Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 14

Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 14
Garðabær 14 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík og Kjalarnes sameinuðust fyrir rúmu ári. Kjalnesingar hafa merkt breytingar á þessum tima. Nýr tónlistarskóli tekinn í notkun í haust Otrúlegur mun- ur á aðstöðu NÝBYGGING Tónlistar- skóla Garðabæjar verður tekin í notkun í haust. Hús- næðið mun gerbylta allri að- stöðu til tónlistarkennslu í bænum og ríkir tilhlökkun meðal aðstandenda skólans vegna nýja skólans. „Þetta verður ótrúlegur munur. Maður er bara uppi í skýjunum með að fá þetta hús,“ segir Gísli Magnús- son, skólastjóri Tónlistar- skólans. Gísli man tímana tvenna í tónlistarkennslu í bænum, enda hefur hann starfað við skólann í 30 ár og verið skólastjóri undan- farin 15 ár. Hann sagði að skólinn hefði ætíð verið á hrakhólum í gegnum tíðina. Kennt hefði verið í heima- húsum, bamaskólanum, í þakpappaverksmiðju, skáta- Öruggari þjón- usta og meiri framkvæmdir heimilinu og fleiri stöðum. Undanfarin ár hefur starfsemi skólans verið í tveimur húsum og sagði Gísli það hafa verið baga- legt. Hann minnist sérstak- lega á að inngangur annars hússins liggi utan á húsinu og sé hálfgerður hænsna- stigi. Hin nýja bygging skólans er öll hin glæsilegasta og virðist hyergi hafa verið til sparað. I húsinu er meðal annars tónleikasalur með sviði sem rúmar 120 áheyr- endur í sæti og verður not- aður undir tónleika á vegum skólans. Einnig sagðist Gísli reikna með að salurinn yrði eftirsóttur til tónleikahalds og myndi eflaust efla menn- ingarlíf bæjarins. Heildarstærð skólans er rúmir 870 fermetrar og þar ef eru 430 fermetrar ætlaðir Vistvænn leikskóli í Kátakoti TÓNLISTARSKÓLI Garðabæjar eins og áætlað er að hann líti út þegar framkvæmdum lýkur næsta vetur. Jónas Vigfússon ÍBÚAR Kjalarneshrepps og Reykjavíkur samþykktu sameiningu sveitarfélaganna tveggja fyrir tveimur árum en hún tók gOdi að afloknum sveita- stj órnarkosningum í fyrravor. Skiptar skoðanir voru um sameininguna með- al Kjalnesinga en að fenginni nokk- urri reynslu virðist ágæt sátt ríkja á Kjalamesi. Raddir heyrast þó um að hægar gangi að fá mál af- greidd nú en fyrr, kerfið sé þyngra í vöfum og lengra sé að sælq'a þjónustu. Aka þurfi til Reykjavíkur til að hitta fólk á stofnunum sem hafi tak- markaðan opnunartíma, auð- veldara hafi verið að ná í sveitarstjórann áður fyrr. Flestir Kjalnesingar virðast þó ánægðir með samskiptin við borgina. Samstarfsráð Kjalarness er ráðgefandi fyrir borgar- stjóm um málefni Kjalar- ness, Jónas Vigfússon er for- maður þess. Hann segir reynsluna af sameiningunni góða, hún hafi leitt af sér mikla uppbyggingu á Kjalar- nesi og framfarir hafi verið og muni verða miklar. Jónas segir fjárhagsstöðu Kjalar- neshrepps hafa verið þrönga fyrir sameininguna, sveitar- félagið hafi þó keppst við að halda í við þjónustustig í Reykjavík en það hafi reynst erfitt. Hann segir öryggið sem náðist með sameining- unni mikilvægt og nú njóti Kjalnesingar í megindráttum sömu þjónustu og aðrir Reykvíkingar. Skóla- og dagvistarmál eiga nú stærri bakhjarl en fyrr og öflugra kerfi býr að baki félagsþjónustu sem Kjalnesingar njóta. Þá hafa samgöngur verið bættar þótt enn vanti nokkuð upp á að íbúar Kjalamess sitji við sama borð og aðrir Reykvík- ingar. Mikið hag- ræði er þó fólgið í yfirtöku SVR á rekstri almenn- ingsvagna á Kjal- arnesi fyrir íbúa þar því sama gjald- skrá gildir nú og á öðrum leiðum Strætisvagna Reykjavíkur. Miklar framkvæmdir Jónas segir þegar hafa ver- ið ráðist í miklar framkvæmd- ir á Kjalamesi sem ekki hefði gefist færi á ef ekki hefði komið til sameiningarinnar. Hann segir lóðir hafa verið gerðar byggingarhæfar og að gatnagerðarframkvæmdir séu töluverðar. Þá stendur til að byggja við grunnskólann á Kjalamesi, Klébergsskóla, í náinni framtíð. Unnið er að gerð hljóðmana við íbúðahverfið á Kjalarnesi og garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar vinnur að ræktun skjólbelta meðfram Vesturlandsvegi, þetta þakk- ar Jónas sameiningunni. „Stór aðili á auðveldara með átaksverkefni," sagði hann. Útsvar fasteignaeigenda á Kjalarnesi hefur lækkað og um næstu áramót er gert ráð fyrir að allt Kjalames heyri undir dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur. Það hefur í fór með sér lækkun orkukostn- aðar þeirra sem kynda hús sín með rafmagni og verður hann hliðstæður húshitunar- kostnaði á hitaveitusvæðum. STEINUNN Geirdal leikskólastjóri og börnin í Kátakoti. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUNNAR Einarsson forstöðumaður fræðslu- og menning- arsviðs og Gísli Magnússon skólastjóri Tónlistarskólans. undir kennslu og tónleika- við bygginguna er áætlaður og æfingasalir era samtals um 140 milljónir. 325 fermetrar. Kostnaður Stefnt er að því að vígja nýja skólann 10. september nk. í tilefni af vígslunni var leitað til Atla Heimis Sveinssonar tónskálds um að semja tónverk fyrir nýja skólann og varð hann við þeirri bón. Blásarasveit skólans hefur undanfarnar vikur verið að æfa verkið og spilaði það meðal annars á tónleikum í Prag í Tékk- landi fyrr í þessum mánuði. Að sögn Óskars er starf- semi skólans blómleg. Nem- endur em um 330 og þar starfa 39 kennarar. Tals- verð aðsókn hefur verið í skólann og hefur ekki tekist að taka alla inn sem þess hafa óskað. Til að byrja með verður nemendum ekki fjölgað með tilkomu nýja skólans en Óskar vonast til að það verði hægt fljótlega, enda „yndislegt að geta tek- ið sem flesta“. Óskar sagðist vera mjög ánægður með árangur skól- ans undanfarin ár. Fjöl- margir hefðu útskrifast og jafnvel haldið í framhalds- nám erlendis þar sem þeir hefðu orðið þekktir á sínu sviði. Hann sagðist einnig vera ánægður með kennara skólans, sem væru undir- staða árangursríkrar kennslu í tónlist. Kjalarnesi SAMEINING Reykjavíkur og Kjalarneshrepps hefur haft ýmsar breytingar í för með sér fyrir rekstur Kátakots, leikskólans á Kjalamesi. Steinunn Geir- dal leikskólastjóri segir breytingarnar í megin- dráttum jákvæðar en þær hafí þó í för með sér gríð- armikla skriffinnsku og samskipti við ótalmarga aðila. Steinunn nefnir sem dæmi að þrír ólíkir aðilar á vegum Reykjavíkurborg- ar vinni að endurbótum á lóð leikskólans. Börnum hefur fjölgað á Kátakoti, þau em nú 32 talsins og yngri en verið hefur. Aður voru bömin yngst tveggja og hálfs árs en leikskólinn tekur nú við ársgömlum bömum. Gera þurfti lagfæringar á að- stöðu innanhúss til þess að kleift yrði að taka á móti svo ungum börnum. Stein- unn segir að leikskólinn hafi verið í Ijársvelti um nokkurt skeið og bættrar aðstöðu hafi verið þörf. Lóð Kátakots hefur þeg- ar verið stækkuð og leik- tækjum verið bætt við en fyrirhugað er að endur- bótum á henni Ijúki í næsta mánuði. Steinunn telur einn helsta kost sameiningar- innar fyrir leikskólann vera faglegan stuðning og meiri samskipti við fólk í sama fagi. Leikskólastjór- ar í Reykjavík funda einu sinni í mánuði og Stein- unni finnst það hvetjandi. Starfsfólk leikskólans hef- ur líka verið duglegt að sækja námskeið sem borg- in býður upp á og hafa aukið starfsánægju þess. Þá Ieggur Steinunn áherslu á mikilvægi sér- fræðiþjónustu Dagvistar barna sem Kjalnesingar hafa nú aðgang að. Sameiginleg skólanefnd leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla tók til starfa á Kjalamesi í kjölfar sam- einingarinnar. Steinunn lýsir ánægju sinni með nefndina og segir hana hafa orðið til þess að meira tillit sé tekið til leikskólans í skólakerfinu en áður. Umhverfísmál mikilvæg Framtíðarskipulagi Kjal- amess er ætlað að taka mið af sjálfbærri þróun og vist- vænni byggð, þeirrar hug- myndafræði er þegar farið að gæta í Kátakoti og böm- in taka virkan þátt. Þau hafa sett niður grænmeti, plantað tijám, flokkað sorp og endumýtt. Steinunn seg- j ir að umhverfísmálum hafí lengi verið siimt á Kátakoti j en nú sé ætlunin að leggja þyngri áherslu á þau. í haust hefst átaks- og þróunarverkefni til þriggja ára undir heitinu „vistvænn leikskóli". Sam- einingin við Reykjavíkur- borg gerir verkefni af þessum toga auðveldari en áður var, að sögn Stein- unnar, hægt er að leita til I ráðgjafa borgarinnar og meiri stuðningur fæst en fyrr. Steinunn segir að fyrirhuguð sé bygging nýs leikskóla á Kjalarnesi á næstu áram og æskilegt sé að umhverfíssjónarmið komi til skoðunar við hönnun skólans og alls umhverfís hans. Kjalarnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.