaði sem að- stoðarmaður Halldórs Blöndal samgönguráðherra á síðasta kjörtímabili. Eiginkona Armanns er Hulda G. Pálsdóttir og eiga þau tvö börn, Hermann 5 ára og Höllu Lilju 3ja ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.