Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 10

Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 10
 10 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 FRÉTTIR Fjármálaráðherrar Norðurlandanna komu sainan á fundi á Egilsstöðum í gær Efnahagsástandið gott á Norðurlöndunum Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir NORRÆNU ráðherrarnir böðuðu sig í sólinni áður en fundur þeirra hófst í gærmorgun. Egilsstöðum. Morgunblaðið. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Norðurlandanna komu saman á fundi á Hótel Héraði á Egilsstöð- um í gær og ræddu efnahags- og fjármál. Fundurinn er annar tveggja árlegra funda þar sem ráð- herramir bera saman bækur sínar. A fundinum var rætt um stöðu og horfur í efnahagsmálum á Norð- urlöndunum. Ráðherramir héldu blaðamannafund að loknum fundin- um og bentu á að almennt ríkti gott ástand í þeim málum. Hag- vöxtur sé mikill, vaxandi atvinna og verðbólga lág. Reiknað er með að heldur dragi úr hagvexti bæði í Noregi og Danmörku á næstunni. Ráðherramir vora sammála um mikilvægi þess að viðhalda traustri stöðu ríkisfjármála og lágri verð- bólgu. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra gerði grein fyrir efna- hagsstefnu nýrrar ríkisstjómar á Islandi og lagði áherslu á mikil- vægi aðhaldssamrar ríkisfjármála- stefnu í þeimi efnahagsuppsveiflu sem nú ríkir hér á landi. Ráðhen-arnir ræddu um málefni ESB/EES og reynsluna af Efna- hags- og myntbandalaginu og áhrif þess á efnahagslíf Norðurland- anna. Þeir töldu ljóst vera að með tilkomu myntbandalagsins þrengd- ist svigrúm til hagstjómar á sviði peningamála og því sé það enn mikilvægara en áður að stefna í ríkisfjármálum sé traust. Finnar eru eina Norðurlandaþjóðin sem er aðili að evrasvæðinu. Á fundinum gerðu þeir grein fyrir helstu áherslum sínum, en þeir taka við formennsku í Evrópusambandinu 1. júlí nk. Fjallað var um áhrif aukinnar al- þjóðavæðingar á starfsemi nor- rænna kauphalla og verðbréfa- þinga og kynntar helstu niðurstöð- ur sérstakrar athugunar í þeim efnum. Áhrif hagvaxtar á ríkisijármál mikil Rætt var um aukið samstarf á þessu sviði og ákveðið var að huga að frekari samræmingu skráning- arreglna norrænna fjármálavið- skipta. Ráðherrarnir lýstu yfír vilja sínum til að aðstoða Eystra- saltsríkin þrjú við frekari þróun á þessu sviði. I niðurstöðum norrænnar skýrslu, sem kynnt var, varðandi áhrif hagvaxtar á afkomu hins op- inbera kom fram að áhrif hagvaxt- ar á ríkisfjármálin á Norðurlönd- unum eru hlutfallslega mikil sem dregur úr svigrúmi til hagstjórnar- aðgerða. Því sé mikilvægt að tryggja stöðugleika í ríkisfjármál- um. Hvað umhverfismál varðar kom fram niðurstaða norrænnar skýrslu um umhverfismál að ávinn- ingur er takmarkaður af aukinni norrænni samræmingu á því sviði. Ráðherramir ræddu aukna sam- ræmingu hagrænna aðgerða á sviði umhverfismála. Þá var fjallað um málefni Eystrasaltsríkjanna þriggja m.a. í ljósi norrænu fjár- festingaráætlunarinnar sem hljóð- ar upp á 180 milljónir evra eða 15 milljarða íslenskra króna. Þessi áætlun kom til framkvæmda árið 1992 og lýkur á þessu ári. Að fundahöldum loknum heim- sóttu ráðheiTarnir Lagarfossvirkj- un og síðan var ekið til Borgar- fjarðar eystri og litið inn í Álfa- steini. Eftir þá ferð var ekið inn í Hallormsstað og í Atlavík þar sem Lagarfljótsormurinn beið og ferjaði ráðherrana og fylgdarlið til Egilsstaða um leið og þeir snæddu kvöldverð um borð. Fundur dómsmálaráðherra Norðurlandanna í Reykjavík Ahersla verður lögð á mál- efni ungra afbrotamanna Morgunblaðið/Jim Smart DOMSMÁLARÁÐHERRAR Noröurlandanna aö loknum fundi. Frá vinstri: Odd Einar Dorum, Noregi, Laila Freivalds, Svíþjóö, Sólveig Pétursdóttir, Islandi, Frank Jensen, Danmörku og Johannes Koskinen, Finnlandi. Á FUNDI dómsmálaráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í Reykjavík í gær, var ákveðið að koma á fót sérstökum vinnuhópi embættismanna til að fjalla um mál- efni ungra afbrotamanna á Norður- löndum. Var tillaga þess efnis borin fram af Islands hálfu og mikið rædd á fundinum, að sögn Sólveigar Pét- ursdóttur dómsmálaráðherra. Að sögn Sólveigar era málefni ungra afbrotamanna afar mikilvæg- ur málaflokkur og hafa ráðherrar Norðurlandanna mikinn áhuga á að leggja meiri áherslu á hann en hing- að til hefur verið gert. Vinnuhópnum er m.a. ætlað að miðla upplýsingum milli landa um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn brot- um ungmenna. Er honum einnig ætlað að huga að úrræðum fyrir unga afbrotamenn en í því sam- bandi var á fundi ráðherranna vakin sérstök athygli á fíkniefnavandan- um. Skýrsla um málefni ungra afbrotamanna kynnt Að sögn Sólveigar Pétursdóttur hefur nýlega verið lokið við viða- mikia skýrslu á vegum dómsmála- ráðuneytisins, sem fjallar sérstak- lega um unga afbrotamenn, þar sem gerð var könnun á stöðu mála. Sól- veig sagði það ljóst að ungum af- brotamönnum hérlendis hefði fjölg- að og því væri vandinn orðinn meiri. í nefndri skýrslu væra hins vegar lagðar fram ýmsar tillögur til úr- bóta, en vegna þess hversu ný skýrslan væri af nálinni hefði hún ekki verið kynnt opinberlega. Að sögn ráðherrans mun það hins veg- ar verða gert fljótlega. Sólveig sagði að ýmislegt væri gert á Norðurlöndunum í málefnum ungra afbrotamanna, sem þætti spennandi og af hálfu dómsmála- ráðuneytisins væri áhugi á að skipt- ast á skoðunum við norræna aðila hvað snertir úrræði sem best hafa reynst á Norðurlöndunum. Að sama skapi væri einnig áhugi íslenskra aðila á því að miðla nágrannaþjóð- unum af sinni reynslu. Meðal annarra viðfangsefna fund- arins var fyrirhugaður fundur dómsmálaráðherra Eystrasaltsríkj- anna og Norðurlandanna, sem hald- inn verðu 3. nóvember nk., for- mennskuáætlun Finna innan ESB og fleira. Dómsmálaráðherrar Norðurland- anna halda reglulega fundi sem þennan þar sem rædd era sameigin- leg viðfangsefni, m.a. löggjafarstarf sem ráðunejdi landanna bera ábyrgð á að undirbúa. Afrakstur hins noiræna sam- starfs kemur m.a. fram í lagasam- ræmingu, sem nær til fjölmargra sviða löggjafarinnar. Sem dæmi um slfka samræmingu má nefna löggjöf sem varðar hjúskap og ættleiðingu, samningalög og kaupalög og ýmsa aðra löggjöf á sviði einkamálaréttar- ins. MORGUNBLAÐIÐ F,. Vélhjólamenn mót- mæla veggjaldi Töfðu um- ferð um göngin FÉLAGAR í vélhjólaklúbbn- um Sniglunum fóru á yfir 30 vélhjólum um miðjan dag á sunnudag um Hvalfjarðar- göngin og mótmæltu veggjaldi fyrir vélhjól um göngin. Nokkrar tafir urðu á umferð- inni um göngin af þessum sök- um. Stefán Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að athugað verði hvort unnt sé að lækka gjöld fyrir vélhjól. Fara ekki ókeypis í gegn Stefán Reynir segir að vél- hjólamenn hafi farið fram á að fara ókeypis í gegnum göngin og hafi vísað í fordæmi á veg- um í Evrópu. „Ég þekki það reyndar ekki en veit að svo er ekki í Skandinavíu. Við sam- þykkjum ekki að þeir fari ókeypis í gegn. Hitt er rétt að af tæknilegum ástæðum höf- um við ekki getað veitt vél- hjólamönnum afslátt og við munum skoða það mál betur. Það yrði þá líklega leyst með lækkun gjaldsins og það verð- ur líklega inni í okkar allsherj- arskoðun á gjaldtökunni,“ seg- ir Stefán Reynir. Tengdist ekki ráninu UNGUM manni, sem lögregl- an í Reykjavík yfirheyrði í íyrrakvöld í tengslum við rán, sem framið var í sölutumi á Óðinstorgi sama kvöld, var sleppt að loknum yfirheyrsl- um, þar sem í ljós kom að hann var ekki talinn tengjast ráninu. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavik og hafa ræningjamir, sem voru tveir, ekki náðst enn. Við ránið hélt annar ræn- ingjanna afgreiðslustúlku fanginni á meðan hinn fór í peningakassann og tók um 20 þúsund krónur í peningum. Þeir forðuðu sér síðan á hlaupum út úr sölutuminum með þýfið. Ráðinn að- stoðarmaður ÁRMANN K. Ólafsson stjórn- málafræðingur hefur verið ráðinn að- stoðarmað- ur Ama M. Mathiesen sjávarút- vegsráð- herra. Ármann er bæjar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópa- vogi. Hann staifaði sem að- stoðarmaður Halldórs Blöndal samgönguráðherra á síðasta kjörtímabili. Eiginkona Armanns er Hulda G. Pálsdóttir og eiga þau tvö börn, Hermann 5 ára og Höllu Lilju 3ja ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.