Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 11 FRETTIR David Architzel, yfírmaður varnarliðsins, um Norður-Víking '99 Æfíngar taki mið af raun- verulegum aðstæðum VARNARÆFINGIN Norður-Vík ingur '99 tekur mið af raunveru- legum aðstæðum er upp gætu komið hér á landi eins og staðan er í heiminum í dag. Yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, David Architzel flotafor- ingi, segir að þetta sé æfing varnarviðbragða gegn alþjóðleg- um hryðjuverkum sem eigi að tryggja öryggi almenn- ings og mikilvægra staða. David Architzel segir að æfingin sé mikilvægur liður í því að treysta sam- band varnarliðsins við rík- isstjórn íslands. Æfingin sýni fram á að varnarliðið sé tilbúið til að verja land- ið ef hætta steðji að. Þátt- taka Landhelgisgæslunn- ar og víkingasveitar Rík- islögreglusfjóra sé til þess fallin að styrkja samvinnu þeirra og varnarliðsins um varnir íslands, í þessu tilviki ef hryðjuverkahóp- ur ógnaði öryggi landsins. Architzel segir að ekki sé hægt að vanmeta gildi og mikilvægi þessa æf- inga fyrir varnir landsins og varnarsamstarf NATO-þjóða. Annað hvert ár fengist þetta tækifæri. „Ekki er hægt að vanmeta mikilvægi þess að fá allan þennan herafla til Iands, tilbúinn til aðgerða ef þörf krefur, og fá sfðan þessa mikil- vægu æfingu í samvinnu og skipulagningu sem varnaræfingin hefur í för með sér," sagði Architzel. Samstarf varnarliðsins og ríkisstjórnar Annar mikilvægur þáttur æf- ingarinnar er, að sögn Architzel, að það gefst tækifæri á að efla samband varnarliðsins og ríkis- sljórnar fslands. „Við höfum okk- ar skyldum að gegna við Island samkvæmt varnarsamningnum frá árinu 1951. Við höldum þess- ar æfingar á tveggja ára fresti til að sýna fram á að við erum til- búnir til að verja landið og til- búnir að mæta þeim hættum sem steðja að hverju sinni, og í þetta sinn er óvinur æfingarinnar öfgasinnaðir hryðjuverkjahóp- ar," sagði Architzel. Að þessu sinni er sjónum beint að raun- Morgunblaðið/Jón Svavarsson DAVID Architzel, fiotaforingi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. verulegum aðstæðum sem upp gætu komið í hvaða landi sem er. „Hryðjuverkahópurinn í æfing- unni er öfgasinnaður hópur sem hefur sagt skilið við friðsæl um- hverfissamtök sem vilja vel. Skilaboðin frá þessum samtökum eru síðan að þau styðji ekki þennan hóp, hann sé hryðju- verkahdpur og ekki hluti af þeirra samtökum. Ríkisstjórn Is- lands hefur þá fengið viðvörun um þennan öi'gahóp. Varnarliðið, að kröfu ríkisstjórnar Islands, fer þá í viðbragðsstöðu, tilbúið til aðgerða gegn hryðjuverkahópn- um," sagði Architzel þegar hann útskýrði skipulag æfingarinnar. Architzel segir að þessar að- stæður, er upp koma í æfingunni, endurspegli mjög vel aðstæður er upp gætu komið í hinum raun- verulega heimi, fremur heldur en varnir gegn árás óvinaríkis inn 1 Is- land, en það hefur verið skipulag æfinga síðustu ára. „Það að taka mið af raunverulegum aðstæð- um hjálpar okkur að hafa það að augnamiði að æfingin er hluti af hinu raunverulega lífi og iiiílímasamfélagi, en ekki eingöngu „æfing"," sagði Architzel. Þátttaka Gæslunnar mikilvæg Hann segir að einnig sé mikilvægt að fá tæki- færi til að æfa með Landhelgisgæslunni, sem hefur ekki tekið þátt í síðustu æfingum en gegnir nú lykilhlutverki í leitar- og björgunarað- gerðum æfingarinnar. Sveitir frá Þýskalandi og Hollandi fá einnig góða æfingu, en það er hlut- verk NATO-þjóða að æfa og þjálfa saman til að efla samstarf þeirra inn- an NATO, að sögn Architzel. Að lokum sagði Architzel að stór þáttur í æfingunni í ár sé hlutdeild ríkisstjórnar Islands í aðgerðum allt frá byrjun. „Ríkis- sljóniin er aðili að þróun að- gerða, tekur ákvörðun með okk- ur um hvernig aðgerðir fara fram og er í nánu samstarfi við varnarliðið og aðrar sveitir allt frá upphafi til enda," sagði Architzel. Liigusalar mótmæla McDonald's-auglýs- ingum á sumarflöskum Coca-cola Vilja ekki auglýsa keppi- nauta sína Taka ekki inn vörur með auglýsingum keppinauta EIGENDUR Aktu - taktu-sölu- skálans við Skúlagötu hafa skrifað Vífilfelli hf. erindi með ósk um að fyrirtækið framleiði hálfs lítra og tveggja lítra flösk- ur af kóki og diet-kóki án aug- lýsinga fyrir keppinaut fyrir- tækisins. Kristján Þór Sveins- son, eigandi Aktu - taktu, segir að fyrirtækið sé ósátt við að vera látið dreifa auglýsingum fyrir keppinauta sína með svokölluðum sumarflöskum Coca-cola og hafi ákveðið að hætta að taka inn vörur með auglýsingum fyrir keppinaut- ana, þ.e.a.s. sumarflöskur Coca- cola. Kristján sagðist hafa haft samband við kollega sína sem reka staði eins og Staldrið, Sundanesti og fleiri í því skyni að kanna hvort þeir vildu bind- ast samtökum um mótmæli af þessu tagi. Pítsastaðir bindast samtökum Hann segir að nokkrir pítsa- staðir hafi áður bundist samtök- um á svipaðan hátt til að mót- mæla auglýsingum fyrir Dom- ino's-pítsur á sumarflöskunum. Arangur þeirra mótmæla hafi orðið sá að Vífilfell hafi farið að framleiða fyrir þá ómerktar tveggja lítra flöskur af kóki og diet-kóki. í bréfi sem Kristján og Sveinn Pálsson, meðeigandi hans, hafa sent fyrirtækjum sem stunda lúgusölu á veiting- um segir að herferð Vífilfells birtist þannig að fyrirtækin sem lökust hafa kjörin hjá Vífil- felli eigi að taka að sér að aug- lýsa upp keppinauta sína, þá sem best hafa kjörin hjá Vífil- felli." „Eins og allir vita gengur leikurinn út á það að prentaðar eru auglýsingar frá fyrirtækjum eins og MacDonald's, American Style, Subway og Domino's á söluvörur Vífilfells og síðan eiga almennir kaupmenn að sjá um dreifingu á þessum „auglýsing- um + söluvörum + happdrætt- ismiðum". Auglýsendurnir sjálf- ir eiga ekkert að koma nálægt dreifingunni, enda selja þeir gosdrykki úr vélum en ekki í pakkningum frá Vífilfelli. Þeir eiga bara að taka við viðskipta- vinunum þegar auglýsingarnar eru farnar að virka," segir í bréfinu. „Það sjá auðvitað allir sem eitthvert vit hafa á markaðsmál- um að „svona gerir maður ekki", segir í bréfinu. „Við von- um því að sem flestir segi núna: NEI TAKK, við seljum ekki lengur vörur merktar keppi- nautum okkar. Látum ekld valta yfir okkur meira." Kristján sagðist í samtah við Morgunblaðið ekki vera að mót- mæla verðlaunaleiknum sem slíkum heldur því að vera látinn dreifa auglýsingum fyrir keppi- nauta sína. Léttur og meðfærilegur GSM posi með iimbyggðum prentara VILBORG Traustadóttir, formaður MS-félagsins, og Gyða J. Ólafs- ddttir, IVamkvæmdasljóri dagvistar, taka fyrstu skóflustunguna að viðbyggingunni. Byggt við dagvist MS-félags Islands FRAMKVÆMDIR eru hafnar við yiðbyggingu dagvistar MS-félags íslands að Sléttuvegi 5. Fyrsta skóflustunga var tekin 3. júní og áætluð verklok eru um miðjan janú- ar á næsta ári. Eigið húsnæði félagsins var vígt 1995. „Starfsemin hefur vaxið og dafnað og smám saman sprengt hús- næðið utan af sér," segir í fréttatO- kynningu. „Aðstaða verður fyrir lækni, félagsráðgjafa, smærri fundi og sjálfshjálparhópa í nýju álmunni. Með tilkomu viðbyggingarinnar flyst starfemi félagsins alfarið þangað og rýmkar við það um dagvistina. Hvíldarherbergjum fjölgar, baðað- staða verður bætt og almennt rými eykst. Matsalur mun stækka umtals- vert og munar þar miklu þar sem oft er þröng á þingi í honum. Hægt verður að loka alveg milli félagsað- stöðu og dagvistar þannig að um- gangur tengdur félaginu mun ekki trufla starf dagvistar og öfugt." Ágóði af sölu spilastokka MS fé- lagsins rennur alfarið til byggingar- innar og í fréttatilkynningu segir að sala hafi farið fram úr björtustu vonum. í byggingarnefnd eru Sveinn Frímannsson tæknifræðingur, for- maður, Vilborg Traustadóttir, for- maður MS-félagsins, og Gyða J. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri dag- vistar. 0point Hliðasmára 10 Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 Les aliar tegundir greiðslukorta sem notuö eru á íslandi. Er meö lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraövirkur hljóölátur prentari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.